Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JLINÍ 1992 13 r - I | ) ) £ n 8 1 > ■ ) “ ) s 1 £ £ ► > síður orðið,“ segir Guðmundur Ní- elsson, bæjarritari á Húsavík. „Við höfum ekki gert okkur grein fyrir hver áhrif enn frekari skerð- ingar verða, þar sem við erum ekki komnir með neinar tölur í hendurn- ar. Skerðing hlýtur þó að hafa mjög mikil áhrif hér eins og annars stað- ar þar sem afkoman byggist svo mikið á þorskveiðum," segir Guð- mundur. Atvinnuástand á Húsavík hefur verið þokkalegt, en þar er nokkuð atvinnuleysi. Síðast þegar tölur um atvinnuleysi voru birtar, vár 71 á skrá en þeir eru einhverju færri núna að sögn Guðmundar. „Hér er starfandi atvinnuþróunarfélag, sem stöðugt leitar nýrra atvinnutæki- færa en það hefur gengið erfíðlega enn sem komið er. Nú er nauðsyn nýrra tækifæra enn brýnni en áð- ur. Þá hefur verið lögð áhersla á að vinna betur þann afla sem kem- ur á land og hefur orðið nokkur aukning í fullvinnslu af þeim sök- um.“ Guðmundur segir að ekki fari að reyna á áhrif skerðingar fyrr en með nýju fiskveiðiári. „Veltan í þorskveiðum í ár hefur verið minni en undanfarin ár, vegna skerðingar á yfirstandandi þorskveiðiári. Hins vegar hefur orðið nokkur aukning í rækjuveiðunum og hún hefur veg- ið upp á móti minnkandi veltu í bolfiskveiðunum. Enn sem komið er hefur skerðing ekki haft áhrif á tekjur bæjarfélagsins en skerðingin á eflaust eftir að verða. Vegna minnkandi tekna bæjarins má búast við samdrætti í þjónustu, verslun og öðru slíku.“ RAUFARHÖFH Guðmundur Guðmundsson sveitarstjóri Fá byggðarlög jafn háð sjávarútvegi Hér er mikil smábátaútgerð og trillumar hafa takmarkaðan kvóta. Maður veltir því fyrir sér hvort nokkuð sé hægt að minnka kvótann meira hjá smábátunum; með aukinni skerðingu verði þeir bara að hætta,“ segir Guðmundur Guðmundsson sveitarstjóri á Rauf- arhöfn. Raufarhöfn býr nokkuð vel með kvóta sem hefur verið nýttur í at- vinnuskyni í byggðarlaginu. Bæði fiskvinnslufyrirtækin voru gerð upp með tekjuafgangi á síðasta ári og því betur undir skerðingu búin en mörg önnur. Guðmundur segir aug- Ijóst að áhrifin af minni þorskveiði- heimildum verði alvarleg. Raufar- höfn sé fyrst og fremst sjávarþorp og fá byggðarlög byggi jafn mikið á sjávarútvegi. Hann segir að út- reikningar Sambands íslenskra sveitarfélaga hafí bent til þess að tekjutap staðarins, miðað við 40% skerðingu þorskafla, hefði orðið 387 þúsund krónur á hvern íbúa Raufar- hafnar. „Loðnuvertíðin vegur hér þungt og við gerum okkur vonir um að aukin loðnuveiði mildi skerðinguna í þorskinum. Grásleppuvertíðin var skárri í vor en í fyrra þótt hvorug væri góð. Bæði loðnan og gráslepp- an hafa vegið upp þorskskerðing- una í ár.“ Tekjutap sveitarsjóðs kallar á aðhald í rekstri, niðurskurð í fram- kvæmdum og minni þjónustu. Auk- in hlutdeild sveitarfélaganna í opin- berri þjónustu kemur á versta tíma, að mati Guðmundar. „Það er brýnna nú en áður að ríkið segi sig ekki til sveitar, eins og það hefur gert,“ segir hann að lokum. SEYDISFJðRBUR Þorvaldur Jóhannsson bæjarstjóri Seyðfirðingar eru ýmsu vanir Það er alveg sama hvernig á þetta er litið, þetta verður mjög erf- itt,“ segir - Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði. Hann seg- ir boðaða skerðingu þorskafla óneit- anlega slæma, ofan í það erfíða atvinnuástand sem sé fyrir. En um 150 manns hafa flust frá Seyðis- firði á þeim þremur árum, sem liðin eru frá gjaldþroti Norðursíldar hf. 1989. „Hér eru ekki nema 900 manns og stór uppistaða í atvinnulífinu er vinna við bolfisk. Ástandið verður því hrikalegt, verði skerðingin stað- reynd. En sem betur fer lifum við ekki eingöngu á bolfíski, við höfum hér tvær loðnuverksmiðjur og nú horfa menn vonandi fram á góða loðnuvertíð. Gangi slíkt eftir, mun það breyta stöðu mála verulega til hins betra, enda veita þessar verk- smiðjur 50-60 manns vinnu á með- an vertíð stendur. Hins vegar eru hér tvær vélsmiðjur og þar hefur verið lítið um verkefni. Betra gengi hjá þeim myndi einnig deyfa þetta högg.“ Þorvaldur sagði þá skerðingu á þorskveiði sem nú blasti við, ekki vera versta áfallið í atvinnumálum bæjarbúa á síðustu árum. „Við urð- um fyrir feykilegu áfalli í gjaldþrot- inu 1989 og það ár voru um 100 manns á atvinnuleysisskrá. En við Seyðfirðingar erum nú ýmsu vanir, eftir að síldin fór í gamla daga var hér heilmikið atvinnuleysi." Afleiðingarnar nú segir Þorvald- ur verða minnkandi tekjur bæj- arbúa. „Því verður sveitarfélagið einfaldlega að setjast niður og skera niður framkvæmdir eins og hægt er. Svo má náttúrulega búast við að félagsleg þjónusta aukist er at- vinnuleysi eykst." HORHAFJÖRDUR Sturlaugur Þorsteinsson, bæjarstjóri Bein tekju- rýrnun verður 5 þús. kr. á hvern íbúa Porskskerðingin mun hafa áhrif hjá okkur þó við lendum ekki í því versta, eins og sumar byggð- ir, sem nánast eingöngu byggja á þorskveiðum. Aðrir þættir koma til með að draga úr högginu. Aðstöðu- gjöld og útsvör munu dragast sam- an sem nemur 5 þúsund krónum á hvern íbúa sem svarar til níu millj- óna króna tekjutaps bæjarsjóðs. Útsvar og aðstöðugjöld námu í fýrra 150 miHjónum króna. Þannig yrði beinn tekjusamdráttur 6%. Þá á eftir að taka óbeinu áhrifin með í reikninginn, sem alltaf hljóta að vera einhver þegar allt er í lág- marki,“ segir Sturlaugur Þorsteins- son, bæjarstjóri á Höfn í Hornafírði. Hann telur óhjákvæmilegt að fresta framkvæmdum í bænum um tíma þar sem að samhliða tekju- minnkun vegna þorsksamdráttar standi bærinn nú í hlutafjárkaupum í sameinuðu útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki staðarins, en allur sá sjávarútvegur sem var á hendi KASK flyst nú yfir í Borgey hf. Áætlað er að bærinn leggi nýja fyrirtækinu til um 100 milljónir króna hlutafé á næstunni sem er rúmlega helmingur af árstekjum Hafnar í ár. „Ekki hefur verið gerð nein vísindaleg athugun á því hvaða áhrif kvótaniðurskurður síðustu ára hefur haft á byggðarlagið. Sjávar- útvegsfyrirtækin hafa á hinn bóg- inn verið rekin með tapi sem vænt- anlega má að einhveiju leyti rekja til minni afla. Að öðru leyti hefur ástandið hér verið mjög gott og dúndurvinna . árið um kring. Við höfum meira að segja þurft að fá vinnukraft erlendis frá. Áhrif kvótasamdráttar undanfarið hafa ekki haft afgerandi áhrif hér á Höfn. Ég óttast meira það sem framundan er,“ segir Sturlaugur. VESTMAHHAEYJAR Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri Loðnan er ljósið í myrkrinu Aflahlutdeild Vestmannaeyinga L þorskkvótanum er 7% og mun- um við -missa um 5.300 þúsund þorsktonn, ef tillögurnar ná fram, sem þýðir um það bil 800 jnilljóna króna aflaverðmæti. Bærinn yrði af útsvari upp á einar sex milljónir, af aðstöðugjaldi upp á 34 milljónir og við yrðum af hafnargjöldum upp á fímm til sex milljónir, en tekjur bæjarsjóðs á yfirstandandi ári eru áætlaðar 460 milljónir kr. í þessu felst líka skerðing á allri þjónustu- starfsemi og tekjutap því samfara,“ segir Guðjón Hjörleifsson, bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum. „Ég held að landið í heild sinni sé að ganga í gegnum tveggja til þriggja ára erfiðan kúrs. Síðan verður birta. Við fengum góða loðnuvertíð í vetur og fáum vonandi á næsta ári líka. Ég kalla loðnuna gjarnan ljósið í myrkrinu. Okkur vantar sárlega viðbótina núna, ný atvinnutækifæri og ný störf. Hjá okkur snýst atvinnulífið um fískinn og þjónustu tengdum sjávarútvegi." Guðjón segir að kvótaminnkun undangenginna ára hefði einfald- lega þýtt minni tekjur og færri stöð- ugildi í bænum. Og ekki mætti gleyma þeirri hagræðingu, sem átt hefði sér stað í Eyjum með samein- ingu fyrirtækja í tvö öflug sjávarút- vegsfyrirtæki. Eflaust hefði neyðin ein ýtt mönnum saman að lokum. Sameina hefði mátt fyrirtækin miklu fyrr. Guðjón segist vel skilja Vestfirðinga í því að vilja láta taka sérstakt tillit til sín þegar þorsk- skerðing verður ákveðin. „Við Eyja- menn lentum nefnilega illa í því þegar ýsan var skorin síðast þó við bærum okkur svo sem mannalega, en aflahlutdeild Vestmannaeyja í ýsukvótanum er 17% á meðan hún er ekki nema 7% í þorskinum.“ ÖLFUSHREPPUR Guðmundur Hermannsson, sveitastjóri Hef áhyggjur af fyrirtækjunum og heimilunum Dessi mikli niðurskurður, ef af ■ honum verður, mun hafa víð- tæk áhrif alls staðar. Ég hef hins- vegar minnstar áhyggjur af sveitar- félögunum, en þeim mun meiri áhyggjur vegna heimilanna og fyr- irtækjanna. Sveitarfélögin hljóta að standa og falla með þeim,“ segir Guðmundur Hermannsson, sveita- stjóri Ölfushrepps. „Það eru auðvitað takmörk fyrir því hversu mikið hægt er að hag- ræða og laga. Fyrirtækin verða að finna sér rekstrargrundvöll. Þegar þau hafa fundið sér farveg, sem þau hugsanlega geta lifað við, er ekki hægt að skerða kvótann án þess að samdrátturinn komi ekki fram í afkomu fyrirtækja og heim- ila. Niðurskurður þýðir einfaldlega atvinnuleysi og tekjuskerðingu/1 Guðmundur segir að tekjur Ölf- ushrepps hafí á síðasta ári numið 160 milljónum króna og 145 millj- ónum árið 1990. Tekjur milli ára jukust aðeins um 5% sem er heldur minna en Iandsmeðaltalið. „Ef slík- ur samdráttur á' að vera viðvar- andi, verða menn auðvitað að fara að skoða sín mál og haga fram- kvæmdum eftir getu eins og hún verður á hverjum tíma. Aftur á móti má segja að staða sveitarfé- lagsins sé mjög góð og hreppurinn nokkuð vel í stakk búinn til að mæta slíku áfalli." Ölfushreppur kaupir. á árinu hlutabréf í sjávarút- vegsfyrirtækjum í heimabyggð fyrir 70 milljónir. „Þetta var ákvörðun, sem tekin var í nauðvörn og við teljum hana rétta til þess að tryggja atvinnu heimilanna. Annars höfum við skyldum að gegna. Við þyrftum að framfæra fólk ef það getur ekki séð fyrir sér sjálft," segir Guðmund- ur. ✓ Ódýrir dúkar I HARÐVWARVAL HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 HELGARNÁMSKEIÐ OG FYRIRLESTUR MEÐ GURUDEV UR VIÐJUM FORTIÐAR Sérhvert námskeib meb Gurudev er einstakt í sinni röö. í ár fjallar hann um leiöina • frá gömlu hegbanamynstrunum • gegnum endurbatann • í átt að aukinni sjálfsþekkingu. Námskei&iö hefst kl. 19 á föstudag og lýkur kl. 14 á sunnudag. Verö kr. 8.000,- fyrir einstakling og kr. 14.000,-fyrir hjón. Upplýsingar og innritun í síma 679181 milli kl.17 og 19 mánudag til föstudags. GURUDEV (Yogi Amrit Desai) er upphafsmabur Kripalujóga. HEIMSLjÓS Kripalujóga á Islandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.