Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 KNATTSPYRNA SAMSKIPADEILDIN Luka, Péturog Rúnar efstir Þrír leikmenn eru jafnir í efsta sæti einkunnargjafar Morgun- blaðsins eftir að 12 umferðum af 18 er lokið í Samskipadeildinni í knattspymu. Leikmenn fá M fyrir frammistöðu sína í leikjum, eitt ef þeir em góðir, tvö séu þeir mjög góðir og þrjú ef þeir hafa átt frá- bæran leik. Alls hafa 139 leikmenn fengið Mþað sem af er sumri. Listi efstu manna er þannig: 15 M: Luca Kostic, ÍA, Pétur Amþórsson, Fram, og Rúnar Kristinsson, KR. 14 M: Ólafur Gottskálksson, KR. 13 M: Heimir Guðjónsson, KR. 12 M: Hlynur Birgisson, Þór, Kristján Jónsson, Fram, Kristján Finnboga- son, ÍA, Óskar Hrafn Þorvaldsson, KR, og Andri Marteinsson, FH. 11 M: Sveinbjöm Hákonarson, Þór, Pétur Ormslev, Fram, Alexander Högna- son, Ólafur Adólfsson og Bjarki Gunnlaugsson, ÍA, Ragnar Mar- geirsson, KR, Bjami Sigurðsson og Sævar Jónsson, Val og Gunnar Gíslason, KA. 10 M: Janni Zilnik, Víkingi, Valdimar Kristófersson, Fram, Láms Orri Sigurðsson, Þór, Izudin Dervic, Steinar Adólfsson og Salih Porca, Val. 9 M: Aðalsteinn Aðalsteinsson, Víkingi, Birkir Kristinsson og Steinar Guð- geirsson, Fram, Láras Sigurðsson, Þór, Haraldur Ingólfsson, Amar Gunnlaugsson og Þórður Guðjóns- son, ÍA, Átli Eðvaldsson, KR, An- tony Karl Gregory, Val, Daníel Ein- arsson og Ólafur Kristjánsson, FA, Amar Grétarsson og Hajzmdin ^Pardaklija, UBK. Skagamenn erubestir Skagamenn era bestir sam- kvæmt einkunnagjöfinni. Þeir 13 leikmenn sem hafa fengið einkunn hjá ÍA hafa alls fengið 107 M. Næstir koma KR-ingar með 102 M og þar hafa 14 leikmenn komið við sögu í einkunnagjöfinni. Framarar era í þriðja sæti með 97 M og hjá þeim hafa 15 leikmenn fengið einkunn. Valsmenn era í fjórða sæti með 93 M og Þórsarar í því fimmta með 78. Þrettán Valsmenn hafa fengið einkunn hjá Morgunblaðinu í sumar og tólf Þórsarar. íslandsmeistarar Víkings era í sjötta sæti með 68 M og hafa 16 leikmenn komið þar við sögu, en hjá KA, sem hefur 62 M í sjöunda sæti, hafa fjórtán leikmenn fengið einkunn. Þrjú neðstu sætin era skipuð UBK, með 60 M, FH með 57 og IBV með 54. Fimmtán Blikar hafa fengið einkunn, tólf FH-ingar og fimmtán Eyjamenn. í kvöld Knattspyrna kl. 19:00 1. deild karla: Akureyrarvöllur: Þór - ÍBV Kapiakriki: FH - Víkingur KR-völlur: KR - KA Akranesvöllur: ÍA - UBK Valdimar Krlstófersson, Fram, er markahæstur í 1. deild. Valdimar enn markahæstur Valdimar Kristófersson úr Fram er markahæsti leikmaður deildarinnar þegar þriðjungur er eftir. Valdimar hefur gert 9 mörk og þar af einu sinni þrennu. Tveir leikmenn koma næstir hon- um með sjö mörk hvor. Víkingurinn Helgi Sigurðsson, sem einu sinni hefur gert þrennu, og Amar Gunn- laugsson úr Skaganum, en hann hefur einnig gert eina þrennu í sum- ar. Andri Marteinsson úr FH, Anth- ony Karl Gregory úr Val og Gunnar Már Másson úr KA hafa allir gert sex mörk og Bjarni Sveinbjömsson úr Þór og Ormarr Örlygsson úr KA hafa báðir gert fimm mörk í sumar. 24 mörk í 11. umférð Flest mörk í einni umferð í sum- ar voru gerð í 11. umferð, en þá gerðu leikmenn 24 mörk alls. Fæst mörk, það sem af er, vora gerð í 9. umferð, en þá tókst aðeins að koma tuðranni sex sinnum í netið. Fyrsta umferð gaf 14 mörk og sú næsta 16 en svo fór að halla undan fæti. 13 mörk vora gerð i þriðju umferð, 12 í þeirri fjórðu, 10 í fimmtu og 8 í sjöttu umferð. í þeirri sjöunda tóku menn við sér og gerðu 18 mörk en duttu síðan niður í 13 og sex mörk í 9. umferð. í tíundu umferð voru gerð 16 mörk, 24 í þeirri 11. og ellefu mörk í síðustu umferð. Skýrsla dómara barst aganefnd KSÍ of seint Tveir leikmenn UBK því með gegn ÍA en í banni gegn Fram SKÝRSLA dómarans frá leik UBK og KR fimmtudaginn 30. júlí var póstlögð daginn eftir, en barst KSÍ ekki fyrr en miðvikudaginn 5. ágúst, degi eftir fund aganefndar, og því var hún ekki tekin fyrir fyrr en í gær. Breiðabliksmennirnir Arnar Grétarsson og Pavol Kretovic fengu fjórða gula spjald sitt á tímabilinu, en þar sem skýrslan barst ekki á tilsettum tíma verða þeir með UBK gegn ÍA á morgun, en í banni gegn Fram á mánudag. Svipuð atvik hafa tvisvar átt sér staðí sumar. í öðru tilvikinu seinkaði það ekki banni, en í hinu óskaði KSÍ eftir að ný skýrsla yrði gerð og send með símbréfi, svo hægt yrði að taka hana fyrir á réttum tíma. Besti leikurinn í Samskipa- deildinni til þessa sam- kvæmt einkunnagjöf Morgun- blaðsins, var leikur KR og Fram í 11. umferðinni. Leikmenn lið- anna fengu samtals 29 M fyrir leikinn, sem endaði með sigri KR, 3:2. Fram á einnig hlut að máli í lélegasta leiknum, sem var leik- ur Fram og FH í 9. umferðinni. í þeim leik fengu leikmenn lið- anna samtals þtjú M. Honum lauk með 1:0 sigri Fram. Fram hefur fengið flest M í einkunn fyrir einn leik. Það var fyrir leik liðsins gegn KR í 2. umferð, sem endaði 3:1, en þá fengu leikmenn Fram samtals 18 M. Þijú lið hafa fengið^ eitt M fyrir leík; Fram, Þór og ÍBV. Luka Kostic tA og Rúnar Krist- insson hafa fimm sinnum fengið 2 M í einkunn fyrir leik. Pétur Amþórsson, Kristján Jónsson og Valdimar Kristóferason, sem allir leika með Fram, hafa fjórum sinn- um fengið 2 M í einkunn. Þrír leikmenn hafa einu sinni fengið 3 M I einkunn fyrir leik, Ormarr Örlygsson KA, Sævar Jónsson Val og Heimir Guðjónsson KR, sem auk þess hefur einu sinni fengið 2 M. Samkvæmt lögum KSÍ ber dóm- ara, sem veitir áminningar í ieik, að senda aganefnd skýrslu innan tveggja daga frá því leikurinn fór fram, en samkvæmt starfsreglum era fundir aganefndar á þriðjudögum. Gylfi Orrason, dómari í leik UBK og KR, sagðist hafa sett skýrsluna í póst á vinnustað sínum í Reykjavík daginn eftir leikinn, en venjulega væri náð í póstinn um fimm-leytið. Hjá póstmálasviði Pósts og síma fengust þær upplýsingar að póstur póstlagður fyrir kl. 16.30 væri flokk- aður samdægurs og væra allar merk- ingar réttar ætti hann að berast við- takanda næsta virka dag. Ef það gerðist ekki og mistökin væra rakin til stofnunarinnar væri eina skýringin að um mistök í flokkun væri að ræða. í umræddu tilviki var þriðjudagur næsti virki dagur, þar sem mánudag- urinn var frídagur verslunarmanna. í þriðja slnn Gústaf Bjömsson, starfsmaður KSÍ, sagði að þetta væri í þriðja sinn í sumar, sem bréf bærast seint, en í tveimur tilvikanna hefðu þau verið send tímanlega og einu sinni hefði dómari mætt með skýrsluna eftir að fundur aganefndar var byijaður. Mánudaginn 27. júlí léku KR og Fram og þá fékk KR-ingurinn Heim- ir Guðjónsson fjórða gula spjald sitt á tímabilinu. Þetta var síðasti leikur 11. umferðar og sagðist Guðmundur Stefán Maríasson, dómari, hafa talið eðlilegt að skýrslan yrði tekin fyrir daginn eftir með skýrslum úr hinum leikjum umferðarinnar. Þvi hefði hann farið á skrifstofu KSÍ eins fljótt og kostur var, en aganefndin hefði verið byijuð að starfa og ekki tekið hana með. Málið beið því til næsta fundar, en það kom samt ekki að sök, því KR lék ekki á tímabilinu og Heimir tekur út bann sitt í kvöld gegn KA. Eftir leik ÍA og Vals laugardaginn 25. júlí póstlagði Bragi Bergmann, dómari, skýrsluna samdægurs { póst- húsinu í Kópavogi, en KSI fékk bréf- ið ekki fyrr en á miðvikudegi. Gústaf sagðist hins vegar hafa tekið eftir að skýrsluna vantaði á þriðjudegi og þar sem „málið væri heitt,“ mörg spjöld hefðu verið á lofti og vitað að menn færa í bann, hefði hann beðið Braga um að útfylla nýja skýrslu og símsenda hana, svo hægt væri að taka hana strax fyrir. Hefi skýrslan beðið næsta fundar hefðu Skaga- mennirnir Ólafur Adólfsson og Alex- ander Högnason ekki verið í banni gegn KA í undanúrslitum bikar- keppninnar, en tekið það út gegn UBK í kvöld. Ráðum ekki við póstþjónustuna - segir Bragi Bergmann, knattspyrnudómari Dómarar hafa ýmislegt út á skýrslur KSÍ að setja og era ekki sáttir við núverandi fyrir- komulag á skilum þeirra til KSI. Flestir ef ekki allir hafa það fyrir reglu að fylla út skýrslur strax eftir leik og póstleggja eða fara með þær til KSÍ innan tilskilins tíma. Bragi Bergmann sagði við Morgunblaðið að dómarar vildu skiljanlega ekki taka á sig mistök póstþjónustunnar og á fundi dóm- ara í fyrrakvöld lagði hann m.a. til að reglum KSÍ yrði breytt á næsta ársþingi í þá vera að dóm- arar yrðu gerðir ábyrgir fyrir öll- um skýrslum. Bragi sagði að ýmissa breyt- inga væri þörf. Hann benti á að leikskýrsluformið væri gallað og til dæmis væri aðeins ein lína fyr- ir athugasemdir dómara. Hægt væri að gera kerfið fljótvirka með því að dómarar yrðu ekki aðeins ábyrgir fyrir gulu og rauðu skýrsl- unum heldur einnig leikskýrslun- um, sem framkvæmdaraðili leiks á að skila til KSÍ innan tveggja daga. í þriðja lagi sagði Bragi nauðsynlegt að KSI kæmi sér upp póstkassa í Laugardalnum, því auðvelt væri fýrir dómara, sem ættu leið um Stór-Reykjavíkur- svæðið eftir leik að renna við og stinga skýrslunum í kassann. „Við ráðum ekki við póstþjón- ustuna, en verðum að gera það sem við getum til að koma skýrsl- unum eftir öruggum leiðum. Það geram við best með því að senda skýrslumar strax í ábyrgðarpósti eða fara með þær í póstkassa KSÍ,“ sagði Bragi. Ólafur Gottskálksson KR (3) Ólafur Adólfsson ÍA (4) Theódór lervarsson (D Grétar Einarsson FH (1) \ Sveinbjörn Hákonarson Þór(3) LIÐ 12. UMFERÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.