Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR. 29. JÚLÍ 1992 Minning: Margrét Guðmunds dóttir frá Heysholti Fædd 1. nóvember 1900 Dáin 21. júlí 1992 Bjartan sumardag barst mér til eyma andlátsfregn Margrétar Guðmundsdóttur eða Möggu frá Heysholti eins og hún var ávallt nefnd í hópi ættingja og vina. í mínum huga hæfir vel hlýr og bjartur sólskinsdagur minning- unni um þessa grandvöm, yfirlæt- islausu og hjartahlýju alþýðukonu, sem öllum vildi vel og mátti ekk- ert aumt sjá. Foreldrar Möggu voru Guð- mundur Jónsson bóndi í Heysholti í Landsveit og kona hans Gróa Jakobsdóttir. Þau hófu búskap 1899 og aldamótaárið fæddist þeim fyrsta bamið, sem þessar lín- ur flalla um. Alls urðu systkinin fímm, íjórar systur og einn bróðir. Árið 1912 deyr Guðmundur og ekkjan stendur uppi með barna- hópinn. Unga konan lætur ekki bugast og baslar ein með börnin ungu. Þá voru ekki neinar trygg- ingar eða bamabætur komnar til sögunnar til að létta róðurinn. Hún hefur þó tök á að ráða til sín vinnu- hjú. Nokkrum áram síðar giftist Gróa ráðsmanni sínum, Guðjóni Þorsteinssyni að nafni. Þeim varð ekki bama auðið, en hann átti einn son, sem Ágúst hét og fylgdi hann föður sínum. Eins og nærri má geta varð það Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Möggu mikið reiðarslag að missa föður sinn á’unga aldri. Systkina- hópurinn tvístraðist þó ekki, og börnin létta undir og hjálpa til við öll algeng sveitastörf strax og kraftar leyfa. Á unglingsárunum vann Magga einnig utan heimilis- ins. _ Rúmlega tvítug flyst Magga til Reykjavíkur og átti þar síðan heimili til dauðadags. Fyrstu árin í höfuðborginni vann Magga á nokkram stöðum „í vist“ eins og það var kallað. Állsstaðar kom hún sér framúr- skarándi vel, sakir dugnaðar, ár- vekni og samviskusemi. Hún var líka einkar lipur að umgangast böm og eignast trúnað þeirra. Við marga, sem hún vann hjá batt hún tryggðabönd ævilangt. Lengst starfaði Magga hjá Kex- verksmiðjunni Esju í Þverholtinu eða yfir 40 ár. Þar lauk hennar langa starfsdegi 1974. Um langt árabil mætti Magga til vinnu sinnar klukkan að ganga fímm að morgni, til að kveikja undir ofni bakarameistarans og búa allt sem best undir starfsemi komandi dags. Þá bjó Magga í Barmahlíðinni í Hlíðahverfínu og vílaði ekki fyrir sér að ganga á milli heimilis og vinnustaðar í hvaða veðri sem var i svartasta skammdeginu. Það þýddi ekki að bjóða þetta neinni konu nú til dags. Eins og að líkind- um lætur eignaðist Magga aldrei á ævinni farartæki á hjólum. Sem fyrr naut Magga velgengni og virðingar á vinnustað, jafnt yfírmanna sem samverkafólks. Má í þessu sambandi geta þess að á merkisafmælum vora henni jafnan færðar góðar gjafír. Það er kannski táknrænt eða skrítinn tilviljun að skömmu eftir að Magga lætur af störfum hjá Kexverksmiðjunni Esju hættir fyr- irtækið. Magga giftist aldrei og eignað- ist ekki böm. Lífsstarf hennar allt var samt þjónusta við aðra af ein- stakri trúmennsku og skyldu- rækni. Mér fljúga í hug ljóðlínur þjóðskáldsins: —r—n—!—i—'—jttti—i——r—n1 „Ég finn það gegnum svefninn, að einhver læðist inn með eldhúslampann sinn, og veit að það er konan, sem kyndir ofninn minn Hún fer að engu óð, er ðllum mðnnum góð og vinnur verk sín hljóð,- Sumir skrifa í öskuna öil sín bestu ljóð.“ (D. St.) Eg kynntist Möggu í byijun fimmta áratugarins er ég kvæntist konu minni Guðrúnu Runólfsdótt- ur. En þær vora bræðradætur. Mér féll strax vel við Möggu, þessa yfirlætislausu og glaðlyndu konu. Hún var líka vel greind og hafði yndi af góðum bókum. Mest las hún ástarsögur og uppáhalds- höfundur hennar var Guðrún frá Lundi. Brátt varð það venja að við hjónin buðum Möggu til okkar á jóladag. Það var fastur liður í hátíðahaldinu. Ekki síst gladdi það dætur okkar ungar. Magga var vön að færa þeim mjúka böggla í jólagjöf. Þegar leyst hafði verið utan af pökkunum komu ætíð í ljós, marglitar húfur, treflar, sokk- ar eða vettlingar, sem Magga hafði sjálf pijónað, en hún var einkar dugleg og smekkvís pijóna- kona. Þessar fallegu og hlýju flík- ur komu sér vel í vetrarkuldanum. Á sumrin buðum við hjónin Möggu stundum með okkur til frændfólksins austur í Heysholti, en þar bjuggu systkini hennar, Óskar og Sigríður. Og einnig dvaldist Ágúst, sem fyrr getur, í Heysholti til dauðadags. Að Heysholti var gott að koma, móttökur hjartanlegar og gestrisni mikil. Magga unni ávallt bemsku- stöðvunum, sveitinni sinni fögra með tilkomumikla fjallahringinn, þar sem gimsteinninn frægi, Hekla, skartaði hæst. Eins og fyrr segir bjó Magga í Barmahlíðinni í Hlíðahverfínu hér í borg. Þar leigði hún herbergi hjá frænku sinni Guðríði Þorsteins- dóttur eða Gauju eins og hún var ætíð kölluð og manni hennar Elísi G. Víborg. Hún býr hjá þeim hjón- um í nær þijá áratugi. Þar hafði hún ekki aðeins húsnæði heldur einnig fæði og aðra aðhlynningu. Þau Gauja og Elís eiga þijú böm. Og eins og að líkindum lætur vora þau augasteinar frænku sinnar. Með sanni má segja að Magga Tf’PV væri eins og ein af fjölskyldunni. Frændsemin var rækt af beggja hálfu sem best má verða og hið myndarlega regluheimili verður einkar ánægjulegur og einskonar fastur punktur í lífí Möggu. Árið 1978 flytur Magga í þjón- ustuíbúð fyrir aldraða að Löngu- hlíð 3. Þar undi hún einnig hag sínum vel, enda alla tíð félagslynd og átti gott með að blanda geði við fólk. Margvísleg tómstundaiðja stóð henni til boða í Lönguhlíð- inni, en uppáhalds dægradvöl Möggu var að grípa í spil. Magga var ekki heilsuhraust, sérstaklega var það slæm gikt sem lengi hijáði hana. Fyrir allmörgum áram varð hún fyrir því óhappi að detta og lærbrotna og náði hún sér aldrei til fullnustu eftir það. Eftir um það bil áratugs dvöl í Lönguhlíð 3 var heilsu Möggu mjög tekið að hraka. Flyst hún þá á öldrunardeild Landspítalans að Hátúni 10 og þar dvelur hún í hálft fjórða ár uns yfír lýkur. Þótt engin væra bömin, fylgd- ust ættingjar og vinir með líðan Möggu og heimsóttu hana þegar tækifæri gafst. Duglegust var fjöl- skyldan í Barmahlíðinni að heim- sækja hana og fylgjast með líðan hennar allt til hinstu stundar. Aðeins eitt systkina Möggu er á lífi. Það er Sigríður, sem er nú á 89. aldursári og er vistmann- eskja á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Síðustu árin þurfti Magga mik- illar hjálpar og umönnunar við. Lengst af gat hún þó klæðst með aðstoð og hreyft sig um í hjóla- stól. Læknum og hjúkrunarfólki öllu á öldrunardeildinni á Hátúni 10 skulu færðar bestu þakkir fyr- ir frábæra umönnun og hjálpsemi við hina öldruðu heiðurskonu. Magga hafði skilað löngu og miklu dagsverki. Þegar kallið kom var það henni kærkomin hvíld. Ég vil að lokum senda aldraðri systur og öðrum ættingjum og vinum hennar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð veri minning Margrétar Guðmundsdóttur frá Heysholti. Ármann Kr. Einarsson. Þegar vinir okkar kveðja sækja að minningar og spurningar, eins konar uppgjör. Fyrstu minningar æfi minnar tengjast Margréti Guðmundsdótt- ur, Möggu Guðmunds. Hún var’ á heimili foreldra minna þegar ég fæddist að hjálpa til við barnahóp- inn. Ég held að hún hafí ekki álit- ið að hún hafí verið í „vinnu“. Hún var að hugsa um börnin, sívökul og fús og hún hélt áfram að hugsa til okkar og taka þátt í kjöram okkar eftir að víð urðum fullorðin. Svo kom ný kynslóð og ný böm til að muna eftir. Líklegast hefur henni fundist að öll bæram við nokkra ábyrgð á bömunum á leið okkar, óháð því hver ól þau. Ég heyrði hana aldrei ’tala um þetta, sennilega þarf ekki að tala um sjálfsagða hluti, betra að lifa kenn- inguna en tala um hana. Margar góðar minningar sækja fram frá liðinni tíð. Það er í rökkr- inu heima á Laugavegi að Magga situr með barn í fanginu, syngur við það vísur, gælur og ljóð. Söng hún vel? Um það hef ég ekki hug- mynd en hún söng vel fyrir mig. Og fyrir það er ég þakklát því að fátt tel ég hollara ungum bömum en að fyrir þau sé sungið. Ekki hafði hún lesið um það af bókum, eðlislægt vissi hún það. Svo komu afmælin og jólin og alltaf mátti reiða sig á að Magga kæmi með pakka, stundum eina pakkann sem við fengum. Hvað skyldu þau vera mörg bömin sem hún gladdi á þennan hátt? Ekki átti hún svo gilda sjóði að taka af heldur það ríkidæmi sem alltaf á nóg til að gefa. Nú að leiðarlokum er mér þakk- læti fyrir umhyggjuna sem ég naut efst í huga, þakklæti fyrir allar góðu stundirnar saman, þakklæti fyrir Möggu. Bryndís Víglundsdóttir. Þórunn Péturs- dóttir - Minning Fædd 29. ágúst 1946 Dáin 19. júlí 1992 Enda þótt dauðinn sé líkn fyrir þann, sem lengi hefur þjáðst og beðið hins óumflýjanlega, er hann fyrir aðstandendur svo endanlegur o g sár þegar kallið að lokum kemur. Þórunn Pétursdóttir var fædd á Bíldudal. Foreldrar hennar voru Pétur Jónsson frá Hvestu í Amar- fírði, d. 25.9. 1947, og Esther S. Þorsteinsdóttir. Tveggja ára gam- aili var Þóranni komið fyrir í fóstur hjá Svanhviti Loftsdóttur og Aðal- steini Þórðarsyni en þau eru bæði látin og ólst hún upp í Reykjavík. Að loknu skyldunámi fór hún 17 ára gömul í Húsmæðraskólann að Varmalandi í Borgarfirði. Þórann á tvö hálfsystkini, Gísla, f. 8.7. 1943, og Maríu, f. 8.11. 1956. Þórunn giftist Jóni Hlífari Aðal- steinssyni frá Neskaupstað árið 1966 og eignuðust þau tvö böm, Pétur, rekstrarhagfræðing, f. 14.9. 1966, og Svanhvíti, viðskiptafræði- nema, f. 6.1. 1968. Þau Þórunn og Jón slitu síðar samvistir. Árið 1972 giftist Þórunn Júlíusi Júlíussyni húsasmíðameistara og einuðust þau einn son, Ólaf, nema, f. 24.8.1972 og bjuggu þau í Hafn- arfirði ásamt bömum Þórannar frá fyrra hjónabandi, sem Júlíus hefur reynst hinn besti faðir. Fjölskyldur okkar kynntust, er við urðum nábúar þeirra Júlíusar og Þórannar í Hafnarfírði fyrir tveimur áratugum. Þessi ljúfu kynni þróuðust síðan upp í vináttu enda svo margt sameiginlegt ungum hjónum, sem eru að heíja búskap með börn á sama aldri. Á þessa vináttu hefur ekki borið skugga þrátt fyrir, að fjölskyldurn- ar flyttust síðar hvor í sína áttina heldur urðu vináttuböndin tryggari. Það er umhugsunarvert fyrir okkur, fólk í dagsins önn, að gefa því gaum hvaðan sá kraftur kem- ur, er gefur fólki andlegan styrk og kjark til þess að takast á við ofurefli veikinda og þjáninga, er við verðum vitni að nánast á hveijum degi mismunandi nákomið. Niður- staðan slíkra hugrenninga verður sjálfsagt einstaklingsbundin, enda skiptir hún ekki máli heldur sann- færingin um tilveru slíks krafts. Þórunn Pétursdóttir hafði þenn- an styrk og kjark en fyrir um 12 árum kenndi hún fyrst þess meins, er nú hefur borið hana ofurliði að- eins 45 ára eftir langa og stranga baráttu við afar sjaldgæfan og erf- iðan sjúkdóm. Allan þennan tíma barðist Þórunn hetjulega af æðru- leysi þrátt fyrir að áhrif sjúkdóms- ins ágerðust með hveiju áfallinu á fætur öðru. Eftir á að hyggja fyrir okkur, sem fylgdust með úr fjar- lægð, er kannski nú ljóst, að þessi barátta einkenndist fyrst og fremst af þeirri viðleitni Þórannar til þess, að skapa sér sjálfstæði þannig, að hún íþyngdi ekki ástvinum sínum, þar sem hún gerði sér ef til vill betur grein fyrir en flestir að hveiju stefndi. Samband þeirra Júlíusar í gegn- um þetta erfiðleikatímabil var á svo margan sérstætt. Sú ástúð og um- hyggja Júlíusar, sem við höfum orðið vitni að í veikindum Þórannar var svo einstök, að manni hlýnar um hj'artarætur við tilhugsunina. Kæri Júlli, Pétur, Svanhvít og Óli, við biðjum algóðan Guð að blessa minningu Þórannar Péturs- dóttur og veita ykkur styrk til þess að bera þennan harm í fullri vissu fyrir því, að hún hefur nú fengið hvfld í faðmi Drottins. Fjölskyldan í Stigahlíð 46. Með fáeinum orðum langar okkur að minnast Þórunnar Pétursdóttur sem andaðist á Landspítalanum 19. júlí, aðeins 46 ára að aldri, eftir löng og erfíð veikindi. Tóta eins og við ávallt kölluðum hana veiktist fyrst fyrir um 13 áram, það var með ólíkindum hve vel henni tókst alltaf að ná sér eftir áföllin. Kraft- urinn í henni var ótrúlegur og við minnumst heimsókna hennar á Mið- vanginn með söknuði. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Tótu og erum sannfærð um að við eigum eftir að fá að hitta hana aftur í öðru lífí. Elsku Svan- hvít, Pétur, Óli og Júlli, Guð veri með ykkur og blessi ykkur á þess- ari sorgarstund. Gugga, Grétar, Þórunn Rannveig og Sveinn Ómar. Þórunn Pétursdóttir er látin. Lát hennar kom engum á óvart sem til þekktu. í blóma lífsins var hún hrifín á braut, en hún andaðist að morgni hins 19. júlí sl., eftir mikil og erfið veikindi, aðeins 45 ára að aldri. Í mörg ár hafði Þórunn barist við sjúkdóm sinn af miklum kjarki og viljastyrk, en fyrir rúmum tveim- ur árum veiktist hún mjög alvar- lega, og nú er óréttlátri orrustu ungrar konu um að fá að lifa lokið. Hvílík örlög, hvílík sorg. Ég kynntist Þóranni sumarið 1981. Hún var þróttmikil, falleg og af henni gustaði, mikið stóð til því um haustið ætlaði hún að opna snyrtistofu og snyrtivöruverslun sína Dísellu, og það gerði hún með stórhug og glæsibrag, svo eftir var tekið. Nokkrum árum áður hafði Þór- unn útskrifast sem snyrtisérfræð- ingur. í skólanum hafði hún sýnt náminu fádæma áhuga og lauk hún prófi þaðan með miklum sóma. Eft- ir skólann starfaði Þórann á Snyrti- stofu Mæju, í Snyrtivöraversluninni Clöru og hjá Módelsamtökunum. Hún var vinsæl og eftirsótt í sinni starfsgrein. Og Ioks rættist draum- urinn, Þórunn opnaði búðina sína eins og áður sagði haustið 1981, en fljótlega bar méir á sjúkdómi hennar, hún varð að selja búðina, það voru henni erfíð spor. Tveimur árum áður hafði hún fyrst kennt sér meins af sínum sjúkdómi. Þrátt fyrir veikindi Þórunnar var lífsgleðin einna mest áberandi þátt- ur í fari hennar. Hún og maður hennar Július Júlíusson bygginga- meistari, höfðu reist sér glæsilegt heimili að Vesturvangi 36 í Hafnar- firði. Alltaf var ánægjulegt að koma í heimsókn til þeirra hjóna, Þórann naut þess að halda boð og taka á móti gestum. En smám saman þvarr þrek hennar, sjúkrahúsvi- i i i i ( 4 i 4 4 4 4 4 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.