Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 12
12 S06I ÍVíOV ,IS H’JÍ)A.UUVÍV1U8 GKIAJSWUDHOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992 AKRANES Gísli Gíslason bæjarstjóri Vonum að hagræðingin skili sér Eg sé ekki fyrir mér mjög stóra sveiflu á Akranesi vegna þess- arar skerðingar," segir Gísli Gísla- son bæjarstjóri á Akranesi. Gísli segist ekki eiga von á því að rekstur bæjarins eða félagsleg þjónusta verði skorin niður á Akra- nesi vegna skerðingar á aflaheim- ildum. En skerðingin muni hafa þau áhrif að þungur rekstur í físk- vinnslu og útgerð verði þyngri. Undanfarin ár hefur mikið verið hagrætt í fiskvinnslunni og vonast Gísli til að hagræðingin skili sér nú í því að störfum fækki ekki til muna. Aflasamdrátturinn þýðir minni tekjur bæjarsjóðs, útsvör lækka, en áhrifa frá minni aðstöðugjöldum fyrirtækja gætir ekki fyrr en 1994. Hafnarsjóðurinn er sterkur og ræð- ur vel við þessa sveiflu að mati Gísla. Skerðingin á þessu fiskveiðiári olli því að sjávarútvegsfyrirtæki sem bæjarfélagið á eignaraðild að urðu fyrir skakkaföllum í rekstri og tekjur bæjarins drógust saman. „Við höfum verið svo lánsamir að vera ekki með ofspennta íjárhagsá- ætlun heldur haft svigrúm til að mæta sveiflum án þess að grípa til sérstakra aðgerða," segir Gísli. Haraldur Böðvarsson hf. hefur möguleika á að stunda veiðar á vannýttum fískistofnum, svo sem úthafskarfa og frysta aflann um borð í nýju frystiskipi, Höfrungi III. En sjómenn á minni bátum og trillum eiga erfiðara með að bregð- ast við skertum aflaheimildum á hefðbundnum fiskislóðum. ÓLAFSVÍK Atli Alexandersson, forseti bæjarstjórnar Ósáttir við flata skerðingu Afleiðingar skerðingar þorskveið- anna eru skelfilegar ef ekki verður neitt að gert til að rétta hlut þeirra sveitarfélaga sem byggja afkomu sína að langmestu leyti á þorskveiðum," segir Atli Alexand- ersson, forseti bæjarstjómar Ólafs- víkur. Hann segir töluíegar upplýs- ingar um skerðinguna þó ekki enn liggja fyrir. „Stór hluti aflaheimildar bátanna er þorskur og því mun atvinna drag- ast saman og þar með tekjur bæjar- félagsins. Það þýðir einfaldlega minni telq'ur allra hér í bænum. Eg hef þó ekki trú á því að fólk flytj- ist burt, enda sé ekki hvert fólk ætti að fara.“ Atli segir vissulega þungt hljóð í Ólafsvíkingum, sérstaklega sé fólk ósátt við flata skerðingu. „Við telj- um að taka verði tillit til þeirra byggðarlaga sem byggja nær allt sitt á þorskveiðum. Það eru ekki miklir möguleikar fyrir okkur hér, að vísu hefur togarinn okkar grá- lúðu og karfakvóta, en aðaluppi- staða aflans til frystihússins hefur komið frá smábátunum og skerð- ingin kemur mjög illa niður á þeim.“ Að sögn Atla, vó aukning smá- bátaveiða upp á móti skerðingu kvóta á yfirstandandi ári en hins vegar lenti bæjarfélagið í miklum hremmingum á síðasta ári vegna gjaldþrots Hraðfiystihússins. „Við töldum okkur loks vera farin að sjá fram á bjartari tíð í atvinnumálum, þegar þessi ósköp dundu yfir nú. En ég trúi ekki öðru en komið verði til móts við þau sveitarfélög sem eiga allt sitt undir þorskveiðum. t.d. í gegnum hagræðingarsjóð." PATREKSFJÖROUR Ólafur Arnfjöró Guðmundsson sveitarstjóri Meiri skerðing kallar á stöðnun orskveiðiskerðing hefur þau áhrif að aðstöðugjöld, hafnar- gjöld og útsvör minnka og draga þar með úr framkvæmdagetu sveit- arfélagsins," segir Ólafur Arnfjörð Guðmundsson sveitarstjóri á Pat- reksfirði. „Fjárhagsáætlun næsta árs verð- ur endurskoðuð innan tíðar og þá verður ljóst hversu mikið þarf að draga úr verklegum framkvæmd- um. Samdráttur kemur óhjákvæmi- lega niður á framkvæmdum sem nauðsynlegar eru til að sinna fé- lagslegri þjónustu. Ástandið er þó ekki svo slæmt að dregið verði úr þjónustunni sjálfri, en það kallar á stöðnun.“ Á þessu ári var brugðist við afla- skerðingunni þannig að við gerð síðustu fjárhagsáætlunar voru tekj- ur færðar niður. Þar af leiðandi var minna til ráðstöfunar í verklegar framkvæmdir, en þjónustu við íbú- ana var haldið óskertri. Ólafur sagðist ekki sjá neina nýja tekju- möguleika í staðinn fyrir þorskinn. Ekki væri um að ræða vannýtta fískistofna eða önnur atvinnutæki- færi. „Hins vegar er alvarlegast fyrir okkur, hér á þessu svæði, ef gerðar verða breytingar á kvótakerfínu með því að fella út línutvöföldun og krókaleyfísbáta. Þetta er sú bú- bót sem við höfum. í fyrra var línu- afli hér utan kvóta um 1.200 tonn, sem gerir um 200 milljónir í afla- verðmæti og ævintýrið kringum krókaleyfisbátana í sumar og fyrra- sumar hefur gefíð miklar tekjur. Ef við töpum þessu verður erfitt að spá í framhaldið.“ BOLUNGARVÍK ÓLAFUR KRISTJÁNSSOI BÆJARSTJÓRI Taka ber tillit til aðstæðna á Vestfjörðum Skerðing þorskafla mun hafa áhrif á allt atvinnulíf," segir Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri á Bolungarvík. „Það er ljóst að hagur þeirra fjölmörgu fyrirtækja, sem stóðu höllum fæti fyrir þessa tillög- ugerð, hefur versnað mikið vegna þeirra áfalla sem hafa dunið hér yfír. Og öllu verra er að enginn físk- ur hefur borist hér á land sem heit- ið getur síðan í september í fyrra. Ljóst er að það dregur úr starfsemi þjónustufyrirtækja í bænum og þó að ekki hafí verið atvinnuleysi hér, óttast ég að við munum nú fá fólk inn á atvinnuleysisskrá." Ólafur segir skerðingu hafa heil- mikið tekjutap í för með sér; sam- kvæmt upplýsingum Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, er tap Bol- ungarvíkurkaupstaðar af útsvari 3,4 milljónir og 2,2 milljónir af að- stöðugjaldi, sé miðað við 150 tonna afla. Þar að auki verður hafnarsjóð- ur fyrir verulegu tekjutapi, þar sem minna verður landað af afla. „Sveit- arfélagið verður að sjálfsögðu að mæta þessu með því að endurskoða fjárhagsáætlun sína en þetta mun hafa veruleg áhrif á framkvæTnda- getu okkar.“ Ólafur segist þeirrar skoðunar, eftir að hafa skoðað tölur Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, að skerðingin komi ákaflega mismun- andi niður á byggðarlögum. „Þetta er munur sem þjóðfélagið verður að taka á sig að jafna. Ég tel að taka verði sérstakt tillit til aðstæðna hér á Vestfjörðum, við verðum ákaflega illa úti ,vegna skerðingar á þorskinum því við höfum ekki í aðra fiskistofna að ganga. Nema ef vera skyldi loðnuna, sem kann að vera ljós punktur fyrir Bolungar- vík, þar sem veiðihorfur á loðnu eru bjartari en verið hefur.“ SAUÐÁRKRÓKUR Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri SLuppum tiltölulega vel í ár Það skiptir miklu máli fyrir okkur Jivort farið verður í tilflutning á karfakvóta til að bæta þeim upp sem missa mestan þorskkvóta," segir Snorri Bjöm Sigurðsson bæj- arstjóri á Sauðárkróki. Ástæðan er sú að togarar Sauð- krækinga hafa tiltölulega mikinn karfakvóta og því kemur skerðing á þorskveiðiheimildum léttar niður á þeim en mörgum öðrum. Snorri treystir sér ekki til að meta áhrifín af þorskveiðiskerðing- unni í krónum og aurum. Hann segir ljóst að þau verði alvarleg fyrir atvinnuástandið í bænum og geti mögulega haft áhrif á útgerð- armynstrið í því að skipum verði lagt. „Þetta hefur áhrif til tekjulækk- unar, fyrst og fremst hjá sjómönn- um og fískvinnslufólki. Bæjarfélag- ið fer ekki jafn illa út úr skerðing- unni og mörg önnur sveitarfélög því við byggjum ekki allt okkar á útgerð og fiskvinnslu. En sveitarfé- lagið og höfnin verða af tekjum, einnig er hugsanlegt að auka þurfí félagslega þjónustu vegna verri af- komu hjá fólki.“ Snorri segir Sauðkrækinga hafa sloppið tiltölulega vel á þessu físk- veiðiári. Fiskvinnslufyrirtækin hafí mætt skerðingunni með því að kaupa físk og flytja til Sauðár- króks. Einnig hefur verið fískað út á aflaheimildir Sauðkrækinga fyrir sunnan land og aflinn fluttur norð- ur til vinnslu. AKUREYRI Halldór Jónsson bæjarstjóri Skerðing þrýstir á sameiningu og hagræðingu Mér þykir varhugavert að hafa of mprg orð um ástandið fyrr en það liggur fyrir. Ég geri mér raunar vonir um að sú skerðing sem boðuð er, verði minni en Hafrann- sóknarstofnun gerir tillögur um,“ segir Halldór Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri. „En vissulega er ljóst að að skerðing hefur nokkur áhrif, hér á Akureyri sem annars staðar. Henni fylgja vandamál sem ég von- ast til að okkur takist að leysa.“ Sjávarútvegur hefur verið að efl- ast á undanförnum árum á Akur- eyri og því er skerðingin meiri fyr- ir vikið, þó að enn liggi ekki fyrir neinar tölur að sögn Halldórs. „Hver áhrifín verða hér á Akureyri veit enginn. Ég tel mig hafa upplýs- ingar um að útgerðin standi tiltölu- lega traustum fótum en hafa ber þó í huga að nokkuð stór hluti kvót- ans er í þorski. Spurningin liggur í möguleikum fyrirtækjanna að bæta sér hugsanlega skerðingu upp. í fyrra sáum hver áhrif skerð- ingar kvóta voru, svo og möguleika fyrirtækja að bregðast við henni. Væntanlega mun skerðing á næsta fiskveiðiári ýta enn frekar á hag- ræðingu og sameiningu fyrir- tækja.“ Halldór telur að skerðing á einu sviði, hljóti að beina sjónum manna að öðrum tegundum, svo og frekari fullvinnslu sjávarafla. „Það hefur sýnt sig að það sem á undan er gengið, hefur rekið menn óbeint til að snúa bökum saman og hagræða. Enn frekari skerðing mun hvetja menn enn frekar til að leita hag- kvæmari leiða.“ GRÍMSEY Þorlókur Sigurðsson Taka verður tillit tíl aðstæðna Verði af þessari skerðingu á þorskheimildum verða afleið- ingamar bæði margvíslegar og slæmar hér hjá okkur,“ segir Þor- lákur Sigurðsson oddviti Grímsey- inga. „Ég vil ekki trúa öðru en að tek- ið verði tillit til þess hversu mikill hluti af því sem má veiða á hveijum stað er þorskur og sérstöðu plássins þar sem ekki er viðlit að fara í neina aðra vinnu. Maður skreppur ekki héðan til vinnu dag og dag. Ef á að skerða aflaheimildir meira en orðið er þá hefur það alvarlegar afleiðingar fyrir plássið og íbúana.“ Bátafloti Grímseyinga saman- stendur að mestu af smábátum, meira en helmingur flotans er und- ir 6 tonnum að stærð. Það er því ekki um að ræða að Grímseyingar físki á fjarlægum miðum. Nokkrir Grímseyingar bmgðust við skertum aflaheimildum í fyrra með því að kaupa sér krókaleyfís- báta til að afla tekna þegar þeir vom búnir með kvótann. Menn hafa einnig fískað kvóta annarra upp á hlut. „Það sér hver maður að þetta em neyðarkjör," segir Þorlákur. Ekkert frystihús er í Grímsey. Eini aðilinn sem kaupir físk á sumr- in er fískverkun KEÁ og þeir flytja aflann að mestu óunninn til vinnslu í Hrísey. „Ég veit ekki hvar atvinnulífíð get- ur verið einhæfara og meira háð sjávarafla en hér,“ segir Þorlákur oddviti. HÚSAVÍK Guðmundur Níelsson, bæjarritari Það svartasta sem við höfum séð P<>' ■ tta er það svartasta sem við höfum séð síðasta áratug. Kvótinn hefur verið að minnka síð- ustu árin og menn hafa reynt að halda í horfinu með því að kaupa kvóta en samdráttur hefur engu að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.