Morgunblaðið - 29.07.1992, Side 33

Morgunblaðið - 29.07.1992, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992 Minning: Oskar Bjartmarz Fæddur 15. ágúst 1891 Dáinn 15. júlí 1992 Elskulegur móðurbróðir og vinur, Óskar Bjartmarz, er nú allur. Hann fæddist að Neðri-Brunná í Saurbæ, Dalasýslu 15. ágúst 1891 og átti því sléttan mánuð í 101 árs afmæl- ið, en hann lést 15. júlí sl. Ég ætla ekki að rekja hér ættir Óskars en hann þekktu margir þar sem hann var forstjóri Löggilding- arstofunnar og ferðaðist um landið til að fylgjast með og löggilda allar vigtir sem í verslunum voru. Mörg ár rak hann einnig búskap í Foss- vogi en þar keypti hann land og reisti sumarbústað. Þegar ég er þetta rita flutti til Reykjavíkur, bjó ég hjá þeim hjónum Óskari og Guð- rúnu á Bergstaðastræti 21. Vorum við þá níu í þessu litla húsi, en allt gekk þetta þó með ágætum enda voru allir sem einn. Gestanauð var þar mikil, enda hjónin með afbrigðum gestrisin og höfðu yndi af að taka vel á móti fólki. Það er varla hægt að tala um Óskar nema Dallý (en svo var Guð- rún kona hans kölluð) sé nefnd um leið, svo samrýnd voru þau í einu og öllu. Sveitin átti djúpar rætur í þeim og þau í sveitinni. Hestar voru þeirra áhugamál og var Óskar einn af stofnendum hestamannafélagsins Fáks. Hann stofnaði einnig Breið- firðingafélagið og rak Breiðfírð- ingabúð um árabil. Þótt þau hjón byggju svo lengi í Reykjavík voru þau fyrst og fremst Dalamenn en Dallý var dóttir Bjöms Bjamasonar sýslumanns á Staðarfelli í Miðdöl- um. Að eiga þau hjón að var annað og meira en eiga venjulegt frænd- fólk. Þau stóðu með manni í gegnum þykkt og þunnt, létu mann finna væntumþykjuna og áhugann á að allt gengi nú vel. Dallý lést 1977 og eftir það bjó Óskar einn um árabil eða þar til hann flutti í Seljahlíð og naut þar einstakrar umönnunar til hinsta dags. Öskar var mikið glæsimenni og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Alltaf ætlaði hann sér þó af og hefur það ömgglega átt sinn stimar urðu fleiri og fleiri. Júlíus hefur styrkt og stutt Þómnni af sinni einstöku tryggð í gegnum árin. Ófá eru spor hans upp á spít- ala, þar sem hann hlúði að Þórunni sem best hann gat, allt þar til lífs- ljós hennar slokknaði. Dóttirin Svanhvít hefur staðið við hlið mömmu sinnar á erfiðum stundum, hún hefur veitt móður sinni alla þá hjálp sem hún gat, þeirra samband var einstakt og vom þær hvor ann- arri sem bestu vinkonur. Ég og Siggi sendum vini okkar Júila, börnunum Svanhvíti, Óla, Pétri og hans fjölskyldu, okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi góð- ar minningar ylja ykkur á erfiðum tímum. Blessuð sé minning Þómnnar Pétursdóttur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Margrét Jónsdóttir. Ég vil með nokkrum orðum minn- ast hennar móður minnar, Þómnn- ar, sem lést sunnudagsmorguninn 19. júlí 1992. Hún var búin að vera þátt í hve lengi hann hélt góðri heilsu. Þótt minnið væri mikið farið að láta sig, þá var gamli tíminn furðu skýr eins og kom fram í vetur þegar ég gerði það að gamni mínu að fara yfír bæi í Dölunum og riíja upp hver hefði búið hvar á hans yngri ámm, það stóð ekki á svar- inu, þetta mundi hann, nefndi einn- ig einstaka hest sem þessi eða hinn hafði átt. Svona getur heili manns- ins enst ótrúlega. Óskar og Dallý eignuðust ijóra syni sem allir eiga indælar konur og er afkomendahópurinn býsna stór. Var gaman að sjá umhyggjuna hjá þeim öllum fyrir gamla mannin- um. Nú er komið að leiðarlokum langri og viðburðaríkri ævi lokið og geta þau hjón nú hleypt gæðingum sínum um hinar grænu gmndir sem þau trúðu bæði að nóg væri af hinu megin við hliðið. Því segi ég einung- is: „Góða ferð og þökk fyrir allt.“ Anna Jónsdóttir. Hér er valinn maður í hveiju rúmi, sagði tengdafaðir minn oft með þungri áherslu og átti hann þá við starfsfólk Seljahlíðar, dvalarheimilis aldraðra, þar sem hann var heimilis- maður síðustu 6 ár ævi sinnar. Því góða samvalda fólki þökkum við ættingjar hans sérstaklega því aldr- ei á ævi manns er meiri þörf á hlýju og kærleika en á elliárunum. Borðfélögum hans, Þómnni og Þorgeiri, þökkum við vináttuna, inni hjá þeim átti hann sitt hom og kaffi- bolla og margar góðar stundir. Öll- um öðram hinum vinum hans í Selja- hlíð þökkum við góða samfýlgd við hann. Vinkonu hans, Breiðfirðings- ins henni Helgu Oddsdóttir, get ég auk þess ekki látið hjá líða að þakka tryggðina við Óskar allt til síðustu stundar. Já, nú hefur hann kvatt, 100 ára og ellefu mánuðum betur, eftir langa og farsæla ævi, hann tengda- faðir minn Óskar Bjartmarz, sem bar aldurinn svo vel að systir mín ein spurði mig eitt sinn hvort ekki væri einhver vitleysa í kirkjubókun- um með fæðingarár hans. Fallegur maður var hann, en það sem var miklu meira um vert var innræti hans. Ég held að hann hafi hvergi sjúklingur mjög lengi, en var alltaf svo sterk og ákveðin og ætlaði ekki að láta sjúkdóminn hafa of mikil áhrif á sig og sína nánustu. Hún vildi alltaf gera meira en við héldum að hún gæti og gafst aldrei upp. Fyrir rétt rúmum tveimur áram veikist hún mikið og lá í dái eftir það. Mér hefur alltaf fundist erfitt að þurfa að horfa upp á hana liggja svona og geta ekkert að gert, því alltaf hafði hún barist og verið sterk og lífsviljinn svo mikill að sárt er að þurfa að enda þetta svona og geta ekkert aðhafst. Síðust sjö árin bjó ég ein með mömmu því foreldrar mínir skildu. Þegar ég hugsa til baka er ég mjög ánægð og þakklát fyrir að hafa fengið að hjálpa henni og styðja í gegnum þennan tíma. Stundum var það verið erfitt, en mun oftar var það gaman og okkur leið vel sam- an. Mamma mín var ekki síður vin- kona mín en móðir. Hún tók alltaf þátt í öllu sem ég var að gera og sýndi því mikinn áhuga. Til dæmis þegar ég og vinkona mín vomm að fara eitthvað út að skemmta okkur, vomm við oft heima að hafa okkur og til þá tók mamma alltaf þátt í því með okkur og hún hafði virkilega gaman af. Það gladdi hana svo mikið að vera innan um fólk. Þegar og var yngri var ég alltaf svo stolt og montin af mömmu. Mér fannst hún alltaf besta, falleg- asta og skemmtilegasta mamma í heimi. Ég var ekki ein um að vera stolt og ánægð með hana því vin- konur mínar voru það Iíka. Alltaf vildu þær fara með henni mömmu út í búð, í bíó eða bíltúr þó að við farið eða verið um dagana að hann hafi ekki skilið eftir sig birtu og yl. Það er margs að minnast. Ég sé hann fyrir mér á Hvítasunnudag árið 1954 þegar ég hitti hann í fyrsta sinn, er ég var boðin heim til þeirra hjóna sem konuefni Bjöms Stefáns, elsta sonar þeirra. Mér er það ógleymanlegt hvemig hann tók um axlimar á mér og bauð mig hjartanlega velkomna í fjölskylduna. Sú einstaka hlýja og það traust sem streymdi frá honum þá hélst ævi hans út. Þau hjónin, Óskar og hans góða kona Guðrún, hófu búskap í húsi sínu á Bergstaðastræti 21 árið 1929. í því húsi eignuðust þau alla drengina sína fjóra, Bjöm Stefán, Gunnar, Hilmar og Frey og bjuggu þar alla tíð til ársins 1976. Bræðum- ir byijuðu allir búskap sinn í húsi þeirra hjóna og bjuggu þar með eig- inkonum sínum á meðan þeir vom að eignast sitt eigið húsnæði. Skiln- ingurinn og umburðarlyndið sem þau Óskar og Guðrún sýndu okkur tengdadætmnum í sambúðinni var einstakt. Óskar og Guðrún höfðu aðeins búið rétt ár í Efstalandi 19 er hún féll frá í ferð með öldraðum á Mall- orka í október árið 1977. Þá átti tengdafaðir minn erfitt, en hann tók andláti hennar af því æðmleysi sem hans var von. Synir hans til skiptis sváfu hjá honum veturinn á eftir en eftir það bjó hann einn og sá um sig sjálfur, eldaði, þvoði og straujaði þvott sinn, allt þar til hann 95 ára fór í Seljahlíð. Það var ekki auður í garði þegar Óskar fæddist og hann varð aldrei ríkur að veraldarauði og ég held að væram á viðkvæmum aldri og fáir vildu láta sjá sig með foreldram sínum. Það kom aldrei sú stund að ég vildi ekki láta sjá mig með mín- um foreldrum. Ég var svo motin af þeim. Annars er erfitt fýrir mig að gera upp á milli ánægjulegra stunda sem við amma áttum saman, því þær vom svo margar. Það var mjög oft að við mamma fómm í bíltúr út fýrir bæinn, þegar veður var gott til að kaupa okkur ís eða kaffi, það vom mjög góðir dagar. Þó við væmm ekki síblaðrandi leið okkur vel saman. Reyndar man ég mjög vel eftir einum bfltúr, sumarið 1989, en þá keyrðum við að Geysi. Við stoppuðum allsstaðar sem hægt var og mamma fékk sér kaffi og við töluðum og töluðum allan tímann og vomm mjög ánægðar með lífið og tilverana. Það er erfítt að kveðja mömmu, en ég ætla að vona að henni líði vel núna. í gegnum öll hennar veik- indi kvartaði hún aldrei og var allt- af jafn ákveðin í að gera eitthvað. Dugnaðurinn og krafturinn var ótrúlega mikill. Ég vil þakka öllu starfsfólkinu á deild 32-A, á Landspítalanum fyrir að hlú að henni og hugsa vel um hana. Gunnar Guðmundsson, lækn- irinn hennar, fær mínar bestu þakk- ir fyrir allt sem hann gerði fyrir hana og okkur hin sem börðust með henni. Mestan stuðning fékk hún frá honum pabba. Hann var alltaf tilbúinn fyrir hana og gerði allt sem hann gat til að reynast henni og mér sem best. Svanhvít. hann hafí aldrei haft sérstaka löng- un til þess. Þó hafa að mínu áliti fáir verið ríkari. Kjarninn í lífsvið- horfi hans var að standa sig í öllu því sem hann tók að sér eða á hann var lagt. Hann var mjög félagslega þroskaður maður og kappsfullur í þeim félagsstörfum sem hann tók að sér en drenglund hans var þó ávallt í fyrirrúmi. Breiðfirðingafélagið var þeim hjónum sérstaklega kært en þau vom félagar í því allt frá stofnun þess. Ég minnist þeirra nú, þessara glæsilegu hjóna, Óskars og Guðrún- ar, á dansgólfinu í Breiðfirðingabúð dansandi gömlu dansana að mikilli snilld og þannig hugsa ég mér þau nú saman í hinum víðu himnasölum. Að hafa átt slíkan föður og tengdaföður sem Óskar var er mik- il gæfa. Aldrei gerði hann upp á milli sona sinna eða heimila þeirra. Allra síðustu árin þegar heilsa hans leyfði ekki lengur að hann sækti jólaboð hjá öllum sonum sínum sem verið hafði föst venja, þá fór hann hvergi, annaðhvort færi hann til þeirra allra eða ekkert. Afkomendum Óskars öllum óska ég þess að þeir fái tileinkað sér sem mest af hans góðu mannkostum og að þeir fái lifað lífi sínu með þeirri reisn sem einkenndi hann allt til síðasta dags. „I vetrarhríð vaxinnar ævi gefst ei skjól nema Guð.“ Ég kveð tengdaföður minn með virðingu og þakklæti okkar hjón- anna og fjölskyldu okkar. Elsa. í dag er til grafar borinn afi minn Óskar Bjarmarz en hann lést í sjúkradeild Seljahlíðar hinn 15. júlí sl. Afi fæddist að Neðri Bmnná í Saurbæ, Dalasýslu þ. 15. ágúst 1891. Hann hafði því lifað tímana tvenna. Afi stundaði búskap í Fossvogs- dalnum þegar ég var yngri og hafði þar bæði kindur og hesta. Þá var hann kominn á áttræðisaldur. Á hveiju vori var farið að skoða lömb- in og á hveiju sumri var verið í heyskap. Frá þessum stundum em margar góðar minningar. Afi hafði mikla ást á hestunum sínum og hafði gaman af að segja okkur krökkunum frá ferðum sem hann hafði farið þegar hann var ungur eins og hann orðaði það. Þessar ferðir tengdust allar hestun- um hans. Einu sinni sagði hann mér að mest langaði sig til að enda æf- ina með því að fara ríðandi vestur í Dali og deyja þar. Mér fannst stundum að hann afi hefði átt að verða bóndi því að hann naut sín svo vel innan um skepnurn- ar sínar og við störfin sem þeim tengdust. Hann var hrifínn af sveit- inni sinni og var mikill Breiðfírðing- ur í sér. Afi kvæntist Guðrúnu Bjamason, ömmu minni, árið 1929. Amma var fædd á Sauðafelli í Döl- um. Þau voru því bæði Breiðfirðing- ar og saman störfuðu þau í Breið- firðingafélaginu af lífi og sál. Þau bjuggu yfír 50 ár á Bergstaða- stræti 21 í Reykjavík. Þau eignuð- ust 4 syni, 17 barnabörn og barna- bamabömunum er alltaf að fjölga. Guðrún amma dó árið 1977 og bjó afi þá einn í tæp 9 ár eða þar til hann fór í Seljahlíð árið 1986 þá orðinn 95 ára. Ég vil með þessum orðum kveðja afa minn og þakka honum fyrir all- ar okkar samvemstundir. Guð blessi minningu Óskars Bjartmarz. Sigrún. í dag er til moldar borinn heiðurs- maðurinn Óskar Bjartmarz, en hann andaðist í Sjúkradeild Seljahlíðar hinn 15. júlí sl. Óskar fæddist hinn 15. ágúst 1891 að Neðri-Brunná, Saurbæjar- hreppi, Dalasýlu og voru því æviár hans orðin æði mörg. Foreldrar hans vom hjónin, Ingibjörg Guðmunds- dóttir og Bjartmar Kristjánsson, er þar bjuggu þá. Óskar var næst- yngstur af átta systkinum. Eftir lif- ir nú ein systir, Sigrún, en hún býr í Chicago tæplega 96 ára og var hún yngst systkinanna. Þeim fer óðum fækkandi 19. ald- __________________________ 33 ar íslendingunum sem börðust fyrir sjálfstæði landsins og var Óskar einn fulltrúi þeirrar kynslóðar. Hann v unni landi sínu heitt og þekkti það líka vel. Hann var einn af stofnend- um Ferðafélags íslands og var svo heppinn að geta sameinað áhuga- mál sín og vinnu sína, því að um 40 ára skeið vann hann hjá Löggild- ingarstofunni, þar af um 36 ár sem forstöðumaður. Ferðalög kringum landið til þess að löggilda mælinga- tæki landsmanna vom því stór þátt- ur í starfí hans. Mörg árin fór Ósk- ar þessar ferðir ríðandi og kynntist því landinu vel. Hann var mikill hestamaður og var einn af stofnend- um Hestamannafélagsins Fáks. Hann hélt dagbækur um allar þess- ar ferðir sínar, þar sem hann skráði dagleiðir, veðurfar, landslag og gististaði auk skýrslugerða varðandi starf sitt. Eru þessar bækur hin fróðlegasta lesning og gefa góða mynd af landshögum þess tíma. Óskar aflaði sér menntunar í Flensborgarskóla í Hafnarfirði og lauk þaðan Gagnfræðaprófi árið 1913. Ungmennfélagshreyfingin átti líka hug hans og hjarta á þess- um tímum, með bjartsýni og trú á lífið og landið. Árið 1929 þann 5. október kvænt- ist Óskar Guðrúnu Bjamason., Hún var dóttir Bjöms Bjamasonar, sýslumanns Dalasýslu og konu hans Guðnýjar Jónsdóttur, Borgfirðings, fædd á Sauðafelli í Dölum, 4. sept. 1901. Óskar og Guðrún stofnuðu heimili sitt á Bargstaðastræti 21 í Reykjavík. Þar bjuggu þau svo í 50 ár og eignuðust fjóra syni. Þeir era: Bjöm Stefán f. 17. maí 1930, kvæntur Helgu Elsu Jónsdóttur og eiga þau 4 börn. Gunnar f. 2. októ- ber 1931 kvæntur Sólveigu Fann- eyju Steindórsdóttur og eiga þau 6 dætur. Hilmar f. 25. nóvember 1934, kvæntur Þórdísi Kötlu Sigurð- ardóttur og eiga þau 3 böm. Freyr f. 10. mars 1938, kvæntur Mar- gréti Hjálmarsdóttur og eiga þau 4 börn. Barnabörnin em nú orðin 30 talsins. Guðrún lést 24. október 1977 þegar þau hjónin vom á ferða- lagi með öldruðum Reykvíkingum á Mallorka. Þau Guðrún og Óskar voru mjög samhent hjón og áttu mjörg sameiginleg áhugamál. Það var því mikið áfall fýrir Óskar og okkur öll í fjölskyldunni þegar Guð- rún lést svona skyndilega. Margar minningar hrannast upp þegar litið er til baka og em þær æði margar tengdar Óskari og Guð- rúnu. Hann stundaði alltaf smá- búskap í tómstundum sínum, lengst af í Fossvogsdalnum. Þar var hann bæði með hestana sína og kindur. Þar kynntust barnabörnin fýrst dýr- unum og heyskapnum sem þar var einnig stundaður á sumrin. Óskar og Guðrún voru miklar félagsvemr og vildu á stundum hafa drengina sína og konur þeirra með eins og t.d. á skemmtanir Breiðfirðingafé- lagsins en í því félagi störfuð þau mikið og vom þar heiðursfélagar. Þau fóru einnig með sonum sínum og fjölskyldum þeirra í marga úti- leguna. Var þá stundum þröngt í tjaldinu og eru góðar minningar tengdar þessum ferðum. Á seinni árum þegar Óskar gat ekki lengur ferðast þá var hans mesta yndi að rilja upp ferðir sínar um landið á sínum góðu gæðingum. Það má segja að Óskar hafí haldið heilsu sinni, minni og frásagnar- gleði í tæp 100 ár. Það kallast að hafa lifað lífinu lifandi. Eftirfarandi ljóðlínur úr ljóðinu, Sveitin mín, eftir Sigurð Jónsson frá Arnarvatni gætu sem best hafa ver- ið ortar í orðastað Óskars: Fagra dýra móðir mín, minnar vöggu griðastaður, þegar lífsins dagur dvín, dýra kæra fóstra mín, búðu um mig við brjóstin þín. Bý ég þar um eilífð glaður, Fagra, dýra móðir mín, minnar vöggu griðarstaður. Að leiðarlokum þökkum við hon- um öll fyrir samfylgdina. Hún var góð. Við erum þakklát fyrir hana og vonum að við bemm gæfu til að geta dregið af henni mikinn lær- dóm. Blessuð sé minning Óskars Bjartmarz. Þórdís Katla Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.