Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JUU 1992
17
unarbandalag Evrópu (EFTA) gæti
ekki búist við að samningar við EB
fælu í sér sams konar reglur og
þegar um tvenn alþjóðasamtök
væri að ræða.“
Já, hvað skyldi kallinn nú meina
með þessu?
Um ávinninginn af EES
EES/EB-sinnar hafa margoft
fullyrt um hinn gífurlega ávinning,
sem íslendingum á að falla í skaut
vegna EES-samningsins.
I þessum fullyrðingum er allt
morandi í hjásögli og get ég því
aðeins nefnt það stærsta, rúmsins
vegna.
1) Fullyrt er að vegna niðurfelling-
ar tolla af fiski, fram yfír það
sem nú þegar er gert?, muni
íslendingar hagnast um 1—2
milljarða á ári. En fróðlegt væri
að fá einnig áætlaðar tölur um
þann kostnað, sem dragast verð-
ur frá þessum gróða. Það kostar
peninga að halda EES uppi,
greiða fólki laun, greiða þýðing-
arkostnað, greiða utanlands-
ferðir embættismanna og ráð-
herra, greiða í þróunarsjóð
o.s.frv. Hvað kostar það allt
saman á ári, og hvað verður þá
mikið eftir af tollaniðurfellingar-
gróðanum?
2) I skýrslu sinni til Alþingis í fyrra
sagði utanríkisráðherra (og hef-
ur reyndar margbent á það sama
í sjónvarpsviðtölum) að þessi
niðurfelling tolla af fiski sé alls
ekki aðalávinningurmn. Meginá-
vinningurinn sé sá, að eftir
EES: „Þá væru komin skilyrði
til þess að byggja hér upp háþró-
aðan matvælaiðnað, að fara
framhjá uppboðsmörkuðum
Evrópubandalagsins, að komast
með háþróaða, fullunna neyt-
endavöru undir íslenzkum vöru-
merkjum beint inn á neytenda-
markaðinn, að auka vinnsluskil-
yrði þessarar framleiðslu í inn-
lendum höndum ...“
Og Alþýðublaðið segir: „EES-
samningurinn felur í sér að toll-
múrar á fískinnflutningi á unnum
físki frá íslandi á Evrópumarkað
myndu hrynja. Þar með myndi ís-
land hætta að vera stórútflytjandi
á óunnum fiski og fiskvinnsla myndi
stóreflast um allt land“.
Já, já, þetta lítur nú allt vel út,
og betur að satt væri og auðvitað
vonandi, en það er nú svo að skoð-
anir eru skiptar og ekki víst að vin-
imir í EB líti svona á málið. Það
vekur a.m.k. hjá mér ónotalegan
ugg, þegar ég sé fréttir eins og
lesa mátti í innblaði Morgunblaðsins
hinn 24. júní si., en þar segir í grein
með fyrirsögninni: — Fiskveiðiþjóð-
irnar munu áfram sjá EB fyrir hrá-
efni til vinnslu — „Grundvallar-
spurningin í þessu máli er, hvernig,
á hvaða vinnslustigi, fiskurinn komi
inn fyrir landamæri bandalagsins
og hvernig hann sé fluttur. Allt
bendir til þess, þrátt fyrir mikla
mótstöðu fískveiðiþjóðanna, einkum
við norðanvert Atlantshafíð, að
megnið af fiskinum verði áfram
flutt inn óunnið eða lítið unnið og
fari beint í smásölu eða til frekari
virðisauka í verksmiðjum innan
EB“.
Og síðar í greininni: „Undir
venjulegum kringumstæðum geti
Norðurlöndin áfram haldið stöðu
sinni sem ráðandi innflytjandi á
físki til Evrópubandalagsins, en all-
ar tilraunir til þess að breyta ríkj-
andi mynstri muni leiða til þess,
að EB muni leita á aðrar slóðir eftir
fiski“.
Þetta eru nú svona frekar ónota-
legar skoðanir, ef réttar reynast.
Það kemur alltaf að þessu sama.
Menn eru alltaf að gylla þennan
samning, segja hálfar sögur, hálfan
sannleika, búa til glassúr utan um
vonda köku.
Menn eiga ekki að vera hjásögl-
ir, sér í lagi ekki þegar um svo
þýðingarmikið mál er að ræða og
hér er á dagskrá, heldur segja bara
eins og er, segja sannleikann og
allan sannleikann. Þá er miklu betra
að átta sig. Miklu meiri líkur á að
rétt ákvörðun sé tekin. En menn
verða náttúrulega að hafa þor og
dug til þess að taka ákvörðun. Það
dugir ekki að fela sig út í horni,
hvorki í þingsölum né annars stað-
ar. Ég ber miklu meiri virðingu
fyrir þeim mönnum, sem hreinlega
viðurkenna að þeir séu heittrúaðir
EB-sinnar, eins og t.d. Karl Stein-
ar, Björn Bjarnason, Jón Baldvin
og Davíð Oddsson, heldur en þeim
mönnum, sem mig grunar að séu
andvígir bæði EES- og EB-aðild eða
a.m.k. mjög vantrúaðir á ágæti
hennar — en þora ekki að segja það
upphátt, heldur kjósa að fela sig á
bak við þögnina.
Og það er einmitt um það, sem
ég ætla að skrifa næst — um póli-
tískt hugleysi.
í því sambandi ætla ég að leyfa
mér hér að lokum að fá að láni til-
vitnun úr einu landsblaðanna, en
hún er svona:
„Þau eru verst hin þöglu svik að
þegja yfir öllu röngu.“
Höfundur erflugstjóri og
lögfræðingur.
Kviknaði í mosa út frá grillkolum
ELDUR kom upp í mosa í Berserkjahrauni á Snæfellsnesi í fyrra-
kvöld eftir að óvarkár ferðalangur hafði hellt heitum grillkolum
á jörðina og yfirgefið staðinn.
Ferðamenn sem gistu í tjaldi í gerðu lögreglunni viðvart. Ferða-
nágrenninu urðu varir við reyk og mönnunum hafði hins vegar tekist
að slökkva eldinn þegar lögreglan
kom á staðinn. Að sögn lögregl-
unnar í Stykkishólmi kviknaði í
mosa á um það bil 30 fermetra
svæði.
í einu og sama leiktækinu, vasadiskó og tölvuleikur. Þú getur valið
um Knattspymu - Tennis eða Kappakstur.
Tækinu fylgja sterió heyrnartæki
og það er með sjálfvirkum stoppara á spólu - frábær hljómgæði.
Heimilistæki hf
SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20
TOYOTA
AUKAHLUTIR
TILBUINN
í FRÍIÐ!
• Svefntjald á pallinn
• Palldýna
• Ljósahlífar
• Kælibox
• Húddhlífar
Úrvalsvara - aðaleinkenni Toyota aukahluta.
Nýttu þér ráðgjöf okkar og sendingarþjónustu.
Og svo er bara að drífa sig. Góða ferð!
® TOYOTA
Aukahlutir
NÝBÝLAVEGI6-8 KÓP. SÍMI634400