Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 13
Furða eftir Trausta Jónsson Sá sem þetta skrifar hefur nú á annan áratug fylgst með um- ræðu um fiskistofna og nýtingu þeirra og það með sívaxandi furðu. Sjónarhorn mitt hefur að vísu ver- ið nokkuð þröngt þarna ofan af Veðurstofu og víst er að ekki er kunnátta í fiskifræðum eða stofn- vísindum fyrirferðarmikil í mínu heilabúi. Sagt er að allar aðferðir Hafrannsóknastofnunar við stofn- stærðarmat séu vitlausar eða í besta falli vafasamar. Ekki hef ég kunnáttu til að dæma um það. Vel má vera að rétt sé að þorsk- stofninn, sem og sumir aðrir fiski- stofnar, búi við þröngan kost og eigi erfitt uppdráttar. Ekki veit ég neitt um það. Það kann að vera rétt að hægt sé að spá um stærð hrygningarstofns á næsta ári ef tekist hefur að mæla hann í ár og ef við þekkjum veiðiálag, aldursdreifingu og allt annað er máli kann að skipta. Einnig má kannski gangast við því að hægt sé að spá þessu tvö ár fram í tím- ann. Mér finnst reyndar að þá sé þannig komið að þetta „kannski“ sé orðið býsna fyrirferðarmikið. Svo birtist allt í einu spá 7 ár fram í tímann, um ástand þorsk- stofnsins 1999. Og það sem verra er: Til þess virðist ætlast að þessi spá sé tekin alvarlega. En hvemig er það hefur ástandið í sjónum (sem við skulum bara kalla veðurf- ar) engin áhrif á fískistofna? Eru engar slíkar forsendur í spám fiskifræðinga, ekki einu sinni í spám til eins árs? Nógu oft er maður búinn að heyra að vegna harðæris (eða góðæris) í sjónum hafí forsendur breyst. Á bara að taka mark á því þegar það hent- ar? Ég tel mig hafa það eftir mjög áreiðanlegum heimildum að eng- inn viti neitt um ástand sjávar á næsta ári, hvað þá 1999. Kannski gera fískifræðingar ráð fyrir með- alárferði, eða gera þeir ráð fyrir óbreyttu árferði? Eða er ekki gert ráð fyrir neinu? Ég trúi því varla að fiskifræðingar ætlist í raun og veru til þess að mark sé tekið á svona langtímaspádómum og þyk- ist raunar vita að það bara getur ekki verið. En hversvegna segja þeir þá ekki neitt þegar stjóm- málamenn ætla að taka þá á orð- inu og jafnvel ágætir menn eins og ónefndir hagfræðingar virðast ætla að gera slíkt hið sama. Þá tekur nú fyrst steininn úr. Það er grátlegt að horfa á þjóðhagsspár upp á prósentur með einum auka- staf og vangaveltur um arðsemi og vexti á tímabilinu 1992-1999. Mér er alveg sama í þessu sam- bandi hvort aðferðir Hafrann- sóknastofnunar til stofnstærðar- mats séu réttar eða rangar, ég get ekki um það dæmt. En þarna er loks of langt gengið. ■ KARA OKEKEPPNI verður á veitingastaðnum Tveimur vinum um verslunarmannahelgina. Gestir geta sungið með sínu nefí frá kl. 18-03 föstudag, laugardag og sunnudag, en á hveiju kvöldi verður keppt. Þá verða þátttakend- ur að skrá sig og atkvæðaseðlum verður dreift um salinn. Verðlaun verða veitt besta kven- og karl- söngvararnum, besta dúett og fyrir bestu sviðsframkomuna. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992 - • : \; ; i ; ) i ■ ■ • | - r- • i ; • - : * 1' ' ' 'i ' á furðu ofan „Hvernig er það hefur ástandið í sjónum (sem við skulum bara kalla veðurfar) engin áhrif á fiskistofna? Eru engar slíkar forsendur í spám fiskifræðinga, ekki einu sinni í spám til eins árs?“ Það er alltaf gaman að spá ein- hveiju og raunar sjálfsagt. Slíkt skapar gagnlegar umræður. Framtíðarspár um ósoneyðingu og aukin gróðurhúsaáhrif hafa t.d. skapað mjög gagnlegar umræður um mengun og sambýli manns og náttúru. Starfsbræður mínir í út- löndum eiga í mörgum tilvikum í vandræðum með æsta stjómmála- menn sem vilja ijúka upp til handa og fóta og gera eitthvað í málun- um, þó þeim sé hvað eftir annað sagt að aðgerðir kunni í sumum tilvikum að reynast dýrari og af- drifaríkari en að gera ekki neitt. Hér hafa fískifræðingar brugðist skyldu sinni. Enginn þeirra virðist ætla að hafa uppi nein áform um að skýra óvissu þessara spáa út fyrir stjórnmálamönnum og öðr- um. Það er alvarlegt mál að byggja Trausti Jónsson stórar ákvarðanir um framtíðaraf- komu Qölda fólks og heilla lands- hluta á spám sem eru í besta falli vafasamar. Hér má kannski minna á áreiðanleika annarra spáa. Hvemig hafa spár um neyslu í landinu staðist? Hvemig hafa spár um olíuverð staðist? Hvernig hafa orkuspár staðist? Hvemig hafa spár um fólksfjöldaþróun á íslandi staðist? Við vitum hvað við höfum, við vitum ekki hvað við fáum. Gömul þjóðsaga sem margir kannast við kemur ósjálfrátt upp í hugann. Sagan er um kerlinguna sem lakk- aði fyrir annað augað í sér til að eiga það til góða i ellinni, þegar hitt væri orðið blint. Við vitum hvemig fór og eigum að læra af því. Höfundur er veðurfræðingvr. DT430 kr. 17.900 ODYSSEY300 kr. 25.980 4.4 kg. FAGFOLKIFERÐAVÖRUM DALLAS 4 manna kr. 59.500 DALLAS6manna kr. 77.000 CLARA91 kr. 32.000 ÞJONUSTA GÆÐi ÞEKKINC Nældu þérí plúsiilboðí Seglogerðinni... DR-8 kr. 13.300 ÆGISBÍLTJALD 200 kr. 28.500 ...þar sem ferðalagið bgrjar! SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLOÐ 7 • REYKJAVIK • SIMI91-621780 • FAX 91-623853

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.