Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 44
KJÖRBÓK Landsbanki íslands Banki allra larvdsmanna MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. * Astæðulaust að óttast leðjufyllingu •—t Tjörninni Reykjavikurtjörn er ekki að grynnast og óþarfi að hafa áhyggjur af leðjufyllingu þar, eins og menn hafa gert í áratugi og rætt um hvernig megi hindra það án þess að skaða lífríkið. Mælingar sýna að hún hefur haldist nokkurn veginn jafn djúp frá upphafi. Vatnsborðið hefur hækkað jafnmikið og botnsetið þykknar. Þetta hefur m.a. komið fram í rannsóknum fræðimanna, sem á undanförnum 4 árum hafa unnið skipulega að úttekt á Tjöminni og vatnasviði hennar á ... -vegum Reykjavíkurborgar og Náttúruvemdarráðs. í niðurstöðum fræðimannanna kemur fram að Tjörnin er á marga vegu eitt af merkustu vötnum landsins. Um þriðjungur íslensku fuglafánunnar hefur sést þar. Tjörnin er stærsta þekkta fellistöð stokkanda á íslandi. Stærsti hópur álfta, sem hafa vetrardvöl á ís- landi, dveljast á Tjörninni og hefur aliur Innnesjahópurinn, 150 álftir, þar vetursetu nú. Þá er Tjömin einn mikilvægasti vetrardvalarstaður grágæsa og skúfanda á landinu, eins og fram kemur í viðtali við Ólaf K. Nielsen fuglafræðing. Sjá bls. 16. Erill hjá lögreglu í Hafnarfirði s TALSVERÐUR erill var hjá lög- ^reglunni í Hafnarfirði aðfaranótt *íaugardags og þó nokkur ölvun í miðbænum. Einn ökumaður var tekinn ölvaður við akstur á Hafn- arfjarðarvegi á sjötta tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni var engin sérstök sjáanleg ástæða fyrir ólátunum og virtist sem fólk væri bara að reyna að gera sér glaðan dag, þó geyst væri farið. Brotin var rúða i áfengisversl- uninni en ekki er kunnugt um frek- ari skemmdir. VIÐ ARNARSTAPA A SNÆFELLSNESI Morgunblaðið/Ámi Sæberg Unglingameðferðarheimilið Tindar: Færri koma í meðferð vegna aukins framboðs fíkniefna AÐSÓKN að unglingameðferðarheimili ríkisins á Tindum hefur verið með minna móti að undanförnu en er nú aftur að aukast. Sigrún Hv. Magnúsdóttir, deildarstjóri á Tindum, segir að ætíð séu einhverjar sveiflur í umsóknum um meðferð og bendir á að samdrátturinn hafi m.a. verið rakinn til aukins framboðs á fíkniefnum á markaðnum. Sigrún Hv. Magnúsdóttir sagði að aðeins minni starfsemi hefði verið á meðferðarheimilinu nú framan af sumri en að umsóknum væri aftur að fjölga. Sigrún benti á að samdrátt- ur þessi sé talinn hafa skapast m.a. vegna mikils framboðs á fíkniefnum á markaðnum sem auðveldi ungling- um að komast í vímu og komi í veg fyrir að þeir sæki eftir aðstoð. Hún sagði að lögregla tengi saman fjölg- un á innbrotum við aukið framboð á fíkniefnum. Sigrún sagði að frá því að með- ferðarheimilið opnaði á síðasta ári hafi ásókn í meðferð verið stöðug og það væri ekki óeðlilegt þar sem boðið væri upp á nýja þjónustu en oftast væru nokkrar sveiflur í fjölda umsækjenda í svona meðferð. Pláss er fyrir tíu unglinga á aldrinum 13-18 ára á meðferðarheimilinu og á seinasta ári voru að meðaltali sjö unglingar í meðferð á mánuði en í sumar eru þeir fjórir til fimm. Að sögn Sigrúnar tekur meðferðin þijá mánuði en síðan tekur við eins árs eftirmeðferð og eru um 15 unglingar í henni núna. Að sögn Sigrúnar hef- ur þess misskilnings gætt hjá al- menningi að unglingur yrði að vera mjög langt leiddur í vímuefnanotkun til þess að leita eftir meðferð og vildi hún benda á að það væri ekki raun- in. Sigrún sagði að meðferðin á unglingaheimilinu væri hönnuð sér- staklega fyrir unglinga, t.d. væri mikil áhersla lögð á samvinnu við foreldra á öllum stigum meðferðar- innar. Fjörutíu biskupar hittast hér á fundi íslensk kona gaf skóla- hús til fátækra í Kenýa Fénu er vel varið og þakklæti fólksins verður mér ógleymanlegt, segir Margrét Hjálmtýsdóttir ÍSLENSK kona, Margrét Hjálmtýsdóttir, hefur gefið fé til bygging- ar grunnskóla I Monogrion í hinu fátæka Pókot-héraði í Kenýa. Skólinn hefur hlotið nafnið „Margrét Monogrion Primary School.“ Skólinn, sem er átta kennslustofur, um 50 fermetrar hver, er með- al þeirra myndarlegustu í héraðinu. Leysti hann af hólmi hálfhrun- ið kofaskrifli úr stráum. „fjarskyldur ættingi minn í Danmörku arfleiddi mig, ásamt mörgum öðrum, að eigum sínum. Þessi góði maður hafði sagt að ég ætti að nota peningana mér til skemmtunar í útlöndum. Ég mátti ekki eyða þeim á íslandi,“ sagði . Margrét. Hugmyndina að byggingu skólahúss kvaðst hún hafa fengið er hún las grein í Morgunblaðinu eftir sr. Kjartan Jónsson, kristni- boða, um sára þörf fyrir skólahús þar sem hann starfaði í Kenýa. Margrét var ásamt Kjartani við- stödd formlega opnun skólans þann 8. maí. Hún kvað móttökumar hafa verið þjóðhöfðingja sæmandi. Henni voru gefnar táknrænar gjaf- ir, dansaðir fyrir hana dansar og sungin frumsamin lög. Aðspurð kvaðst Margrét sér þykja fénu vel varið. „Skólinn sem þau höfðu áður var hálfhruninn strákofi og mestöll kennslan fór fram undir beru lofti," sagði hún. „Vinsemd og þakklæti fólksins í Pókot verður mér óglejmianlegt.“ Sjá nánar bls. 14, „Gaf grunn- skóla ...“ FJÖRUTÍU biskupar þjóðkirkn- anna á Norðurlöndum koma sam- an á íslandi dagana 26.-30. júní. Aldrei fyrr hafa jafnmargir bisk- upar verið á landinu í einu. Biskupar hinna evangelisk-lút- ersku þjóðkirkna á Norðurlöndum koma saman þriðja hvert ár til að viðræðna, samveru og helgihalds. Að þessu sinni er nprræni biskupa- fundurinn haldinn á íslandi. Að sögn séra Þorbjörns Hlyns Ámasonar biskupsritara eru biskupar þjóð- kirknanna á Norðurlöndum um 50 og er von á 37 þeirra hingað til lands ásamt eiginkonum. Á fundinum verða því með biskupi íslands og vígslubiskupum Skálholtsstiftis og Hólastiftis, alls 40 starfandi biskup- ar. Þar verða tveir erkibiskupar, frá Svíþjóð og Finnlandi, en að auki verð- ur þeim þrem biskupum íslenskum, sem látið hafa af embætti, boðið að vera viðstaddir. Síðast funduðu biskupar Norður- landa á íslandi árið 1976 en þá voru þeir 33, 30 útlendir og 3 íslenskir. Hafa aldrei venð fleiri biskupar sam- ankomnir á íslandi en um næstu helgi. Herra Ólafur Skúlason biskup ís- lands setur biskupafundinn með ræðu í Neskirkju föstudaginn 26. júní. Einn fulltrúi frá hveiju landi gerir grein fyrir því hvað helst hefur borið við á heimaslóð frá síðasta fundi. Einnig munu kirkjuleiðtogarn- ir fjalla um samræður þjóðkirknanna við ensku biskupakirkjuna. Biskup íslands herra Ólafur Skúl- ason benti á í samtali við Morg- unblaðið að miklir atburðir hefðu átt sér stað í Evrópu frá því að síðasta biskupastefna var haldin í Finnlandi fyrir þrem árum. Kirkjumálaráðherra Þorsteinn Pálsson mun flytja erindi um breytingar þær sem gengið hafa yfír Evrópu og þá menningarlegu og trúarlegu strauma sem fylgja auknu frelsi. Síðan munu biskuparnir ræða um hlut kirknanna í þessari nýju og breyttu Evrópu. Herra Ólafur Skútason sagði kirkjuleiðtogana ekki einungis koma til ræðuhalda heldur ekki síður til samvtru og helgihalds. Biskupafundi lýkur þriðjudaginn 30. júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.