Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR. 29. JULÍ 1992 15 ára körfuknattleiksmaður úr Vestmannaeyjum: 1,99 áhæð o g notar skó nr. 50 Keflavík. UNGUR og efnilegur Eyjamaður, Friðrik Stefánsson, sem hefur aldrei leikið leik með félagsliði, æflr nú á fullum krafti með dren- gjalandsliðinu, sem tekur þátt í Evrópumóti í Belgíu í ágúst. Axel Nikulásson, þjálfari liðsins, uppg- vötaði Friðrik fyrir tilviljun. Frið- rik, sem er 15 ára og 1,99 m á hæð, notar skó númer 50 og sagð- ist hann oft eiga í erfíðleikum með að fá svo stóra skó hér á landi. Friðrik verður væntanlega fyrsti Eyjamaðurinn til að leika með landsliðinu í körfuknattleik. BB Sjá nánar umsögn í íþrótta- blaði /C9 Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Framtíðarmaður í körfubolta Eyjamaðurinn Friðrik Stefánsson með körfu- boltann. Á minni myndinni má sjá skó Friðriks og skó eins félaga hans í drengjalandsliðinu. Félagsstofnun stúdenta semur við Dagvist barna: Leikskóli í stúdentahverfi Forgangnr fyrir börn stúdenta við HI SAMNINGAR um byggingu nýs leikskóla fyrir böm stúdenta og for- gang fyrir þau innan dagvistarkerfís borgarinnar vom undirritaðir milli Félagsstofnunar stúdenta og Dagvistar bama í Reykjavík í gær. Að sögn Amars Þórissonar, framkvæmdastjóra Félagsstofnunar stúd- enta, hafa samningarair í för með sér þrenns konar breytingar. Reist- ur verði nýr leikskóli í stúdentagarðahverfinu, fjölgun verði á for- gangsplássum fyrir böra stúdenta og fleiri börn muni komast að þar sem kerfið verði sveigjanlegt. Leikskólinn verður til húsa í Ás- görðum, nýju hverfí stúdentagarða sem Félagsstofnun stúdenta er að reisa og eru framkvæmdir við hann þegar hafnar. Að sögn Amars er áætlað að hann verði tilbúinn undir tréverk í nóvember og unnt verði að taka hann í notkun næsta vor. Um verður að ræða þriggja deilda leikskóla af fullri stærð, fyrir að minnsta kosti 100 böm, í sveigjan- legu kerfí. Böm stúdenta við Há- skóla íslands munu koma til með að hafa forgang að leikskólanum. Þá var undirritað samkomulag um forgang bama stúdenta við Háskóla íslands á umræddan leikskóla svo og aðra leikskóla Dagvistar bama sem Reykjavíkurborg rekur. Að sögn Amars gengur samkomulagið út á að böm stúdenta njóti ákveðins for- gangs innan dagvistarkerfis borgar- innar gegn því að reistur verði leik- skóli í nýja stúdentahverfinu við Eggertsgötu. „Stúdentar munu nú auk þess geta valið um vistun fyrir börn sín frá 4 upp í 8 eða 9 tíma á dag en þeir hafa hingað til einungis getað haft börn sín í heilsdagsvist- un,“ segir Amar. Hann segir að einstæðir foreldrar sem séu við nám í Háskóla íslands teljist ekki á forgangskvóta stúdenta heldur séu þeir á forgangi sem ein- stæðir foreldrar. „í heild er því um 180 pláss að ræða og er það miðað við heilsdagsrými. Tvö böm í hálfs- dagsrými geta því nýtt eitt heils- dagsrými. Þetta gefur stúdentum möguleika á að kaupa sér þjónustu einungis upp að því marki sem þeir telja sig þurfa,“ segir Arnar. Á leikskólum Dagvistar bama verða eingöngu vistuð böm þeirra stúdenta sem em með lögheimili í Reykjavík. Um vistgjöld munu gilda þær reglur sem em í gildi hjá Dag- vistun barna. Kostnaður við ráð hús 36% umfram kostnaðaráætlun í MINNISBLAÐI Stefáns Hermannssonar, aðstoðarborgarverkfræð- ings, um framkvæmdir við ráðhús Reylqavíkur, sem lagt var fram á fundi borgarráðs í gær, kemur fram að kostnaður við ráðhúsbygg- inguna verði 36% hærri heldur en kostnaðaráætlun frá janúar 1989 sagði til um. í upplýsingunum sem lagðar voru fram á fundi borgarráðs í gær kem- ur fram að framreiknað til vísitölu marsmánaðar, sem sé síðasti fram- kvæmdamánuður, sé gert ráð fyrir að kostnaður við bygginguna verði sem næst 3.240 milljónum króna, kostnaður við húsgögn og búnað 203 milljónir, Íslandslíkan kosti 35 milljónir og listskreyting 16 milljón- ir. Samkvæmt þessu verði kostnað- ur við ráðhúsbygginguna því 36% hærri en kostnaðaráætlun frá jan- úar 1989 sagði til um. Fram kemur að af þessum kostn- aði falli 481 milljón króna á þetta ár vegna byggingarinnar en 220 milljónir króna vegna húsgagna, búnaðar, Íslandslíkans og list- skreytingar. Aðeins listskreytingu sé enn ólokið. í minnisblaði sem birt var í byij- un apríl síðastliðnum var gert ráð fyrir að kostnaður yrði 3.170 millj- ónir eða 35% hærri en áætlunin frá janúar 1989 gerði ráð fyrir. í lok janúar var birt minnisblað þar sem gert var ráð fyrir að kostnaður yrði tæplega 3.087 milljónir eða 32% umfram kostnaðaráætlun og í sept- ember á síðasta ári gerðu áætlanir ráð fyrir að kostnaður yrði 2.950 milljónir, eða 27,6% umfram kostnaðaráætlun. Mikil loðna en fá skip eru á veiðum MIKIL Ioðna er á loðnumiðunum en fá skip á veiðum. Þórshamar GK hélt á miðin uppúr miðnætti í nótt eftir að hafa landað 600 tonnum á Raufarhöfn en norsku skipunum hefur verið bannað að veiða tímabundið vegna löndunarbiðar í Noregi. Mesta loðnu- afla sem landað hefur verið á Raufarhöfn var landað úr norska loðnuskipinu Bömmelöy I gærkvöld. Árni Sörensson, verkmiðju- stjóri SR á Raufarhöfn, sagði að Ioðnan hefði fengist í 4 köstum á 12 tímum. Fyrsta loðnuaflanum sem land- að hefur verið á Þórshöfn var land- að úr norska loðnuskipinu Ligrunn í gær. Hilmar Þór Hilmarsson, verksmiðjustjóri í Hraðfrystistöð- inni, sagði að um væri að ræða 900 tonn af velútlítandi loðnu. Minni áta hefði verið í henni en talað hefði verið um á Raufarhöfn. Hann sagði að engin hreyfing væri á mjölmarkaðnum en lýsis- markaðurinn væri eitthvað skárri. Greiddar voru 420 norskar krónur fyrir loðnutonnið. Ámi Sörensson, verksmiðju- stjóri SR á Raufarhöfn, sagði .að landað hefði verið rúmlega 2.000 tonnum af loðnu þar í gær. Böm- melöy landaði 1.500 tonnum síð- degis og Þórshamar tæplega 600 tonnum um kvöldið. Eftir loðnu- löndunina hélt Þórshamar á loðnu- miðin að nýju en þangað er um það bil 18-19 tíma sigling. Að- spurður sagði Ámi að aflinn úr Bömmelöy væri sá mesti sem sem landað hefði verið í Raufarhöfn. Næst mestum afla landaði Hilmir í fyrra eða 1.300 tonnum. Að sögn Áma er norsku skipunum bannað að veiða meira í bili þar sem lönd- unarbið er í Noregi. Trilla bilar á Breiðafirði RÚMLEGA fjögurra tonna trilla, Kristín HF 12, bilaði á Breiðafirði í gærkvöldi. Landhelgisgæslunni barst til- kynning um bilunina kl. 20.21. Skipveija tókst sjálfum að gangsetja bátinn og þurfti ekki á aðstoð að halda. Sjór komst í vélarrúm trill- unnar og var báturinn Sigurósk BA 57 lagður af stað til móts við hana. Hann snéri hins vegar fljótlega við þar sem skipverja tókst sjálfum að tæma vélar- rúmið og gangsetja bátinn skömmu síðar. Engiirgögn um styrki sovéska kommúnistafiokksins hjá Máli og menningu: Verk Leníns meðal útgáfubóka 1970 LENÍN var meðal þeirra höfunda sem Máí og menning gaf út árið 1970, en það ár komu út þrjú bindi af verkum hans þjá forlaginu. Að sögn Halldórs Guð- mundssonar útgáfustjóra fyrirtækisins eru það einu útgáfubækuraar það árið sem núverandi ráðamenn forlagsins geta imyndað sér að sovéski kommúnistaflokk- urinn hefði séð sér akk í að styrkja út- gáfu á. Árni Kr. Einarsson framkvæmda- stjóri Máls og menningar segir að þrátt fyrir ítarlega leit i gögnum fyrirtækisins og fyrirspurnir meðal kunnugra hafí ekk- ert komið fram sem staðfesti að sovéski kommúnistaflokkurinn hafi styrkt forlag- ið á árunum í kringum 1970. Gögn sem fundist hafa í skjölum sovéska kommúnistafiokksins greina frá því að Mál og menning hafí fengið styrk frá flokknum á árinu 1970. Þá var Kristinn E. Andrésson formaður stjórnar Máls og menningar og jafnframt framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Aðrir í stjórn voru Halldór Stefánsson, Magn- ús Iíjartansson, Jakob Benediktsson og Hall- dór Laxness, en hann hafði þá ekki mætt á stjórnarfundi árum saman og sat Sigfús Daðason í stjórninni sem varamaður hans. Þegar Kristinn E. Andrésson dró sig í hlé frá störfum að læknisráði í kringum 1970 tók Sigfús Daðason við formennsku í stjórn Máls og menningar og jafnframt við fram- kvæmdastjóm útgáfunnar. Verk Leníns voru gefín út í útgáfuflokkn- um Heimspeki og stjórnmál. Önnur verk í þeim flokki árið 1970 voru 3. bindi ritgerða Maos Tse-tung og bók Brynjólfs Bjarnason- ar, Lögmál og frelsi. Meðal annarra útgáfu- bóka Máls og menningar þetta ár voru Von- in blíð eftir færeyska rithöfundinn William Hejnesen, Hús skáldsins eftir Peter Hallberg og síðara bindi Ævisögu Árna prófasts Þórar- inssonar eftir Þórberg Þórðarson. Þetta ár kom einnig út Ijóðabók Jóhannesar úr Kötl- um, Ný og nið, og barnaljóð hans, Jólin koma, vom endurprentuð. Þá var fímmta bindið af þýðingum Helga Hálfdanarsonar á leikritum Shakespeares meðal útgáfubóka Máls og menningar árið 1970. Mál og menning hefur átt bankaviðskipti sín við Vegamótaútibú Landsbanka íslands frá árinu 1939. Að sögn Jóhanns Ágústsson- ar aðstoðarbankastjóra Landsbankans er úti- lokað að fínna gögn um gjaldeyrisyfírfærslur inn á reikning fyrirtækisins frá árunum í kringum 1970. Jóhann segir að þetta væri ekki gerlegt jafnvel þótt Mál og menning heimilaði það þar sem gögn af slíku tagi væru ekki geymd nema í sjö ár. Árni Kr. Einarsson framkvæmdastjóri seg- ir að hann líti svo á að orðrómur um yfírvof- andi gjaldþrot Máls og menningar árið 1970 hafi verið orðum aukinn. Hann segir að lausaf|árstaða fyrirtækisins hafí að vísu ver- ið mjög slæm á árunum um og eftir 1970 en hún hafi meðal annars verið rétt af með sölu efstu hæðar húseignarinnar að Lauga- vegi 18. Sjá einnig forystugrein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.