Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C 170. tbl. 80. árg. MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Neyðarástand ríkir meðal múslíma í borginni Gorazde í Bosníu: Rætt um beitingu hervalds til að hjálpargögn berist Sar^jevo, Genf, London, Bonn. Reuter. SKOTHRÍÐ heyrðist öðru hverju í Sarajevo í gær og talsmaður for- seta Bosníu-Herzegóvínu sagði að 60 júgóslavneskir skriðdrekar hefðu haldið inn yfir landamærin til aðstoðar Serbum í borgini Brcko. Sam- bandsherinn vísaði þeim fregnum hins vegar á bug. Múslimar sitja um borgina. Bandarískur ráðherra sagði á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Genf að stjórn George Bush ráðfærði sig nú við önnur riki um mögu- leikann á beitingu hervalds til að tryggja að hjálpargögn berist til nauðstaddra múslima í Gorazdeborg. Enginn árangur varð á fundum sem fulltrúar Evrópubandalagsins (EB) áttu með deiluaðilum í London. Haris Silajdzic, utanríkisráðherra Fischer í forsvari nýs skák- félags? MAÐURINN á bak við einvígi þeirra Fischers og Spasskíjs er serbneskur auðmaður, Jezdimir Vasiljevic. Hann á Júgóscandic-bankann sem styrkir keppnina og hefur tek- ið hálfeyjuna Sveti Stefan, þar sem einvígið verður, á leigu til 25 ára. Vasiljevic vill beita sér fyrir að skáksnillingar stofni með sér félag með Bobby Fischer í forsæti. Tanjug-fréttastofan hefur greint frá því að Vasiljevic ætli að beita sér fyrir félagi skák- risa, nokkurs konar andsvari við Alþjóða skáksambandið, FIDE. Fischer vill ekkert hafa með FIDE að gera. Fischer undirritaði 11. júlí samning um einvígið við Spasskí og batt sig um leið við að greina blaðamönnum frá ástæðum fjar- veru sinnar úr sviðsljósinu síð- ustu tvo áratugi. Danska blaðið Berlingske Tidende setti á sunnudag fram þá kenningu að Fischer væri í giftingarhugleið- ingum með 19 ára ungverskri stúlku og gæti vel notað verð- launafé úr einvíginu til að stofna með henni heimili. Svíar auka vínsmygl Stokkhólmi. Frá Erik Liden fréttaritara Morgunblaösins. ÁFENGISSMYGL til Svíþjóðar eykst stórum þrátt fyrir að ríkið hafi lækkað verð á víni. Það sem af er árinu hefurtollgæsl- an lagt hald á um 100.000 lítra af sterkum vínum og léttum. Um helg- ina fundust um borð í dönsku skipi 32.000 lítrar af 96% vínanda sem smygla átti frá Þýskalandi til Sví- þjóðar. Talið er að söluverð góssins hefði verið rúmlega 110 milljóna ÍSK. Er þetta stærsti smyglfarmur sem hald er lagt á í skipi í Svíþjóð. Bosníu-Herzegóvínu og múslimi, hefur hafnað öllum hugmyndum um skiptingu lýðveldisins milli þjóða- brotanna þriggja. „Þessar þjóðemis- legu markalínur yrði aðeins hægt að draga með blóði," sagði ráðherr- ann. Serbar og Króatar vilja skipta landinu. Utanríkisráðherra Þýskalands, Klaus Kinkel, segir að koma verði á algeru samskiptabanni á Serbíu og reka landið úr öllum alþjóðasamtök- um. Jafnframt verði Rússar að hætta algerlega að halda hlífisskildi yfir frændþjóð sinni en Serbar nutu lengi vemdar og aðstoðar Rússa vegna skyldleika og einingar þjóðanna í trúmálum og menningu. Kinkel hvatti í gær serbnesku kirkjuna, háskólafólk og almenning í Serbíu til að grafa undan afskiptum stjórn- ar Slobodans Milosevics forseta af Bosníu-Herzegóvínu. Sjá ennfremur bls. 20. Reuter Múslímskir hermenn í Sarajevo skýla sér á bak við hjólbarðastafla. Maast- richt breytt? Kaupmannahöfn. Reuter. POUL Schliiter, forsætisráð- herra Danmerkur, sagði í gær að Danir hygðust leggja til breyt- ingar við Maastricht-sáttmála Evrópubandalagsins síðar á ár- inu. „Við ætlum að leggja vinnu í að finna nýjan grundvöll fyrir Maastricht-sáttmálann þannig að Danir geti undirritað evrópska samstarfssamninginn,“ sagði Schluter að loknum fundi EB- nefndar danska þingsins í gær. Danir höfnuðu Maastricht í þjóð- aratkvæðagreiðslu í júní. Að sögn danska forsætisráðherr- ans verður lögð fram tillaga af hálfu ríkisstjórnarinnar, um hvemig breyta megi Maastricht, fljótlega eftir að úrslit liggja fýrir í þjóðarat- kvæðagreiðslu um sáttmálann í Frakklandi sem haldinn verður 20. september. Tillaga Dana yrði síðan rædd á ríkisstjórnarfundi banda- lagsins í október eða nóvember. Schlúter vildi ekki tjá sig neitt efnislega um hvaða breytingar Dan- ir myndu hugsanlega leggja til á sáttmálanum en sagði að ef sam- komulag næðist við aðrar banda- lagsþjóðir EB um breytingar gætu Danir efnt til nýrrar þjóðarat- kvæðagreiðslu um Maastricht. Eftirlitsmenn SÞ rannsaka byggingu íraska landbúnaðarráðuneytisins: Bandaríkjamenn vilja auka þrýsting' á Iraka Bagdad, Washin^ton. Reuter, The Daily Telegraph. EFTIRLITSMÖNNUM Samein- uðu þjóðanna var í gær hleypt inní byggingu íraska landbúnað- arráðuneytisins í Bagdad þar sem grunur leikur á að geymd hafi verið gögn um gjöreyð- ingarvopn íraka. Eftirlitsmenn- irnir leituðu í byggingunni í sex klukkustundir og ætla að halda starfi sínu þar áfram í dag. írak- ar höfðu Iengi þráast við að leyfa eftirlitsmönnunum inn- göngu i ráðuneytið og það var ekki fyrr en bandamenn í Persa- flóastríðinu hótuðu að grípa til hernaðaraðgerða að þeir létu undan. Eftirgjöf íraka í málinu hefur gert það að verkum að nokkuð hef- ur dregið úr spennunni í deilu íraka og bandamanna. Tilkynntu Banda- ríkjamenn í gær að þeir hefðu fall- ið frá því að senda flugmóðurskipið Kennedy til Persaflóa en þar eru þegar fyrir tvö flugmóðurskip og fjörutíu herskip. Hins vegar hefur einnig verið boðað að Bandaríkjaher muni efna til tvennra fjölmennra Byggingin umdeilda Reuter Hér má sjá byggingu íraska landbúnaðarráðuneytisins sem eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna fengu loks að skoða í gær eftir miklar deilur. heræfinga ásamt Kúveither í ágúst- mánuði í Kúveit. George Bush Bandaríkjaforseti hvatti í gær til þéss að vopnaeftir- lit á vegum Sameinuðu þjóðanna í Irak yrði eflt en Bandaríkjastjórn telur mikilvægt að láta reyna á vilja Saddams Husseins til að framfýlgja vopnahlésskilmálum nú þegar at- hygli umheimsins beinist að írak á ný. Leiðtogar Demókrataflokksins á Bandaríkjaþingi lýstu í gær yfir stuðningi við hugsanlegar hemað- acaðgerðir gegn írökum með því skilyrði að Bush myndi ráðfæra sig við þingið í þeim efnum og að þær nytu stuðnings annarra banda- manna Bandaríkjamanna í deilunni. Samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í gær eru 70% Bandaríkja- manna fylgjandi því að gripið verið til vopna á ný gegn Irökum en ein- ungis 24% því andvígir. Douglas Hogg, aðstoðarutanrík- isráðherra Bretlands, lýsti í viðtali við BBC í gær yfir stuðningi við stefnu Bandaríkjamanna. Sagði hann Saddam ekki vera mann sem myndi „deyja á sóttarsæng."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.