Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992 31 Sigurborg Þórðar- dóttir - Kveðjuorð Fædd 10. janúar 1937 Dáin 19. júlí 1992 Það eru þung spor er falla til fylgdar tengdamóður minni og vin- konu til hinstu hvíldar. Hún var sterkur persónuleiki með mikla út- geislun og ríka kímnigáfu. Oft var hlegið dátt í Urðarbakkanum og sumarbústaðnum fyrir austan er hún af sinni kunnu frásagnarsnilld var að riQa upp skondin atvik af mönnum og málefnum. Hjálpsemi, greiðvikni og fórnfýsi voru henni í blóð borin, hún kastaði aldrei til hendinni. Það var nostrað við allt og alla. Hversu mörg verkefni er hún hafði með höndum, átti hún alltaf tíma aflögu. Alltaf var hún mætt fyrst allra til að leggja fram krafta sína ef eitthvað stóð til hjá nánustu fjöldskyldu eða vinum. Hún var mikið náttúrubam og með grænar hendur eins og ég sagði alltaf. Það blómstraði allt í návist hennar. Þær eru margar perlur minninganna. Með þessum fátæk- legu orðum kveð ég mæta konu er reyndist mér ávallt sem móðir. Hafi þún þökk fyrir allt og allt. Þín ást var aldrei bundin vanans böndum, þinn bjarta hug gat enginn vetur fryst, þú réttir mér þín blóm með báðum höndum, þú brostir til mín síðast ein og fyrst. - Við þína gröf var auðsæ augum mínum hver ástgjöf þín, svo nærstæð, hrein og ljós, - og ég, með lífið fullt af fómum þínum, lét falla á þína kistu eina rós. Og nú á mótum minna og þinna vega er margt sem hvorki veit ég eða skil; samt ber ég fram þá bæn í mínum trega: Guð blessi, - ef hann er nokkur til. Víst efa ég flest sem aldin fræði Iofa en ef að dánir lifa finnumst við, og hvort sem er mun okkur ljúft að sofa í Islands gömlu moldum hlið við hlið. (Guðm. Böðvarsson) Guðrún. Hvað er hægt að segja þegar dauðinn klippir á lífsstreng og svipt- ir menn kærleiksvini? Hvað er hægt að muna best, þegar lífsfljótið brýst fram með fullum þunga og ber með sér dýrmæta minnisdropa með eðli Kveðjuorð: Karl Eiríksson Við andlát afa okkar, Karls Ei- ríkssonar í Öxl, langar okkur að minnast hans með nokkrum orðum. Við eigum mjög góðar minningar tengdar honum og erum lánsöm að hafa þó átt hann að allt til fullorð- insára. Afí hafði mjög góð áhrif á okkur öll og minnumst við sérstak- lega góðlátlegrar stríðni hans og skemmtilegra stunda, enda var afí skapgóður. Sem börn heimsóttum við oft afa og ömmu í sveitina og var alltaf jafn erfitt að fara þaðan og eftir- væntingin mikil að koma aftur. Ekki var síður vel tekið á móti okk- ur seinni árin í Giljaseli. Oft var tekið í spil eða afi og amma sátu með pijónana eða aðrar hannyrðir og ófáar ullarflíkur og fallega muni hafa þau látið frá sér um ævina. Dugnaðurinn var alla tíð mikill og komu þau 15 börnum á legg, sem öll eru á lífi. Elsku amma, guð gefi þér styrk á þessari stundu. Þó afi sé horfínn, eigum við alltaf hlýjar minningar um hann. Barnabörnin í Grindavík. VJterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! spegilsins og við stöndum á bakkan- um og skoðum langt lífshlaup okk- ar vinkvennanna, í blíðu og stríðu? Hvar byijar vinátta sem verður svo sterk að einstaklingamir verða hluti af tilvist? Við voram ungar þegar við settumst í Samvinnuskól- ann og þar tókust kynni sem ekki slitnuðu þegar skólabjallan hringdi okkur út í lífíð til fundar við lífsföru- nauta, að byija að gefa líf, fylgjast með börnunum, fylgjast með átök- um, gleði, sorg og sigram í hópnum. Nánd í gleði og sorg batt traust vináttubönd. í þetta sinn hringir dauðinn enn eina okkar út úr lífinu, Sigurborgu Þórðardóttur. Síðustu mánuðumir vora hennir grimmir, þrek hennar mikið, barátt- an vonlaus, en aldrei uppgjöf. Við áttum ekkert að gefa henni til bata, en kærleikurinn var fyrir löngu sestur að í hópnum og úr honum munum við móta bautastein þakk- lætis fyrir langa samfylgd á bakka fljótsins sem streymdi fram og taldi okkur tímann, skammtaði gleði- stundir, áhyggjur og hlátur sem mun bergmála í sálum okkar, alltaf. Við vinstúlkurnar sem stöndum eftir á bakkanum, horfum döprum augum niður eftir fljótinu sem tók hana bestu okkar. Við eigum þó mipningamar eftir, heyrum hlátur- inn hennar og munum sögur af fóiki fyrir vestan, sögur úr vinn- unni, munum hve annt henni var um fyrirtæki þeirra hjóna og þá sem þar unnu. Þakklætið fyrir gleði- stundirnar er sterkara en harmur- inn. Friðgeir, Þórður og öll fjölskylda Sigurborgar eiga hlýhug okkar og djúpa samúð. Saumaklúbburinn. NAMSMANNALINA B U N AÐ A R B A N K A N S FYRIR HUGSANDI FÓLK SEM BER SAMAN KJÖR, REYNSLU OG ÞJONUSTU Það er engin tilviljun að Stúdentaráð Háskóla íslands og Samband íslenskra námsmanna erlendis gengu til samstarfs við Búnaðarbankann! Fyrir hverja? Alla námsmenn 18 ára og eidri Lánafyrirgreiðsla, eldrl nemar Lánar námsmönnum sem komnir eru á 2. önn eða lengra 100% af lánsloforði LÍN 1. árs nemar Lánar námsmönnum á 1. önn 90% af lánsloforði en altt að 100% eftir það Vaxtakjör 13.5% vextir fyrir alla námsmenn - líka 1. árs nema Lánsform Yfirdráttarlán, reikningslán Annar kostnaður Enginn Svelgjanleiki endurgreiðslna Ef greiðala frá LÍN er lægri en lánsloforð t.d. vegna ófullnægiandi námsarangurs á nams- maður kost á að gera upp mismuninn með sumar- tekjum og/eða með því að ná tilskyidum náms- árangri í upptökuprófi að hausti. Móguleg skuld- breyting á láni ef tafir verða í námi s.s. vegna veikinda eða bams- burðar Ábyrgðarmenn Elnn Alþ|óðlegt hraðbankakort Já, sem gildir á 95.000 stöðum Kostnaður við sfm- sendingu á 50.000 kr. 400 kr. þ.e. 150 kr. + 0,5% af upphæð Kostnaður við að búa til 5.000 kr, ávísun, algengt vegna umsókna um skólavist 90 kr. þ.e. 0,5% af upphæð en lágmark er 90 kr. Námsstyrkir A.m.k. 8 Yfirdráttarheimlld, ókeypis ef ekki nýtt 50.000 kr. Ráðgjafi um LÍN Já Afsláttur af flutningsgjaldi buslóða með Samskipum hf. 5% Lán vegna búslóðaffutninga Já Námslokalán Já Fri tákkhefti Já, fyrstu 3 Skiputagsbók Já Endurgreiðslukerfi námslána Já ►o # 0 O NAMSMANNALINAN - SVARAR KROFUM NAMSMANNA > LINAN < BUNAÐARBANKINN -Traustur banki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.