Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐÍÐ MlÐVlKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992 Það fór vel um fólkið í bátnum á leiðinni út að Drangey. Sjálfsbjörg gerir það ómögnleg’a mögnlegt Frá Guðjóni Emilssyni: Eflaust eru margir sem telja útilokað að fara með stóran hóp af fötluðu fólki yfir hálendi lands- ins. En þá kenningu hefír Sigríður Kristinsdóttir fararstjóri og að- stoðarfólk hennar afsannað ræki- lega. Við hjónin áttum þess kost, nú í annað sinn, að fara með þeim í ferð yfír hálendið. í fyrra fórum við yfír Sprengisand til Húsavíkur og nú í sumar yfír Kjöl til Hofsóss. Lagt var af stað í ferðina hinn 10. júlí síðastliðinn og komum við fyrst í Skygnisskóg í Biskups- tungum þar sem Björn bóndi Sig- urðsson tók á móti okkur. Jón bró- ir hans var með okkur og buðu þeir bræður í kaffí og með því. Veðrið lék þá við okkur með glaða sólskini, eins og var nánast alla ferðina. Þaðan var lagt á Kjöl og tók Jón þá við leiðsögn og fræddi okkur um margt sem fyrir augu bar. Á leiðinni norður skoðuðum við meðal annars Blönduvirkjun og fór rútan inn í göngin þar sem mér var tjáð að við værum komin um 100 metra niður í jörðina. Því næst var haldið á Hofsós þar sem hótelstjórinn, Valgeir Þorvaldsson, tók á móti okkur. Um kvöldið bauð hann okkur á kvöldvöku í 200 ára gömlu pakkhúsi þar sem heimafólk stóð fyrir fjölbreyttri dagskrá með söng og ýmsum skemmtiatriðum. Við vorum svo heppin að þama voru staddir Gunnar Guðbjömsson óperasöngvari og Jónas Ingimund- arson píanóleikari og höfðu allir mikla ángæju af framlagi þeirra félaga til kvöldvökunnar. Daginn eftir var farið með bát út að Drangey. Þá var norðan andvari og svolítil alda en enginn varð sjóveikur og verður sjóferð þessi sjálfsagt mörgum ógleyman- leg. En nú skal farið fljótt yfír sögu og eftir að hafa meðal ann- ars komið að Hólum og skoðað ýmislegt markvert nyrðra var hald- ið heim á leið. Síðasti áfanginn var Hreðavatnsskáli þar sem veislu- matur beið okkar. Laust fyrir mið- nætti var svo lagt af stað heim í fallegu veðri þar sem fullt tungl lýsti upp spegilsléttan sjóinn í Hvalfírðinum. Allir sem hlut eiga að máli eiga þakkir skildar fyrir mjög skemmtilega ferð og ekki má gleyma Hannesi bílstjóra, sem var einstaklega lipur og hjálpsam- ur og taldi ekki eftir sér að fara útúrkróka svo að við gætum séð sem mest. Með þessari ferð sann- aði fólkið hjá Sjálfsbjörg að ekkert er ómögulegt ef vilji og samtaka- máttur er fyrir hendi. Guð blessi ykkur öll. GUÐJÓN EMILSSON, Skólabraut 5, Seltjarnamesi. HEILRÆÐI T Liggja eiturefni á glámbekk í bílskúrnum þínum? Hellið aldrei eiturefnum á gosflöskur? Pennavinir Tvítug íslensk stúlka sem búsett er í Bandaríkjunum óskar eftir pennavinum á öllum aldri. Áhuga- málin eru ferðalög, íþróttir og úti- vist, kvikmyndir og tónlist: Kristín Baldursdóttir Elsliger, 601 East Prospect Ave., Apt. 2c, Mt. Prospect, Illinois, 60056 U.S.A. Þýsk 32 ára éins barns móðir langar að skrifast á við íslenskar mæður. Skrifar á ensku auk þýsku: Maria Schwebach, Schulstrasse 7a, D-5509 Kelle am See, Germany. LEIÐRÉTTING Ummæli um lyfjanotkun Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Rósu Ólafsdóttur, íþróttakenn- ara: „Ég vil gjaman að fram komi leiðrétting vegna viðtals, sem birtist við mig 26. júlí undir „Hvar era þau nú“. Ég ræddi þar um stórmót í vaxtarrækt sem ég tók þátt í er- lendis og misnotkun á lyfjum út frá því. Ég vil koma því á framfæri, að í íþróttagreinum innan íþróttasam- bands íslands sé ekki um misnotkun á lyfjum að ræða svo vitað sé. I umræddu viðtali átti ég meira við misnotkun á lyfjum erlendis, einkum í vaxtarrækt. Því fjölmiðlar hafa verið duglegir að fræða okkur um slíka misnotkun, einkum ef menn hafa verið dæmdir í keppnis- bann þar sem þeir hafa fallið á lyfja- prófí og misst þar af leiðandi jafn- vel heimsmeistaratitla." Rósa Ólafsdóttir íþróttakennari BE§m HEHSUEÆKIM er að sofa á ekta rúmdýnu lyn sem passar hæð þinni og pyngd Hús^apaliöIIin BÍL.DSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 01-681100 SIMINNHJA. OKKUR ER 91-68 11 99 Til sölu Dethleffs 490T hjðlhýsi árgerð 1991. Hjólhýsið er 5 m langt og því fylg- ir stórt fortjald. Hjólhýsinu getur fylgt land í Húsafelli með heitu og köldu vatni ásamt raf- magni að kostnaðarlausu í tvö ár. Upplýsingar í símum 93-51378 og 93-51374. JIÍ0ripwM$itS>i& Metsölublað á hverpm degi! NITESTAR Hollowfibre C° KG ARSTÍÐ VERÐ NS3 -10° 1.9 VorSumHau 4.900,- MARCO POLO C KG ARSTIÐ VERÐ 300 -10° 1,9 VorSumHau 6.500.- 350 -15° 2.0 Heilsárs 6.900.- 400 -20° 2.1 Heilsórs 7.300,- 450 -25° 2.2 Heilsórs 7.975.- FAGFOLKIFERÐAVORUM ÞJÓNUSTA CÆÐI ÞEKKING ICARUS Polarguarcf C° KG ARSTIÐ VERÐ 170 -25° 1.9 Heilsórs 10.300,- 190 -35° 2.2 Heilsórs 13.800.- Svefnpohar verð oo gæði við allra hæfi APPOLO hringdu - við sendum bæhling Sendum einnigT pósfhröfu... -U Gæsnchinn C° KG ARSTIÐ VERÐ 1000 -30° 1.6 Hellsárs 17.900.- 1 kg gæðagæsadúnn EXPEDITION -45° 2.0 Hellsórs 23.000,- 1.5 kg gæöagæsadúnn ...þar sem ferðalagið bqrjar! SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLÓÐ 7 • REYKJAVÍK • SÍMI91-621780 • FAX 91-623853

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.