Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 33
SMi tvat.« MTOWKr^ AMB\QM\AWWTA tmMamdhöm MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992 S8 33 áSSSt M 1 % - ssmjr 1 N N U/A UGL ÝSINGAR Grunnskólanum í Hveragerði Okkur vantar kennara til að kenna mynd- mennt, tónmennt og íþróttir pilta. Upplýsingar gefa Guðjón Sigurðsson, skóla- stjóri, í símum 98-34950 og 98-39145, og Pálína Snorradóttir, yfirkennari, í símum 98-34436 og 98-34195. BORGARSPITALINN Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á öldrunardeildum Borgarspítal- ans, deildum B-5 og B-4. Stöðurnar eru lausar strax eða eftir sam- komulagi. Boðið er upp á aðlögunartíma og ýmsa vaktamöguleika. Nánari upplýsingar gefur Ingibjörg Hjalta- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 696358. Ræstingastjóri Fyrirtækið er öflugt þjónustufyrirtæki í Reykjavík. Ræstingastjóri annast eftirlit með ræsting- um, starfsmannahald, þjálfun starfsmanna og verkaskiptingu auk þess að halda utan um og rækta tengsl við viðskiptavini og ræst- ingafólk. Áhersla er lög á að umsækjendur séu tölu- glöggir og vel að sér í rituðu máli, vanir hröð- um og skipulögðum vinnubröðgum, liprir í mannlegum samskiptum svo og þjónustu- lundaðir. Reynsla af mannahaldi er æskileg. Umsóknarfrestur er til og með 26. júní nk. Ráðning verður frá og með 1. ágúst. Um er að ræða starf síðari hluta vinnudags svo og um kvöld virka daga. Æskilegur aldur um- sækjenda er 30-40 ára. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. RÁÐNINGARÞJ ÓNUSTA LÖGÞINGS Guðný Harðardóttir Sklpholti 50c, 2. hœð, 105 Reykjavík Plötusmiðir Vantar plötusmiði í vinnu strax. Upplýsingar veitir Ólafur í síma 98-11490. Ritari Fyrirtækið er sérhæft þjónustufyrirtæki í Reykjavík. Ritari mun annast móttöku viðskiptavina, símavörslu og ritvinnslu (WP) auk annarra skrifstofustarfa. Áhersla er lögð á leikni í ritvinnslu og hald- bæra reynslu af alhliða skrifstofustörfum. Þægileg framkoma og snyrtimennska áskilin. Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí nk. Ráðning verður skv. nánari samkomulagi. Æskilegur aldur 30-45 ára. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. RAÐNINGARÞJONUSTA Guðný Harðardóttir Skipholti 50c, 2. hœð, 105 Reykjavik Sölu/markaðsstjóri Söiu-, framleiðslu- og þjónustufyrirtæki í borginni óskar að ráða sölu- og markaðs- stjóra til starfa, en hann er jafnframt einn af lykilmönnum fyrirtækisins. Starfið er laust samkvæmt nánara samkomu- lagi. Starfið felst m.a. í daglegri stjórnun sölu- deilda fyrirtækisins, heildsala og smásala, gerð sölu- og markaðsáætlana, auglýsinga- og kynningarmál, annast erlend viðskipta- sambönd, sækja vörusýningar og vinna að almennri stefnumótun í samstarfi við aðra yfirmenn fyrirtækisins. Það er algjört skilyrði að væntanlegur sölu- og markaðsstjóri hafi góða starfsreynslu og geti sýnt fram á árangur í sölustjórnun. í boði er gott framtíðarstarf hjá vel reknu og fjárhagslega sterku fyriftæki. Góð vinnu- aðstaða er fyrir hendi. Góð laun eru í boði. Farið verður með allar fyrirspurnir og um- sóknir sem algjört trúnaðarmál. Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu okkar fyrir 7. júlí nk. GUÐNÍIÓNSSON RAÐGJOF &RAÐNINCARÞJO.NUSTA TIARNARGÖTU 14,101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 QjðntTónsson RAÐGJÖF &RAÐNINGARÞJONUSTA TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Leikskólar Reykjavíkurborgar Fóstrur, þroskaþjálfar eða fólk með upp- eldismenntun óskast til starfa á neðan- greinda leikskóla: Sunnuborg v/Sólheima, s. 36385. Austurborg v/Háaleitisbraut, s. 38545. Dyngjuborg v/Dyngjuveg, s. 38439. Nánari upplýsingar gefur viðkomandi leik- skólastjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA ÁRMULA 12 ■ 108 REYKJAVIK • SIMI 84022 Frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla Hjúkrunarfræði- kennarar Kennara vantar í hjúkrunarfræði (heila stöðu). Upplýsingar veitir skólameistari í símum 814022/621424. Umsóknarfrestur er til 29. júní. Skólameistari. ST. JÓSEFSSPÍTALI LANDAKOTI Staða aðstoðarlæknis á lyflækningadeild Landakotsspítala er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. september 1992 til 6 eða 12 mánaða eftir samkomulagi. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og fyrri störf sendist til yfiræknis lyflækninga- deildar, sem veitir nánari upplýsingar. Reykjavík, 19.júní 1992. St. Jósefsspítali, Landakoti. RADA UGL YSINGAR 3ja herbergja íbúð óskast í Rvík eða á Seltjarnarnesi Hjúkrunarfræðingur ásamt stálpuðum syni sínum þarfnast góðrar íbúðar sem fyrst. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Upplýsingar í síma 74640. Óskasttil leigu Sérbýli, raðhús eða einbýlishús óskast til leigu á Reykjavíkursvæðinu. Góð umgengni - öruggar greiðslur. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „O - 7993“. Bókhaldsþjónusta Bókhaldsstofa í samstarfi við löggiltan end- urskoðanda getur bætt við sig verkefnum. Sími 676280 á kvöldin og um helgar. Félagið Heyrnarhjálp Aðalfundur félagsins verður haldinn á Klapparstíg 28, 2. hæð, fimmtudaginn 25. júní og hefst kl. 20. Lagabreytingar. Aðalfundarstörf. Erindi. Framtíðaráform. Félagið Heyrnarhjálp. IH ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í lóðarfrágang við íþróttamið- stöð í Grafarvogi. Um er að ræða malbikun bílastæða, hellulögn með snjóbræðslu, gerð stoðveggja og áhorfendabekkja o.fl. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík frá og með þriðju- deginum 23. júní gegn kr. 15.000,- skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtu- daginn 9. júlí 1992, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frik■ ikjiiveyi 3 -V- Simi 25800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.