Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 36 Minning: Unnur M. Ríkarðs■ dóttir, Akureyri Fædd 22. maí 1971 Dáin 2. ágúst 1992 Kveðja frá Bandalagi íslenskra skáta „Hve sæl, 6 hve sæl er hver leikandi lund. En lofaðu engan dag fyrir sólarlagsstund." (M. Joch.) Við Kandersteg í Sviss reka Evrópuskátar eins konar skólabúð- ir til þess að veita verðandi foringj- um í skátahreyfmgunni fjölbreytta fræðslu og þjálfun í öllu því sem viðkemur skátastarfi. Þessi skáta- skóli er vinsæll meðal æskufólks og sóttur af skátum víða að úr heiminum. 66 íslenskir skátar á aldrinum 18 til 24 tóku sig upp einn fagran júlídag í sumar og flugu á vit ævintýra og krefjandi þjálfunar á mót í Kandersteg. Þetta var bjartsýnn og tápmikill hópur skátaforingja úr hinum ýmsu félögum sem mynda Banda- lag íslenskra skáta — fólk sem hefur kynnst í skátastarfi á undan- fömum árum, tengst vináttubönd- um og eiga það sameiginlegt að vilja starfa að æskulýðsmálum í anda alþjóðlegu skátahreyfingar- innar. Blómi framtíðarinnar. En „skjótt hefír sól brugðið sumri“ (J. Hallgr.). Ævintýrið breytist í harmsögu. Ein af hópnum, Unnur María Ríkarðsdóttir úr skátafélag- inu Klakki á Akureyri slasast al- varlega í upphafi og er látin fáein- um dögum síðar. Já „bilið er mjótt milli blíðu og éls og brugðist getur lukkan frá morgni til kvelds". (M. Joch.) Ráðsályktun Guðs fá menn ekki skilið enda eru vegir hans órann- sakanlegir. Okkur ber að þakka fyrir þetta bam hans, Unni Maríu, fyrir það sem hún varð þeim sem henni kynntust og fyrir þá lyndi- seinkenni hennar að vilja aðstoða og hjálpa öðmm og það er trú mín að hennar bíði störf á æðri vegum. „Hve sæl, ó hve sæl er hver leikandi lund, og lukkan hún er eilíf, þó hverfi um stund.“ (M. Joch.) Um leið og ég flyt foreldram Unnar Mariu, unnusta, ættingjum og vinum innilegustu samúðar- kveðjur Bandalags íslenskra skáta, vil ég beina örfáum orðum til hóps- ins sem var með henni í Kanders- teg og þá sérstaklega Akureyrar- skátanna: Látið ekki hugfallast og örvæntið ekki, slíkt væri ekki í anda hennar Unnar Maríu. Heiðrið minningu hennar með því að halda gæfuríku starfí áfram í trú, von og kærleika. Drottinn, ger þú mig að farvegi friðar þíns, svo að ég færi kærleika þangað sem hatur er, fyrirgefningu þangað sem móðgun er, einingu þangað sem sundrung er, sannleika þangað sem villa er, trú þangað sem efi er, von þangað sem órvænting er, ljós þangað sem skuggi er, gleði þangað sem harmur er, veit þú, Drottinn, að ég sækist fremur eftir að hugga en láta huggast, skilja en njóta skilnings, elska en vera elskaður, þvi að okkur gefst ef við gefum, við finnum okkur sjálf ef við gleymum okkur sjálfum, okkur fyrirgefst ef við fyrirgefum, og fyrir dauðann fæðumst við til eilífs lífs. (Frans frá Assissi). Megi hið eilífa ljós lýsa Unni Maríu. Með skátakveðju, Gunnar Eyjólfsson, skátahöfðingi. Elskulegt barnabam mitt er horfið frá okkur á svo sviplegan hátt, skarð er komið í stóra hópinn minn af bamabömum. Unnur María var eins og nýútsprangin rós á vori lífsins, þannig mun hún geymast í huga okkar sem elskuð- um hana. Tveimur dögum áður en hið hörmulega slys varð á skátamóti í Sviss, voru foreldrar hennar í heimsókn hjá mér í Reykjavík. Við vorum að virða fyrir okkur mynd- imar sem voru teknar 17. júní sl., daginn sem hún ásamt stóram hópi annarra ungmenna setti upp hvítu stúdentahúfuna. Ég hafði að orði hve yndisleg hún væri, það hreinlega geislaði af henni. í við- bót við að vera ærslafulla skvett- an, eins og sagt var stundum við okkur í æsku minni, þá virtist vera komin meiri mýkt og mildi í svipinn, svo ég setti þetta í sam- band við Stefán, unnusta hennar. Þau tóku undir að svo væri. Mig hefði langað til að vera meira samvistum við Unni Maríu, en raunin varð á hennar stuttu ævi. Fyrstu árin hennar bjó fjöl- skyldan hér í Reykjavík í Sigtúni, skammt frá okkur afa og ömmu og þá komu þau stundum með systurnar til okkar, þær Katrínu Björgu og Unni Maríu. Hún var þá svo lítil, rétt farin að ganga, með þykkt dökkt hárið, sem stóð beint upp í loftið, eins og hún væri burstaklippt. Henni þótti gaman að gægjast inn í neðri skápana í eldhúsinu mínu og þar sagði hún í fyrsta skipti orðið „amma“ með svo miklum innileik að það yljar mér enn um hjarta. í vor þegar prófin vora búin, þá kom hún suður og þær systum- ar komu til mín með Darra litla, son Katrínar. Hún var búin að sækja um í Myndlista- og handíða- skólanum og vildi fylgja því eftir, með góðum meðmælum frá skól- anum fyrir norðan. Hugurinn stór til lista enda átti hún ekki langt að sækja listhneigðina. Hún Unnur María var yndisleg gjöf, fágætur dýrgripur foreldra sinna og systkina og okkar allra sem að henni stóðu. Þess vegna er þetta svo óskiljanlegt og sárt sem gerðist. En okkur hefur aldr- ei verið lofað því að ganga okkar hér á jörð yrði án þjáninga og tára, en Guð hefur lofað að veita líkn með þraut og að þerra tár. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð íallegir salirogmjÖg g(5ð þjónusta. Upplýsingar í síma 2 23 22 FUJCLEIDIR lÍTEL LIFTLEIIIK Unnur María hefur alla tíð verið falin góðum Guði og englum hans. Ástarfaðir himinhæða, heyr þú bama þinna kvak. Enn í dag og alla daga, í þinn náðarfaðm mig tak. Elsku fjölskylda mín fyrir norð- an, Guð styrki ykkur öll og mildi sorgina á dögum sem koma. Amma, Guðbjörg Guðjónsdóttir. Hörmulegt slys, ung og elskuleg stúlka er látin. Það var miðvikudaginn 29. júlí sl. sem okkur barst sú frétt að Unnur _ hefði orðið fyrir slysi í Sviss. í fyrstu vora vonir góðar, en þegar ljóst var hver alvara var á ferðum flugu nánustu ættingjar ásamt tveimur skátaforingjum utan til þess að vera við sjúkrabeð hennar. Biðin var erfíð. Unnur komst aldrei til meðvitundar og lést á sjúkrahúsi í Bem sunnudag- inn 2. ágúst sl. Unnur María var fædd 22. maí 1971. Foreldrar hennar eru María Árnadóttir og Ríkarður Jónsson offsetprentir Kotárgerði 10 Akur- eyri. Unnur átti tvö systkini, Katr- ínu og Ríkarð. Maki Katrínar er Örn Amacson og eiga þau einn son, Darra. Unni kynntumst við fyrir nokkr- um áram er hún kom í fjölskyld- una með dóttursyni okkar, Stefáni Gunnarssyni. Unnur varð strax ein af fjölskyldunni á sinn ljúfa og hljóðláta hátt. Við höfum átt þess kost að vera mikið með unga fólkinu í fjölskyld- unni og það er sárt, svo sárt, þeg- ar svo yndisleg stúlka er frá okkur tekin. En við trúum að hennar bíði æðra hlutverk. Unnur og Stef- án áttu margt sameiginlegt. Þó var útivist og skátastarf þeirra aðaláhugamál og nú seinni árin störfuðu þau bæði mikið með Hjálparsveit skáta á Akureyri. Undanfarin tvö sumur hafa þau veri skálaverðir í Nýjadal á Sprengisandi. Margir hafa heim- sótt þau þangað og notið þeirra frábæru gestrisni. Við minnumst þess hversu ham- ingjan geislaði af þeim þegar þau komu til að kveðja áður en haldið var á skátamótið í Sviss. Tilhlökk- unin var mikil að taka þátt í skáta- starfi á erlendri grund og kynnast skátum frá öðrum þjóðum. Við höfðum orð á því að aldrei hefðum við séð Unni jafn geislandi glaða og þennan dag. Við munum geyma minninguna um fallega brosið hennar. Það var ánægjulegt að fá að gleðjast með þeim, á heimili for- eldra hennar hinn 17. júní sl. er Unnur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri. Bæði hugðu þau á frekara nám í Reykjavík næsta vetur og framtíð- in blasti við þeim björt og glæsi- leg. Á þessum áformum hefur nú orðið skyndileg breyting og biðjum við Guð að styrkja Stefán okkar í sorg hans og um alla framtíð. Við vottum Maríu, Ríkarði, systkinum Unnar og fjölskyldunni allri, Báru, Tryggva Má, Gunna og fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Unnar Maríu. Amma og afí í Eyrarvegi. Þeir deyja ungir sem Guð elskar er viðeigandi máltæki í dag, þegar Unnur, aðeins tuttugu og eins árs, verður til moldar borin. Það hlýtur eitthvað að liggja að baki þess þegar svo ungir einstaklingar, sem eiga allt lífið framundan, era skyndilega hrifnir á brott. „Hvers vegna," var fyrsta hugsunin sem kom upp í huga okkar þegar við höfðum spurnir af hinu hörmulega slysi í Sviss, er fjórum sólarhring- um seinna leiddi til andláts Unnar. Um miðjan júlí voram við, ásamt þýskum vinum okkar, stödd hjá Unni og Stebba í Nýjadal, í dalnum sem heillaði svo mjög hið unga par, þar sem þau sameinuðu t Ástkær móðir mín, GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR húsfrú, Furugerði 1, áður Hvammsgerði 5, lést í Landspítalanum að morgni 6. júlf sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hólmar Henrysson og vandamenn. t Eiginkona mfn, GUNNBJÖRG STEINSDÓTTIR frá Miðkrika f Hvolhreppi, er látin. Guðmundur Jóhannsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur okkar, AÐALHEIÐAR ÁGÚSTU AXELSDÓTTUR, Baugholti 20, Keflavik. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Sjúkrahússlns í Keflavík fyrir frábæra hjúkrun og umönnun. Brynleifur Jóhannesson, Jón Brynleifsson, Guðbjörg Gísladóttir, Brynja Brynleifsdóttir, Philip Mallios, Jóhannes Brynleifsson, Sigriður Garðarsdóttir, Karl Brynleifsson, Jónina Skaftadóttir, Tobías Brynleifsson, Margrét Jónsdóttir, Jónína Axelsdóttir, Unnur Axelsdóttir. bæði áhugamál og atvinnu. Við áttum góða stund saman, ræddum um daginn og veginn og hlustuð- um á þau segja frá fyrirhuguðu ferðalagi til Sviss, ásamt bolla- leggingum þeirra um framtíðina. Það virtist allt svo ljómandi bjart hjá þeim. Unnur nýkomin með hvíta kollinn frá Menntaskólanum á Akureyri á leið í frekara nám til Reykjavíkur, ásamt unnusta sínum, á komandi hausti. En leið hennar liggur ekki til Reykjavík- ur, heldur mun lengri veg sem enginn okkár þekkir en allir eiga eftir að fara. Þegar við hugsum tæpar fjórar vikur aftur í tímann, til kvöldsins í Nýjadal, er kvöldsólín sendi svo Ianga og hlýja geisla til okkar, var víðs fjarri huga okkar að Unnur ætti svo stutt eftir ólifað. Við þökkum fyrir þann tíma sem við áttum með Unni og mun mynd hennar, sem ungrar og lífsglaðrar stúlku, ávallt dvelja í minningu okkar. Elsku Stebbi, Rikki, Mæja, Rík- arður, Kata, Öddi og Darri, missir ykkar er mikill. Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft- ur huga þinn, og þú munt sjá, að þú græt- ur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran) Hildigunnur Svavarsdóttir og Ögmundur Knútsson. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Skáld-Rósa) Það er erfitt að kveðja góðan vin í hinsta sinn. Þegar við lögðum af stað í þessa ævintýraferð sem að við höfðum hlakkað svo lengi til að fara í, grunaði okkur ekki að við myndum ekki snúa allar til baka. En minningarnar sem Unn- ur María gaf okkur eigum við enn. Hún lifír áfram í hugum okk- ar og verður alltaf með okkur í leik og starfi. Við þökkum fyrir stundirnar sem við áttum saman. Elsku Maja, Rikki og Stebbi, Guð veri með ykkur. Inda, Kolla og Tollý. Hún var aðeins tuttugu og eins árs, átti afmæli í maí, rétt að byija lífið. Nú er hún horfin okkur, Unnur María, elskuleg bróðurdótt- ir mín. En eftir eigum við minn- ingu um yndislega stúlku. Hún var svo broshýr, blíð og góð. Unnur María var mjög list- hneigð. Hún varð stúdent í sumar úr myndlistarbraut Menntaskólans á Akureyri. í einni ferðinni okkar norður sýndi hún okkur, full af áhuga, verkin sín úr skólanum. Það var gaman að fylgjast með. Unnur María átti því láni að fagna að eiga ömmu sem kenndi henni að biðja til Guðs, kenndi henni bænir og vers. Yfir rúmi ömmu hennar hangir lítið verk eftir Unni Maríu. Bænin „Leiddu mína litlu hendi“ skrifuð á bark- arbút. Þetta er svo fagurt í einfald- leika sínum. Ég stend oft, les vers- ið og nýt fegurðarinnar. Unnur María átti góða foreldra og systkini. Ríkarð og Maríu, Katrínu Björgu og Ríkarð. Fjöl- skyldan stóð fast saman. Seinna bættust í hópinn Öm, maður Katr- ínar, Darri sonur þeirra, og Stef- án, unnusti Unnar Maríu. Söknuð- urinn er sár. Við skiljum ekki allt- af vegi Guðs. Elsku Rikki, Maja, Stebbi, Rík- arður, Kata og Óddi. Drottinn styrki ykkur í sorginni. Þú skalt ekki framar hafa sólina til að lýsa þér um daga, og tunglið skal ekki skína til að gefa þér birtu: heldur skal Drottinn vera þér eilíft Ijós og Guð þinn vera þér geislandi röðull. (Jesaja 60:19.) Rebekka Jónasdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.