Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 Ferðaskrifstofa íslands: Starfsmenn keyptu eignarhlut ríkisins GENGIÐ hefur verið frá kaupum starfsmanna Ferðaskrifstofu ís- lands á eignarhlut rikisins í fyrirtækinu en ferðaskrifstofan er þá að öllu í eigu starfsmanna. Kaupsamningur verður undirritaður á næstu dögum. Ríkið átti þriðjung ferðaskrifstofunnar á móti starf- mönnum sem keyptu tvo þriðju hluta hennar árið 1988. Kaupverðið verður um 18,9 milljónir króna sem allt verður greitt á þessu ári. Það er aðeins hærra en það tilboð sem starfsmennirnir höfðu áður gert í þennan hluta ríkisins í ferðaskrifstofunni, að sögn Skarphéð- ins Steinarssonar starfsmanns framkvæmdanefndar um einkavæð- ingu. Að sögn Skarphéðins Steinars- sonar höfðu starfsmennirnir áður skilað inn tilboði þar sem kaupvercU ið átti að greiðast fram til maí á næsta ári. Heildarupphæðin á því Borgarráð: Fjallað um lóðaumsókn McDonalds- keðjunnar UMSÓKN forsvarsmanna skyndi- bitakeðjunnar McDonalds um lóð- aúthlutun á torgi norðaustan við Borgarleikhús var rædd á fundi borgarráðs í gær. Ólafur Jónsson, upplýsingarfull- trúi, sagði að upphaflega hefði verið gert ráð fyrir að Borgarbókasafn og Landsbanki fengju lóðina. Nú hefði hins vegar verið ákveðið að skoða aðra möguleika og til greina kæmi að selja lóðina á fijálsum markaði. Hann sagði að meðal þeirra sem sæktust eftir lóðinni væru forsvars- menn McDonalds-skyndibitakeðj- unnar. Þeir hefðu áður sýnt lóð við Verslunarskólann áhuga en hún fengist ekki undir starfsemina. Ekki var tekin afstaða til afdrifa lóðarinnar á fundi borgarráðs. tilboði var um 18,8 milljónir líkt og áður hefur komið fram i Morgun- blaðinu. Starfsmennirnir eru 26 talsins og þar á meðal eru starfs- menn í Reykjavík og flestir hótel- stjórar Eddu-hótelanna. Ferðaskrifstofu íslands var breytt í hlutafélag árið 1988 og þá keyptu starfsmenn tvo þriðju hluta fyrirtækisins. „Ástæðan fyrir því að fyrirtækið var ekki boðið til sölu á almennum markaði, líkt og eðli- legt er að gera, er vegna samnings á milli ríkisins og starfsmanna um að þeir hefðu forkaupsrétt á þeim þriðjungi sem eftir var í eigu ríkis- ins. Því var reynt til þrautar að ná samningi við starfsmenn, en við erum mjög ánægðir með þessa nið- urstöðu," segir Skarphéðinn. Verðbréfafyrirtækið Handsal hefur haft umsjón með sölu á hlut ríkisins í Ferðaskrifstofu íslands. íslandsflug tekur að sér viðhald á stórum flugvélum Flugvirkjar að störfum í gær. Morgunblaðið/KGA B-skoðun á Boeing 737 Starfsmenn íslandsflugs hóf- ust handa við fyrsta viðhalds- verkefnið á stórri flugvél fyrir annað flugfélag í gærmorgun. Verkefnið felst í því að gera svokallaða B-skoðun á Boeing 737 flugvél á vegum Atlants- flugs. Sigfús Sigfússon, markaðs- stjóri íslandsflugs, sagði að vél- inni hefði verið ekið inn í skýli í gærmorgun og áætlað væri að skoðun lyki í dag. Fimmtán flug- virkjar sjá um skoðunina, sem felst í því að yfirfara tiltekin at- riði, og þvo flugvélina hátt og lágt. Verkefnið sagði Sigfús að væri liður í því að færa viðhaldsþjón- ustuna hingað til lands, en eftirlit með Boeing-flugvélinni hefur far- ið fram erlendis. Hann kvaðst vonast til að eftirlit með vélinni yrði framvegis á íslandi.' Hagfræðistofnun HÍ um sameiningu sveitarféiaga á höfuðborgarsvæðinu: Sameining gæti sparað 1,5 milljarða á 10 árum ♦ »♦ Samskip kaupa ekki m/s Heklu SAMSKIP hf. hafa staðfest í bréfi til samgönguráðuneytisins að skipafélagið hafi ekki áhuga á að kaupa m/s Heklu, skip Ríkisskips. Samskip tóku Heklu á leigu er fyrirtækið yfirtók rekstur Skipaút- gerðar ríkisins, Ríkisskips. Leigu- samningur vegna Heklu rennur út 4. nóvember næstkomandi, og eiga Samskip þá að afhenda samgöngu- ráðuneytinu skipið. Rúnar Guðjóns- son, deildarstjóri í samgönguráðu- neytinu, segir að skipið fari í viðgerð fljótlega eftir að leigutímanum lýkur og ráðuneytið muni bjóða það til kaups. SAMEINING bæjarfélaga og hreppa á höfuðborgarsvæðinu í eitt sveit- arfélag með um 165.000 íbúa gæti skilað allt að eins og hálfs miHjarðs króna sparnaði í rekstri opinberrar þjónustu á tíu árum. Þetta kemur fram í úttekt, sem Hagfræðistofnun Háskóla íslands hefur unnið að beiðni Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH). Úttekt Hagfræðistofnunar tekur in ráð kæmu í stað núverandi sveitar- til Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnar- fjarðar, Garðabæjar, Seltjamamess, Mosfellsbæjar, Bessastaðahrepps og Kjalameshrepps. í útreikningum Hagfræðistofnunar er miðað við að kostnaður á íbúa sameinaðs höf- uðborgarsvæðis í hinum ýmsu mála- flokkum yrði svipaður og kostnaður á hvem Reykvíking er nú. í skýrsl- unni kemur fram að kostnaður á sérhvem íbúa við ýmsa þjónustu er yfirleitt lægstur í Reykjavík, og kem- ur þar til hagkvæmni stærðarinnar. Stærsti ávinningurinn af samein- ingu yrði að mati Hagfræðistofnunar á sviði yfirstjómunar, en þar gætu sparazt allt að 109 milljónir á ári. Líklegt er að spamaðurinn yrði eitt- hvað minni vegna þess að staðbund- stjóma, en hann yrði engu að síður um 73 milljónir króna. Með sameiningu væri hægt að fækka nefndum sveitarfélaganna, en í þeim starfa nú um 900 manns. Hagfræðistofnun áætlar að með því myndu sparast 18-27 milljónir króna í nefndalaun á ári. Hagfræðistofnun telur að ýtar- legri athugun þurfi til þess að meta áhrif sameiningar veitufyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Stofnunin læt- ur þó í ljós það mat að með því að veitufyrirtæki Reykjavíkurborgar, sem nú þjóna yfir 80% íbúa höfuð- borgarsvæðisins, þjónuðu öllu svæð- inu, myndi fjárfesting þeirra og þekking nýtast betur. Mest myndi sparast í yfirstjóm og skrifstofu- kostnaði. Sem dæmi nefnir stofnunin að ef Rafveitur Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar sameinuðust, yrði spamað- urinn 37-42 milljónir á ári. Með sameiningu Slökkviliða Reykjavíkur og Hafnarfjarðar myndu sparast 21-25 milljónir ár- lega. Ef skipulagsmál á höfuðborgar- svæðinu yrðu á hendi eins aðila væri hægt að spara allt að 8 milljónir á ári, að mati Hagfræðistofnunar. Stofnunin telur að of lítil reynsla sé komin á rekstur Almenningsvagna bs. til þess að hægt sé að meta hvort hagkvæmt sé að sameina fyrirtækið Strætisvögnum Reykjavikur. Sveinn Andri Sveinsson, formaður SSH, sagði í samtali við Morgunblað- ið að úttekt Hagfræðistofnunar væri fyrst og fremst hugsuð sem tækni- legur bakgmnnur fyrir umræður um samstarf og sameiningu sveitarfé- laga, sem án efa yrðu áberandi í framtíðinni. „Hér er ekki um neinar tillögur ,að ræða, heldur fyrst og fremst tölur og útreikninga, sem eiga að sýna hvað ákveðnir kostir þýða í peningum," sagði Sveinn Andri. Lyfjahópur Félags íslenskra stórkaupmanna: Ráðuneytið brýtur rétt á lyfjaframleiðendum Hlutabréfum Fjöl- miðlunar skipt upp á milli eigendanna Á FUNDI Fjölmiðlunar sf. síðastliðinn mánudag náðist samkomulag um að kaup Útherja á hlutabréfum Fjölmiðlunar í íslenska útvarpsfé- laginu að upphæð 150 milþ'ónir kr. gengju til baka og hlutabréfunum yrði skipt upp á milli eigenda Fjölmiðlunar. Að.sögn Jóhanns J. Ólafs- sonar, stjórnarformanns Fjölmiðlunar sf. og íslenska útvarpsfélagsins, náðist jafnframt samkomulag um að reglum Fjölmiðlunar sf. verði breytt á fundi næstkomandi föstudag í þá veru að félagið gæti framveg- is hagsmuna þeirra sem eiga óútkljáð mál við Eignarhaldsfélag Verslun- arbankans. LYFJAHÓPUR Félags fslenskra stórkaupmanna telur að heilbrigðis- ráðuneytið bijóti rétt á frumlyfjaframleiðendum þegar svokölluð eftir- líkingarlyf eða samheitalyf eru ein látin njóta greiðslu frá Trygging- arstofnun rikisins. Þá gerir hópurinn athugasemd við reglugerðar- ákvæði er hann segir að felist í því að ákveðin vörumerki fyrir lyf séu notuð til að ávísa á lyf undir öðrum vörumerkjum. Heilbrigðisráðherra vísar athugsemdunum á bug sem og því að brotið sé ákvæði í samningn- um um Evrópskt efnahagssvæði. „Mikið er framleitt af samheita- lyfjum hér á landi og þannig má segja að ef þeir hefðu rétt fyrir sér væri grundvöilur íslenskrar lyfja- framleiðslu brostinn," sagði Sighvat- ur Björgvinsson. „Ég myndi svo vilja spyija á móti hvemig stæði á því að þessi fyrirtæki, sem selja þessi frumlyf, selja þau á miklu lægra verði á mörkuðum í Suður- og Mið- Evrópu heldur en boðið er upp á hér. Og það er heimilt samkvæmt reglum EB að kaupa þessi lyf á hvaða markaði sem er, án þess að nokkuð einkaumboðsmannakerfi sé í gildi.“ Spumingunni um hvort lög um vömmerki væm brotin með reglu- gerð ráðuneytisins svaraði ráðherra því til að lögfræðingar heilbrigðis- ráðuneytisins teldu hana standast fullkomlega. „Þá vil ég benda á að það em í undirbúningi hjá EB ná- kvæmlega sams konar reglur og við emm með nema hvað þeir skylda lyfsala til að afgreiða alltaf ódýrasta samheitalyfið, en hjá okkur ræður læknirinn því sjálfur." „Ég gaf þessi bréf út í dag og eigendur þeirra em að sækja þau núna. Menn verða því óbundnir á næsta aðalfundi,“ sagði Jóhann. Hluthafafundur verður haldinn í íslenska útvarpsfélaginu hf. í dag og verður eitt mál lagt fyrir fundinn, að sögn Jóhanns, þ.e. sala á eigin- hlutafé félagsins að upphæð 44 millj- ónir kr. til fyrirtækis Sigurjóns Sig- hvatssonar, Overt Operations Inc. Jóhann sagði að þetta mál allt ætti sér lengri forsögu en söluna á hlutabréfum Fjölmiðlunar til Út- heija. „Samskiptin við Eignarhalds- félagið og þessi mál hafa öll verið löng og ströng og mikið átak við að koma félaginu úr þeirri stöðu sem það var í við áramótin 1989-1990. Mikil spenna skapaðist í síðasta þætti þess máls þegar Eignarhaldsfé- lagið seldi öll sín hlutabréf í einu lagi einum aðila. Menn vora ekki vissir um hvað myndi gerast í kjölfar þess. Það sem leysti málið var það að menn fengu ömggar vísbendingar um það að, þeir sem keyptu þetta bréf af Eignarhaldsfélaginu ætluðu ekki að koma fram sem ein blokk heldur að skipta því upp og vera óháðir. Aðrir töldu sig þess vegna einnig geta leyst upp sínar blokkir og með því leystist málið allt saman. Salan til Útherja var því eins konar „gambítur", gerður til þess að fá lausn í þessu máli,“ sagðf Jóhahn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.