Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR. 29. JÚLÍ 1992 Björgvin Siguijóns son - Minning Fæddur 21. október 1911 Dáinn 18. júlí 1992 Mig langar að skrifa nokkur minningarorð um stjúpa minn, Björgvin Siguijónsson, vélstjóra, þó ég viti að þau hljóta að vera af vanefnum gerð. Erfíður vetur var að baki hjá honum og örðugt vorið. Sumri tekið að halla, kveðjustundin komin, en Björgvin lést í Landspítalanum rúmlega áttræður, laugardags- kvöldið átjánda þessa mánaðar. Björgvin fæddist hinn 21. októ- ber 1911, að Norður-Búðarhólshjá- leigu í Austur-Landeyjum, sonur hjónanna Guðnýjar Kristjönu Ein- arsdóttur, ættaðri úr Landeyjum og Siguijóns Pálssonar úr Reykja- vík. Saga Björgvins er um margt ein- kennandi fyrir þá kynslóð sem með þrotlausu starfi lagði grunn að þeim lífskjörum er við njótum í dag. Björgvin stóð að sumu leyti djúpum rótum í grunni gamalla hátta og gilda. Hann bar svip tveggja tíma og hinna stórfelldu breytinga sem yfír kynslóð hans hafa gengið. Hon- um var hins vegar ekki skotaskuld úr því að átta sig á samtíðinni og nýjum viðhorfum hveiju sinni. Elju- semin var eitt megineinkenni Björg- vins. Hann var mikill verkmaður að hveiju sem hann gekk, útsjónar- samur og forsjáll enda eftirsóttur starfsmaður og verktaki. Bjögvins er einkum minnst sem mjög færs vélsmiðs, er bar ábyrgð á og hafði eftirlit með uppsetningu og viðhaldi frystikerfa í allflestum frystihúsum og stórfyrirtækjum landsins á fímmta áratugnum og allt til loka hins áttunda. En árið 1987 lét hann af störfum og seldi fyrirtæki sitt, Kæli- og frystivélar sf. í Kópa- vogi. Ávallt bauð metnaður hans og samviskusemi honum að inna störf sín svo af höndum að ekkert brysti á. Lífsferill Björgvins var margbreytilegur. Níu ára gamall fluttist hann með móður sinni til Vestmannaeyja, en tíminn þar var honum alla tíð mjög hugleikinn. Á árunum 1928 til 1937 var hann háseti, vélstjóri, stýrimaður og síð- ast skipstjóri'á ýmsum bátum frá Vestmannaeyjum. Eftir það starf- aði hann við Kaupfélag Langnes- inga á Þórshöfn í frystihúsi og raf- stöð til ársins 1949. Hafði hann þá jafnframt með höndum umboð fyrir skipaeftirlit ríkisins í Þórshafnar- umdæmi. Hjá Björgvin Frederiksen hf., í Reykjavík, starfaði Björgvin síðan sem vélsmiðurtil ársins 1957, eða þar til hann stofnaði eigið fyrir- tæki. Björgvin hóf snemma að leggja grunn að starfsframa sínum með því að hefja nám í sinni grein. Löng- un hans til menntunar kom fram í því að hann stundaði alla jafna iðn- nám samhliða starfí, allt frá 1929 til ársins 1957, en þá lauk hann vélstjóraprófí. Var oft þröngt á þingi á heimilinu þegar heimilisfað- irinn og fyrirvinnan var ásamt ungl- ingunum við lestur skólabóka. Árið 1957 stofnaði Björgvin ásamt Erlendi Guðmundssyni fyrir- tækið Kæli- og frystivélar sf. Fýrir- tækið ber nú nafnið Oddi- kæli- og frystivélar. Þeir Björgvin og Erlendur lögðu alltaf megináherlsu. á þjónustustefnu, og voru þekktir af samviskusemi og verklagni. Má segja að þeir hafi stöðugt verið á vakt fyrir landið allt allan sólar- hringinn árið um kring. Því mikið var í húfí í frystihúsum víðsvegar að ekkert brygði út af. Ferðalög um landið voru því snar þáttur í lífí Björgvins. Á þessum tíma athafna og upp- bygingar áttu þeir Björgvin við- skiptavini víðast um land og hvar- vetna vinum og kunningjum að fagna. Töluverð samskipti voru við erlenda aðila, sérstaklega í Þýska- landi, þar sem Björgvin var umboðs- maður fyrir varahluti og kælitæki sem flutt voru til landsins. Björgvin var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Helga Aðalbjörg Ingimarsdóttir, f. 27. jan. 1915, hún lést af slysförum hinn 26júní 1945. Eignuðust þau tvo syni, Árna versl- unarmann, f. 26. maí 1936 og Steingrím Vikar vélstjóra, f. 31. maí 1941. Seinni og eftirlifandi eig- inkona Björgvins er Guðrún H. Jónsdóttir, f. 30. mars 1914. Sonur þeirra er Einar Helgi vélvirki, f. 6. okt. 1949. Börn Guðrúnar frá fyrra hjónabandi eru Jón V. Halldórsson, deildarstjóri, f. 7. ágúst 1934, Magnús V. Halldórsson, f. 21. mars 1936 og Alda Halldórsdóttir bama- hjúkrunarfræðingur, f. 3. jan. 1939. Bamabömin em 78 og barnabama- böm 6. Systkinahópur Björgvins er stór. Alsystkini em Valgeir svo og Guð- munda, sem nú er látin. Hálfsystk- in, böm Kristjönu móður Björgvins og Haraldar Sigurðssonar, frá Sandi í Vestmannaeyjum, em Har- aldur, sem er látinn, Rúrík, Friðrik og Ása. Hálfsystkin, böm Sigur- jóns, föður Björgvins og Áslaugar Guðmundsdóttur frá seinna hjóna- bandi, era Rósa, Hansína, Guð- fínna, Guðný, Margrét og Svavar. Mikill frændbálkur stendur að Björgvin á báða vegu, sem ekki verður rakinn hér. Ég var 10 ára telpuhnokki þegar Björgvin og Guðrún, móðir mín, gengu í hjónaband. Unglingsárin eru mér minnisstæð þegar ég varð þátttakandi í lífí svo margra fjöl- skyldna sem mættust með hjóna- bandi móður minnar og Björgvins. Öll systkini og makar móður minnar, börn Siguijóns og Krist- jönu, Ingimarsættin og Efri-Hóla- ættin, margar ömmur og afar og stór hópur ungs fólks, sem var á þeim ámm að hefja búskap. Af kynnum mínum við þennan fyöl- menna venslahóp og heimsóknir á sumrin utan Reykjavíkur kynntist ég landinu og íbúum þess, einkum á Siglufirði, Þórshöfn, Akureyri og í Vestmannaeyjum. Mest allan sinn búskap bjuggu þau Guðrún, móðir mín, og Björg- vin í Þingholtunum í Reykjavík. Það féll í hlut húsmóðurinnar að annast heimilið þar sem jafnan var mikill gestagangur. Hlýtt viðmót og rausnarskapur einkenndi ávallt heimili þeirra. Björgvin þótti vænt um nýtar framfarir í iðn sini og dagaði aldrei upp í samtíðinnni. Fram á síðasta ævidag var hugur hans bundinn starfínu og fylgdist hann af áhuga með þessum vettvangi gegnum son sinn Einar, sem enn starfar við fyr- irtækið. Björgvin var jafnan ein- beittur í skoðunum. Hann var fróð- ur um marga hluti, bæði af reynslu og lestri bóka. Samfara ljúfmann- legu fasi hans var djúp alvara í hugsun. Eilífðarmálin og fram- haldslíf vom honum einkar huglæg efni. Þegar árin færðust yfír, byggðu þau Björgvin og Guðrún sér hús í Grafarvogi ásamt Einari syni sínum og Halldóm konu hans. Og þegar heilsan fór að bila naut hann þar umönnunar eiginkonu sinnar og nánustu aðstandenda. Nú em því tímamót í lífí heimilisfólksins að Logafold 46. Fjölskylda Björgvins vill að lok- um sérstaklega þakka starfsfólkinu í Múlabæ, Hátúni og lyflækninga- deild 11-B í Landspítalanum ein- staka umönnum. Þar fer saman velferð skjólstæðinga og fjölskyldna þeirra, kærleiki, virðing og þekking. Að endingu sækja á hugann hin- ar fleygu ljóðlínur Petters Dass: Ég fel þig góðum Guði á vald, þinn genginn veg og áframhald. (Þýð. Kr. Eldjám) Alda Halldórsdóttir. Björgvin Siguijónsson vélsmiður, síðast til heimilis að Logafold 46, Reykjavík, er kvaddur hinstu kveðju frá Fossvogskirkju í dag. Hann var einn þeira fjölmörgu íslendinga sem kynntust harðri lífsbaráttu. Hún herti hann til átaka á þann veg að hann sigraðist á því mótdræga í lífinu og lagði sitt af mörkum og vel það til þess að búa í haginn fyrir framtíðina. Ungur lærði hann þá lexíu að treysta- á sjálfan sig, standa vörð um sig og sína rneð einstakri þrautseigju og iðjusemi. Björgvin var fæddur 21. okt 1911 í Norður-Búðarhólshjáleigu í Aust- ur-Landeyjum. Foreldrar hans vom Siguijón Pálsson, f. 21. júní 1887 í Hansbæ í Reykjavík, og Guðný Kristjana Einarsdóttir, f. 18. nóv. 1892, að Krossi í Austur-Landeyj- um. Þau skildu þegar Björgvin var á barnsaldri, en tíu ára gamall flutti hann með móður sinni til Vest- mannaeyja. Þar dvaldist hann sína æsku og fyrstu manndómsár og fékk að kynnast stríðu starfi sjó- mannsins mjög snemma. í Vest- mannaeyjum aflaði hann sér rétt- inda sem vélstjóri, þá rúmlega tví- tugur, og réri síðan þaðan ýmist sem háseti, vélstjóri eða stýrimaður. Árið 1936 urðu þáttaskil í lífi Björgvins er hann flutti norður til Þórshafnar. Þar hóf hann störf hjá Kaupfélagi Langnesinga sem vél- stjóri í frystihúsi og rafstöð félags- ins til 1949, en jafnframt gerðist hann meðeigaridi um skeið í um 12 tonna bát sem gerður var út frá Þórshöfn. Þar hafði hann og á hendi umboð fyrir Skipaeftirlit ríkisins í Þórshafnarumdæmi 1939-1949. Á Þórshöfn kynntist Björgvin fyrri eiginkonu sinni, Helgu Aðalbjörgu Ingimarsdóttur, sem hann kvæntist 26. des. 1936. Með henni eignaðist hann tvo sonu, Árna, f. 1936, sendi- ferðabílstjóri í Vogum, og Steingrím Vikar, f. 1941, vélstjóri í Reykja- vík. Hinn 26. júní 1945 varð Björg- vin fyrir þeirri sáru sorg að þurfa að sjá á bak fyrri konu sinni á átak- anlegan hátt af slysfömm. En hann hélt heimili fyrir syni sína ungu áfram á Þórshöfn um skeið. Þáttaskil urðu á ný í ævi Björg- vins árið 1949. Hinn 21. apríl það ár kvæntist hann seinni konu sinni Guðrúnu Jónsdóttur. Þau stofnuðu heimili í Reykjavík þar sem þau bjuggu æ síðan Þau eignuðust son- inn Einar Helga, f. 1949, vélstjóri í Reykjavík. Böm Guðrúnar, Alda og Magnús, ólust að mestu upp á heimili þeirra hjóna og reyndist Björgvin þeim sem besti faðir. Skömmu eftir að Björgvin kom til Reykjavíkur hóf hann nám í vél- smíði 1949-1953. Starfaði hann síðan við vélsmíðar hjá Björgvin Fredriksen hf. að loknu námi til + Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR frá Reynistað, Vestmannaeyjum, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 27. júlí sl. Fyrir hönd vandamanna, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ARNBJÖRG BJARNADÓTTIR, Stórholti 37, verður jarðsungin frá kapellunni í Fossvogi fimmtudaginn 30. júlí kl. 15.00. Þorkell Ólafsson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Útför systur okkar, INGIBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR . - * Ijóemyndare,. Austurbrún 4, fram.frá Áskirkju fimmíudáginn 30. júli kl. 15.00. Irtgveldur Sigurðardóttir, Bryndís Sigurðardóttir, Sigurður Sigurðsson, Elísabet Sigurðardóttir, Haraldur Örn Sigurðsson, Árni Sigurðsson, Valur Sigurðsson, Þuríður Sigurðardóttir, Marfa Sigurðardóttir, Erlendur Sigurðsson, Bergljót Sigurðardóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SNORRI GUÐMUNDSSON, Þverbrekku2, i,_ áðurtil heimilis _ • >:. í Breiðagerði 29, verður jarðsunginn fré Bústaðakirkju fimmtudaginrl 30. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem viija minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagiö. Kristin Jónasdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. 1857, en stofnaði þá eigið fyrir- tæki, Kæli- og frystivélar sf. í Kópavogi, sem hann rak allt þar til það fyrirtæki var selt 1987, en þá hafði heilsu hans hrakað til muna. Honum var þá mikils virði að fá notið einstakrar aðhlynningar góðrar eiginkonu og ekki síður að- stoðar Einars sonar síns og hans fjölskyldu og Öldu uppeldisdóttur sinnar, sem öll reyndust honum ómetanleg stoð til hinstu stundar. Á heimili þeirra Björgvins og Guðrúnar var gott að koma. Það bar svip hógværðar, snyrtimennsku og fágunar ásamt gestrisni og hjartahlýju húsráðenda. Gestir fundu fljótt að þau voru óaðskiljan- legir félagar og allt samlíf hjónanna var fagurt, þau studdu hvort annað. í stormum lífsins er hveijum og einum mikilvægt að eiga griðastað. Heimilið var sá staður sem Björg- vin mat mest og best. Það var skjól- ið er sviptibyljir fóru um lífsvöllinn. Það eru nú röskir fimm áratugir frá því að undirritaður kynntist Björgvin fyrst á æskuheimili sínu á Þórshöfn. Þau kynni leiddu fljótt til einlægrar vináttu sem aldrei bar neinn skugga á. Og ætíð eftir það, þegar Björgvin var minnst í okkar hópi, var um hann rætt sem væri hann einn af meðlimum fjölskyld- unnar, persónu sem okkur öllum þótt vænt um. Það viðhorf skóp hans góða og stóra hjarta. Hann var ekki maður sem stóð á torgum og predikaði skoðanir sín- ar né hafði þörf á að láta á sér bera. En hann var samt sá sepi gat miðlað af lífsreynslu sinni. Hann var vel greindur og bætti sér það upp er á skorti með skólagöngu á fullorðinsaldri og sjálfsnámi. Ekk- ert efamál er að sú barátta, sem hann háði fyrir sér og sínum frá unga aldri, mótaði skaphöfn hans. Samviskusemi og heiðarleiki ein- kenndu öll hans störf og allar at- hafnir. Hann vildi ekki vera fyrir neinum, ekki gera á hlut nokkurs, en hann vildi líka búa að sínu og vera sjálfum sér nógur. Sjálfsagi var honum eðlislægur og kröfur sem hann gerði til annarra vom jafnan minni en hann gerði til sjálfs sín. Hann flíkaði ekki tilfinningum sínum og bar þær ekki á torg. En stundum segir þögnin meira en mörg orð. Stundum sýna athafnir meira en flest annað. Með Björgvin er genginn mikill sóma- og gæðamaður. Maður þeirrar kynslóðar sem lagði samfé- laginu dijúgan skerf. Fyrir okkur sem fengum að kynnast honum verður hann ímynd þolgæðis, heið- arleika og samviksusemi og það er gott að geyma slíka minningu. Við sem trúum því að til sé æðra tilveru- stig, að til sé Drottinn sem tekur við þeim börnum sínum sem burt- kölluð em frá jarðvist, vitum að þær móttökur sem Björgvin hefur feng- ið, er hann gekk inn í fögnuð Herra síns, hafa verið góðar. Hann flytur með sér inn í framtíð sína hið besta úr fortíðinni, þann þroska sem hann hér í jarðvistinni hafði áunnið sér til þess að nota hann til þjónustu á æðri sviðum allífsins. Minning hans mun lifa með okkur og þakklæti fyrir að fá að kynnast honum. Ég óska Björgvin Siguijónssyni heilla . að strönd síns framtíðar- lands. Og í trausti þess að við séum bænheyrð bið ég honum, eiginkonu hans og ástvinum öllum þessa fornu bæn: „Veit mér þína náð þú sem hjálpar þeim, er leita hælis við þína hægri hönd. Varðveit mig, sem sjá- aldur augans, fel mig í skugga vængja þinna." Ingimar Ingimarsson. Sérfi’æðingar i \ lin"iim >i«> iiiS la-UifaTÍ ffiblómaverkstæ^i I INNA^I Skólavöröustíg 12. á horni Bei'gstaðastrætis, sínii 19090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.