Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992 19 hætti í Almenningi gegn ofbeldi, systurhreyfingu Borgaravettvangs í tékkneska hluta landsins, og stofnaði Hreyfingu fyrir lýðræðis- legri Slóvakíu, HZDS. Nefnd í sló- vakíska þinginu var þá að rann- saka misgjörðir Meciars í embætti innanríkisráðherra. Hann komst sem slíkur yfir valin StB-skjöl um sjálfan sig og nokkra andstæðinga sína og þau misnotaði hann. Talið er víst að hann hafi starfað með StB eftir 1976 og verið á skrá undir nafninu „Doktor“ frá 1985. í embættisbifreið sína. Hann fann þau þar sem Meciar hafði sagt að þau væru og klukkan sjö morgun- inn eftir afhenti Cimo honum skjöl- in í embættisbústað ráðherrans í Bratislava. Hann nefndi þau ekki á nafn í skýrslunni um húsrann- sóknina. Cimo hafði í rauninni engan rétt til að gera þessa hús- rannsókn þar sem StB fellur undir sambandsstjórnina og það er ekki á vegum innanríkisráðuneytis Sló- vakíu að fara þar um að nóttu til. Húsrannsóknin er því kölluð inn- Stuðningsmenn Meciars í Slóvakíu. Vladimir Meciar, fyrrum hnefa- leikari, er helsti leiðtogi þjóðar sinnar. Cimo sakar hann um að hafa skipað sér að stela leyni- skjölum til að bjarga eigin skinni. Sjálfur hefur hann viðurkennt að hafa haft þessi skjöl undir höndum en segist hafa fundið þau einn góðan veðurdag á skrifborðinu sínu. Cimo er á öðru máli. Hann sagði þingnefndinni í Slóvakíu og ann- arri rannsóknarnefnd á sambands- þinginu í Prag nú í vetur að Mec- iar hefði kallað sig á sinn fund klukkan 10 að kvöldi hins 26. jan- úar 1990. „Farðu í Tiso-villuna og náðu í skjöl sem Skultedy hefur tekið saman og komdu með þau hingað,“ segir hann að Meciar hafi sagt. StB hafði aðstöðu í gamla bústað Josefs Tisos í Tenc- in. (Tiso var leiðtogi Slóvakíu þeg- ar hún var sjálfstæð undir verndar- væng Hitlers á stríðsárunum. Og Skultedy var starfsmaður öryggis- lögreglunnar.) Meciar sagði Cimo nákvæmlega í hvaða skáp 18 möppur með skjölum StB væri að finna og tók skýrt fram að hann ætti ekki að geta þeirra í skýrslu um húsrannsókn í villunni. Eftir byltingu hafði Lorenz, yfirmaður StB, gefið út skipun um að eyði- leggja öll gögn öryggislögreglunn- ar og Meciar taldi Cimo trú um að hann ætlaði að senda Sacher, innanríkisráðherra Tékkóslóvakíu, skjölin til að koma í veg fyrir að þau yrðu eyðilögð. Cimo fékk lögreglumann til að opna fyrir sig Tiso-villuna um mið- nætti og bað hann að hringja í samstarfsmenn úr eftirlitsnefnd ráðuneytisins og segja þeim að koma til að gera húsleit. Hann notaði tímann á meðan þeir voru á leiðinni til að flytja bindin 18 út brot og Meciar þvemeitar að hafa gefið fyrirskipun um það. Þeir svífast einskis Mitro, yfírlögreglustjóri Slóvak- íu, fékk vitnisburð Cimos fyrir þingnefndinni í Prag sendan til Bratislava. Hann er góður vinur Meciars svo að Meciar veit hvað Cimo sagði þegar nefndin spurði hvað hann hefði aðhafst aðfara- nótt 27. janúar 1990. Lauko, yfir- saksóknari Tékkóslóvakíu, hefur sagt að það hafí verið mistök að senda skýrslu nefndarinnar til Bratislava en það kemur Cimo ekki að miklu gagni úr þessu. Hann óttast um líf sitt og fjöl- skyldu sinnar. Hann segir að það hafi sex sinn- um verið ráðist á sig. Eitt sinn voru það tveir menn með hnífa sem réðust á hann að kvöldi til þegar hann var á leið að kaupa sígarett- ur. Þeir ávörpuðu hann með nafni en hann yfirbugaði þá með karate- tækni. Þeir voru ekki með nein skilríki á sér. Lögreglan kom ekki þótt hann hringdi og tilkynnti árás. Síðan hefur hann ekki kallað á lögregluna. „Hún gæti handtekið mig fyrir líkamsárás í stað þeirra sem réðust á mig,“ sagði hann. Fjórir menn réðust á 17 ára dóttur hans og reyndu að nauðga henni en tveir fylgdarmenn hennar komu henni til hjálpar. Og bílhurð var skellt á fótleggi konu hans þegar hún var að stíga út úr bíl. Cimo tók því illa þegar ég efað- ist um að hann væri í lífshættu. „Þessir menn svífast einskis," sagði hann og starði lengi í augun á mér til að sannfæra mig um hættuna sem hann er í. Meciar og helstu samstarfsmenn hans í HZDS kærðu Cimo fyrir meiðyrði miðvikudaginn 10. júní. Hann er sannfærður um að málið geti ekki fengið sanngjarna máls- meðferð { Slóvakíu þar sem þessir óvinir hans eru við völd. Fjölskylda hans grátbað hann að flýja land þegar hann frétti að það ætti að handtaka sig og hann kæmist ekki lengur úr landi yfír landamæri Slóvakíu. Hann pakkaði niðu allra nauðsynlegustu hlutum og flúði í gegnum Mæri, Bæheim og Þýska- land til Sviss. Hann vonast til að fá pólitískt hæli eins og landi hans, Alexej Zak, sem svissnesk stjóm- völd veittu pólitískt hæli í vor. Zak flúði land í fyrra þegar honum og fjölskyldu hans var hótað lífláti af því að hann gekk of sköruglega til verks við rannsókn á Slusovice, einu stærsta samvinnufélagi Tékkóslóvakíu. Á'PUSHr ................................. V BAL inil|... rr * _Jupeílec)) flCD-3QD0 LflSCfl TflflCHING SYSTCM CD-S flCflDV im- ! SHUI r->. asss 3» onon n> f yl)_ Wsct C 3 Ju-ju DX I ACD 3000 LW/MW/FM sterió hljómgæði. Geislaspilari. 30 stöðva minni magnari 2x25 wött Geislaspilari lagaleitara o.fl. Útgangur fyrir kraftmagnara. > ■ rsí’n í. sdk OG VIÐ BROSUM í UMFEfifi/yy^ ARC180 AlvörutækiMW/FMsterióútvarpogsegulband.2x25wött. Upplýstur stafraenn gluggi. Sjálfvirk spólun á snældu. Tenging fyrir CD geislaspilara. Útgangur fyrir fjóra hátalara með fullkomið steró innbyrgðis. hverri. - Stafrænn gluggi er sýnir bæði bylgjulengd og klukku. ARC 710 MW/FM sterio útvarp og segulband. Sjálfvirkur leitari og „skanner“, magnari 2x12 wött. Frábær hljómgæði. Tækið er með klukku og sérstaklega skemmtilegri lýsingu í tökkum. 9V. sAL& °9 Sfo ^VerslaoW 0 ^ '^Þessab Wsta* Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 'SaM/ttítpUM> bíltæki. Metsölublad á hverjum degi! MEfíKlSMEHN HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.