Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JUU 1992 5 Laxveiðin sums staðar meiri en helmingi meiri en í fyrra Laxveiði á stöng hefur verið til mikilla muna betri það sem af er sumri heldur en var í fyrra. Er í sumum tilfellum um meiri en helmingi meiri veiði að ræða heldur en í fyrra og má þar nefna Þverá/Kjarrá, sem höfðu gefið 1470 laxa 21. júlí síðast liðinn, en sama dag í fyrra hafði áin gefið 774 laxa. Nú í sumar, eins og í fyrra, var áin efst yfir landið. Hér fara á eftir samanburðartölur af þessu tagi og er miðað við 21. júlí síðast liðinn og sama dag árið hafði gefið 355 laxa á móti 88 í 1991. Norðurá í Borgarfirði hafði gefið 1211 laxa á móti 724 löxum og Grímsá í sama héraði 831 lax á móti 260 í fyrra. í Húnavatnssýsl- unum var batinn einna minnstur, einna mestur þó í Víðidalsá sem fyrra, Miðíjarðará hafði gefið 353 á móti 210 og Vatnsdalsá hafði gefíð 253 á móti 121 laxi. Laxá í Aðaldal var með 906 laxa á móti 397 í fyrra og fyrir austan í Vopnafírðinum hafði Hofsá gefíð 176 laxa á móti 88 og Selá 171 lax á móti 89. Síðan hefur reynd- ar Hofsá stungið Selá af og var í fyrradag komin með tæplega 500 laxa veidda. Ef litið er á Suðvestur- og Vest- urland, þá höfðu veiðst 545 laxar í Elliðaánum á móti 320 í fyrra, 704 í Laxá í Kjós á móti 552 og 280 í Laxá í Leirársveit á móti 170. Langá hafði gefið 656 laxa á móti 412-og Laxá í Dölum 242 á móti 58 löxum. Spænskur veiðimaður, Pedro Savillas, með boltalax úr Laxá í Kjós. Biskupstungnabraut: Mjölnir var með lægsta tilboð Vörubílstjórafélagið Mjölnir átti lægsta tilboð í lagningu veg- arkafla á Biskupstungnabraut frá Dalbrún að Einholtsvegi í nýlegu útboði Vegagerðar ríkisins. Tilboð Mjölnis var 2,4 milljónir króna, sem er 58% af kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinn- ar við lagningu vegarkaflans var rúmlega 4,1 milljón króna. Átta til- boð bárust í verkið og voru sex þeirra undir kostnaðaráætluninni. Lífeyris- þegar fá 20% uppbót í ágúst LÍFEYRISÞEGAR með tekju- tryggingu munu fá 20% tekju- tryggingarauka um leið og bætur almannatrygginga vegna ágúst- mánaðar verða greiddar út. Fulla uppbót eða 7.140 hjá ellilífeyris- þegum og 7.267 hjá öryrkjum fá þeir sem hafa óskerta tekju- tryggingu, heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót. Tekju- tryggingaraukinn skerðist svo í sama hlutfalli og þessir bóta- flokkar hjá lífeyrisþega. Uppbótin er í samræmi við kjara- samninga á vinnumarkaði um greiðslu orlofsuppbótar. Þeir sem ekki njóta tekjutryggingar fá enga uppbót. Á greiðsluseðli mun þessi uppbót ekki koma sérstaklega fram, heldur verður lögð við upphæð hvers þessara þriggja bótaflokka. Full tekjutrygging ellilífeyrisþega í ágúst verður því 27.221 krónur, full tekjutrygging örorkulífeyris- þega 27.984, heimilisuppbót verður 9.253 og sérstök heimilisuppbót 6.365. Greiðslur lífeyrisþega, með þess- ar bætur, verða heldur lægri í ág- úst en { júlí vegna þess að 28% tekjutryggingarauki (láglaunabæt- ur) var greiddur út í júlí. ------» ♦ •■»--- í 133 dr hefur HEINZ merkiö veriö Reyðarfjörður: Laxveiði í Andapollimun í ANDAPOLLINUM á Reyðar- firði eru í sumar seld laxveiði- leyfi. Andapollurinn er rétt við bæjarmörkin á Reyðarfirði og er þetta annað sumarið sem laxi er sleppt í Andapollinn og veiði- leyfi seld. ú Á síðasta sumri veiddust, um ; 2.700 laxar og þegar hafa yfír § 1.500 laxar veiðst og eru þejr allt | að 8.5 pund að þyngd. g Leiktæki og mínigolf eru fyrir * börn á svæðinu og hægt er að leigja § bát til sjóstangaveiði á Reyðarfirð- 5 inum. Við Andapollinn er tjaldstæði ásamt hreinlætisaðstöðu. Sundlaug með heitum potti er á Reyðarfirði. tryggingfyrir urvals matvöru. I Heinz- vörunum eru aöeins náttúruleg hráefni og engum auka bragö- eöa litarefnum er i bcett í þœr. Notaöu HEINZ alltaf þegar þú vilt betri mat. WeinzJ - og maturinn bragöast betur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.