Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 15
MOR^UNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 19þ2 15 Að verða að ljúga eftir Siglaug Brynleifsson Ilona Duscinska, eiginkona Karls Polanyi (höfundur frægs rits: „The Great Transformation") skrifaði grein um Georg Lukacs í eitt þeirra tímarita sem kommúnistar gáfu út í Berlín og víðar eftir byltingu kommúnista í Pétursborg 1917. Franz Borkenau, fyrrum kommún- isti, birtir kafla úr greininni í riti sínu „The Communist Internation- al“, sem kom út í London 1939. Kafli þessi er lýsing á gerð og hug- myndum þeirra einstaklinga sem réðu og ráða stefnu kommúnista um allan heim og er því mjög upp- lýsandi um starfsaðferðir, rétlæt- ingar og heimsmynd þeirra sem móta stefnuna. Greinin birtist í „Unser Weg“ í marz 1921. Ekið á konu í Austurstræti Lögregla óskar eftir vitnum EKIÐ var á konu í Austurstræti í Reykjavík á móts við Hallæris- planið miðvikudaginn 15. júlí um kl. 1.30. Okumaður stöðvaði bíl- inn og ræddi við konuna en ók síðan á brott. Lögreglan í Reykjavík óskar nú eftir því að ökumaðurinn gefí sig fram og óskar jafnframt eftir vitn- um að atburðinum. Að sögn lög- reglu meiddist konan á fæti, þó ekki alvarlega. „Hugmyridafræðingur (Lukacs) sem var e.t.v. aðalheilinn bak við ungversku byltinguna ... svarar spurningu minni um hvort réttlæt- anlegt sé að forustumenn komm- únista stunda lygar og svik við eig- in flokksmenn. (Svar Lukacs): Sam- kvæmt kommúnískri siðfræði þá er það skylda flokksmanna að sam- þykkja og réttlæta nauðsyn þess að vinna öðrum illt. Þetta er strang- asta krafan um fórn, sem byltingin leggur okkur á herðar. Kommúnist- inn er þess fullviss að illskan muni ummyndast í sæluvitund og síðar í sæluríkið um refilstigu sögulegrar þróunar. Kenningin um réttlætingu glæpsins þ.e. illskunnar í samhengi við sögulega nauðsyn hefur ekki verið gerð opinber (þ.e. 1921) en þessi boðskapur hefur borist frá manni til manns í röðum flokks- manna og skilningur þessa er frum- skilyrði þess að vera „sannur kommúnisti“.“ Þessar kenningar samhæfast fullkomlega kenningum hins kunna nihilista Netsjaevs, sem varð fyrir- mynd Dostojevskíjs að aðalpersón- unni í „Djöflunum". Ekkert gott og illt, engar skilyrðislausar siðferð- iskröfur (Kant) engar trúarlegar útlistanir á góðu og illu. Aðstæð- urnar ráða hegðun og mati hvetju sinni og í sambandi við pólitíska baráttu kommúnista er allt leyfi- legt. Lygar, svik, morð er réttlætan- legt svo fremi að það stuðli að valdatöku flokksins. Því ber þeim sem stjórna og móta flokksstefnuna að Ijúga og svíkja stuðningsmenn og flokksfélaga ef söguleg nauðsyn baráttunnar krefst þess og þeir skulu átta sig á nauðsyninni fýrir að logið sé í þá og „hugsjónir" þeirra sviknar. Þeir eru aðeins hjól „Samkvæmt mati rússneskra sagnfræð- inga og viðtölum við þá í fjölmiðlum, virðast þeir flestallir þeirrar skoðunar að saga Sov- étríkjanna frá 1917, sé saga glæpamanna og stjórnar þeirra.“ í flokksvélinni „apparatinu" sem mun að lokum skapa fullkomlega vísindalega uppbyggt samfélag. Fyrst í maímánuði sl. voru birtar fréttir í Sjónvarpinu um skjöl úr skjalasafni Komitern varðandi tengsl íslenskra kommúnista við stjórnendur sovéskra kommúnista og samkvæmt þessum skjölum var íslenskum kommúnistum stjórnar beint frá stjómaraðsetri Komintern í Moskvu. Margir höfðu vitað um þessa stjórnun í áratugi, en íslerisk- ir kommúnistar höfðu alltaf neitað beinum teriglsum og stjórnun frá Moskvu. Bein og óbein stjórnun virðist vera skjalfest frá 1921 til 1938 og allt til 1940. Nokkrir dygg- ustu samstarfsmenn Kominters voru nafngreindir og birt bréf til þeirra, þar sem þeim var þakkað samstarf og stuðningur við fram- gang stefnunnar hér á landi. Þetta var merkileg frétt, en við- brögðin við henni voru óveruleg eða engin í helstu fjölmiðlum. Það var ekki fyrr en í júlí að umræðuþáttur um aðra frétt frá Moskvu var flutt- ur á Rás 1 í Ríkisútvarpinu, sú frétt var um tengsl kommúnsta við KGB, um 1970. Sigurlaugur Brynleifsson Umræðuþátturinn var mjög eft- irtektarverður, þar sem kom fram að mat fyrsta viðmælanda að með birtingu skjalanna væri full nauð- syn á að endurskoða stjórnmála- sögu allt frá 1921 og fram á okkar daga vegna nýrra skjalfestra heim- ilda um erlenda stjórnun á einum íslenskum stjómmálaflokki á ákveðnu tímabili. Þessi staðreynd mun öllum augljós, en þó reyndi annar viðmælandinn að drepa henni á dreif með kjánalegum samanburð- arfræðum, sá þriðji hélt sér að umræðuefninu og neitaði að ganga inn í lygavefinn, sem annar viðmæl- andi reyndi að vefa. Eins og komið er, á eftir að upp- lýsa tengsl íslenskra kommúnista við móðurflokkinn, en væntanlega birtast frekari heimildir úr skjala- söfnum Komintern og KGB. Rann- sókn á valdaferli sovéska kommún- istaflokksins fer nú fram í Rúss- landi og krafist hefur verið af nú- verandi valdhöfum að flokkurinn verði bannaður, á þeim forsendum að hann sé flokkur glæpamanna og hafi ráðið sem slíkur allt frá 1917 til misheppnaðs valdaráns í ágúst á sl. ári. Dómur er væntanleg- ur í haust eða næsta vetur. Enginn veit um málalok, en samkvæmt mati rússneskra sagnfræðinga og viðtölum við þá í fjölmiðlum, virð- ast þeir flestallir þeirrar skoðunar að saga Sovétríkjanna frá 1917, sé saga glæpamanna og stjórnar þeirra. Sú skoðun fellur að kenning- um Luckacs sem vitnað er til í upp- hafi þessarar samantektar um rétt- lætingu glæpsins, og kenningarinn- ar um skyldu forustumanna kommúnistaflokksins að ljúga í fé- lagana. Árangur þeirrar starfsemi hér á landi var, að skoðun stjórn- enda Komintern og KGB, hróss verður. Höfundur er rithöfundur og fræðimaður. [vusumarskolinn PC eða Macintosh námskeið fyrir 10 -16 ára 2ja eða 3ja vikna námskeið í júni, júlí eða ágúst. Kennt frá 9-12 eða 13-16 fimm daga vikunnar. jj Mj«SI h«gsta»tt vsrd Tölvu- og verkfræðiþjónustan VerkfræðistofaHalldórsKristjánssonar (T)° Grensásveai stofnuð 1. mars 1986 P ó N 1 K R Ö F L S I M 1 - G R Æ N T N íi M E R 9 9 6 6 8 0 TJÖLD FRÁ 6.995 kr. KÆLIBOX FRÁ 1.895 kr KOLAGRILL 1.995 kr. TJALDDYNUR SVEFNPOKAR FRÁ 3.490 kr. FERÐAGASGRILL 3.990 kr. GRILLKOL 199 kr. ÁLDÝNUR FRÁ499 kr. POTTASETT 1.695 kr. INNIHATŒ) IHAGKAUP FYRIR VERSLUNARMANNAHELGINA einnota bollar, glös, diska og hnífapör í miklu úrvali. Skoðaöu verðið, úrvalið og gæðin í Hagkaup og þá kemstu að því að þú þarft ekki að leita lengra. - m «■■■ m Verslunarmannahelgin byrjar í Hagkaup. - allt í einniferð í Hagkaup færðu allt sem þú þarft fyrir útileguna um Verslunarmannahelgina; vandaðar vörur á ^ ótrúlega góðu verði. Tjöld sem þú tjaldar á augabragði, tjalddýnur, svefnpoka, bakpoka, kolagrill, ferðagasgrill, kælibox, grillkol, gasluktir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.