Morgunblaðið - 25.06.1992, Page 7

Morgunblaðið - 25.06.1992, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 4992 7 Morgunblaðið/Bjami Séra Bolli Gústavsson vígslubiskup Hólastiftis, séra Jónas Gislason vigslubiskup Skálholtsstiftis og herra Ólafur Skúlason biskup ís- lands hlýða á erindi sr. Arnar Bárðar Jónssonar. Prestastefna 1992; Rætt um hlutverk og valdsvið kirkjunnar PRESTASTEFNU 1992 var framhaldið í gær í Neskirlqu. Fundar- mönnum varð tíðrætt um hlutverk kirkjunnar, sérstaklega safnaðar- ins. Einnig var rætt um í hve miklum mæli kirkjan skyldi láta verald- leg mál til sín taka. Þrjú erindi voru flutt, Þjóðfélagið og kirkjan, Hlutverk safnaðarins í samfélaginu og Sókn á markaðstorgi guðanna. í erindi sínu um þjóðfélagið og kirkju fjallaði dr. Pétur Pétursson um „trúverðugleika" kirkjunnar í augum fólks. Aður fyrr hefði kirkj- an verið skýr hluti af félagslegu umhverfi fólks. Menningin, upp- fræðsla og þjónusta verið hlutverk kirkjunnar. Svo væri ekki lengur, nútíminn einkenndist af aukinni fjölhyggju, mörg sjónarmið og við- horf væru skoðuð og metin. Hvern- ig hefði kirkjunni reitt af? Margt benti til að íslenska þjóð- kirkjan væri tengdari íslenskri þjóð- arsál sem stofnun, heldur en að sóst væri eftir boðun hennar og fagnaðarerindi. íslendingar virtu kirkjuna, hefðu sterka kirkjuvitund. En þó væri það nú svo að fólkið hefði fjarlægst kirkjuna eða kirkjan fólkið. Fólk hefði væntingar til kirkjunn- ar og teldi eðlilegt að kirkjan sinnti félagsmálum og mannúðarmálum og væri jákvætt gagnvart áhrifum kristinnar siðfræði í þjóðfélaginu. Pétur tók undir þau orð sem herra Ólafur Skúlason biskup lét falla í sinni setningarræðu um að efla þyrfti safnaðarvitund. Opna yrði safnaðarstarfíð, fræðslu hjónaefna, foreldra við skírn, leshringum og starfshópum o.s.frv. í safnaðar- starfi ætti að takast á við nútímann og því sem sem honum fylgdi en ekki loka sig frá honum. En Pétur varaði við því að gera safnaðarupp- byggingu að einhvers konar skóla- hreyfingu. Trúin væri samband við Guð og líta yrði heilstætt á mann- inn / söfnuðinn sem virkt afl í sam- félaginu. Sr. Baldur Kristjánsson ræddi um „hlutverk safnaða í samfélag- inu“. Hann sagði áhrif kirkjunnar og kristinna gilda í íslensku velferð- arsamfélagi vera umtalsverð. En hins vegar, kirkjan hefði farið mjög varlega í að nota það vald sem hún hefði. Baldur taldi kirkjuna alls ekki hafa verið nógu virka og mætti að skaðlausu færa út vald- svið sitt. Kirkjan og söfnuðirnir ættu að vera óþreytandi í því að veija þá á jöðrum samfélagsins sem troðið væri á og hvetja þá til þátt- töku í lýðræðissamfélagi. Kirkjan ætti ekki að vera vímuefni heldur innbyggð í hið veraldlega samfélag og helga það. Sr. Hjálmar Jónsson benti á að víðsvegar í samfélaginu störfuðu kristnir menn á grundvelli sinna lífsskoðana. Kirkjan gegnsýrði að þessu leyti þjóðfélagið býsna vel. Hjálmar innti viðstadda eftir því hvort þeir teldu aukna veraldlega umsýslu kirkjunnar vera mikið til bóta. Sr. Örn Bárður Jónsson talaði um „sókn á markaðstorgi guð- anna“. Kirkjan yrði að vera í sókn en ekki vörn. Og sóknin, þ.e. kirkju- sóknin; söfnuðurinn væri lykilatriði. Örn Bárður sagði að kirkjan gæti að sönnu nýtt sér margháttaða þekkingu, m.a. frá markaðsfræðun- um, en sú þekkinþ ætti auðvitað ekki að stýra starfinu heldur náðar- gáfan, frumþjónustan, boðunin. Ræðumaður rakti allar þær kröfur sem gerðar væru til presta. Aðeins „sr. Súpermann" gæti risið undir þessu. Öm Bárður sagði presta vera lykilmenn í safnaðarstarfinu en prestarnir yrðu að læra að fram- selja ábyrgð og virkja aðra til starfs. Sr. Sigurður Sigurðarson vildi að menn reyndu að gera sér skýr- ari grein fyrir því að hverju þeir væru að leita. Benti m.a. á að fyrr- nefnd kirkjuvitund væri talin til styrkleika hinnar rómversk-kaþ- ólsku kirkju. Og í margbrotnu nú- tímaþjóðfélagi þéttbýlis væri erfítt að halda fram einhliða safnaðarvit- und. Fundarmenn ræddu nokkuð efni erinda. Hve vítt valdsvið kirkjunnar skyldi vera. Markviss þjóðfélagsleg gagnrýni til viðbótar við boðun orðsins og útdeilingu sakrament- anna? Hvernig skyldi boða orðið eða „markaðssetja" það. Prestastefnu lýkur síðdegis í dag. Borgarráð: 24,5 millj. vegna loka- áfanga við Hlíðaskóla BORGARRAÐ hefur samþykkt, að taka 24,5 milljóna króna til- boði lægstbjóðanda, Artaks hf., í uppsteypu lokaáfanga Hlíða- skóla. Tilboðið er 88,73% af kostnaðaráætlun sem er 27,7 milljónir. Sjö tilboð bárust í verkið auk frávikstilboðs frá einum aðila. Næst lægsta boð var frávikstilboð frá Sveinbirni Sigurðssyni, 24,6 millj. eða 88,92% af kostnaðaráætlun, þá bauð Örn Úlfar Andrésson rúmar 25,6 millj. eða 92,85% af kostnaðar- áætlun, Al-verk hf., bauð 27 millj. eða 97,61% af kostnaðaráætlun, Þorsteinn Sveinsson bauð 27,2 millj. eða 98,57% af kostnaðaráætlun og Sveinbjörn Sigurðsson bauð 27,3 millj., eða 98,86% af kostnaðaráætl- un. ísvirki hf., bauð 29,8 millj. eða 107,78% af kostnaðaráætlun og Bragi Grétarsson bauð 30,2 millj. eða 109,14% af kostnaðaráætlun. knn mém iiiBOtt fi TILiiNl SUMAIS SÓLSTÓLL Fallegur, sterkur, stöðugur. Staflast mjög vel. Verð án sessu. Aðeins MALASÍUPOTTAR Henta allsstaðar, inni sem úti, kjömir í garðskálann. XllSO^ -ZSdfr- jnnr, ■zsocn- SUMARBLÓM ^ i mj*** Pelagóníur FJALLAFURA - Brosandi blóm á betra verði Rósabúnt, Fresíubúnt, Blandaðir blómavendir. Falleg blómabúnt á sumarverði. ámat- - ‘ "wnv$TA Æír.rr i Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. m 1 Metsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.