Morgunblaðið - 21.06.1992, Page 36

Morgunblaðið - 21.06.1992, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992 KAUPMANNAHAFNARBRÉF „Ef og ef minn rass er hvass“ Danir segja gjarnan um sjálfa sig að þeir séu efasemdarmenn og gruflarar. Síðan 2. júní hafa þeir haft góða og gilda ástæðu til að grufla. Af hveiju varð útkoman nei, en ekki já og hveiju var verið að hafna? Maastricht-samkomulaginu, Delors, utan- ríkisráðherranum, Evró-ræðinu, Ecu-inu, landamæralausri Evrópu með fólksflæði fram og aftur, mest fram í átt að félags- paradísinni dönsku með ellilífeyri, atvinnu- leysisbótum og öðrum félagsbótum? Spurn- ingarnar eru margar og svörin líka, enda var nei-ið bara formálalaust nei á kjörseðlin- um. í fjölmiðlum hafa margir spakvitrir verið fengnir til að grufla upphátt. Félagsfræð- ingur nokkur benti á að andlega væru Danir enn staddir í hugarheimi landbúnað- arsamfélagsins, þar sem fólk bjó í litlum einingum, á sveitabæjum eða í þorpum og allt valt á að hreyfa sig í takt við aðra. Samstaða var lykilorð og Danir bera þess enn merki. Þeir eiga erfitt með að rök- ræða, því það að vera ósammála er pínlegt og óþægilegt, svo samræðumar ganga oft- ast út á að viðkomandi séu í raun að mestu leyti sammála og að minnstu leyti ósam- mála. Samkvæmt félagsfræðingnum færði þetta hendi meirihlutans á nei-ið, þegar til kastanna kom í kjörklefanum. Til þess að losna við að vera ósammála um Maastricht- samkomulagið og síðari stig þess, var það lagt fyrir róða og þar með ósamlyndinu einnig ... vonandi. Ég hef heyrt ýmsa hafa á orði eftir at- kvæðagreiðsluna að ýmsir sem guldu nei- kvæði sitt í atkvæðagreiðslunni hefðu í raun ekki verið full sannfærðir, heldur hugsað sem svo að jáið ynni hvort sem væri, svo það væri allt í lagi að vera með persónulegar mótbárur í kjörklefanum. í samræmi við þetta hafi fögnuður yfir nei- inu verið hófstilltur og efablandinn, ekki bara einskær fögnuður. Skoðanakönnuðir, sem vöktu ekki aðeins yfir skoðunum fólks fyrir, heldur einnig eftir atkvæðagreiðsl- una, benda þó á að samkvæmt athugunum þeirra, bendi ekkert til að jáið breyttist í nei ef fólk hefði átt að kjósa aftur eftir að úrslit lágu fyrir. Jámenn voru heldur ekki einvörðungu daufir yfír úrslitunum. Þegar efasemda- raddir um samkomulagið blossuðu upp í öðrum aðildarlöndum, sýndu sumir merki um stolt. Danir þorðu að rísa gegn stjórn- málaleiðtogum sínum og það var eiginlega soldið sniðugt. Danir þjást stöðugt fyrir smæð sína og léttavigt í samfélagi þjóð- anna, en nei-ið bergmálaði um alla Evrópu og ýtti við fólki. Það sýndi þeim ótvírætt að það væri tekið eftir þeim, þegar þeir gerðu eitthvað óvænt, andstætt því sem þeir halda margir. Lagagreinariddarar í ýmsam geirum ríkiskerfísins höfðu á orði að nú fyrst væru aðstæðurnar spennandi. Fyrir 2. júní höfðu skoðanakönnuðir þóst sjá fleiri jákvæða en neikvæða og síðustu dagana var sá munur við það að verða marktækur og straumur óákveðinna virtist liggja í áttina að jái. í sumum löndum er bannað að birta niðurstöður skoðanakann- ana rétt fyrir kosningar. Hér hefur slíkt ekki komið til tals, því flestir eru á því að Danir hafí almennt ekki spáð í hvert stefndi, heldur hafi tilfinningamar hlaupið með þá ... í gönur, segja sumir, en á réttan stað, segja aðrir. Þessi klofningur milli hjartans, sem sagði nei, ,og skynseminnar, sem sagði já, var þegar ræddur fyrir atkvæðagreiðsl- una. Ein af þeim sem áttu við þessa tilfinnin- gatogstreitu að glíma, skrifaði um daginn grein til að gera grein fyrir hugsunum sín- um fyrir kosningar og athöfnum sínum í kjörklefanum. Undir fyrirsögninni „Mellem plathed og poesi“, rekur blaðakonan Bett- ina Heltberg hvernig hún fann sig andlega heilshugar sammála þeim sem sögðu já og hvernig hún leit neimenn sem samansafn alls þess leiðasta í dönsku þjóðlífi. Meðal þeirra hafi verið elliglaptir jafnaðarmenn, öfgafullir þjóðrembingar, afturhaldssamir prestar og útjaskaðir ’68-æringar í hjóla- buxum og berfættir í sandölum. Ef hún hefði verið spurð um afstöðu sína af skoð- anakönnuðum fyrir kosningar hefðu þeir fengið heilshugar já frá henni. Svo mætti hún glaðbeitt í kjörklefann. í einangruninni þar neitaði hendin að fara lengra en upp að nei-inu og þar lenti krossinn. Fyrir henni voru úrslitin ekki merki um að fólkið gegn stjórnmálaleiðtogunum, heldur hinir fáfróðu, einföldu, takmörkuðu og þjóðrembdu gegn þeim upplýstu og framsýnu. Hún er að vísu búin að sætta sig við x-ið sitt. Sumir gefi sig einfaldlega tilfínningunum á vald í kjörklefanum, en það sé rangt að maður eigi alltaf að fylgja tilfinningum sínum, því sumar þeirra séu einfaldlega heimskulegar og iila ígrundað- ar. Enginn geti hins vegar sagt til um hvað hafi verið rétt, því framtíðin sé óútreiknan- leg og einmitt það geri lífið spennandi. Vafalaust hafa einhveijir lesenda Helt- berg spurt sjálfa sig hvernig eiginmanni hennar og nánustu félögum hans hafí vegn- að í kjörklefanum og hvort hann hafí lent í svipuðu basli með hægri hendina. Eigin- maðurinn er nefnilega Svend Auken þing- maður Jafnaðarmannaflokksins og nýaf- settur, formaður hans. Nokkrir fræðimenn við Árósarháskóla könnuðu hug kjósenda fyrir kosningar til að komast að á hvaða forsendum fólk gerði upp hug sinn. Samkvæmt niðurstöðum þeirra var samkomulagið fellt, því danskir kjósendur litu á það sem ógnun við sjálf- stæði Danmerkur. Um þremur vikum fyrir kosningar hafi helmingur kjósenda verið sannfærður um að samkomulagið væri fyrsta skrefíð í átt að Bandaríkjum Evrópu og aðeins fimm af hundraði fannst það æskilegt. Þegar efnahagslega hliðin hafi verið ofan á í umræðum, hafi kjósendur leitað í átt að jákvæði, en þegar stjómmála- þátturinn hafí komið upp, eins og gerðist síðustu daga fyrir kosningar, hafi þeir sveiflast yfír að neikvæði. í lokin fengu jámenn þekkta menn til að auglýsa já sitt, án þess að tilgreina ástæðuna og þær auglýsingar höfðu engin áhrif, samkvæmt fræðimönnunum. Fólk lét ekki leiða sig undir einhver merki, án þess að heyra rökin. Jámenn hafi því tapað kosn- ingunum, því þeir hafi ekki getað sannfært kjósendur um að þeir ættu að greiða at- kvæði um samkomulagið út frá efnahags- legum forsendum, ekki pólitískum. Reyndar benda fræðimennimir á að vaxandi hópur Dana tortryggi efnahagslegan ávinning af evrópskri samvinnu, meðal annars bændur, sem áður vom mjög eindregnir í stuðningi vegna þess að þeir töldu hagsmunum sínum best borgið í evrópsku samhengi. Daginn eftir atkvæðagreiðsluna undir- strikaði utanríkisráðherra við fréttaritara Morgunblaðsins að hann hefði eingöngu byggt röksemdir sínar á pólitískum forsend- um, ekki efnahagslegum, því hér væri um pólitískt samstarf Evrópu að ræða. Ef það er rétt hjá skoðanakönnuðum að Dönum hafi verið sjálfstæði landsíns hugleiknast, þó meirihlutinn trúi enn á efnahagsleg hlunnindi af Evrópusamstarfinu, tók til dæmis Vinstriflokkurinn gauðrangan pól í hæðina þegar þeir gengu til kosninga á pólitískum forsendum og báðu um stuðning landsmanna við sterka Evrópu. Spurningin er hvort ráðherrann og skoðanasystkinin hans hafi ekki ætlast til of mikils af þjóð- inni, sem að svo mörgu leyti er á framfæri ríkisins, með því að fara fram á að hún hugleiddi einungis pólitísku hliðina, óháð því hvaða áhrif þetta skref hefði á budduop ríkisins. En skoðanakönnuðir könnuðu ekki aðeins skoðanir fólks, heldur einnig hve mikið var horft á kynningardagskrár flokkanna í sjón- varpi. Af þeim tölum má sjá að sláandi fáir, rétt rúmlega hundrað þúsund kjósend- ur, horfðu á dagskrá stærsta flokksins, Jafnaðarmannaflokksins, þegar hann hik- andi ráðlagði kjósendum að krossa við jáið. Undarlegt áhugaleysi, þegar meira en fjór- um sinnum fleiri horfðu á nei Framfara- flokksins og meira en fimm sinnum fleiri á nei Sósíalíska þjóðarflokksins, sem báðir eru þumalingaflokkar miðað við Jafnaðar- mannaflokkinn. Og skýringin? Hún á senni- lega ekkert skylt við stjórnmál, því á sama tíma og Jafnaðarmenn sjónvörpuðu jái flokksforystunnar, byggðu á því að flokkur- inn bæri hag smælingja fyrir bijósti,s endi hin sjónvarpsrásin eina af nokkrum kvik- myndum um Olsen-bófana, sem eru heitlega elskaðir, gegnumdanskir hrakfallabófar. Ef nú þessi staðreynd er þrædd áfram, vaknar spumingin hvað hefði gerst ef fleiri af þeim 22.228 kjósendum, sem á endanum skiluðu auðu og einhveijir af þeim 46.847 neikvæðu, sem voru umfram þá jákvæðu, hefðu horft á Jafnaðarmanna-dagskrána í stað þess að horfa á Olsen-bófana í milljón- asta skiptið. Jafnaðarmenn lögðu nefnilega áherslu á að jákvæði við samkomulaginu samræmdist óskum um betra félagsbóta- kerfí, já meira að segja efldi það, því Dan- ir yrðu ríkari af jái en nei-i og þar með yrði meira aflögu handa bágstöddum og þurfandi. Jafnaðarmenn studdu nefnilega jáið á öðrum forsendum en bæði íhalds- flokkurinn og Vinstriflokkurinn, enda öðru- vísi flokkur. En eins og Islendingar eiga sér óyggj- andi svar, „Af því barasta", við erfíðum spurningum, þá eiga Danir sér einnig björg- un, þegar þeir villast í efaþrungnum ef-um. Þá segja þeir „Hvis og hvis min röv er spids“, sem á íslensku má útleggja sem „Ef og ef minn rass er hvass...“ Sigrún Davíðsdóttir Fjallabíll 4wd - leiga Óska eftir að leigja fjórhjóladrif- inn fjallabíl í sumarfríi mínu á íslandi, frá 5. júlí til 24. júlí. (Leiga á bíl í Þýskalandi gæti komið á móti). Vinsamlega hafið samband við: Christian Stakelbeck, Weinheimer Str. 104, D-W6806 Viernheim, Þýskalandi, s. 9049 6204 8272 (taiar ensku). Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Daníel Glad flytur kveðjuorð. Ræðumaöur: Randy Williamson. Allir hjartanlega velkomnir. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. §Hjálpræðis- herinn y Kirkjustræti 2 Útisamkoma á Lækjartorgi kl. 16. Hjálpræðissamkoma kl. 20. Kafteinn Elsabet Daníelsdóttír talar. Allir hjartanlega velkomnir. Við minnum á að Flóamarkaðs- búðin, Garðastræti 2, er opin á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 13-18. fiúnhjólp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42 í dag kl. 16.00. Fjölbreyttur söngur. Samhjálp- arkórinn tekur lagið. Vitnisburð- ir. Barnagæsla. Ræöumaður: Gunnbjörg Óladóttir. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. ÚTIVIST Hallveigarstíg 1, sfmi 614330. Skrifstofan er opin ki. 9-17.00 Helgarferð 26.-28. júní Básar á Goöalandi. Gist í húsi eða tjaldi. Mjög góð aðstaða. Sumarleyfisferðir Skfðaganga á Fimmvörðuhálsi frá 28. júní. Hægt er að vera allt að viku. Gist í nýja skála Útivistar. Skíðagönguferðir á Mýrdals- og Eyjafjallajökul. Far- arstjóri: Óli Þór Hilmarsson. 2. júlí-9. júlí Hornvík Tjaldbækistöð í Hornvík. Gengið verður m.a. á Hornbjarg, Reka- vík og kræklingaferð í Hlööuvík. Aðeins gengið með dagpoka. Nokkur sæti laus. Undirbúnings- fundur 25. júní kl. 20 á skrifst. Fararstjóri: Helga Jörgensen. 7.-12. júlí Landmannalaug- ar-Bósar. Vegna forfalla eru nokkur sæti laus. Pantanir óskast sóttar fyrir undibúningsfundinn sem veröur haldinn 30. júní kl. 20. Farar- stjóri: Sigurður Einarsson. Sjáumst f Útivistarferð! Kristniboðsfélag karla, Reykjavík Fundur verður í Kristniboðssaln- um, Háaleitisbraut 58-60 mánu- dagskvöldið 22. júni kl. 20.30. Allir karlmenn velkomnir. Stjórnin. Sunnudagur: Samkoma í dag kl. 16.30. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. H ÚTIVIST Hallveigarstfg 1, sími 614330. Dagsferðir sunnud. 21. júní. Kl. 9.00 Fjallganga nr. 4 Þríhyrningur. Kl. 9.00 Krappinn. Kl. 13.00 Yfir Hellisheiði. Þriðjud. 23. júníkl. 20.00 Sólstöðuganga á Keili Gangan tekur um 4 tíma, heim- koma um kl. 2.00 um nóttina. Laugard. 27. júni kl. 8.00 Gengið veröur á Heklu. Dagsferðir sunnud. 28. júní Kl. 10.30. Fjallganga nr. 5 Esjan, Þverfellshorn, Kerhólakambur. Kl. 13.00. Náttúruskoöunarferö. Sjáumst í Útivistarferð! FERÐAFÉLAG % ÍSIANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Sunnudagur 21. júní kl. 21.30 Sólstöðusigling að Lundey Brottför frá Grófarbryggju (gamla Akraborgarbryggjan) kl. 21.30. 1,5 klst. sigling. Siglt með m/s Árnesi út fyrir Viðey að Lundey meðfram Laugarnesi. Takmarkað pláss. Miðar seldir við skipshliö. Verð 700 kr., frítt f. börn 12 ára og yngri. Þriðjudagur 23. júnf kl. 20 Jónsmessunæturganga og Jónsmessubál á Selatöngum Gengið frá Núpshllð niður á þennan magnaða stað er geym- ir merkar minjar um útræði fyrri tíma. Brottför frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin (stansað v/Mörkina 6). Á miðvikudagskvöldið 24. júnf er síðasta kvöldferðin til um- hirðu f Heiðmerkurreit Ferðafé- lagsins. Verið með! Ferðafélag (slands. FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Sumarleyfi um Island með F.í. Eitthvað fyrir alla! Næstu ferðir: 1. 26.-28. júnf Hlöðuvellir - Hagavatn. Ganga í tilefni 50 ára afmælis Hagavatnsskála. Stutt bakpokaferð. Brottför kl. 09.00. Fá sæti laus. 2. 27. júlí-1. júlf Breiðafjarðar- eyjar - Látrabjarg - Barðaströnd - Dalir. Gist í húsum. Fá sæti laus. Fararstjóri: Ólafur Sigur- geirsson. 3. 26.-28. júní Miðnætursólar- ferð f Grímsey og Hrfsey. Ferð frestað frá síðustu helgi. Brottför kl. 17.00. Nokkursæti laus. Farar- stjóri : Þórunn Þórðardóttir. 4. 1.-10. júlí Hornstrandir: Hornvfk - Hlöðuvík. Biðlisti. Fararstjóri: Guðmundur Hall- varðsson. Gist í húsi. 5. 8.-12. júlf Norðausturland. ökuferð í samvinnu við Ferðafé- lag Akureyrar. 6. 8.-17. júnlí Hornstrandir: Hlöðuvík - Hornvík. Nokkur pláss laus. Fararstjóri: Guð- mundur Hallvarðsson. Gist í húsi. 7. 8.-17. júlf Hornstrandir: Reykjafjörður. Ferð í samvinnu við Ferðafélag Akureyrar. 8. 8.-17. júlf Hornstrandir: Hornvik - Reykjafjörður. Næst- um fullbókað í þessa ágætu bak- pokaferð. Undirbúninasfundur verður á skrifstofu F.l. mánu- dagskvöldið 29. júní kl. 20.30. 9. 11.-19. júlf Skíðaganga yfir Vatnajökul. Hveragil - Breiða- bunga - Skálafellsjökull. Fá sæti laus. 10. 16.-21. júlí Aðalvík. Tjald- bækistöö að Látrum. 11. 18.-26. júlf Miðsumarsferð á hálendið. Ökuferð með skoð- unar- og gönguferðum. Sprengi- sandur, Mývatn, Askja, Kverk- fjöll, Snæfell, Fljótsdalur. Ein af mest spennandi ferðum sumars- ins. Gist í skálum. Fararstjóri: Jón Viðar Sigurðsson. Við minnum einnig á göngu- ferðirnar milli Landmanna- lauga og Þórsmerkur í allt sum- ar. Brottför miðvikudags- morgna og föstudagskvöld. Fullbókað er f margar ferðanna. Aukaferð verða auglýstar eftir helglna. Einstakar utanlandsferðir fyrlr félagsmenn F.Í.: Grænland 25/7-1/8. Farið á slóðir Eiríks rauöa á Suður-Grænlandi m.a. á nýjar slóðir. Gönguferð kringum Mont Blanc 29/8-9/9 og Jötun- heimar í Noregi 14.-24. ágúst eru stórkostlegar, en ekki mjög erfiðar fjallaferðir. Utanlands- ferðirnar verður að panta fyrir mánaðamót. Helgarferðir 26.-28. júní: 1. Hagavatnsskáli 50 ára - Jarl- hettur. 2. Þórsmörk. Nánari upplýsingar á skrifstof- unni, Mörkinni 6, s. 682533. Verið með! Ferðafélag Islands. Kristiö samfélag Smiðjuvegi 5, Kóp. Almenn samkoma kl. 16.30. Almenn samkoma kl. 20.30. Mikill söngur og prédikun Orðsins. Allir velkomnir. Miðvikudagur kl. 18.00: Biblíulest- ur með séra Halldóri S. Gröndal. „Og hver sem ákallar nafn Drottins, mun frelsast." SAMBANL) ISLENZKRA KRISTTNIBOÐSFÉLAGA Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30 á Háaleitisbraut 58. Ræðumaður: Skúli Svavarsson. Allir hjartanlega velkomnir. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Vakningarsamkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.