Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR. 29. JÚLÍ 1992
Fjórir sækja um
stöðu skattsljóra
FJÓRAR umsóknir hafa borist fjármálaráðuneyti um stöðu skattsljóra
í Norðurlandsumdæmi eystra, en umsóknarfrestur rann út i lok síð-
ustu viku. Nokkrar líkur eru á að skipað verði í stöðu skattstjóra í
þessari viku.
Að sögn Snorra Olsen, deildar-
stjóra í fjármálaráðuneytinu, hafa
ráðuneytinu borist fjórar umsóknir
um embætti skattstjóra á Akureyri
'og vart sé von á fleirum þar sem
póstur frá því fyrir helgi ætti að
vera kominn til skila. Ekki sagði
hann að upplýstist hverjir umsækj-
endur væru fyrr en skipað yrði í stöð-
una, en nú væri þegar farið að at-
huga umsóknimar og því næst myndi
fjármálaráðherra skipa nýjan skatt-
stjóra í embætti. Hvort það yrði fyr-
ir lok þessarar viku gæti oltið á önn-
um ráðherra.
Snorri sagði að það réðist af hög-
Hrísey:
Ferðamannaþjónusta
er í beitingaskúrum
FYRIR nokkru var opnuð í Hrísey
minjagripasalan Rjúpan. Hún er í
gömlum beitingahúsum við höfn-
ina, en þar eru seldir handunnir
miryagripir og auk þess boðið upp
á kaffi og heimabakaðar kökur.
Það er Sarah Hamilton sem rekur
ferðamannaverslunina Rjúpuna
ásamt Víkingi Smárasyni. Hún sagði
að þau hefðu tekið á leigu gömul
beitingahús niðri við höfn í Hrísey
og þar hefðu þau innréttað verslun-
ina f gömlum stíl og sett upp ýmiss
konar skreytingar, gamla olíulampa
og tæki og tól tengd sjómennsku og
fiskverkun. Húsnæðið hefðu þau til
reynslu í tvo mánuði og ef vel gengi
kæmi til greina að þau fengju það
til lengri tíma þannig að þar gæti
verið ferðamannaþjónusta allt árið.
Sarah sagði að í versluninni væru
til sölu sérunnir postulínsminjagripir
með merki sem væri sérhannað fyrir
þessa vöru auk ýmissa annarra gripa
með merki Hríseyjar, en annars væri
lögð megináhersla á að þarna yrðu
seldir munir sem framleiddir væru í
Hrísey. Þegar væri nokkuð til af
handunnum vörum sem Hríseyingar
Morgunblaðið/Magnús
Sarah Hamilton og Víkingur
Smárason í Rjúpunni í Hrísey.
hefðu gert og stefnt væri að því að
auka þá iðju.
Auk þessa er í Rjúpunni aðstaða
til að bjóða gestum kaffl og heima-
bakaðar kökur, svo ferðalangar geta
átt þarna notalega stund. Nafnið
Rjúpan sagði Sara að hefði verið
valið vegna þess að rjúpan er, sem
kunnugt er, einkennisfugl Hríseyjar
og friðuð þar og er auk heldur í
skjaldarmerki eyjarinnar.
um þess aðila sem fyrir vali yrði
hvenær hann gæti tekið við störfum,
en Friðgeir Sigurðsson hefur gegnt
stöðu skattstjóra til bráðabirgða síð-
an fráfarandi skattstjóri, Gunnar
Rafn Einarsson, lét af störfum. Hann
sagði ennfremur að í lögum um
tekju- og eignaskatt væri gert ráð
fyrir því að skattstjóri hefði lokið
prófí í lögfræði, hagfræði eða við-
skiptafræði eða væri löggiltur endur-
skoðandi. Frá þessu mætti víkja ef
umsækjandi hefði aflað sér víðtækrar
sérmenntunar eða sérþekkingar um
skattalöggjöfína og framkvæmd
hennar.
Hátíðin Halló Akureyri:
Morgunblaðið/Eiríkur
Jarðborinn Narfi við Þelamerkurskóla. Á innfelldu myndinni
er einn bormanna að sýsla við borinn.
Jarðboranir á Laugalandi á Þelamörk:
Komnir niður á nýja
vatnsæð á 400 m dýpi
BORANIR á Laugalandi ganga vel og gefa von um að stutt sé í
að borinn nái niður að verulegu magni af vel heitu vatni. Þegar
hefur holan gefið heitt vatn. Vatnsstreymi úr þessari nýju holu
hefur ekki áhrif á vatnsrennsli úr öðrum borholum á svæðinu.
Framz Arnason sagði að þessi
hola, sem kölluð væri NLÞll eft-
ir bornum Narfa og staðnum,
Laugalandi á Þelamörk, væri ell-
efta holan á svæðinu og sú önnur
sem boruð væri á þessu ári. Hún
væri nú rúmlega 400 metra djúp.
Árangurinn væri í hlutfalli við þær
vonir sem við borunina hefðu ver-
ið bundnar. Upp úr holunni rynnu
tæplega 3 lítrar á sekúndu af 76
gráða heitu vatni. Það gæfi von
um að án þess að gera miklu
meira mætti dæla úr holu þessari
nálægt 10 sekúndulítrum af 80
stiga heitu vatni. Það teldu menn
ekki fullnægjandi og líklegt væri
að holan gæfí mun meira með því
að bora lengra, allt niður á 700
til 800 metra dýpi. Það verk tæki
sem næst 10 daga til viðbótar,
svo vonandi yrði þetta góður
verslunarmannahelgarvatnssopi
sem þarna fengist.
Franz taldi að nú væru bor-
menn að nálgast þann berggang
sem stefnt hefði verið að því að
ná til og reiknað væri með að
væri mikill hiti. Eitt af því sem
gæfi góðar vonir væri, að það
vatn sem streymdi nú þegar úr
þessari nýju holu hefði ekki áhrif
á straum þess vatns sem meðal
annars væri notað til hitunar í
Þelamerkurskóla. Áður hefði
fengist vatn í nýjum holum, en
það hefði verið sama vatnið og
þar er. Af þessum sökum teldu
menn fulla ástæðu til að halda
áfram verki.
Iðandi mannlíf um verslunarmannahelgina
UM verslunarmannahelgina verður haldin á Akureyri hátíð sem kall-
ast Halló Akureyri. Þetta verður fjölskylduhátíð þar sem flest skipu-
lögð atriði verða í miðbæ Akureyrar og þar verður í boði fjölbreytt
skemmtun fyrir alla aldurshópa. Vonir aðstandenda hátíðarinnar
standa til að hún geti orðið fastur liður í mannlífi á Akureyri um
verslunarmannahelgar komandi ára. Meðal dagskráratriða eru kvik-
myndasýningar, dansleikir, útimarkaður, tónleikar, grillveisla á Ráð-
hústorgi, gleðistundir með blandaðri dagskrá og í pylsuendanum alla
dagana, föstudag, laugardag og sunnudag, verður Pakkhússpartý,
sem stendur frá því dansleikjum lýkur fram til klukkan hálfsex að
morgni. Sérstök útvarpsstöð verður starfandi með dagskrá allan sólar-
hringinn hátíðardagana og hefur þegar tekið til starfa.
Frumkvöðull og skipuleggjandi
hátíðarinnar Halló Akureyri er Þrá-
inn Lárusson veitingmaður, en hún
er öll skipulögð með samráði við og
með fyrirgreiðslu bæjaryfirvalda,
sýslumanns og lögreglu.
Að sögn Jóns Hauks Brynjólfs-
sonar, talsmanns hátíðarinnar, hafa
íjölmargir einstaklingar og fyrir-
tæki gengið til liðs við aðstandendur
Halló Akureyri, en meginhugmynd-
in með þessari hátíð sagði hann að
væri að koma á fjöldasamkomu með
þátttöku bæjarbúa og bæjargesta á
öllum aldri. Hér væri ekki verið að
ffna til útisamkomu með hefð-
bundnu fylliríisyfirbragði heldur
umfram allt eftirsóknarverðri sam-
komu með góðu mannlífi, þar sem
fólk gæti gengið að fjölbreyttum
dagskráratriðum, hver eftir sínum
smekk. Mestu skipti að geta notið
þess að vera í fjölmenni í fallegu
umhverfí, miðborgarstemmningu í
góðu veðri, eins og spáð er að verði
á Akureyrí um verslunarmanna-
helgina.
Grunnhugmynd hátíðarinnar er
að sögn Jóns Hauks skipulögð
skemmtidagskrá frá klukkan 18.00
alla dagana og allt fram til klukkan
hálfsex að morgni fyrir þá sem
lengst halda út næturgleði. Hann
sagði að hátíðarsvæðið væri raunar
allur Akureyrarbær. Á daginn væri
hægt að njóta safna og sýninga af
ýmsu tagi, íþróttaaðstöðu eins og
hjólaskauta, golfs, minigolfs, sunds
og fleira auk þess sem veitingastað-
ir væru opnir að vanda. Kvöld-
skemmtanir yrðu sem mest úti í
góða veðrinu í göngugötunni og á
Ráðhústorgi, en þar er verið að ljúka
hellulögn þessa dagana, svo og
dansleikir í 1929 og í Sjallanum.
Sérstaka athygli vildi Jón Haukur
vekja á útimarkaði í göngdgötunni
á Akureyri sem hefst klukkan 10.00
á laugardagsmorgun og stendur
fram eftir degi. Þar myndu kaup-
menn og einstaklingar bjóða fram
vörur af ýmsu tagi, og væri þeim
sem hefðu hug á að nýta sér þetta
tækifæri boðið að panta sér sölu-
stæði, sem fengist án endurgjalds.
Reyndar væri svo að allir dagskrár-
liðir hátíðarinnar væru ókeypis, ekk-
ert kostaði inn á hátíðina ef undan
væru skildir dansleikir í veitinga-
húsum bæjarins.
Halló Akureyri hefst formlega á
því að hljómsveitin Skriðjöklar kem-
ur ríðandi inn á Ráðhústorg klukkan
17.00 á föstudag og heldur þar úti-
hljómleika, en Skriðjöklar hafa í til-
efni hátíðarinnar gefið út útsetningu
sína á laginu Halló Akureyri, sem
Lúdó og Stefán sungu á sínum tíma.
Klukkan 18.00 alla hátíðardagana
verða ókeypis bíósýningar í 1929,
þar sem áður var Nýja bíó, en þar
verða sýndar myndimar Litla hryll-
ingsbúðin, Hárið og Purple Rain.
Klukkan 20.00 alla dagana hefst
skemmtidagskrá á Ráðhústorgi og
stendur til klukkan 23.00. Þar verða
hljómsveita- og söngvarakeppni,
djasstónleikar, rokktónleikar og
skemmtiatriði af ýmsu tagi.
Hápunktur útiskemmtunar á
Halló Akureyri verður risagrill-
veisla, sem hefst á Ráðhústorgi
klukkan 20.00 á sunnudagskvöld.
Auk þess sem þar verður ljúffengur
grillmatur verða á grillhátíðinni fjöl-
breytt skemmtiatriði.
Skemmtistaðir Akureyrar verða
opnaðir klukkan 23.00 alla hátíðar-
dagana. í 1929 leika Skriðjöklar
fyrir dansi ásamt Loðinni rottu og
þar verður ýmislegt upp á teningn-
um, blautbolakeppni, fegurðarsam-
keppni karla og fleira. I Sjallanum
leikur hljómsveit Geirmundar Val-
týssonar í hinni víðkunnu skagfirsku
sveiflu.
Að loknum dansleikjum hátíðar-
innar verður brugðið á það nýmæli
að efna til svonefnds Pakkhússpar-
týs, sem verður i húsnæði því á
Eyrinni þar sem Slökkvistöð Akur-
eyrar verður í framtíðinni. Þar geta
nátthrafnar safnast saman og
skemmt sér við tónlist fram til
klukkan hálfsex að morgni.
Sérstök útvarpsstöð verður starf-
andi allan sólarhringinn vegna há-
tíðarinnar Halló Akureyri. Hún
sendir út á FM 98,7 og hóf útsend-
ingar í gær. Þar verður jafnóðum
gerð grein fyrir dagskráratriðum
hátíðarinnar og uppákomum sem
gætu orðið með litlum fyrirvara, að
sögn Jóns Hauks.
Jón Haukur sagði að allur undir-
búningur hátíðarinnar svo og sam-
starf við sýslumann, bæjaryfírvöld
og lögreglu hefði gengið afar hratt
og vel.