Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLF1992
35
Viðar G. Daníels-
son - Minning
Fæddur 3. júní 1925
Dáinn 21. júlí 1992
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnamir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Nú er hann dáinn, elskulegur
tengdafaðir og afi, aðeins 67 ára
að aldri. Framundan voru mörg góð
ár, þar sem hann miðlaði okkur
þessum yngri reynslu sinni, benti
okkur áfram á muninn á réttu og
röngu, góðu og illu. En við sem
eftir lifum, verðum nú að halda lífs-
hlaupinu áfram án leiðsagnar hans.
Þó verður líf hans og starf okkur
ávallt leiðarljós.
Viðar var fæddur í Reykjavík 3.
júní 1925, sonur Daníels Þjóð-
björnssonar múrara og fyrri konu
hans, Helgu Árnadóttur. Hann
flutti til Akraness 1933, bjó þar á
nokkrum stöðum, lengst á Vestur-
götu 65. Árið 1947 giftist hann
eftirlifandi eiginkonu sinni, Guð-
rúnu Lilju Friðjónsdóttur. Þau eign-
uðust fimm börn: Helga, fædd
1949, viðskiptafræðingur, búsett í
Reykjavík; Daníel, fæddur 1951,
efnafræðingur, búsettur í Reykja-
vík; Viðar, fæddur 1956, rafmagns-
verkfræðingur, búsettur í Reykja-
vík; Lilja, fædd 1957, stjórnmála-
fræðingur, búsett í Belgíu, og Frið-
jón Már, fæddur 1961, líffræðing-
ur, búsettur í Kópavogi. Árið 1989
fluttu þau hjónin til Reykjavíkur
og bjuggu þar síðan.
Fyrst þegar ég kynntist afa Við-
ari bjó hann ásamt ömmu Gunnu á
Skaganum (Akranesi) og þá sáum
við fljótt nokkur helstu einkenna
hans. Hann var hógvær, traustur
og ráðagóður og ákaflega heima-
kær. Hann gaf sér ávallt tíma til
að hlusta á aðra og beið með að
hafa skoðanir á hlutunum uns hann
taldi sig hafa fengið nægar upplýs-
ingar. Hann dáði ýmsa menn, bæði
jafnaldra og frá fyrri tíð, en honum
fannst skorta fyrirmyndir í nútím-
anum til að benda ungu fólki á
þegar það veldi sér lífsbraut.
Samband afa og ömmu var ein-
staklega fallegt og gott og í samein-
ingu bjuggu þau sjálfum sér og
börnum sínum gott og traust heim-
ili, þar sem hlýja með staðfestu
voru megineinkenni uppeldis barn-
anna, sem best skyldi duga þeim
þegar út í lífið væri komið.
Þótt múraraiðn væri hin faglega
menntun afa Viðars hafði hann
sýnu meira gaman af að teikna og
smíða. Og margir urðu uppdrætt-
irnir að framtíðarhúsinu, áður en
hann loks byggði sér draumahúsið.
Þar gátu þau þó dvalið mun skemur
en skyldi. Afi hafði líka yndi af
ferðalögum og setti sig ekki úr
færi að komast í góða og skemmti-
lega ferð. Búnaður skyldi sem mest
vera heimagerður. Heimasmíðaðir
göngustafir og heimaframköllun á
myndum voru því á tímabili sjálf-
sagðir hlutir. Þetta sumar átti
reyndar að verða mikið ferðasumar,
en úr því gat ekki orðið.
Afi varð fyrir ýmsum áföllum um
ævina. Móður sína missti hann þeg-
ar hann var barn og ungur að árum
mátti hann sjá á eftir tveimur
bræðrum sínum og föður yfir móð-
una miklu. Síðar fylgdu ein systir
hans og bróðir. Hann var því búinn
að vinna sig í gegnum mörg áföllin
þegar tvö stór áföll skullu á: Veik-
indi og síðar aðgerð á ömmu Gunnu
og síðar alvarleg fötlun Ingvars,
sonarsonar hans. En öllu tók hann
af miklu æðruleysi og var trúr þeirri
lífsstefnu sinni að áföllum skyldu
menn taka af ró og skynsemi og
reyna að halda sínu striki, eftir því
sem kostur væri. Með sama hugar-
fari brást hann líka við síðasta áfall-
inu, úrskurði læknavísindanna um
að hann væri haldinn sjúkdómi, sem
mannlegur máttur réði ekki við.
Hann vildi að sá úrskurður setti sem
fæst úr skorðum og hver og einn
skyldi laga sig að því sem fyrst.
Hann háði stutt en mjög erfítt
dauðastríð.
Núna, að leiðarlokum, er okkur
efst í huga þakklæti fyrir að hafa
átt þess kost að eiga samleið með
þessum góða og skynsama fyrir-
myndarmanni. Megi minningin um
hann ylja ömmu Gunnu og okkur
hinum um hjartaræturnar og verða
okkur vegvísir um ókomin ár.
Blessuð sé minning hans.
Margrét Magnúsdóttir,
Hjalti og Ingvar Daníelssynir.
Viðar Guðbjörn Daníelsson,
tengdafaðir minn, lést 21. júlí síð-
astliðinn eftir stutta og erfiða bar-
áttu við ólæknandi sjúkdóm. Viðar
varð 67 ára 3. júní síðastliðinn og
óraði þá engan fyrir þvi að svo stutt
væri eftir af ævi hans.
Tengdapabbi var ljúfur maður.
Yfir honum ríkti mikil ró og skipti
hann sjaldan skapi.
Á meðan við hjónin dvöldum er-
lendis hófumst við handa við hús-
byggingu og nutum í því sambandi
dyggrar aðstoðar tengdaföður
míns. Hann var ætíð okkar helsti
ráðgjafi enda mikill hagleiksmaður,
sem var fljótur að sjá hvernig best
væri að hafa hlutina. Þegar við
spurðum hann ráða voru svörin
skýr og úthugsuð, því þá var hann.
löngu búinn að hugsa út í málin,
en beið með tillögurnar þar til spurt
var. Tengdapabbi var ekki einungis
okkar helsti ráðgjafí. Hann tók
hreinlega við byggingunni eftir fok-
heldingu og sá um hana eins og
sína eigin. Ætíð gætti hann hags-
muna okkar. Við gátum vart heppn-
ari verið, því annar eins þúsund-
þjalasmiður og Viðar var er vand-
fundinn nú á tímum.
Viðar bar virðingn fyrir starfi
sínu og lét aldrei frá sér fara neitt
verk öðruvísi en að það væri óað-
finnanlegt. Sem lítið lýsandi dæmi
þá minnist ég þess að múrsteins-
hleðsla í arni í sumarbústað for-
eldra'minna var ætíð til vandræða
þar til tengdapabbi mætti á staðinn
og aðstoðaði við hleðsluna. Eftir
það hefur hún setið vel föst, þrátt
fyrir mikið álag.
Þó Viðar væri dagfarsprúður
maður og ekki mjög áberandi, þá
hafði hann metnað, metnað fyrir
börn sín, starf sitt og stétt, enda
hafa börn hans og Guðrúnar, eftir-
lifandi konu hans, komist vel áfram.
Þau hafa fengið að njóta góðrar
menntunar og umhyggju í foreldra-
húsum.
Viðar var kallaður burt á besta
aldri og mjög óvænt og þó það sé
sárt þá lifa áfram góðar minningar
um góðan mann sem ekki lét mikið
fyrir sér fara en var ætíð til taks er
á þurfti að halda.
Ég kveð tengdaföður minn með
virðingu og þökk, þökk fyrir allt
það sem hann gerði fyrir mig, eigin-
mann minn og böm.
Elsku Guðrún, ég bið góðan Guð
að styrkja þig í þessari miklu sorg
og gefa þér krafta til að takast á
við framtíðina.
Anna Elísabet Ólafsdóttír.
ÓlafurH. Gunnars
son - Minning
Fæddur 20. janúar 1943
Dáinn 6. júlí 1992
Við Ólafur Halldór Gunnarsson
voram bekkjarbræður í Myndlista-
og handíðaskóla íslands. Á okkur
var tíu ára aldursmunur og hann
nokkuð sjóaður í veraldlegu útstá-
elsi og hefur eflaust fundist ég vera
hálfgerður kettlingur. Eigi að síður
urðum við fljótlega góðir félagar
og ég tel mig hafa lært talsvert af
honum, einkum varðandi tæknilega
vinnu og eldri Iist. Hann hafði nokk-
urt forskot á mig, bæði vegna ald-
urs og vegna þess að hann byijaði
í MHI mörgum árum áður, en þurfti
þá að hætta af einhverri ástæðu
sem ég kann ekki að nefna. Við
vorum löngum stundum tveir einir
í grafíkkjallaranum, og lýsir það
honum nokkuð vel, hve löngum tíma
hann eyddi í undirbúningsvinnu við
að fægja koparinn eða slípa stein-
ana. Sú vinna sem tók mig tíu mín-
útur var margra daga verk fyrir
hann. Þessi fullkomnunarárátta má
hafa verið 'honum fjötur um fót í
myndlistinni.
Einar Hákonarson sem var yfír-
kennari í fijálsu myndlistardeildinni
í MHÍ á þessum árum sýndi okkur
uppörvandi áhuga og kom þessum
Erfidrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð faliegir
saiir og mjög
góð þjónnsta.
Upplýsingar f
síma 2 23 22
FLUGLEIDIR
HÓTGL LOFTLEIÍIR
myndum sem við vorum að gera inn
á alþjóðlega grafíkbiennala, og
meira að segja tókst honum að
koma okkur með nokkrum harm-
kvælum, að mér skilst, inn í grafík-
félagið. Ég yfirgaf það hins vegar
nokkuð fljótlega, en Óli var þar
virkur félagi. Ég kom honum svo
inn á SÚM-sýningu um svipað leyti,
og vora þetta einu sýningar hans.
Hann fékk nokkuð harða gagnrýni
og sárnaði það, og það hefur eflaust
átt hlut að máli að hann dró sig í
hlé á þessu sviði.
Að skólatíð lokinni kom hann
reglulega í heimsókn til okkar
Möggu og dvaldi lengi í hvert sinn,
og borðaði þá gjarna með okkur
að kvöldi. Á þessum dögum komst
ég að því að hann var líkamlega
veikur og hann varð að gæta sín
að borða ekki allan mat. Þessir
heimsóknardagar fóru í umræður
um myndlist, listaverkabókum og
listtímaritum flett og einnig komu
oft upp umræður um trúmál og lífs-
spurningar sem hann velti mikið
fyrir sér. Ekki tók ég eftir miklum
breytingum á Óla þessa tíð sem ég
þekkti hann, og til að lýsa hinu
staðfasta útliti hans, þá finnst mér
eins og hann hafi gengið í sama
leðuijakkanum öll þessi ár. Þó ég
muni ekki sérstaklega eftir leður-
ilminum af jakkanum fann Magga
alltaf nálægð hans með nefinu.
Með þeim orðum kveð ég og vona
að nýjar víðáttur opnist.
Helgi Þ.F. og fjölskylda.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
AÐALHEIÐUR ÁGÚSTA AXELSDÓTTIR,
Baugholti 20,
Keflavík,
lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur 27. júlí síðastliðinn.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Brynleif ur Jóhannesson.
+
Ástkær eiginmaður minn,
EINAR ÞORSTEINSSON
mjólkurfræðingur,
Bergen,
Noregi,
lést þann 26. júlí sl.
Fyrir mína hönd og vandamanna,
Mary Þorsteinsson.
Móðir okkar,
KRISTÍN JÓNSDÓTTIR
frá Loftsstöðum,
lést á Hrafnistu í Reykjavik sunnudaginn 26. júlí.
Ólöf Steingrimsdóttir,
Ragnhildur Sóley Steingrímsdóttir,
Bjarni Steingrímsson.
+
Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar,
KNÚTUR JÓNSSON,
Hávegi 62,
Siglufirði,
verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 1. ágúst
kl. 11.00 f.h.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag ís-
lands eða aðrar líknarstofnanir.
Anna Snorradóttir
og börn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTJANA VIGDÍS HAFLIÐADÓTTIR,
Hjarðarholti 18,
Akranesi,
lést 27. júlí síðastliðinn.
Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju
föstudaginn 31. júlí kl. 14.00.
Jón Z. Sigríksson,
Hrönn Jónsdóttir, Halldór Jóhannsson,
Börkur Jónsson, Valgerður S. Sigurðardóttir,
Þorsteinn Jónsson, Hrefna Steinþórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.