Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR. 29. JÚLÍ 1992
Kallaðu á mig þegar sjónvarps- Hvar endar þetta: Sama vald-
fréttirnar byija. Ég ætla að beitingin á heimilinu?
sofna snemma.
PtarjptttMitliifr
BRÉF HL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Síbyljumengim
og óþarfa tafir
Frá Ragnari Halldórssyni:
Innan skamms verða breytingar
á farþegaflutningum milli sveit-
arfélaga í nágrenni höfuðstaðar-
ins. Tilgangur þessara lína er að
benda á hvað betur má fara í fram-
tíðinni. Til mikilla óþæginda hefur
verið hljómtækjahávaði í bílunum
sem engin leiðrétting hefur fengist
á þrátt fyrir umkvartanir sem jafn-
vel hafa verið ræddar í bæjarstjóm
Hafnarfjarðar. Mengunarhávaði
af þessu tagi þekkist ekki í
Strætisvögnum Reykjavíkur enda
ókurteisi og tillitsskortur við far-
þega. Mörgum líður illa að hlusta
á síbyljuna en fróðir menn segja
Skaðlegur
fréttaflutningur
Frá Magnúsi Axelssyni:
Það er hörmulegt þegar slys
eiga sér stað hvar og hvemig sem
þau ber að höndum. Það er þó enn
verra þegar fjölmiðlar sjást ekki
fyrir í fréttaflutningi af slysum.
Fréttaflutningur Morgunblaðsins
og þó sérstaklega Bylgjunnar (um-
fjöllun Eiríks Jónssonar) er ekki
til þess fallin að draga úr afleiðing-
um slysa heldur eykur skaðann
sem slys veldur.
Við drögum ekki úr því áfalli
sem Tatíana Dímitrova hefur orðið
fyrir. Það er hræðileg lífsreynsla
að ganga í gegn um það sem hún
þarf að þola. Við óskum henni
alls góðs um alla framtíð. Að sjálf-
sögðu er eðlilegt að henni verði
bætt það tjón sem hún hefur orðið
fyrir og eðlilegast að óvilhallir
aðilar, dómstólar, ákveði þær bæt-
ur.
En þetta var slys og ekkert
annað en slys. Það fara tug þús-
undir bifreiða út í umferðina á
hveijum morgni. Það koma ekki
allir heilir heim. Slys í umferðinni
verða oftast fyrir mistök einhvers.
Við fullyrðum að slys af þessu
tagi sem hér varð eru miklu fátíð-
ari en umferðarslys og afleiðing-
amar ekki nærri eins alvarlegar
þótt sárar séu. Enginn skilur betur
en við hve hárið er hverri konu
mikilvægt.
Skaðinn er skeður. Að öllum lík-
indum mun Tatíana fá bætur og
hárið vex aftur. En skaðinn af
fréttaflutningnum er ekki kominn
í ljós. Á hárgreiðslustofunni Kristu
vinna um 30 manns. Umfjöllun
fjölmiðla hefur sett atvinnuöryggi
þessa hóps í verulega hættu. Að-
för sem þessi að fyrirtæki getur
valdið því að fyrirtæki líður undir
lok. Það er skaði sem verður ekki
eingöngu vegna mistaka, heldur
af fljótfærni eða hugsunarleysi
mannanna sem um fjalla.
Við lýsum því hér með yfír að
við, sem öll emm fagmenn í hár-
greiðslu, lýsum fullu trausti á
Hönnu Kristínu Guðmundsdóttur
hárgreiðslumeistara, hennar
starfsfólk og fyrirtækið Kristu.
Reynsla hennar og hæfni er óve-
fengjanleg og fagmennskan í
fyrirrúmi. Hún er verðugur keppi-
nautur okkar um hylli viðskipta-
vinanna.
Það eru engar líkur á að það
fari að streyma út frá henni við-
skiptavinir með skemmt eða illa
meðhöndlað hár nú frekar en
endranær.
F.h. Intercoiffure félaga á íslandi,
MAGNÚS AXELSSON.
að þeir sem venja sig á hana við
vinnuna verði háðir henni líkt og
ávanalyfi. Nýir stjórnendur ættu
að koma í vega þetta, það er bæði
skylt og nauðsynlegt. Ávanaþraut
á ekki að trufla ökumenn og far-
þega.
Nauðsynlegt er að halda réttri
tímaáætlun. Aðalsök, að svo hefur
ekki ávallt verið, hefur verið hjá
farþegum. Tillitsleysi þeirra er oft
með ólíkindum. Allir sem við geta
komið ættu að hafa kort, þá geng-
ur allt fljótar og betur. Fólk við
biðskýli hefur oftast nægan tíma
til að hugsa sitt mál. Korthafar
eru með allt á hreinu. Kortlaus
tekur sér góðan tíma og séu þeir
margir fer allt í rusl. Þeir stilla
sér upp við bílstjórann byija í ró
og næðí að rísla í vösum og skjóð-
um, fínna kannski ekkert gjald við
hæfí, skella þá hundrað eða þús-
undkrónum á bekkinn og fimm-
þúsundkarl er ekki undantekning!
Bankinn springur. Þá er tekið upp
ávísanahefti í ró og næði og byij-
að að skrifa. Ekki er þó vitað að
í gangi séu víxlar og veðbréf. Þetta
eru staðreyndir ef einhver skildi
taka þetta sem grín. Ekki mun
þetta vera að skapi bílstjóranna.
Það er því annars staðar að leita
orsakanna. Gætu Strætisvagnar
Reykjavíkur hugsað sér að taka
upp svona fyrirkomulag? Meðan á
svona löguðu stendur væri hægt
að aka marga kílómetra, ekki auð-
veldar það stundvísina. Svona
víxlarastarfsemi er hlutverk banka
en ekki áætlunarbifreiða. Það ættu
nýir stjómendur að athuga.
Það er bannað að tmfla bíl-
stjóra í akstri og þó umfram allt
í þéttsetnum vögnum í mikilli
umferð. Nýir stjómendur ættu að
koma í veg fyrir það sem oft hef-
ur skeð að kjaftaskúmar og þvarg-
arar klíni sig upp að ökumönnum,
svo að segja upp í fangið á þeim,
og láti móðan mása. Kurteisissva-
rendur telja það skyldu sína að
horfast í augu við viðmælanda sinn
og bílstjórar hafa því orðið að vera
„hálsliðamjúkir að hofmanna sið“
eins og stendur í kvæði Gríms
Thomsens. Slíkt er hættulegt í
miklum umferðarþunga og veldur
óróa hjá farþegum. Nýju fyrirtæki
er árnað heilla.
RAGNAR HALLDÓRSSON
Miðvangi 41, Hafnarfirði
HOGNI HREKKVISI
Víkveiji skrifar
ótt lofthiti hafi ekki verið ýkja
mikill að undanfömu, miðað
við sama árstíma í „eðlilegu ár-
ferði“ hefur verið mjög bjart og
fagurt veður hér á vestanverðu
landinu að undanförnu. Víkveiji
hefur orðið þess var að fólk kann
að meta blíðuna langþráðu, þótt
vart nokkur maður gangi út frá
henni sem vísri, og hver og einn
segi sem svo „er á meðan er“. Því
er ekki að neita að á dögum sem
þeim sem hafa ríkt í Reykjavík og
nágrenni undanfarna daga hefur
stolt Víkveija yfir borginni og ná-
grenni síður en svo minnkað. Til
að mynda hefur verið heldur dá-
samlegt að fá sér kvöldgöngu að
vinnudegi loknum í Elliðaárdalnum
og mæta borgarbúum á tveimur
jafnfljótum, á reiðhjóli, eða jafnvel
í hjólastólum. Heimilishundurinn
fylgir gjarnan ákveðnum göngu-
mönnum og fær Víkveiji dagsins
ekki betur séð en það séu óþarfa
bönn úti um víðan völl á gönguleið-
um Reykvíkinga, þegar hundar éru
annars vegar. Þeir mega ýmist
alls ekki vera þar sem fólk er, eða
eigendum þeirra er gert skylt að
hafa þá tjóðraða. Víkveiji hefur
iðulega mætt hundaeigendum á
göngu, sem líta einfaldlega fram-
hjá boðum og bönnum um hunda
og hafa hunda sína ótjóðraða án
þess að þeir séu til nokkurs ama
fyrir aðra vegfarendur.
XXX
Sömu sögu er að segja af ann-
arri gönguparadís okkar
Reykvíkinga og ekki síðri Elliða-
árdalnum, en þar á Víkveiji við
Heiðmörk. Heiðmörk er ótrúleg
náttúruperla rétt við borgarmörk-
in. Trén þar eru mörg hver orðin
hreint ótrúlega há, göngustíga-
kerfið orðið vel þróað og nýtilegt
og útsýnið út yfír Esjuna, Akra-
fjall, Snæfellsnes og Sundin blá
er slíkt á fögrum dögum, eins og
að undanförnu, að lygi er líkast.
að verður ekki annað sagt en
Tommi sá sem á veitinga-
staðinn Hard Rock Café hafi hald-
ið upp á fimm ára afmæli staðar-
ins með stæl sl. sunnudag. Múgur
og margmenni safnaðist saman á
Kringlutorginu í blíðviðrinu, þar
sem við vægu verði var hægt að
festa kaup á útigrilluðum ham-
borgurum, hlusta á rokktónlist og
fylgjast með glæfrastökki Tomma
úr 55 metra háum krana - svoköll-
uðu teygjustökki, sem mun vera
nýtt glæfratískufyrirbæri sem er
að ryðja sér til rúms úti í hinum
stóra heimi. Tommi fékk slíka
kynningu á afmælisdaginn, að hún
jafnast áreiðanlega á við margra
mánaða auglýsingaherferð. Báðar
sjónvarpsstöðvarnar sögðu frá há-
tíðinni í máli og myndum og sýndu
glæfrastökkið. Hann er greinilega
enginn nýgræðingur í kynningar-
starfseminni hann Tommi.