Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992
3
Víkurbergið á strandstað við ísafjarðarhöfn.
Víkurbergið komið á veiðar
SKIPVERJUM á Albert GK tókst
að draga Víkurbergið GK á flot
af strandstað í innsiglingunni við
ísafjarðarhöfn á flóðinu klukkan
6 í gærmorgun. Við könnun á
skennndum kom i ljós að þær
voru óverulegar og hélt Víkur-
berg strax á veiðar.
Víkurberg sem er 328 lesta
rækjuskip strandaði á tíunda tíman-
um á mánudagskvöld og þá tókst
ekki að ná því á flot þrátt fyrir ítrek-
NM í skák í Svíþjóð:
Jón L. og
Hellers efstir
JÓN L. Árnason er efstur á Norð-
urlandameistaramótinu i skák
ásamt Svianum Ferdinand Hell-
ers. Annarri umferð lauk í gær-
kvöldi og hafa þeir báðir tvo vinn-
inga. Að sögn Margeirs Pétursson-
ar stórmeistara er mótið mjög
sterkt, en Islendingarnir hafa
byrjað vel. Af 18 þátttakendum
eru 14 stórmeistarar og meðal-
stigafjöldi er 2.508. Mótið er hald-
ið í Östersund í Sviþjóð.
í fyrstu umferð, sem tefld var á
mánudag, gerði Jóhann Hjartarson
jafntefli við Helga Ólafsson og í ann-
arri umferð sigraði hann Piu Craml-
ing frá Svíþjóð. Margeir Pétursson
gerði jafntefli við Jouni Yijölá frá
Finnlandi í fyrstu umferð og við Jon-
athan Tisdall frá Noregi í annarri.
Jón L. Ámason sigraði Heikki West-
erinen frá Finnlandi og Carsten Hei
frá Danmörku, en skák Helga og
Yijölá í annarri umferð lyktaði með
jafntefli.
Alls verða tefldar níu umferðir á
mótinu, en í dag munu efstu menn
mótsins, Jón L. Ámason og Ferdin-
and Hellers, eigast við. Jóhann Hjart-
arson, Lars Bo Hansen frá Dan-
mörku og Lars Karsson frá Svíþjóð
hafa allir Vh vinning.
-----» ♦ ♦-----
aðar tilraunir. Var því ákveðið að
bíða flóðsins í gærmorgun. Sex
skipveijar voru um borð en skipið
er nú gert út á rækju frá ísafirði.
Frá því snemma í sumar hefur
ávöxtunarkrafan farið hækkandi, úr
7,15% í 7,45% nú. Sigurbjöm sagðist
búast við að hún væri að nálgast
hámarkið að þessu sinni og þegar
líða tæki á haustið mætti búast við
lækkandi ávöxtunarkröfu í kjölfar
líflegri viðskipta.
„Það er lítil eftirspum eftir hús-
bréfum sem stendur. Ástæðuna má
kannski að einhveiju leyti rekja til
þessa árstíma þar sem sumarleyfi
manna virðast draga úr viðskiptum,“
sagði Sigurbjöm. Hann sagði enn-
fremur að þrátt fyrir umtalaða deyfð
á fasteignamarkaði væri talsvert
framboð af húsbréfum, a.m.k. hjá
Landsbréfum. Ekki væri um það að
ræða að stórir aðilar væru að losa
mikið magn í einu, heldur kæmi þetta
inn jafnt og þétt.
Önnur verðbréfafyrirtæki fylgdu í
kjölfar Landsbréfa í gær og hækkuðu
ávöxtunarkröfu sína í 7,45%.
Forseti ís-
lands tek-
ur við emb-
ætti á ný
FORSETI íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, tekur á ný við
forsetaembætti á laugardag, 1.
ágúst. Athöfn vegna embættistök-
unnar verður í Dómkirkjunni og
Alþingishúsinu.
Athöfnin hefst í Dómkirkjunni kl.
15.30 með helgistund í umsjá Ólafs
Skúlasonar biskups. Kl. 15.50 verður
gengið úr kirkju til Alþingishússins
og á meðan leikur Lúðrasveit
Reykjavíkur á Austurvelli. í Alþing-
ishúsinu syngur Dómkórinn, en að
því loknu lýsir forseti Hæstaréttar
forsetakjöri og útgáfu kjörbréfs og
mælir fram eiðstafinn, sem forseti
íslands undirritar síðan.
Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís-
lands, gengur þessu næst út á sval-
ir Alþingishússins og minnist fóstur-
jarðarinnar. Að því loknu flytur hún
stutt ávarp í þingsalnum.
Námsmannaþjónusta
sparlsjólanna
Kraftmikil og
kynngimognuð
f)ármála|iiónusta
fyrir námsmenn
á la snarisjáðirnir
Félögum í Lidveislu sparisjóðanna býðst allt
að 100% lán í tengslum irið Lánsloforð LÍN.
Lánið er í formi yfirdráttarheimildar og
aðeins eru reiknaðir vextir af þeirri uppltæð
sem lántakandi nýtir sér.
Yfirdráttarheimild af Sér-tékkareikningi getur
numið allt að 150.000 kr.
Visa eða Eurocard greiðslukort
strax og þú gengur í liðið.
Skólaferðalán - fyrir námshópa
sem ætla til útlanda.
Launalán - allt að 350.000 kr. fyrir þá sem
leggja námslánin og/eða aðrar greiðslur inn á
reikning í sparisjóðnum.
Námslokalán fyrir þá sem eru að Ijúka
framhaldsnámi og vilja koma sér þaki yfir höfuðið.
Sendum námslánin til námsmanna erlendis.
Þú greiðir aðeins sendingarkostnaðinn en enga
þóknun til sparisjóðsins. Örugg og þægileg
þjónusta sem sparar þér ótal spor.
Útskrift á greiðslubyrði skuldabréfa.
Ef tafir verða á námi eru sparisjóðirnir
sveigjanlegir varðandi afborganir af lánum.
Hvers kyns fjármálaráögjðf á sviði innláns
og verðbréfaviðskipta.
Vönduð dagbók.
Kynntu þ ér ótal aðra kosti Liðveislu
uisjóðanna því að sparisjóðurinn liggui
ekki á liði sínu þegar námsmenn eru
annars vegar.
tt
SPARISJÓÐIKNIR
Leggja námsmönnum lið.
Avöxtunarkrafa
húsbréfa hækkar
ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa hækkaði í gær hjá Landsbréfum hf.
úr 7,35% í 7,45% á nýjustu flokkum bréfanna. Að sögn Sigurbjörns
Gunnarssonar, deildarstjóra hjá Landsbréfum, er ástæða hækkunar-
innar lítil sala húsbréfa undanfarið.