Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR. 29. JÚLÍ 1992 Stj órnarandstaðan í Serbíu ræðst að ráðamönnum: Panic heiðarlegur en leik- soppur harðlínuaflanna Belgrad. Frá Karli Aspelund. Á blaðamannafundi í Belgrad í gær gerði Vuk Draskovic, formaður helsta stjórnarandstöðuflokks Serbíu, harða hríð að stjórnvöldum og sagði þau vera að færa landið æ nær alræðisstjóm. Hann sakaði stjóm- ina og einkum forsetann, Slobodan Milosevic, um að safna í kringum sig klíku sem væri staðráðin í að halda í völdin. Stjórnvöld notfærðu sér vopnaða hermdarverkamenn til að koma málum sínum áleiðis. Draskovic sagði að Milan Panic, for- sætisráðherra þess sem eftir er af Júgóslavíu (Serbíu og Svartfjalla- lands) léti stjóm- málamenn harðl- ínuaflanna, sem flestir voru hátt- settir í valdatíð kommúnista, misnota sig. „Milosevic fékk Panic hingað til að nota hann sem skálkaskjól og Panic verður að átta sig á þessu. Þessi Hollywood- ferðalög forsætisráðherrans leiða at- hygli umheimsins frá því sem stjóm- in í Belgrad er að gera og það er nákvæmlega það sem valdaklíkan stefndi að“. Draskovic viðurkenndi að hafa átt fund með Panic stuttu áður en hinn síðamefndi var settur í embætti en flokksformaðurinn neitaði að skýra frá viðræðum þeirra, þær hefðu ver- ið trúnaðarmál. „En ég skildi að Panic er heiðarlegur og duglegur maður. Það er skaði að hann skuli láta fara með sig eins og leikbrúðu, enn meiri synd að hann skuli þurfa að taka þátt í þessu stríði. Panic verður að koma heim og taka til, síðan getur hann ætt um útiönd eins og hann vill“. Stjóm Serbíu dró í gær til baka frumvarp um þjóðnýtingu fjölmiðla- samsteypunnar Politika en stjómar- andstseðingar höfðu harðlega mót- mælt áformunum sem þau sögðu jafnast á við afnám fjölmiðlafrelsis. Skömmu síðar var það lagt fram á ný nær óbreytt. í gærkvöldi var haldinn fundur milli forsætisráðherra Serbíu og rit- stjómar NIT-Politica. Fundinum lauk með því að ritstjóm NIT-Poiitica gekk út. Að honum loknum sagði ritstjóri Politica í samtali við Morgun- blaðið: „Forsætisráðherra gerði að okkur tómt grín. Móðgaði okkur og blaðið og sakaði okkur um lygar um leið og við opnuðum munninn." í framhaldi af því bætti einn ritstjór- anna við: „Nú er úti um friðinn í Belgrad. Næstu dagar verða þeir afdrifaríkusutu sem júgóslavneska þjóðin hefur gengið í gegnum síðan í lok síðari heimsstyijaldarinnar." Á blaðamannafundi í Genf í gær lýsti Panic friðarvilja sínum. „Ég vil ekki beijast. Ég er enginn Saddam Hussein." Ráðherrann heldur til Lundúna í dag til viðræðna við John Major forsætisráðherra en Bretar hafa forystu á hendi í Evrópubanda- laginu þessa mánuðina. Breska stjómin hyggst kalla saman alþjóð- lega ráðstefnu um málefni þjóðanna sem áður byggðu Júgóslavíu. Panic sagðist ekki setja nein skilyrði fyrir friðarsamningum. Stjóm sín viður- Reuter Lögreglumenn rannsaka bifreið lögreglustjórans Giovanni Lizzio sem mafían myrti í borginni Kataníuy á Sikiley í fyrra- kvöld. Glíman við starfsemi mafíunnar á Sikiley: Amato vill að leyniþjón- ustan skerist í leikinn Rómaborg. Reuter. GIULIANO Amato forsætisráðherra Ítaíu hvatti leyniþjónustu landsins og allra annarra landa til þess í gær að taka höndum saman um að uppræta starfsemi mafíunnar. Voru það viðbrögð hans við morðinu á Giovanni Lizzio, lögreglustjóra í Kataníu, næst stærstu borg Sikileyjar. Mafían lét taka hann af lífi í fyrradag. „Hryðjuverkastarfsemi var lengi stærsti höfuðverkur leyni- þjónustunnar en hefur nú verið upprætt," sagði Amato. Hann sagði að spyrja mætti hvaða þörf væri fyrir leyniþjónustuna sneri hún sér ekki að glæpastarfsem- inni. Þyrfti hún að lauma mönnum sínum inn í glæpahringina í því markmiði að uppræta þá. Amato sagði að engin vettlin- gatök dygðu lengur í baráttunni gegn mafíunni, trúverðugleiki rík- isvaldsins væri í húfi. Yfirvöld hefðu glatað verulegu trausti vegna morða á dómurum og lögr- eluforingju á Sikiley í sumar. Um helgina ákvað stjórn Amato að senda 7.000 manna herlið, þar á meðal sérsveitir, til þess að að- stoða lögregluna á Sikiley í glí- munni við hina skipulegu glæpa- starfsemi. Lizzio er þriðji forsprakki bar- áttunnar gegn mafíunni sem myrtur er á Sikiley í sumar. í síð- ustu viku var Paolo Borsellini dómari veginn og fyrir tveimur mánuðum var starfsbróðir hans Giovanni Falcone myrtur. Báðir létu lífið af völdum bílsprengju en Lizzio var skotinn til bana er hann ók heim að loknum vinnudegi. FLOTTAMENN Ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna verður haldin í Genf í dag til að ræða vandamál vegna flóttamanna frá lýðveldum fyrrum Júgóslavíu Samkvæmt heimildum SÞ: Fjöldi flóttamanna eykst um 10 þúsund á dag 500 þúsund manns, sem misst hafa heimill sín, gætu látist í vetur ef bardagar halda áfram 2,2 milljónir eru á flótta frá fyrrum Júgóslavíu Flestir þeirra 5.623 tlóttamanna sem komu með lestum til Þýskalands á sunnu- dag og mánudag bosniskar konur og bðm frá Bosanski Novi Skiptlng flótta- manna milli sam- bandslanda sam- kvæmt áætlun þýsku stjórnarlnnar Baden-Wúrttemberg 610 Bæjaraland 700 Berlln 110 Brandenburg 175 Bremen 50 Hamborg 130 Hessen 370 Mecklenburg-Vorpommem 135 Neðra-Saxland 465 Nordrhein-Westphalen 1.120 Rheinland-Pfalz 235 Saarland 70 Saxland 325 Sachsen-Anhalt 200 Slés\{ík-Holtsetaland 140 Thúringen 165 kenndi réttmæti sumra þeirra við- skiptaþvingana sem Sameinuðu þjóð- imar hefðu sett á sambandsríkið. Jafnframt sagði ráðherrann að hann myndi viðurkenna þau innbyrðis landamæri milli lýðveldanna sem gilt hefðu meðan landið var eitt og óskipt en gaf i skyn að best væri að minni- hlutahópar fengju sjálfsstjóm í eigin málum. Panic átti fund í Genf með fulltrú- um Flóttamannahjálpar SÞ og Al- þjóðarauðakrossins. Þjóðveijar hafa gagnrýnt önnur Evrópuríki harðlega fyrir að taka ekki við fleiri flótta- mönnum en hundmð þúsunda flótta- manna era nú í Ungveijalandi, Aust- urríki og Þýskalandi. Auk þess hafa hundrað þúsunda hrakist frá Bos- níutil Króatíu og Serbíu. Fulltrúar alþjóðastofnana óttast mjög um hag flóttafólksins fari svo að það verði að hírast í flóttamannabúðum í vet- ur, einkum telja þeir að ástandið verði slæmt í búðum í næstu ná- grannalöndum Bosníu-Herzegóvínu. Nils Jörgen Bruun, fréttaritari Morgunblaðsins í Kaupmannahöfn, skrifar: Allir flokkar í þjóðþinginu era nú sammála-um að bjóða mörg þúsund flóttamönnum frá bardaga- svæðunum í gömlu Júgóslaviu að fá timabundna landvist í Danmörku. Áhersla verður lögð á að mæður með lítil böm og særðir fái landvist en ríkisstjómin hyggst þó sjá til þess að enginn flóttamannanna fái póli- tiskt hæli til frambúðar. Einnig verð- ur komið í veg fyrir að fólkið geti sótt um félagslega aðstoð en séð verður fyrir öllum nauðþurftum þess með sérstökum framlögum. Fangelsisflótti Escobars: Dómsmálaráðherr- ann og yfirmenn í hemum settir af Bogota. Reuter. CESAR Gaviria forseti Kólumbíu vék í gær Eduardo Mendoza aðstoð- ardómsmálaráðherra úr embætti vegna flótta fíkniefnafurstans Pablos Escobars úr fangelsi í síðustu viku. Mendoza, sem er náinn vinrn- og samstarfsmaður forsetans, hafði rætt við Escobar í fangelsinu í leyfis- leysi og var haldið þar sem gisl næturlangt. Gaviria leysti einnig þrjá háttsetta herforingja frá störfum. Áður hafði yfirmaður flughersins verið settur af og einnig stjórnandi fangelsisins sem Escobar var vistað- ur i. Hafín hefur verið rannsókn á meintri aðild hersins að flótta Esco- bars og samverkamanna hans. Níu hermenn hafa verið handteknir og era þeir sakaðir um að hafa þegið mútur af Escobar til þess að auð- velda honum flóttann. Birt var í gær bráðabirgðaskýrsla um fangelsisflóttann. Þar kemur fram að stjómvöld hefðu falið hem- um að taka fangelsið yfír daginn áður. Það var þó ekki gert fyrr en næsta dag og flýði Escobar í millitíð- inni. Starfsmenn fangelsisins voru úr röðum óbreyttra borgara og er talið að sumir þeirra hafi jafnvel verið á mála hjá fíkniefnasölunum. Ríkis- stjómin ákvað í byijun síðustu viku að láta flytja Escobar í tryggara fangelsi. Skyldi það gert klukkan þijú eftir hádegi á þriðjudag. Var sú ákvörðun tekin þar sem sannanir höfðu fengist fyrir því að hann hefði stjórnað glæpastarfsemi úr fangels- inu, þ. á. m. mannránum, aftökum og fjöldamorðum. Herinn hlýddi ekki fyrirmælunum fyrr en klukkan 7:30 næsta morgun og var Escobar þá flúinn. Að kvöldi þriðjudags, eftir að fyrir- mæli um töku fangelsins voru gefin en 10 tímum áður en herinn lét til skarar skríða, fóru tveir embættis- menn í fangelsið til viðræðna við fanga sem tóku þá í gíslingu. Nutu fangamir aðstoðar fangavarða til þess, segir í skýrslunni sem birt var í gær. Varð að senda sérsveitir hers- ins inn í fangelsið til að bjarga þeim en þá var Escobar horfinn. Er hann í skýrslunni sagður hafa komist und- an er fangelsið varð skyndilega raf- magnslaust. Engar eðlilegar skýring- ar hafa fundist á rafmagnsleysinu. ------»-♦■-4----- Kenýa tekur við flóttafólki frá Sómalíu Nalróbí. Reuter. STJÓRNVÖLD í Kenýa ákváðu í gær að taka við 600 flóttamönnum sem höfðu komið með skipum frá Sómalíu. Margir þeirra voru að- framkomnir af hungri. Sameinuðu þjóðimar hafa óskað eftir að þjóðir heims sendi matvæli og aðrar nauðsynjar til Sómalíu, þar sem 4,5 milljónir manna búa við skort og hundrað deyja úr hungri á hveij- um degi. Stjórnvöld í Kenýa hýsa nú þegar 26 þúsund Sómali, sem hafa flúið landleiðina. Sómalir eru 7 milljónir talsins og 1 af hveijum 6 hefur flúið heimalandið. Tími Honeck- ers á þrotum ERICH Honeker, fyrrverandi leiðtogi austur-þýskra kommún- ista, dvelst ennþá í sendiráði Chile í Moskvu þrátt fyrir sögu- sagnir þess efnis, að hann væri í þann mund að yfirgefa það. Honecker, sem er 79 ára, leitaði hælis í sendiráðinu í desember síðastliðnum, af ótta við að rúss- nesk stjómvöld framseldu hann til Þýskalands, þar sem hann á margfalda manndrápsákæru yfir höfði sér. Talið er að stjórnvöld í Chile vilji að Honecker yfirgefí sendiráðsbygginguna fyrir 1. ágúst en þá stendur til að flytja sendiráðið í annað húsnæði. Blóðþegum í Nizza dæmd- ar bætur DÓMSTÓLL í Nizza í Frakklandi dæmdi í gær hinn ríkisrekna blóðbanka borgarinnar til að greiða þremur eyðnisjúklingum andvirði 23 milljóna íslenskra króna hveijum í miskabætur, en þeir smituðust af HlV-veirunni um miðjan síðasta áratug eftir blóðgjöf frá bankanum. Þótti sannað að um vítaverða van- rækslu af hálfu ríkisins hefði verið að ræða þar sem embættis- menn hefðu látið hjá líða að leita að HlV-veiram í blóðinu áður en það var gefíð. Talið er að um 1200 franskir blóðgjafar hafí smitast af veirunni eftir slíka blóðgjöf og af þeim eru 256 látn- ANC boðar til verkfalls NELSON Mandela, leiðtogi Af- ríska þjóðarráðsins (ANC) sagði i gær að ráðið rflyndi hvergi hvika frá þeirri ákvörðun að efna til tveggja daga allsheijarverkfalls í Suður-Afríku í næstu viku. Hann sagði að verkfallið væri lið- ur í baráttunni gegn stjórn hvíta minnihlutans og krafðist þess að bráðabirgðastjórn, með fulltrúum allra kynþátta, yrði skipuð í stað núverandi stjómar. Yfirlýsing Mandela kom í kjölfar viðræðna forseta Suður-Afríku, F.W. de Klerks, og þarlendra kirkjuleið- toga í því skyni að koma í veg fyrir frekara ofbeldi í landinu og freista þess að fá Afríska þjóðar- ráðið aftur að samningaborði með stjómvöldum. Nýtt hneyksli í Japan? JAPANSKIR fjölmiðlar birtu í gær ásakanir þess efnis, að stjórnarflokkur Japans, Frjáls- lyndi lýðræðisflokkurinn, tengd- ist mútum, fjársvikum og skipu- lagðri glæpastarfsemi. Hefur Nobura Takeshita, fyrrverandi forsætisráðherra, verið sakaður um að hafa þegið milljónir doll- ara frá viðskiptajöfri, sem situr í fangelsi vegna fjársvika. Pen- ingana á Takeshita síðan að hafa notað til í baráttu sinni fyrir að verða tilnefndur forsætisráð- herraefni flokksins. Takeshita vann og varð forsætisráðherra en sagði af sér tveimur áram síðar vegna fjármálahneykslis. Páfi heim af sjúkrahúsi JÓHANNES PÁLL páfi fór í gær heim af sjúkrahúsinu þar sem hann gekkst undir skurðaðgerð fyrir tveimur vikum. í aðgerðinni var góðkynja æxli fjarlægt úr ristli hins 72 ára gamla páfa og eru læknar hans bjartsýnir á, að hann muni brátt ná sér að fullu. Talsmenn páfagarðs sögðu í gær að páfinn myndi taka sér frí frá störfum næstu tvo mánuði meðan hann væri að jafna sig eftir að- gerðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.