Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992
RISAHÖLL
ŒAUSESCUS
Risahöll Ceausescus er orðin
að þjóðarmartröð í Rúmeníu.
Of tröllaukin til að hægt sé að
horfa framhjá henni, en hefur
ekkert notagildi.
ískaldir vindar blása nú um
risasali Ceausescu, þeyta ryki
og óhreinindum yfír veggi og
marmaragólf. Það væri full
dagvinna fyrir 2 menn í 60 ár
að hreinsa allar kristalsijósa-
krónur í marmarahöllinni.
Svohljóðandi ályktun barst
frá nefndinni sem átti að
skila tillögum varðandi
nýtingu hússins: „Við
getum ekki komið okkur
saman um hvað á að gera við höl-
lina.“
Kaldhæðni örlaganna, að nú geti
aðeins geysiöflug einkavæðing
bjargað íburðarmesta minnisvarða
kommúnistatímabilsins frá því að
verða veðri og vindum að bráð.
Fyrrverandi harðstjóri Rúmeníu,
Nikulás Ceausescu, arfleiddi landa
sína að erfiðum minnisvarða. Of
tröllaukinni höll til að snerta fegurð-
arskyn. Of stórri til hagnýtrar notk-
unar. Rúmenar hafa ekki einu sinni
efni á að lýsa hallarbáknið eða hita
upp. Ceausescu lét jarðýtur ryðja
burtu 1/6 af gömlu Búkarest. Reisti
síðan marmarahöll yfir rústir gamla
borgarhlutans til að fullnægja sjálf-
símynd sinni.
„Ég kom að múrsteinabyggðri
Rómaborg, en yfirgaf hana marm-
araklædda," sagði Ágústus, fyrsti
keisari Rómaveldis. Tvö þúsund
árum síðar, ef Rúmenía, þjóðarbrot
frá gamla Rómaveldi, að glíma við
afleiðingar eftir einræðisherra sem
reyndi að framkvæma hið sama, en
Nikulás Ceausescu er sagður hafá
litið á sig sem arftaka rómversku
keisaranna.
Casa Poporului, Hús þjóðarinnar,
er meðal stærstu bygginga í heimi.
Hún er „Stalinísk brúðkaupsterta"
sem gnæfir 82 metra yfir sviplausar
raðir nýju íbúðablokkanna í kring.
Hin geðveikislega draumsýn Ceau-
sescus er orðin að þjóðarmartröð.
Stærð var höfð að meginmarkmiði
þegar höllin var reist. Höllin er of
tröllaukin til að hægt sé að horfa
framhjá henni, en býr samt ekki
yfir neinu notagildi. Og það sem
verra er, 1/5 vantaði upp á að höllin
væri fullbúin, þegar byltingin ’89
ruddi einræðisherranum úr stóli og
verkið stöðvaðist.
Nú er höllin að grotna niður.
Rúður eru brotnar og ekkert gert
til að lagfæra málningu eða gullhúð
sem er farin að flagna af vegna
kulda og raka. Og veggir sem
sprungu í jarðskjálftanum 1990,
standa óviðgerðir. Innan dyra er
gengið í gegnum endalaus salar-
kynni. Hver risasalurinn tekur við
af öðrum. Stærðin sem átti að vekja
lotningu hjá þjóðhöfðingjum og
væntanlegum gestum Ceausescu.
Því lengur sem höllin stendur
ófullgerð, því meira ná náttúruöflin
að eyðileggja hana. Ekki er líklegt
að henni verði lokið á næstunni, eins
og ástandið er á þjóðarskútunni.
Skuldahali Ceausescus er langur.
Núverandi valdhafar, Þjóðfrelsis-
flokkurinn, hafa látið reikna út, að
það þyrfti um 1/5 af þeim fjármun-
um sem ríkið hefur til ráðstöfunar
til að ljúka við höllina.
Nefnd sem átti að leggja fram
tillögxir um húsið, hefur nú fundað
reglulega í rúmt eitt ár. Nýlega kom
frá henni svohljóðandi ályktun: „Við
getum ekki komið okkur saman um,
hvað hægt sé að gera við höllina!"
En til viðbótar, eins og til að bjarga
andlitinu, lagði nefndin til að staðið
yrði fyrir alþjóðlegri samkeppni um
nýtingu hússins, þó að ekki sé búist
við neinni töfralausn.
Yfir 500.000 tonnum af stein-
steypu var dælt í bygginguna sem
myndar þyrpingu af samtengdum,
risastórum blokkum efst á hæð sem
ýtt var upp, til að höllin myndi gnæfa
yfir allar aðrar byggingár í borg-
inni. í höllinni eru 47 móttökuher-
bergi ætluð fyrir ríkisstjórnina, öll á
stærð við blokkaríbúðir. Þijár hæðir
eru neðanjarðar og sérstök lyfta
fyrir hina konunglegu lúxusbifreið
Ceausescus.
Gestir eru yfir sig undrandi á yfir-
spiluðum bogalínum marmarastiga
og yfirgengilegum fjölda gallería,
biðsala og salarkynna. Þrjúhundruð
manna lið þurfti til að færa stærsta
teppið í höllinni til hreinsunar. Tepp-
ið er nokkur tonn að þyngd! Til að
gera sér frekar grein fyrir stærð-
inni, þá tekur rúma 14 tíma að
skokka í gegnum alla höllina. Mið-
gangur aðalbyggingar er um 1 km.
Þegar búið var að ganga frá hall-
arþakinu, datt einræðisherranum í
hug að bæta þremur hæðum ofan
á, þrátt fyrir eindregin mótmæli 700
arkitekta sem töldu burðarveggi
ekki nægilega öfluga. En á þá var
ekki hlustað.
Árangur af hönnun 700 arkitekta
undir yfírstjórn Ceausescus er klauf-
alegur g'undroði ótal stílbragða. Og
hin ótrúlegu stærðarhlutföll yfir-
gnæfa öll listfeng vinnubrögð sem
sjá má í tréverki og loftskreytingum.
Starfsliðið segir, að orkan sem þurfi
til að tendra öll ljós í höllinni, jafn-
ist á við þá raforku sem fari til að
lýsa upp olíuborgina Ploesti.
Upphitun er stórt vandamál. Á
miðju byggingastigi, skipaðí harð-
stjórinn að fela alla hitaleiðara. Og
þeim sem ekki var hægt að fela var
einfaldlega kippt í burt. Og nú þarf
meiriháttar breytingar til að koma
fyrir hitakerfi. í miðsal aðalbygging-
ar jafnast frosthálir marmarastigar
á við leiðara fyrir heimskautavinda.
Inni er frostharka. Þar er 10 stigum
kaldara en utanhúss á janúardegi.
En á haustin getur orðið býsna
heitt inni. Höllin er lengi að drekka
í sig hita frá brennandi sumarsól.
Fyrst í lok september er orðið vel
volgt innandyra. Og höllin er meira
en mánuð að kólna niður.
Hugmyndina að höllinni fékk Ce-
ausescu í heimsókn sinni til Norður-
Kóreu, þegar Kim Sung tók á móti
honum í íburðarmikiili höll sinni og
milljónir manna hylltu þá framan
við höllina. Þegar Ceausescu sneri
aftur heim, skipaði hann arkitektum
sínum að snúa á Kim Sung í hallar-
gerð.
Hið risastóra torg framan við að-
alinngang hallarinnar rúmar hálfa
milljón manna. Ceausescu vildi láta
líta á sig sem „hinn mikla stjórn-
anda“ sem færði Rúmenum „gullöld
ljóssins!" En húrrahróp frá hálfri
milljón nægðu Ceausescu ekki. Og
til Áð fleiri kæmust fyrir var rutt
fyrir auðu svæði meðfram hinni
þriggja km löngu breiðgötu „Sigur-
stræti sósíalismans" sem liggur í
vestur frá höllinni.
Þó að ríkisstjórn Rúmeníu finnist
óþægilegt að vinna í höll harðstjór-
ans, hafa nokkrar þingnefndir og
skrifstofur flutt inn á efstu skrif-
stofuhæðina. En jafnvel þótt öll rík-
isstjómin, efri og neðri deild þings-
ins, öll ráðuneyti og tilheyrandi
skrifstofur flytti inn í höllina, væri
samt 1/3 hluti hennar vannýttur.
Hinn nýi borgarstjóri Búkarest,
Crin Halaicu, sem kemur úr vænt-
anlegum lýðræðisflokki, vill að höllin
verði seld til einkanota eða hlutar
hennar leigðir erlendum fyrirtækj-
um. En áhugi erlendra aðila á Rúm-
eníu er takmarkaður. Og ekki til að
auðvelda málið, að engar lagnir eru
til staðar fyrir þann fjarskiptabúnað
sem þyrfti til að gera höllina að al-
þjóðlegri viðskiptamiðstöð.
Aðrar hugmyndir hafa fallið um
sjálfar sig vegna stærðar hallarinnar
sem er of stór til að hýsa háskóla
eða hótel. Og til að fylla mælinn,
þá er ekki gert ráð fyrir snyrtingum,
eldunaraðstöðu eða álíka þægindum.
Rætt hefur verið um að breyta höll-
inni í safn, þar sem byggingin sjálf
er þegar orðin sýningargripur.
Eitt má þó telja höllinni til hróss.
Innviðir eru eins og klipptir út úr
ævintýri sem má teljast góður bak-
grunnur fyrir kvikmyndaver. Rúm-
enskt kvikmyndafélag tók þar kvik-
myndina „Lúxushótelið“ á síðasta
ári. Og nú vonast menn eftir, að
vestrænir kvikmyndagerðarmenn
horfi til hallarinnar.
Það er kaldhæðni örlaganna, að
nú geti aðeins geysiöflug einkavæð-
ing bjargað íburðarmesta minnis-
varða kommúnistatímabilsins frá því
að verða veðri og vindum að bráð.
Þýtt og endursagt úr Weekend Guardian
O. Sv.B.