Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992 11 Nobuyasu Yamagata ________Myndlist Bragi Ásgeirsson Það er ekki oft sem útlending- ar sem ílendast í landinu leggja fyrir sig listnám og byggja feril sinn upp á menntun við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands. Enn síður að um sé að ræða menn sem hafa fyrir fjölskyldu að sjá og hefja listnám tiltölulega seint. En þetta er jákvæða hliðin á mörgum neikvæðum í náms- lánakerfinu, sem í slíkum tilvik- um stuðlar að því að gamlir og áleitnir draumar rætist. Nobuyasu Yamagata er hrein- ræktaður Japani, sem hafði ekki að baki nema teikninámskeið við listaháskóla í Japan, er hann fluttist til íslands og festi þar ráð sitt, eða kannski festi hann ráð sitt og fluttist til íslands. Eitthvað hefur þetta námskeið setið djúpt í manninum, því eftir 16 ára dvöl hérlendis settist hann í grunnnámsdeild MHÍ og fláug inn í málaradeild ári seinna, ef svo má að orði komast. Yamagata lagði sig allan fram við námið, en fljótlega varð séð að hann vildi fara eigin leiðir og var einungis spennandi að fylgj- ast með þeim umbrotum sem áttu sér stað innra með honum. Slík afstaða til listnáms er ekki mjög hefðbundin, en meira en fullgild ef nemandinn fylgir henni eftir af jafn mikilli sann- færingu og einlægni og hér átti sér stað. Hlutverk leiðbeinand- ans er þá síður að grípa frammí, heldur frekar að reyna að fylgja nemandanum og segja álit sitt á hinum ýmsu þáttum útfærslunn- ar, og á köflum skipta sér sem minnst af honum. Frekar er það nemandans, að koma til kennar- ans og bera upp hin ýmsu vanda- mál sem hann kann að eiga við að stríða við útfærslu hugmynda sinna. Námi úr málunardeild MHÍ lauk Yamagata vorið 1990 með ágætum vitnisburði, og hefur síðan haldið áfram að þróa hið sérstaka myndferli sitt og dýpka lífsheimspeki sína. Árangurinn getur að líta í list- húsinu einn einn við Skólavörðu- stíg fram til 6. ágúst, en þar sýnir hann 8 olíumálverk á striga. Þau vinnubrögð, sem blasa við skoðandanum hafa ekki sést á þessúm stað áður og kemur hér til meiri nákvæmni og meiri yfír- lega yfir hveiju verki ásamt jarð- tengdari myndrænni hefð og erfðavenju. Fyrir ýmsa má þetta virka dálítið framandi, einkum ef svo er komið að margir myndlistar- menn vanmeta tæknibrögðin, en heQa hugmyndina að baki mynd- verksins til skýjanna. En í þessu tilviki er hugmynd- in og lífsheimspekin einnig til staðar og það í ríkum mæli. Að vissu marki bera myndirn- ar vott um dijúga súrrealistíska kennd, og hér er málað út frá þróunarferlinum myndir - tákn - orð, sem skarar einmitt þá listastefnu. Yamagata er fyrst og fremst alþjóðlegur í myndhugsun, en einnig er stutt í erfðavenjur feðralandsins. Hitt blasir svo ennfremur við, að íslenzkur vett- vangur er honum ekki með öllu framandi, sem kemur fram á áhrifamikinn hátt í myndinni „Búkur landslag“. Slíka hugsun í málverki hef ég ekki áður séð útfærða á þennan hátt hérlendis, en hún er í senn einföld sem ögrandi og hittir í mark sem ádeila á samtímann, þótt í sjálfu sér sé kannski ekki um neina beina skírskotun að ræða, heldur mun frekar ósjálfráð viðbrögð sjáandans. Auðséð má vera, að það er margt að geijast í þessum manni og skiptir miklu máli að hann fái ótruflaður að helga sig mynd- listinni næstu árin, og taki menn ekki við sér má svo fara að við missum af strætisvagninum, því Yamagata er þegar farinn að sanka að sér verðlaunum í feðra- landi sínu, þar sem samkeppnin er mjög hörð, en menn skilja betur þýðingu uppörvunar og viðurkenningar en í þessu kald- hamraða landi. Ég hafði dijúga ánægju af skoðun þessarar sýningar og einkum staldraði ég við myndir margþætts eðlis svo sem nr. 8. „Lýsing (Siglt í rauðan) 1988- 1992, Lýsing (Lýsing) (7) 1990- 1991, sem hlaut Grand Prix verðlaunin á sýningu í Tókío á sl. ári, og „Lýsing" (Æ) (1990), sem er súrrealistískasta myndin á sýningunni. En annars má segja að allar myndirnar hafí eitthvað til síns ágætis. Slá má föstu, að hér er um mjög sérstæðan og meðvitaðan listamann að ræða, sem kemur til dyranna eins og hann er klæddur, sem eru einhver bestu meðmæli sem hægt er að gefa listamanni, sem er að hefja feril sinn. Milan Kunc í Ganginum Milan Kunc: Good Hope. 1992 (Olía á striga). Myndlist Eiríkur Þorláksson Sýningarstaðir fyrir myndlist eru margvíslegir og ríkir jafn mikil fjölbreytni á þeim vettvangi og í listinni sjálfri. Mest áber- andi eru eflaust þeir sem eru reknir af opinberum aðilum (t.d. Listasafn íslands, Listasafn Reykjavíkur, Hafnarborg í Hafn- arfírði); síðan koma þeir sem eru reknir eru af samtökum lista- manna (t.d. Nýlistasafnið og FÍM-salurinn) og loks þeir sýn- ingarstaðir sem eru reknir af einkaaðilum (t.d. Gallerí einn einn, Nýhöfn, Listmunahúsið o.s.frv.) Einkaaðilar standa að mynd- listarkynningum á afar mismun- andi hátt, og eru ekki allir jafná- berandi í umijöllum fjölmiðlanna; sumir leggja mikið upp úr opin- berri kynningu og koma upplýs- ingum tryggilega á framfæri, á meðan aðrir sniðganga fjölmiðla að mestu. Einn þeirra staða sem sjaldan heyrist frá, en starfar þó af full- um krafti, er Gallerí Gangurinn. Það kann að koma ýmsum á óvart að þessi sýningarstaður, sem rekinn er á heimili Helga Þorgils Friðjónssonar myndlist- armanns, hefur starfað óslitið allt frá 1980, og er það lengri líftími en flest gallerí einkaaðila geta státað af. Þarna hafa verið haldnar sýningar á verkum ýmissa íslenskra listamanna, en ekki síður hafa þar verið sýnd verk erlendra listamanna, sem ekki hafa sést hér á landi á öðr- um vettvangi. Margir þeir er- lendu listamenn sem hafa sýnt í Ganginum hafa einnig dvalið hér á landi og ef til vill unnið að list sinni, og þá kosið að geta sýnt á þessum vettvangi á sama tíma. Nú stendur yfír í Gallerí Gang- inum sýning á nokkrum málverk- um og teikningum tékkneska listamannsins Milan Kunc. Þessi listamaður er kunnur þeim, sem fylgjast nokkuð með erlendum listtímaritum, en hann hefur skapað sér nokkra sérstöðu á síðustu tveimur áratugum með því að halda fast við afar per- sónulegt málverk, á sama tíma og málverkið var í lægð og hug- myndalist af ýmsu tagi réð ríkj- um. Kunc stundaði listnám í Prag á sjöunda áratugnum, en yfírgaf landið eftir að „Vorið í Prag“ var barið niður, og hélt fyrst til Ítalíu, þar sem hann hreifst mjög af list gömlu meist- aranna. Síðan fór hann til Dusseldorf, þar sem hann hélt áfram listnámi og sótti m.a. tíma hjá Joseph Beuys og Gerhard Richter. Hann lenti upp á kant við báða þessa kennara, og þótti þeir og nemendur þeirra sækjast eftir að framleiða rusl úr rusli; hann ákvað hins vegar að verða listmálari í sígildri merkingu þess orðs. Kunc telur að enn í dag sé mikil þörf fyrir vel unnin listaverk, sem hafa einhvern boð- skap að bera til áhorfandans, og hefur sagt, að „málverk sín væru tilvísanir um andlegt ástand mannkyns; það er skylda lista- mannsins að fjalla um það efni.“ Milan Kunc hefur gengið í gegnum vissa þróun í list sinni, og hefur til aðgreiningar gefíð henni nokkur heiti, og þannig vísað til þeirrar skilgreiningar- þráhyggju, sem ríkir í nútíma- list. Hann hefur á ýmsum tímum notað nöfn eins og „Skammar- legt raunsæi, „Sovét Pop“, „Euró Pop“ og „Mjúk rómantík" fyrir verk sín. Slík heiti eru upplýs- andi tilvísanir, bæði í viðfangs- efni listamannsins og viðhorf hans til þeirra. Þau verk sem nú eru sýnd í Gallerí Ganginum eru öll ný, og fjalla fyrst og fremst um mann- inn og náttúruna (nafnið „Um- hverfis rómantík" gæti átt ágæt- lega við). Litaval Kunc er nokkuð sérstakt, og vel til þess fallið að vekja athygli á því, sem annars væri talið sjálfsagt og lítt eftir- tektarvert. A.m.k. nokkur verk- anna eru unnin hér á landi, og er umhverfið vel þekkjanlegt, t.d. í „Good Hope“, þar sem sandarnir og Skaftafell skapa viðkvæmt .jafnvægi fyrir þá ímynd jafnvægis manns og um- hverfís, sem listamaðurinn er að fást við. Af öðrum verkum má t.d. nefna myndir eins og „Dou- ble Midnightsun" og „Icelandic Adventure" þar sem umhverfíð og náttúran renna saman á sér- stakan hátt í hinu einkennilega litavali sem Milan Kunc notar í verkum sínum. Hér er augljóslega á ferðinni hugsandi listamaður, sem telur myndgæðin og boðskapinn lykil- atriði í myndlistinni. Slík viðhorf eru ekki algeng í nútímalist, og því fagnaðarefni að fá að kynn- ast þeim stöku sinnum. Sýningin á verkum Milan Kunc í Gallerí Ganginum mun vonandi standa nokkrar vikur enn, og veitir Helgi Þorgils Frið- jónsson myndlistarmaður allar upplýsingar. Stykkishólmur: Sjúkrahúsinu gefin peningagjöf StykkÍBhólmi. SJUKRAHÚSINU í Stykkishólmi var nýlega færð vegleg peninga- gjöf í minningu hjónanna Ólafar Guðmundsdóttur og Bærings Níelssonar Breiðfjörð og dóttur þeirra Dagbjartar sem lést rúm- lega tvítug. Á þessu ári eru liðin 190 ár frá árið 1929 ea áður höfðu þau búið fæðfngu þeirra hjóna, bæði fædd nokkur ár í Ögri. Bjuggu þau á 1892. Bæring var sonur hjónanna Sellátri til ársins 1943 að þau Dagbjartar Jónsdóttur ogsNíplsai' fluttu f Stykkishólm þar sem þau Breiðfjörðs Jónssonar bónda og bjuggu til æviloka. Þau eignuðust sjósóknara_ frá Sellátri við Breiða- 7 böm en 6 eru á lífi sem mættu ljörð. En Ólöf var frá Hellissandi, nú á ættarmóti að Sildi í Helga- dóttir Ólafar Pétursdóttur og Guð- fellssveit ásamt niðjum og eins við mundar frá Brennu. afhendingu þessarar veglegu gjaf- Þau Ólöf og Bæring tóku við ar. í dag munu afkomendur Ólafar búi í Sellátri eftir foreldra hans og Bærings vera yfír 70. Kristín, elst barna þeirra hjóna, afhenti gjöfina við hátíðlegt tæki- færi á sjúkrahúsinu og Kristinn Br. Guðmundsson skólastjóri en sonarsonur Bærings flutti ávarp þar sem hann minntist afa og , ömmu og sagði frá ævi þeirra- og starfi. • Róbert Jörgensen, fram- kvæmdastjóri sjúkrahússins, tók á móti gjöfínni og þakkaði gefend- um velvöldum orðum. Síðan buðu systumar öllum viðstöddum til kaffídrykkju að athöfninni jokinni. - Árni. Kristín afhendir Róberti Jörgensen peningagjöfina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.