Morgunblaðið - 21.06.1992, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 21.06.1992, Qupperneq 27
27 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 21. JUNI 1992 * MargrétA. Oskars- dóttir - Kveðjuorð Ég vil þakka mömmu minni, Margréti Ásdísi Óskarsdóttur, allar þær yndislegu stundir sem ég hef fengið að njóta með henni. Ég var tveggja ára þegar ég fyrst kom inn á heimili þeirra mömmu og pabba og frá þeim degi var mér alla tíð tekið sem þeirra eigin dóttur, hversu mörg skammarstrik sem ég gerði af mér. Eins og mamma sagði: „Aldrei verð ég svo fátæk að geta ekki gefið einu barni að borða,“ en hún gaf mér meira en að borða, hún gaf mér alla þá ást og um- hyggju sem ég á, og ég vona að ég geti gefið bömunum mínum það sama. Aðeins annað barnið mitt mun muna eftir ömmu sinni, því Gunnsteinn Már er nú 11 ára, en á sinni stuttu ævi fékk hann að kynnast ömmu sinni á margan hátt betur en margir aðrir, því mamma sá ekki sólina fyrir honum. Senni- lega er það Gunnsteini minnisstæð- ast þegar þau voru að fara í göngu- ferðir saman um hverfið að ógleymdum Bubba, hundinum okk- ar. Þá var Gunnsteinn 5-6 ára og þá var labbað á milli garða og mamma var að sýna honum ljónin, apana og öll hin dýrin sem aldrei hafa sést hér á landi, og er ég viss um að hann sá þessi dýr og ekki bara sá, hann heyrði líka í þeim, því innlifunin var svo mikil. Eins er ég viss um að Gunnsteinn á oft eftir að segja: En amma sagði þetta eða hitt. Mamma fékk því miður bara að kynnast Margréti, dótturdóttur sinni, í átta mánuði, og oft sagði mamma við mig: „Því miður á ég ekki eftir að sjá hana alast upp.“ Þetta var ein af þeim mörgu erfiðu setningum sem hún sagði við mig, þannig að ég vildi helst vera lítil líka, þannig að ég skildi ekki á hverju var von, en því miður verðum við öll fullorðin og verðum að tak- ast á við meira en okkur þykir gott, og skrýtið þykir manni að fólk á besta aldri, eins og mamma, þurfi að takast á við eins erfíðan sjúkdóm og krabbamein er. En mamma var mjög sterk persóna og þegar aðrir voru að bresta í grát, var það hún sem fékk mann til að brosa og tala um það sem betra var, og hjálpaði þetta henni í gegnum sinn erfiða BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. blteoudl Opiö alla daga frá kl. 9-22. Sími689070. sjúkdóm, þó svo að við vissum að þegar við vorum farin og hún orðin ein grét hún í hljóði. Mamma var búin að vera veik lengi þegar upp kom að hún var með ólæknandi krabbamein, en það var í janúar á þessu ári, og þá voru fyrstu jólin búin sem við vorum án hennar, því þá lá hún á Borgarspít- alanum, deild A-5, þar sem hún hafði svo oft áður legið. Þetta voru mjög erfið jól og áramót því alla tíð höfum við verið saman á þessum tíma og þar af leiðandi var mikið sem vantaði þegar mömmu vant- aði, og ennþá meira á eftir að vanta um næstu jól, þegar við vitum að hún á aldrei eftir að sitja til borðs með okkur aftur. Það er aðeins eitt sem við getum huggað okkur við, hún þarf ekki að kveljast meira og er örugglega í góðum höndum. Ég vona að elsku mamma mín hafir kennt mér að takast á við líf- ið og það sem uppá vantar er ég viss um að hún átt eftir að hjálpa mér með, því hún munt ætíð vera í huga mér. Með þessum fátæklegu orðum vil ég fá að þakka starfsfólki á deild A-5 Borgarspítalans þá bestu umönnun sem hægt er að hugsa sér og þann styrk sem það veitti mér og pabba á þessum erfiða tíma. Pabbi minn, við vitum öll að þú hefur misst mikið og vona ég að ég, Eddi, Gunnsteinn og Margrét getum hjálpast að við að græða þetta hjartasár. Guðsblessun 'fylgi elskulegri móður minni inn á veg nýrra heimar. Sigríður. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960 Samvinnuferðir-Landsýn býður ódýrari fargjöld: ÓDÝRASTA LEIÐIN TIL BRETLANDSEYJA! Til Dublin fyrir 16.500 kr. Nú er iag að komast ódýrt til írlands. Dublin heillar alltaf og ökuferð á eigin vegum um landið er ógleymanleg upplifun. Láttu okkur útvega þér gistinguna, hvort sem er á hóteli, á sveitakrá, í kastala eða á húsbát! Bílaleigubílinn útvegum við auðvitað líka og hvaðeina annað sem tryggir þér góða ferð á verði fyrir þig! Nú getum við líka boðið ísiendingum að fljúga til London í sumar með viðkomu í Dublin á írlandi á lægsta verði sem um getur: Flug til London frá Notaðu tœkifœrið! i ■■■■■■■■■■■ “ ÍBLIN / LONDON júní Uppselt / biðlisti. 19.800 kr. 5 sæti laus nokkur sæti laus nokkur sæti laus 4 sæti iaus 5 sæti laus Lágmarksdvöl er ein vika. UUWAoaÍBnAftB * Við þetta verö bætast flugvallarskattar og gjöld, samtals 3.550 kr. fyrir fullorðna. Hreint ótrúlegt verð en staðreynd engu að síður. Og þú átt ennþá möguleika á að komast með! Þú hefur þetta auðvitað alveg eins og þér hentar, skellir þér beint í lífs- ins lystisemdir í London eða ákveður að kynnast fyrst frændum okkar á írlandi og einstakri gestrisni þeirra. Við útvegum að sjálfsögðu gistingu við þitt hæfi í London, bílaleigubíl o.fl. í samræmi við þínar þarfir. Smin/iniiiiíei’úii’Lniiílsi/ii Reykjavik: Austurstræti 12 • S. 91 - 691010 • Innanlandsferðir S. 91 - 6910 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Sfmbréf 91 - 62 24 60 Akureyri: Skipagötu 14 • S. 96 - 27 200 • Símbréf 96 - 2 40 87 HVÍTA HÚSIÐ / SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.