Morgunblaðið - 29.07.1992, Síða 44

Morgunblaðið - 29.07.1992, Síða 44
SINDRI terkur hlekkur í íslensku iðnverki Gæfan fylgi þér í umferðinni SJOVAOHALMENNAR MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1655 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra ákveður 205 þúsund tonna þorskafla: Hætta á miklu meiri veiði yfirgæfi ég ríkissljómina Örlítið skref til uppbyggingar á þorskstofninum, segir aðstoðarfor- stjóri Hafrannsóknastofnunar „ÉG óttast, og er reyndar alveg sannfærður um, að ef ég hefði látið reyna á ýtrustu kröfur af minni hálfu og yfirgefið ríkisstjómina vegna þess að þær hefðu ekki náðst fram, þá hefði niðurstaðan að öllum líkindum orðið miklum mun meiri veiði og minni verndun þorskstofns- ins,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra í samtali við Morg- unblaðið í gær eftir að hann hafði kynnt fréttamönnum reglugerð sem hann gaf út um leyfilegan hámarksafla á næsta fiskveiðiári. Jakob Magnússon, settur forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir um þá niður- stöðu sem varð í gær, að það væri ofurlítið skref til uppbyggingar á þorskstofninum, en hann hefði þó gjarnan viljað sjá það skref stærra. Leyfilegur þorskafli landsmanna fyrir fískveiðiárið sem hefst 1. sept- ember nk. verður 205 þúsund tonn, samkvæmt reglugerð þeirri sem Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra gaf út í gær. Samtals nemur leyfður heildarafli kvótabundinna tegunda á næsta ári 439 þúsund þorskígildistonnum. Ríkisstjómin ->'undaði daglangt í gær um málið og fékkst ofangreind niðurstaða laust fyrir kl. 15.30. Sjávarútvegs- ráðherra nefnir þessa niðurstöðu málamiðlun. Sú málamiðlun felur það ekki í sér að úthlutað verði úr Hagræðingarsjóði með þeim hætti sem ráðherra hafði.lagt til. Er Morgunblaðið spurði sjávarút- vegsráðherra hvort það hefði aldrei komið til greina í hans huga að standa og falla með eigin sannfær- ingu og leggja til á ríkisstjómar- fundinum að hámarksafli þorsks yrði takmarkaður við 190 þúsund tonn, sagðist hann hafa lagt aðalá- herslu á að flnna lausn og ná sam- stöðu um málið, þar sem hann hefði > óttast afleiðingar þess að láta reyna á ýtrustu kröfur. „Þess vegna taldi ég réttlætanlegt og reyndar nauð- synlegt út frá þjóðarhagsmunum að gera slíkt samkomulag," sagði Þorsteinn Pálsson. Þeir Davíð Oddsson forsætisráð- herra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sögðust í sam- Dansktskip strandaði í Breiðdalsvík DANSKA skipið Erík Boye frá Marstal strandaði fyrir utan höfn- ina á Breiðdalsvík á níunda tíman- um i gærkvöldi. Lágfjara var um það Ieyti sem skipið strandaði, og óttast er að leki hafi komist að því. Skipið flutti 900 tonn af salti frá Þýskalandi og var Breiðdals- vík fyrsti viðkomustaður þess. Engin slys urðu á mönnum. Að sögn Magnúsar Armann hjá Gunnari Guðjónssyni skipamiðlara sf., afgreiðslu- og umboðsaðila skipsins, voru 30 tonn af salti losuð í Breiðdalsvík, og skipið var komið um 80-100 metra frá höfninni er það tók niðri. Skipið er 900 tonn að stærð og átti eftir að koma við á nokkrum stöðum á landinu. Að sögn Skapta Ottesen á Hótel Bláfelli í Beruvík var lágfjara um níuleytið, og verið gæti að skipið hefði farið vitlausu megin við bauju " *a leiðinni út úr höfninni. tölum við Morgunblaðið í gær vera sáttir við þá niðurstöðu sem fékkst. Talsmenn hagsmunasamtaka í sjávarútvegi gagnrýndu í gær að aflaheimildir Hagræðingarsjóðs verði ekki notaðartil aðjafna niður- skurð á þorskafla milli svæða og töldu ýmsir að ekki hefði verið kom- ið nægilega til móts við tillögur fískifræðinga. En Matthías Bjarna- son þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi niðurstöðu ríkisstjómar- innar mjög harðlega, sagði hana dapurlega og óskiljanlega ósann- gimi og að svo virtist sem stefnt væri að því að koma ákveðnum byggðarlögum í eyði. Sjá fréttir og viðtöl á bls. 19 og miðopnu. Innfluttar kartöflur á markað í BYRJUN næstu viku verður heimilaður innflutningur á erlendum kartöflum, og verða þær væntanlega á boð- stólnum í kríngum 10. ágúst, en þegar hefur verið opnað fyrir innflutning á stórum bökunarkartöflum. Að sögn Kolbeins Ágústssonar sölu- stjóra hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna er uppskera á kartöflum og útiræktuðu grænmeti almennt um þrem vikum síðar á ferðinni nú en í meðalári vegna óhagstæðs tíðarfars í vor. Kolbeinn sagði að erlendar kartöflur yrðu væntanlega á markaðnum í um hálfan mánuð, en bökunarkartöflur yrðu þó fluttar inn eitthvað frameftir haustinu. Hann sagði að fram- boð á útiræktuðu grænmeti væri talsvert um þessar mundir, og þannig væri hvítkál og blóm- kál komið á markaðinn í tals- verðum mæli, og verð á kínak- áli hefði hríðlækkað vegna mik- illar uppskeru. „Það má segja að þetta sé allt saman um þrem vikum á eftir miðað við það sem er í venjulegu ári vegna tíðarfarsins í vor þegar kalt var og dimmt. Sem dæmi má nefna að í fyrra var töluvert af kínakáli og blóm- káli komið á markaðinn í lok júní,“ sagði hann. MorgunDlaOiO/ujami. Ráðherra kynnir reglugerð Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra kynnti reglugerð um aflaheim- ildir næsta flskveiðiárs á blaðamannafundi í gærdag. Fiskur virð- ist forðast sléttan botn RANNSÓKNIR sem rússneskir vísindamenn hafa framkvæmt benda til að fiskur hverfi af mið- um sem svo mikið hefur verið togað á að botninn er orðinn slétt- ur. Hafrannsóknarstofnun telur hinsvegar ólíklegt að þetta fái staðist. Gervihnattamyndir af fiskimið- unum við Kúrileyjar og Kamtsjatka- skaga sýna að á helstu togslóðum þar er hafsbotninn orðið jafnsléttur og „flugvöllur" en rannsóknir og aflaskýrslur sýna að þar fer fisk- gengd þverrandi. Jakob Magnússon starfandi for- stjóri Hafrannsóknarstofnunar segir að þótt ljóst sé að botntrollið breyti botninum eitthvað sé það ósannað mál hvort botnlagið hafí áhrif á fisk- inn. Sjá nánar á bls. 1C. ♦ ♦ ♦ Vestmannaeyjar: 4 ára dreng- ur beið bana BANASLYS varð í Vestmannaeyj- um um klukkan þijú í gærdag, er ekið var á 4 ára dreng og móður hans á gangbraut á Strandvegi. Drengurinn var flutt- ur með sjúkraflugvél til Reykja- víkur, en lést er þangað var kom- ið. Móðirin er ekki talin í lífs- hættu. Að sögn lögreglunnar 1 Vest- mannaeyjum voru konan og dreng- urinn á leið yfir gangbraut á Strand- vegi, vestan gatnamóta Strandvegar og Heiðarvegar. Er þau voru komin út á miðjan veginn urðu þau fyrir bifreið er ekið var vestur Strandveg. Bæði hlutu höfuðáverka og voru flutt á sjúkarhús. Áverkar drengsins voru það alvarlegir að hann var flutt- ur til Reykjavíkur með sjúkraflug- vél. Hann lést síðar á sjúkrahúsi þar. Nýjar deilur eru risnar innan Fjölmiðlunar sf: Sljómin ákvað ein að selja hlut í Stöð 2 STJÓRN Fjölmiðlunar sf. hefur selt hlutabréf félagsins í íslenska út- varpsfélaginu að nafnvirði 150 milljónir króna á genginu 1,6. Að sögn Jóhanns J. Ólafssonar, stjórnarformanns í Fjölmiðlun sf., kom gott til- boð í hlutabréfin sem stjórninni þótti ekki stætt á að hafna. Kaupandi hlutabréfanna er Útheiji hf. Að sögn Skúla Jóhannessonar, eins af eigendum Fjölmiðlunar sf., ríkir mikil óánægja meðal eigenda Fjöhniðl- unar sf. með þessa ákvörðun. Stjórn Fjölmiðlunar sf. er, að sögn Jóhanns, sammála um þessa ákvörð- un en stjómina skipa auk hans Har- aldur Haraldsson og Jón Ólafsson. Ákvörðunin um að selja hlutabréfin var ekki formlega borin undir hlut- hafa utan stjómar. „Enda hefur stjórnin heimild til að taka slíka ákvörðun án þess. Þegar hlutabréfin í eignarhaldsfélagi Verslunarbank- ans voru seld, var það ekki borið undir eigendur eignarhaldsfélags- ins,“ segir Jóhann. Hann segir að boðaður verði fund- ur með sameigendum í ágúst þar sem þeim verði tilkynnt salan. „Við höfum auk þess haft samband við menn, og 60% til 70% innan þessa hóps samþykkja söluna.“ Skúli Jóhannesson segir að mikil óánægja sé ríkjandi meðal hluthafa í Fjölmiðlun sf. með vinnubrögðin sem viðhöfð hafí verið við söluna. „Ef stjóminni er heimilt að gera þetta er það gjörsamlega siðlaust. Ég geri ráð fyrir að stjórn Fjölmiðl- unar sf. séu eigendur að Utheija og hún sé með þessu að selja sjálfri sér hlutabréfín," segir Skúli. Hann segir að Jóhann J. Ólafsson hafí falið Páli Magnússyni að af- henda hluthöfum hlutabréf sín. „Nú er það greinilega afturkallað og bréf- in okkar seld félagi sem við höfum enga vitneskju um. Ég hefði talið eðlilegt að kalla til félagafundar þar sem staða kaupendanna væri upp- lýst.“ Hann segir að samband verði haft við lögfræðing út af málinu í dag. „Það hefur ekki verið alger einhugur um stjómarmennina innan hlutafé- lagsins og þarna slá þeir fyrir neðan beltisstað," segir Skúli. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hafa verið væringar innan hluthafahópsins allt frá því fyrir síð- asta aðalfund íslenska útvarpsfé- lagsins, þar sem segja má að þeir Jóhann J. Ólafsson, Jón Ólafsson og Haraldur Haraldsson hafí orðið undir í stjómarkjöri en hin fylkingin innan Fjölmiðlunar með þá Ásgeir Bolla Kristinsson, Skúla Jóhannesson og Jóhann Óla Guðmundsson í farar- broddi styrkt stöðu sína í félaginu með því að hafa samvinnu við aðra helstu hluthafahópa í stjómarkjör- inu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.