Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992
41
SIMI 32075
U53V3ÍSSL FJCH3SSí5aö?i atK&í SSIMSii<«>:~5s
us&iKXwmsm& -ezihvev
smm msm amms sLmnTcœ
•^sheldon m vx.wma oc«m«
•ívýLUESmiœS ^«»AXnxUEJt?£Rv)5
..m&mm ..
««**• Aispg^tj
Aðalhlutverk: Charles Grodin og Bonnie Hunt.
Sýnd í A-sal kl. 5,7,9 og 11. Sýnd í B-sal kl. 4,6, 8 og 10.
Miðaverð kr. 450 á allar sýningar - alla daga.
STALLONE • ESTELLE GETIY
fint íbs tÍMticd op fcis gpíftmíut.
Nw, ibrt detnisg «p me s&eefc.
STOPP EÐA MAMMA HLEYPIR AF
Óborganlegt grín og spenna.
Sýnd í C-sal kl. 5,7,8 og 11.
Miðaverð kr. 300 kl. 5 og 7 alla daga.
Á STÓRU TJALDI í
SPtCTHAi. ricoRÐING .
„Heil smfónia af grini, spennu
og vandræðum."
St. Bemhards-hundurinn
„Beethoven" vinnur alla á
sitt band.
REGNBOGINN SIMI: 19000
Morgunblaðið/Vilmundur Hansen
Benedikt, Rakel og yrðlingarnir fjórir sem þau drápu.
Trékyllisvík:
Ungir minkabanar
Trékyllisvík.
RAKEL Valgeirsdóttir 9 ára og Benedikt Þorgeirsson 11 ára í Árnesi
í Trékyllisvík lentu heldur í ævintýri nú fyrir skömmu, þegar þau
voru að þjóla í átt að Árnesstöpum. Hundurinn Valur sem var með
þeim byijaði allt í einu að gelta og láta ófriðlega. Þegar krakkarn-
ir fóru að athuga hvað gengi á og elta hann gengu þau fram á
minkayrðling og síðan grem.
Grenið var niðri við sjó í steypu
og járnadrasli sem hent hafði verið
úr Árneskirkjugarði í fyrrasumar.
Rakel hjólaði heim til að láta vita,
en Benni vaktaði grenið. En eins
og oft vill verða þá var henni ekki
trúað í fyrstu. Tók hún því prik og
hljóp af stað. Meðan á þessu stóð
varnaði Benni minknum útgöngu
með gijótkasti og óhljóðum. Benni
taldi víst að hann hefði hæft yrð-
linginn, en þegar hann nálgaðist
stökk hann á fætur og hljóp inn í
grenið. Krakkarnir sögðu að mink-
arnir hefðu hvæst mikið og að það
hefði verið ógeðsleg fýla úr greninu.
Krakkarnir ákváðu því næst að
taka til sinna ráða og fara sjálf á
minkaveiðar. í fyrstu héldu þau að
þetta væri bara einn yrðlingur, en
svo heyrðu þau í fleirum undir steini
rétt hjá. Því næst fóru þau að
pjakka með prikinu undir steininn
og réðst þá einn yrðlingurinn á það
með miklum krafti og galt þess
með lífi sínu. Rakel sagði að þau
hafi verið búin að pikka svo oft í
yrðlinginn að hann hafi allur verið
orðinn úfinn og tættur og prikið
útatað í blóði. Krakkarnir voru bún-
ir að vera í um tvo tíma á veiðum
þegar Valgeir Benediktsson grenja-
maður kom á vettvang með byssu
og hjálpaði börnunum við að aflífa
afganginn. Tiltæki krakkana vakti
mikla athygli ferðamanna því bílar
stoppuðu og menn fylgdust áhuga-
samir með. Einn kom meira að segja
út til þeirra og hjálpaði þeim um
stund. Alls veiddu krakkarnir fjóra
yrðlinga og eina læðu í þessari
fyrstu veiðiferð sinni og að sögn
Hrefnu Þorvaldsdóttur í Amesi voru
þau ansi lúin eftir þennan erfiða
dag.
- V.Hansen
Akranes:
Upplýsingaskilti við höfnina
Akranesi.
Morgunblaðið/J6n Gunnlaugsson
SETT hefur verið upp við höfnina
upplýsingaskilti þar sem saga
Akranesshafnar er kynnt í máli
og myndum. Það var forseti ís-
Iands, frú Vigdís Finnbogadóttir,
sem afhjúpaði skiltið þegar hún
var í opinberri heimsókn á Akra-
nesi 3. júlí sl.
Upplýsingaskiltið er staðsett við
hlið hafnarhússins og er einkar hag-
anlega komið fyrir. Á skiltinu er
rakin byggingarsaga hafnarinnar á
mjög smekklegan hátt. Þar kemur
fram að Akranes hafi snemma orðið
útróðrarbær og hafi aðstaða fyrir
báta verið í vörum sem staðsettar
voru þar sem núverandi höfn er, en
stærri skip þurft að liggja úti fyrir
legufæri. Nær öld er nú liðin síðan
Thor Jensen lét gera bryggju í
Steinsvör. Böðvar Þorvaldsson keypti
eignir Thors 1899 og lét byggja
bryggju við verslunarhús sín. Sveit-
arfélagið lét byggja fyrstu báta-
bryggjuna í Steinsvör 1908. Bjami
Ólafsson lét byggja fyrstu stein-
bryggjuna í Lambhúsasundi 1915 og
síðan var steypt upp smábáta-
bryggja. Rétt norðan við þessa
bryggju var byggð vélbátabryggja
1926 og var hún 45 metra löng en
var lengd um 15 metra ári síðar.
Fyrsta hafnarnefnd var skipuð á
Akranesi 1928 og á fyrsta fundi
hennar var ákveðið að fá Finnboga
R. Þorvaldsson verkfræðing og síðar
prófessor, föður Vigdísar forseta, til
ráðuneytis um frekari hafnargerð.
Haustið 1928 kom mikill marsvína-
vaða inn á Krossvík og sátu mörg
dýr föst. Heimamenn nýttu sér hval-
rekann eftir fóngum, en það sem
eftir stóð var selt og fengust 2.9Í0
krónur fyrir fenginn sem varð fyrsti
vísir að Hafnarsjóði Akraness. Árið
1930 hófust síðan hafnarfram-
kvæmdir í Krossvík að tilsögn Finn-
boga verkfræðings. Gerður var garð-
ur út frá kletti, sem nefnist Kanna,
neðst í Heimaskagaklettum, skammt
sunnan við Teigavör. Gerður var 70
metra langur garður, þar sem hægt
var að landa afia og skipa út vörum.
Þessi garður var síðan lengdur og
er hluti núverandi hafnargarðar. A
árunum 1944-45 var smíðuð ný
bátabryggja skammt norðan við
hafnargarðinn og á uppfyllingu milli
bryggjunnar og hafnargarðsins var
Síldarverksmiðjan byggð. Markviss
Upplýsingaskiltið við höfnina.
uppbygging hafnarinnar stóð síðan
yfir næstu árin og sýnu mest á árun-
um 1956-58. Þá er sementbryggjan
m.a. byggð og veitir hún mun betra
skjól.
Alllangt hlé varð nú á hafnargerð
nema hvað byggð var feijubryggja
fyrir Akraborgina 1975 og flot-
bryggja fyrir smábáta 1984. Þeim
mun meiri áhersla var lögð á styrk-
ingu og brimvöm, m.a. komið fyrir
geysiöflugum brimvamargörðum úr
gijóti, en vinnu lauk við hana 1991.
A einni öld hefur tekist að breyta
höfninni á Akranesi úr ótryggðum
lendingarvömm í þá lífhöfn sem raun
ber vitni um.
- J.G.
Ljósmynd/Jóhannes Long
Þróttur fær gervigrasvöll
Fyrir nokkru gerðu Markús Om Antonsson, borgarstjóri og Tryggvi Geirs-
son, formaður knattspyrnufélagsins Þróttar, með sér samning sem heimilar
Þrótti undirbúning alútboðs á gervigrasvelli á svæði félagsins. Á grundvelli
tilboða verður síðan gerður samningur við félagið um framkvæmdina og
fjármögnun félagsins á næstu árum. Myndin var tekin þegar samningurinn
var undirritaður.