Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR. 29. JULI 1992 fclk f fréttum AST Julio búinn að finna þá réttu? Spænski söngvarinn og hjarta- knúsarinn Julio Iglesias er sagður svo ástfanginn af nýjustu kærustunni, að þess sé skammt að bíða að brúðarmarsinn verði leikinn og blásið verði til „hógværrar" veislu með svona 6-700 boðsgestum og fulltrúum frá öllum helstu slúð- urblöðum ýmissra heimsálfa. Stúlk- an, sem fáir vita hvað á sér marga fyrirrennara, heitir Miranda og er hollensk fyrirsæta. Þeir eru orðnir margir mánuðim- ir sem þau Julio og Miranda hafa verið saman og víkja þau vart úr Astfangið par, Julio og Miranda. augsýn hvors annars. Miranda hef- ur þótt efnileg fyrirsæta og var komin með rífandi laun og mikla vinnu, en hún hefur nú látið frek- ari verkefni reka á reiðanum til að geta verið nærri Julio sínum öllum stundum. Miranda hefur nú sest að í Indian Creek, þar sem Julio á mörg hundrað fermetra athvarf, en húsið er skammt utan við Miami í Flórída og hefur hún verið kynnt fyrir bömum söngvarans, sem era tveir synir á táningsaldri. Miranda er af sömu kynslóð, hún er aðeins tvítug, en Julio er hins vegar 48 ára gamall. Miranda segir að aldursmunurinn skipti engu máli. Menn þroskist og róist með aldrinum og þá verði þeir færari um að gefa af sér í sambönd- um. Hún vilji miklu fremur eiga 48 ára gamlan mann sem elski sig heldur en yngri mann sem ekki væri stólandi á. Julio segist elska lífið og fegurð. Undir það falli kon- ur og Miranda hafí til brunns að bera alla bestu kosti þeirra hluta sem hann elskar í lífinu. Því sé ást sín til hennar eðlileg og óþvinguð. „Það er eitt að þekkja fallega konu og annað að vera ástfanginn af henni," segir kempan. Fararstjórarnir Gunnar Fjalar, Gréta og Kjartan Már með Úlfari Eysteinssyni yfir saltfiskpottunum í eldhúsinu. SUMARFRÍ Saltfiskur og blús á sólarströnd Islendingar, sem eru í fríi á Mall- orka á vegum ferðaskrifstofunn- ar Samvinnuferða-Landsýnar, hafa notið þess sem íslenskir listamenn hafa fram að færa, bæði tónlistar- menn, matreiðslumeistari, dans- kennari, töframaður og grínari. Úlfar Eysteinsson matreiðslu- meistari reið á vaðið og matreiddi saltfisk á spánska vísu, sem féll vel í kramið hjá Iandanum. Hann kynnti einnig nýtt og þjóðlegt snakk, djúp- steikt saltfiskroð, sem mönnum lík- aði vel. Kristján Kristjánsson var næstur og flutti blús á kvöldin. Honum ,til aðstoðar vora Högni Rafnsson gít- arleikari og Kjartan Már Kjartans- son, fararstjóri, sem lék á fiðlu. Sóley Jóhannsdóttir-danskennari stóð þessu næst fyrir dansæfingum og kennslu fyrir íslendingana og Baldur Brjánsson og Þórhallur Sig- urðsson sáu um grín og töfrabrögð. Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns var með tónleika laugardaginn 18. júlí og Einar Thoroddsen, læknir og vínfræðingur, sló botninn í dag- skrána síðustu viku júlímánaðar með ráðleggingum um spænsk vín. HAMINGJA Hollenskhjón giftu sig á Islandi Hollendingamir Dick Berghuijs og Irma Uyterlinde létu gefa sig saman hjá embætti sýslumanns Reykjavíkur á miðvikudag. Þau kynntust á ferðalagi um ísland fyr- ir fímm áram og sögðust strax hafa heillast af landinu og komið hingað nokkrum sinnum síðan þess. Það var fyrir ári sem hjónin ákváðu að láta gifta sig hér á landi í kyrrþey og sögðu þau að það hefði þurft mikla skipulagningu. Dick sagði að Margrét Ömólfsdóttir hjá hollensku ræðisskrifstofunni hefði hjálpað þeim með formskilyrðin sem þurfti að uppfylla við vígsluna. Dick bætti því við að það mætti túlka þetta bókstaflega því Margrét hefði jafnframt verið svaramaður. Hjónin nýgiftu komu til landsins á sunnudag og hafa gist í tjaldi síðan. Brúðkaupsnóttinni eyddu þau þó á hótelherbergi í boði Hótel Esju. Næstu fjórar vikur sögðust þau ætla áð dvelja á íslandi og ferðast um landið en að því loknu mundu þau snúa heim og halda brúðkaup- sveisluna. Óskar H. Gunnarsson formaður Mjólkurdagsnefndar afhendir Berg- Ijótu vinninginn. Við hlið hennar stendur Þorsteinn Bergmann eigin- maður hennar og Hörður Daði sonur þeirra. COSPER UIoo COSPER Morgunblaðið/RAX Brúðhjónin Dick Berghuijs og Irma Uyterlinde tilbúin í brúðkaups- ferðina. Ég hef engan tollskyldan varning, ég er að koma frá Monte Carlo. skemmtisigl- ingu um Karíbahaf * Ivor stóð mjólkurdagsnefnd fyrir Mjólkurleik, en þar gafst fólki færi á að svara spurningunni: Með hveiju finnst þér mjólkin best? Inn bárust nær 40.000 svarseðlar og var dregið um vinninga 30. júní sl. Góð verðlaun voru í boði og meðal vinninga var m.a. ferð til Karíbahafsins fyrir viðkom- andi og fjölskyldu hans. Þegar dregið var um þá ferð kom upp nafn Bergljótar Þorsteinsdótt- ur, Hlíðarhjalla 14, Kópavogi. Hennar bíður því skemmtisigl- ing um Karíbahafið ásamt eig- inmanni og 2 ára syni. Einnig var dregið um 500 aukavinn- inga, mjólkurglasasett og inn- kaupaskjatta. Nöfn vinnings- hafanna birtust í auglýsingu í Morgunblaðinu 19. júlí sl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.