Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 29 Steindór Steindórs son frá Hlöðum ins af íslandi og Suður-Grænlandi frá upphafi þeirrar útgáfu. Allt þetta er ærið ævistarf eins manns. En Steindór var einnig mennta- skólakennari í 36 ár og skólameist- ari MA í 6 ár. Þá vann hann um langt skeið mikið að bæjarmálum á Akureyri og sat í bæjarstjórn þar um árabil. Þá lét hann jafnan lands- mál mikið til sín taka og átti sæti á Alþingi um tíma. Loks sinnti hann löngum ýmsum félagsmálum og áhugamálum eins og skógrækt á landinu. Það eru ekki margir sem skila þvílíku ævistarfí. Grasafræðirannsóknir Steindórs Steindórssonar eru það umfangs- miklar að þeim verða ekki gerð nein viðunandi skil hér, þó reynt verði að drepa á það helsta, en þeim má eiginlega skipta í þrennt: Höfuðstarf hans eru rannsóknir á íslenskum gróðurlendum, þ.e. gróðri íslands, en á því sviði hafði lítið verið unnið áður og fyrir þær rannsóknir er hann kunnastur er- lendis. Við þessar rannsóknir fór Steindór um landið þvert og endi- langt og í tímaritsgreinum og bók- um lýsir hann gróðri landsins ýtar- lega og flokkar hann niður í gróður- lendi, hverfí og sveitir, og fylgir þar að verulegu leyti hinum skandinav- íska skóla á því sviði. Mesta rækt hefur Steindór lagt við gróður mið- hálendisins og við votlendisgróður landsins. Þetta brautryðjandastarf hans mun halda vísindagildi sínu um ókomin ár. Að auki skrifaði Steindór heila bók fyrir almenning um íslensk gróðurlendi, Gróður á íslandi, en hún kom út árið 1964 og er einstök í sinni röð. Tengd þessum rannsóknum og flokkun Steindórs á íslenskum gróðurlend- um er svo ráðgjöf hans við útgáfu gróðurkorta Rannsóknastofnunar landbúnaðarins um hvaða einingar skyldi nota og hvemig skilgreina þær. Steindór hefur skrifað margar ritgerðir um flóru landsins og út- breiðslu einstakra tegunda há- plantna, bæði um ýmsar nýjungar sem fundist hafa og um flóru ein- stakra landshluta, þ. á m. héraða sem lítið voru rannsakaðar áður, svo sem Melrakkasléttu. Þá stjóm- aði hann öllum undirbúningi við III. útgáfu Flóm íslands eftir Stef- án Stefánsson sem kom út 1948 og enn er mikið notuð. Snemma á rannsóknaferli sínum fór Steindór að íhuga þann mun sem er á útbreiðslu hinna ýmsu tegunda háplantna hér á landi og leita skýr- inga á honum. För hans á þing norrænna náttúmfræðinga í Hels- inki, þar sem áhrif jökultímans á nútímaútbreiðslu lífvera vom mjög til umræðu, beindi athygli hans að þeim mikilvæga þætti og hefur lík- lega öðm fremur verið kveikjan að kenningum hans um íslaus svæði á jökultíma hér á landi, miðsvæði þar sem plöntur hafa lifað af og síðan breiðst mishratt út frá þeim svæð- um. Höfuðrit Steindórs um þetta efni kom út 1962, og þó síðari tíma rannsóknir hafí aukið miklu við þekkingu manna á útbreiðslu plantna hér á landi er samt ljóst að fjöldi tegunda vex hérlendis einkum á þessum miðsvæðum, sem líklegast er að hafi verið íslaus ein- hvern hluta jökultímans. Margir líf- fræðingar, þ.á.m. undirritaður, að- hyllast því hiklaust ennþá skoðun Steindórs að þar sé að leita einnar höfuðskýringarinnar á útbreiðslu margra tegunda á okkar dögum. Steindóri Steindórssyni virðist aldrei hafa fallið verk úr hendi og verið margra manna maki að starfs- orku og afköstum. Hann er enn em og hress í bragði, en síðustu árin hefur hann ekki getað unnið að rit- eða rannsóknastörfum sökum sjón- depru. Steindór er Eyfirðingur að ætt og uppruna, fæddur á Möðruvöllum í Hörgárdal, foreldrar hans voru Kristín Jónsdóttir og Steindór Jón- asson, og alinn upp á Hlöðum í sömu sveit. Háskólanám stundaði hann við Hafnarháskóla 1925-1930 og síðan hann lauk námi hefur hann verið búsettur á Akureyri. Steindór var kvæntur Krist- björgu Dúadóttur, sem nú er látin, og átti hún einn son sem Steindór gekk í föðurstað sem hans eigin sonur væri. Ég óska Steindóri ánægjulegs ævikvölds. Eyþór Einarsson. Steindór Steindórsson skóla- meistari. frá Hlöðum er níræður í dag. Af því tilefni, munum við, vin- ir hans og aðdáendur, í heimabyggð og hvaðanæva af landinu, fylkja liði til að hylla meistarann í húsakynn- um Menntaskólans á Akureyri, sem Steindór setti svip sinn á í hálfa öld. Níræðisafmæli Steindórs skóla- meistara er vissulega merk tímamót á langri og rismikilli ævi. Steindór hefur í lífi sínu og starfí sameinað marga eðliskosti sem fáséðir eru í einum og sama manninum: kyrrláta einbeitingu vísinda- og fræðimanns- ins; tjáningarhæfni, þolinmæði og hlýhug hins góða kennara; eldmóð og baráttugleði hins umdeilda stjómmálamanns. Þessa ólíku eðlis- kosti hefur hann sameinað í heil- steyptum persónuleika, sem reynst hefur þriggja manna maki að atorku og afköstum. Við erum mörg sem kynnst höf- um Steindóri á ólíkum æviskeiðum eða í nánd við ólík verksvið hans og teljum okkur standa í þakkar- skuld ýmist við vísindamanninn, fræðimanninn, rithöfundinn eða stjómmálaforingjann Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Við höf- um kynnst því, hvert með sínum hætti, að það er enginn meðalmaður á ferð, þar sem Steindór Steindórs- son frá Hlöðum er. I meira en aldarfjórðung var Steindór Steindórsson í fylkingar- brjósti baráttusveitar jafnaðar- manna á íslandi. Hann var einn þeirra sem reyndist best, þegar mest á reyndi. í stjómmálabaráttu sinni var Steindór stefnufastur, fylginn sér, kjarkmikill og ódeigur til baráttu. Hann var aðsópsmikill og vopnfímur í ræðu og riti. And- stæðingamir sóttu aldrei gull í greipar hans. Þótt vissulega hafi skipst á skin og skúrir í samskiptum Steindórs og Alþýðuflokksins lét hann málstaðinn aldrei gjalda mannlegra misgjörða. Það lýsir því vel, hvern mann hann hefur að geyma. Á flokksþingi Alþýðuflokks- ins 1976 var hann kjörinn heiðursfé- lagi flokksins. Það sýnir hvern hug ný kynslóð jafnaðarmanna bar til Steindórs - hún fann til skyldleika við hinn síunga baráttumann. Það þarf ekki lengi að lesa ævi- sögu Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum, „Sól ég sá“ til að skynja, hver gæfumaður hann hefur verið í lífí og starfí, þótt vissulega hafí hann fengið sinn skammt af andbyr og mótlæti. Lengi skal manninn reyna. Steindór er einn þeirra manna sem vaxið hafa við hveija raun. Hann situr nú á friðarstóli í hárri elli í sinni kæm heimabyggð, Akureyri og getur án yfírlætis og ýkjulaust litið með stolti yfír farinn veg. Hann hefur látið verkin tala. Eg spái því að þegar þeir, sem nú em ungir, fara að rýna í sögu- þráð seinni hluta tuttugustu aldar og skilja þar kjamann frá hisminu muni vegur fræðimannsins og rit- höfundarins frá Hlöðum fara vax- andi í augum eftirkomenda okkar. hann hefur reynst hamhleypa til verka. Þau verk bera honum fagurt vitni um ókomna tíð. Þær em margar ævisögurnar. En þær era ekki margar ævisögur samtímamanna Steindórs, þar sem horft er yfír sviðið af jafn háum sjónarhól og þar sem sér til allra átta. Óborinn íslendingur á nýrri öld mun eiga vandfundið annað heimildarrit jafn haldgott til skiln- ingsauka á samtíð okkar og Sólar- sögu Steindórs. Bernska Steindórs að Möðmvöll- um og Hlöðum í Hörgárdal í upp- hafí' áldar a' meira skylt um’ áldar- hátt og aðbúnað við ævisögu séra Jóns eldklerks í Skagafírði á átjándu öld en uppvaxtarskilyrði unglinga í íslenskri sveit undir lok tuttugustu aldar. Sólarsaga Steindórs er saga at- gerfismanns, sem vegna meðfæddra hæfileika og óslökkvandi menntun- arþorsta brýst úr viðjum fátæktar til mennta, dyggilega studdur af mikilhæfri móður. Þannig nær hann að rækta meðfædda hæfíleika að því marki, að hann skipar sér í fremstu röð vísinda- og fræðimanna okkar á þessari öld. En maðurinn er ekki einhamur. Starf kennara og skólameistara við Menntaskólann á Akureyri er hverj- um manni fullboðlegt ævistarf. En Steindóri var það ekki nóg viðnám kraftanna, þótt síst hafí hann van- rækt kennslu og skólastjóm, eins og gamlir nemendur bera vitni um. Samhliða kennslustarfínu var hann einhver afkastamesti vísinda- maður okkar í náttúmfræði og gróð- urrannsóknum á þessari öld. Á nær hveiju sumri frá 1930 fram á átt- unda áratuginn ferðaðist hann um landið, ýmist einn eða í góðum fé- lagsskap annarra náttúravísinda- manna við gróðurrannsóknir og kortagerð. Þeir staðir em fáir á ís- landi, hvort heldur er í mannabyggð eða öræfatign, þar sem hann hefur ekki skilið eftir sig spor. Á veturna vann hann úr rann- sóknum sínum og heimildum og birti í fjölda rita, ýmist í íslenskum fræði- ritum eða erlendum. Og hann lét ekki staðar numið við rannsóknir sínar á hinni íslensku flóra heldur stundaði einnig samsvarandi rann- sóknir á Grænlandi og fór rannsókn- arferð til Jan Mayen 1957. Ritverk Steindórs Steindórssonar era mikil að vöxtum og einatt að- gengileg og skemmtileg aflestrar. Höfundareinkenni hans birast í skýrri hugsun og einfaldleika í framsetningu. Hann spillir lítt rit- smíðum sínum með þarflausri orða- gleði en heldur hugsuninni tærri. Fyrirferðarmest era ritverk hans um grasa- og náttúrafræði, landfræði og landlýsingu, auk ferða- og þjóð- háttasagna. Hann hefur einnig reynst mikilvirkur við að búa til útgáfu og ritstýra öndvegisverkum á borð við Ferðabók Eggerts Ólafs- sonar og Bjama Pálssonar, Ferða- bók Sveins Pálssonar og Ferðabók Ólafs Ólafíusar, fyrir utan land- kynningar- og leiðbeiningarit eins og Landið þitt og Vegahandbókina. Og mitt í öllum þessum önnum fann hann tíma aflögu til að ritstýra tímaritinu Heima er best í um aldar- fjórðung. Það var alþýðlegt timarit sem hlaut miklar vinsældir og út- breiðslu um landið, meðan hann stýrði þar penna. Trúlega hefur sá sem þetta skrifar fyrst kynnst rit- höfundinum Steindóri Steindórssyni á síðum Heima er best, í hléum frá heyskapnum í Ögri forðum daga. Þegar þetta er allt tíundað ásamt bókmenntagagnrýni, greinum í tímaritum og blöðum og þýðingum á ritverkum erlendra fræðimanna, sem gistu ísland fyrr á tíð - skilst mér að Steindór skilji eftir sig á sjöunda hundrað ritverk. Geri aðrir betur. Þetta eitt út af fyrir sig væri hveijum vísinda- og fræðimanni fullboðlegt ævistarf. En því fer fíarri að þá sé allt talið, sem Steindór hefur haft fyrir stafni um dagana. Hann var lífið og sálin í margvísleg- um félagsskap, þar sem sjálfboðalið- ar lögðu rækt við góðan málstað eins og t.d. í Skógræktarfélagi Eyja- fjarðar, Ræktunarfélagi Norður- lands, Sögufélagi Akureyrar, Ferða- félagi Akureyrar og Norræna félag- inu. Sérstök ástæða er til þess að minnast verka hans við að rækta frændsemina við Vestur-íslendinga, t.d. með Vestur-íslenskum ævi- skrám. Við jafnaðarmenn, sem ekki eram allir endilega innvígðir í töfraheim náttúravísindanna, kynntumst ann- arri hlið hins mikilvirka eldhuga: stjómmálamanninum Steindóri Steindórssyni frá Hlöðum. Sjálfur hefur Steindór lýst því í ævisögu sinni hvemig kjör sveitunga hans á uppvaxtaráram beindu huga hans að hugsjón og úrræðum jafnaðar- stefnunnar, sem mannúðar- og mannræktarstefnu. Hafnarstúdentinn mun hafa kynnst betur verklagi og árangri jafnaðarmanna í Danmörku á náms- áranum. Allavega var hann sann- færður jafnaðarmaður að lífsskoðun þegar hann sneri heim frá Kaup- mannahöfn og tók til starfa við Menntaskólann á Akureyri árið 1930. Þeirri hugsjón hefur Steindór reynst trúr í gegnum þykkt ogþunnt til þessa dags. Hann lét fyrst að sér kveða sem frambjóðandi í baráttu- sæti við bæjarstjórnarkosningamar á Akureyri 1946. Hann vann þá góðan kosningasigur; stöðvaði reyndar framsókn kommúnista á Akureyri þannig að þeir hafa ekki borið sitt barr þar síðan. Auk þess vakti hann athygli annarra jafnað- armanna um land allt fyrir vasklega framgöngu. Steindór var bæjarfull- trúi jafnaðarmanna á Akureyri 1946-’58 og í bæjarráði lengst af, auk þess sem hann starfaði lengur eða skemur í fjölda nefnda á vegum Akureyrarbæjar. Náttúrafræðing- urinn lét mikið að sér kveða í virkj- unarmálum, bæði í rafveitustjóm og í stjórn Laxárvirkjunar. Reyndi þá mjög á staðfestu hans í illvígum deilum í héraði við óbilgjarnt lan- deigendavald. Steindór var landskjörinn vara- þingmaður 1946-’49 og alþingis- maður ísfirðinga á sumarþinginu 1959 þegar kjördæmabreytingunni var ráðið til lykta, en hún var að- dragandi viðreisnarstjómanna 1960-1971. í meira en aldaríjórð- ung var Steindór virkur í forystu- sveit Alþýðuflokksins og lét jafnan að sér kveða svo eftir var tekið í flokksstjóm og á flokksþingum. Það sem hér hefur verið tíundað af störfum kennarans, skólameist- arans, vísindamannsins, fræði- mannsins, ritstjórans og stjómmála- mannsins Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum nægir til að sýna að hann hefur á langri og farsælli ævi verið margra manna maki til verka - og hefur þó hvergi nærri öllu ver- ið til skila haldið. Öll þessi störf vann hann með þeim hætti að fáir hefðu betur gert. Verk hans munu lengi halda nafni hans á loft, löngu eftir að hann er allur. > Frá því ég tók við formennsku í Alþýðuflokknum 1984 hef ég oft átt leið um Akureyri og aðrar byggðir í Norðurlandi eystra, ýmist til funda við félaga okkar þar eða til almennra fundahalda. Oftar en ekki hefur hinn aldni skólameistari kvatt sér hljóðs og skilið eftir í huga mínum meitlaða hugsun, sem ber vott mannviti hans og sívökulum huga. Fyrir þá fundi er ég þakklát- ur. Maður sem svo margt hefur lifað og svo miklu hefur fengið áorkað öðram til hagsbóta og ánæguu - slíkur maður er gæfumaður. Við jafnaðarmenn hyllum okkar síunga baráttufélaga á níræðisaf- mælinu og sendum honum, vinum hans og vandamönnum ámaðarósk- ir norður yfír heiðar. Ég kveð að sinni með orðum annars víðfrægs Hafnarstúdents, Skúla fógeta, sem sagði: Ljúft erhrós fyrirliðna stund, lifð’eg í Höfn með gleði. Það hefur Steindór skólameistari frá Hlöðum líka gert, svika- og reíjalaust. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands. Afmælisbarnið tekur á móti gestum í setustofu heimavist- ar MA í dag kl. 17 - 19. Olíufyllti rafmagnsofninn frá ELFA LVI er skrefí framar! Jafn og þægilegur hiti. Enginn bruni ó rykögnum né jónabreytingar sem orsaka þurrt loft. ■ Lógur yfirborðshiti. ■ Auðveld uppsetning. ELFA LVI ofnarnir eru framleiddir í Svíþjóð með sama gæðastaðli og útliti og venjulegir vatnsofnar. Hagstætt verð og greiðsluskilmólar. Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 S 622901 og 622900 Tilboösdagar í Parísarbúðinni 12., 13., 14. ogl5. ágúst: 30-50% afsláttur Sértilboð á hverjum degi Parísarbúðin, Austurstræti 8, 101 Reykjavík, sfmi 14266

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.