Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 12
1 12_____________MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12, ÁGÚST 1992_ Fundargerðir leysa ekki fjötra kommúnismans eftirBjörn Bjarnason Ákvörðun formanns og fram- kvæmdastjóra Alþýðubandalagsins um að opna fundargerðarbækur flokksins í von um að með því sé fortíðarvandi hans leystur, er í ætt við aðrar blekkingar, sem Ólafi Ragnari Grímssyni flokksformanni eru kærastar í pólitísku starfi. Glíma Alþýðubandalagsins við eigin fortíð snýst að engu leyti um það, hvort tengslum hans við ríkisstjóm- ir og kommúnistaflokka, sem stóðu að innrás í nafni sósíalisma inn í Tékkóslóvakíu 1968, er lýst í fund: argerðum Alþýðubandalagsins. í bókunum er enn staðfest, að Al- þýðubandalagið hallaði sér opinber- lega að kommúnistaflokki Rúm- eníu, sem blómstraði á þessum tíma undir blóðstjóm Ceausescu-hjón- anna. Pólitískar ástaijátningar for- ystusveitar Alþýðubandalagsins í garð þeirra hjóna vora áður kunnar og einnig lýsingamar á persónu- töfrum herra Ceausescu. Vandi kommúnista og þeirra, sem aðhyllast stefnu flokka á borð við Alþýðubandalagsins, hefur tekið á sig ýmsar myndir á undanförnum áram. Styrkur fijálshyggjunnar og barátta þeirra, er snúist hafa gegn ríkisafskiptum og forsjárhyggju hins opinbera i smáu og stóra, hef- ur leitt til þess að stjómmálabarátt- an er nú háð lengra til hægri en áður. Þeir, sem ríghalda enn í af- dankaða vinstrimennsku og sósíal- isma, eiga undir högg að sælqa í lýðræðisríkjum. Þessi þróun hófst, áður en stjóm- kerfí kommúnismans hrundi. Merki um hana sjást víða. Flokkar jafnað- armanna í Frakklandi, Þýskalandi og á Spáni hafa tileinkað sér nýja stefnu. 1984 sögðu kommúnistar skilið við stjórn Francois Mitterr- ands í Frakklandi, af því að þeim þótti franskir jafnaðarmenn ekki nógu vinstrisinnaðir. Breski Verka- mannaflokkurinn er allt öðravísi flokkur núna en þegar Margaret Thatcher og íhaldsflokkurinn unnu sinn fyrsta sigur yfír honum. Bresk- ir jafnaðarmenn hafa hafnað ýms- um sósíalískum kreddum. Demó- kratar í Bandaríkjunum gera sér miklar vonir um að vinna í forseta- kosningunum í nóvember næstkom- andi. Þessar vonir byggjast ekki síst á því, að þeir hafa tileinkað sér flest meginstefnumálin, sem kennd era við fijálshyggju Ronalds Reag- ans. Hér era starfandi tveir stjóm- málaflokkar, sem sækja hugsjóna- grundvöll sinn til skoðana Karls Marx og annarra kenningasmiða sósíalismans. Þetta eru Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubandalagið. Innan Alþýðuflokksins vora ýmsir forystumenn tiltölulega fljótir að átta sig á stefnubreytingunni, sem varð með sigurgöngu fijálshyggj- unnar og kennd er við Margaret Thatcher og Ronald Reagan. Má í því sambandi vísa til fijálshyggju- skrifa Jóns Baldvins Hannibalsson- ar í Alþýðublaðið fyrir rúmum ára- tug. Því fer hins vegar fjarri, að Alþýðuflokkurinn hafí áttað sig á stöðu sinni við nýjar aðstæður, inn- an hans eru sterk öfl, sem vilja halda í vintsrimennskuna. Þessi öfl óttast helst Alþýðubandalagið, sem enn má líkja við vinstri arminn í breska Verkamannaflokknum og breska kommúnistaflokkinn, svo að notaðar séu alþjóðlegar mælistikur. Alþýðubandalagið er tvímælalaust fast í úreltri hugmyndafræði vinstrimennskunnar. Fræðimaðurinn og stj órnmálamaðurinn Þegar mikið er í húfí, grípur Ólaf- ur Ragnar Grímsson til þess ráðs í því skyni að undirstrika þunga í málflutningi sínum sem stjómmála- maður að minna áheyrendur sína á, að hann sé nú einnig prófessor í stjómmálafræði. Til þessa úrræðis greip hann, þegar nota átti fundar- gerðarbækur Alþýðubandalagsins í því skyni að þvo af því komma- stimpilinn. Ólafur Ragnar sagði einnig, að hann væri enginn prók- úrahafí fyrir Sósíalistaflokkinn og útlistaði í flóknu máli, að ekki ætti að líta á Alþýðubandalagið sem arftaka þess flokks, sem óvefengj- anlega starfaði samkvæmt fyrir- mælum frá Komintern, miðstöð heimskommúnismans í Moskvu. Þarha var það stjómmálamaður- inn sem talaði. Árið 1977 gáfu þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Þor- bjöm Broddason, kennarar við Fé- lagsvísindadeild Háskóla íslands, út ritið íslenska þjóðfélagið — kennslubók í þjóðfélagsfræðum fyr- ir framhaldsskóla. Þar skrifar Ólaf- ur Ragnar meðal annars kafla um stjómmálaflokkana. í bókinni segir meðal annars: „Sósíalistaflokkurinn varð þriðji stærsti flokkurinn í kosn- ingunum 1942 og þegar Alþýðu- bandalagið var stofnað 1956 með samkomulagi Sósíalistaflokksins og vinstri arms úr Alþýðuflokknum þá hélt hinn nýi flokkur þeim sessi.“ (Bls. 127.) „Síðustu 40 ár hefur að meginhluta verið fjögurra-flokka- kerfí á íslandi. Frá styijaldarlokum hefur stærðarröð aðalflokka kerfís- ins verið Sjálfstæðisflokkur, Fram- sóknarflokkur, Sósíalistaflokkur og arftaki hans Alþýðubandalagið, og loks Alþýðuflokkur." (Bls. 203.) „I rúman áratug bar Alþýðubandalag- ið skipulagseinkenni kosninga- bandalags en upp úr 1964 hófst undirbúningur að breytingu Al- þýðubandalagsins í formlegan stjórnmálaflokk með heildarskipu- lagi. Umræður um slíka aðgerð ein- kenndust af deilum um grundvallar- stefnu, skipulagsform og fram- boðsákvarðanir. Þær vora til lykta leiddar á áranum 1967-1968 með samtvinnuðum aðgerðum sem fólu í sér (a) að Alþýðubandalagið varð formlegur stjómmálaflokkur með sams konar skipulagi og aðrir stjómmálaflokkar í landinu, (b) Sósíalistaflokkurinn var lagður nið- ur, og (c) hópur manna sem einkum var skipaður vinstri sinnuðum jafn- aðarmönnum og fyrrverandi þjóð- vamarmönnum yfírgaf Alþýðu- bandalagið og stofnaði Samtök frjálsiyndra og vinstri manna." (Bls. 217.) Þeir sem lesa þessi orð fræði- mannsins Ólafs Ragnars Grímsson- ar hljóta að draga þá ályktun af þeim, að nú sé stjómmálamaðurinn Ólafur Ragnar Grímsson einmitt prókúrahafi Sósíalistaflokksins sem formaður Alþýðubandalagsins, arf- taka Sósíalistaflokksins. Þeir sem klufu sig út úr Alþýðubandalaginu 1968 gerðu það til að andmæla Norrænt gigtarár 1992: Bæklunarskurðlækn- ingar og gigtsjúkdómar eftir Brynjólf Mogensen Stórstígar framfarir hafa átt sér stað á síðustu 2-3 áratugum í bækl- unarskurðlækningum sem meðferð sjúklinga með gigtsjúkdóma. Skurðmeðferðin er mjög mismun- andi og fer aðallega eftir því hvers konar sjúkdóm sjúklingurinn er með, um hvaða lið er að ræða og hversu mikið liðurinn er skemmdur. Meðferðin miðast við það að gera sjúklinginn verkjalausan, reyna að viðhalda góðri hreyfingu og auka fæmi. í þessari grein er í stuttu máli fjallað um fjórar aðgerðir sem oft koma til greina þegar gigtar- sjúklingar eiga í hlut. Liðspeglun Liðspegillinn er grannur kíkir um 2-5 mm í þvermál. Hann var í upp- hafi notaður til þess að greina sjúk- dóma en síðar einnig til að lækna. Liðspeglun er oftast gerð á hné en einnig öxl, mjöðm, ökkla, olnboga og jafnvel fíngurliðum. Sjúklingur sem fer í liðspeglun á hné leggst inn að morgni. Aðgerðin er gerð í stuttri mænudeyfingu eða svæf- ingu. Með liðspeglunartækjunum er hægt að gera við flestar liðþófa- skemmdir, hvort sem þær eru af völdum áverka eða slits, snyrta til slitið bijósk, taka bólginn liðpoka o.fl. Langflestir sjúklingar, sem fara í liðspeglun á hné og á öðrum liðum, fara aftur heim sama dag. Öftást má sjúklingur sem fer í lið- speglun á hné stíga í fótinn að sársaukamörkum eftir aðgerð. Við- komandi er yfír- leitt fljótur að jafna sig, flestir orðnir vinnufærir innan viku til 14 daga, allt eftir því hvað mikið var að og hvar var gert. Liðpokataka Liðpokataka var algeng aðgerð hjá sjúklingum með iktsýki en á síðustu áram hefur þeim fækkað, fyrst og fremst vegna betri lyfja- meðferðar. Þær eiga ennþá fullan rétt á sér ef ekki er hægt að hemja liðbólguna með lyfjum. Ef liðbijósk- ið er orðið skemmt eða slitið að einhveiju marki skilar aðgerðin ekki árangri sem skyldi. Aðrir möguleikar era þá fyrir hendi. Stífaðgerð Stundum er stífaðgerð langbesta lausnin við liðskekkju og sársauka. Ekki hafa verið þróaðir neinir brúk- legir gerviliðir til þess að setja í úlnlið eða ökkla. Stífaðgerð á þess- um liðum gefa yfírleitt mjög góða raun. Hreyfíhömlun eftir aðgerð er lítil og álag án sársauka. Þannig fær einstaklingur með stífan úlnlið sterkt, gott og sársaukalaust grip og hefur góða snúningsgetu í fram- handlegg ef ekkert annað er að. Það sama er að segja um einstakl-. ihg með stífan ökkla. Þar verðúr ástig yfírleitt án nokkurs sársauka en aðrir liðir í fæti taka að hluta yfír hreyfínguna. Ókosturinn við þessar aðgerðir er sá að gróandinn og endurhæfíngin taka yfírleitt nokkuð langan tíma. Gerviliðir Gerviliðaaðgerðir era fyrst og frenst gerðar til þess að lækna lið- sársauka en stundum einnig til þess að auka hreyfíngu nema hvora tveggja sé. Fyrstu nútíma mjaðmar- gerviliðirnir sem hægt var að nota með góðum árangri komu á mark- aðinn fyrir um þremur áratugum. Liðskálin er úr hágæðaplastefnum en lærleggshlutinn úr málmblöndu. Liðurinn er steyptur fastur með beinsementi. Árangurinn varð strax mjög góður. Nú era einnig til gervi- liðir, sem hægt er að setja í hné, axlir, olnboga og fíngurliði með góðum árangri. Ekki hafa verið framleiddir liðir sem hægt er að setja í úlnlið eða ökkla með góðum árangri en þar er stífaðgerð ennþá besta lausnin eins og áður sagði. Á íslandi eru settir í um 350 gervilið- ir á ári, langflestir í mjaðmir og hné. Meðalaldur sjúklinga sem fá gervilið í mjöðm og hné er tæp 70 ár, konur heldur fleiri en karlar. Sjúklirigarnir eru yfírleitt til þess að gera frískir fyrir utan einn eða tvo mjög slitna og sára liði. Gervi- liðaaðgerðir á mjöðmum og hnjám eru yfírleitt gerðar í mænudeyf- ingu. Daginn eftir aðgerð má við- komandi stíga í fótinn eins og hann vill. Hann þarf nokkra hjálp fyrstu Brynjólfur Mogensen „Mikilvægt er að gera aðgerðir tímanlega, sérstaklega hjá sjúkl- ingum með iktsýki. Fyr- ir utan betri líðan og meiri lífsgæði sjúklinga eru aðgerðirnar þjóðfé- lagslega hagkvæmar.“ dagana en öll endurhæfíng byggist á því að verða sjálfbjarga eins fljótt og því verður við komið. Legutíminn ætti ekki að verða meiri en 9-12 dagar fyrir langflesta sjúklinga sem fara í gerviliðaaðgerðir vegna slit- sjúkdóma en getur orðið aðeins lengri fyrir þá sem þjást af iktsýki eða skyldum sjúkdómum. Lang- flestir útskrifast beint heim en flest- ir koma í endurhæfíngu utan spít- ala. Sjúklingar sem fara í gerviliða- aðgerð á mjöðm eða hné þurfa sjaldnast að leggjast inn á endur- hæfíngadeild til áframhaldandi þjálfunar. Björn Bjarnason „Nýjasta útspil Ólafs Ragnars til að leysa for- tíðarvanda Alþýðubanda- lagsins missir hins vegar gjörsamlega marks. Vandinn er miklu meiri og djúpstæðari en svo, að unnt sé að ýta honum til hliðar með sýndar- mennsku eins og þeirri að opna einhveijar fund- argerðarbækur, sem segja í mesta lagi aðeins hluta sögunnar.“ áhrifum hinna, sem komu úr Sósíal- istaflokknum og náðu undirtökun- um í Alþýðubandalaginu með hinni formlegu flokksstofnun 1968. Skýr stefna í lögum Alþýðubandalagsins frá 1968 segir meðal annars í 1. grein: „Markmið flokksins er að koma á sósíalísku þjóðskipulagi á íslandi." í stefnu flokksins frá 1974 sagði: Gerviliðaaðgerð á mjöðm og hné er yfirleitt mjög árangursrík. Þann- ig má búast við yfír 90% góðum árangri í 10 ár þar sem sjúklingur- inn er verkjalaus eða óþægindalítill og með góða hreyfíngu. Jafnframt má búast við að liðurinn dugi vel hjá um 70% sjúklinga í 20 ár. Stærsta langtíma vandamálið er það að liðurinn getur losnað. Þann- ig verður að gera ráð fyrir því að allir yngri en fímmtíu ára, sem fá gervilið í mjöðm eða hné, þurfí að fara I nýja gerviliðaaðgerð síðar á ævinni. Endurtekin gerviliðaaðgerð skilar yfírleitt góðum árangri, þótt langtíma árangurinn sé ekki sá sami og við fyrstu aðgerð. Þrátt fyrir öra þróun gerviliða, sem festir eru með beinsementi, hafa bæklun- arlæknar leitast við að búa til gerviliði sem ekki þarf að steypa fasta. Reynt hefur verið að láta bein vaxa inn í gerviliðinn og festa hann þannig. Þessi aðgerð hefur skilað þó nokkuð góðum árangri en enn sem komið er hefur enginn liður sýnt sig endast betur heldur en gerviliður sem steyptur er fastur með beinsementi. Niðurlag Mjög ör þróun í bæklunarskurð- lækningum hefur átt sér stað í meðferð sjúklinga með giktsjúk- dóma og árangur eftir aðgerð er yfirleitt góður. I skurðmeðferð gigt- sjúklinga er samvinna margra aðila nauðsynleg ef árangur á að verða góður. Mikilvægt er að gera aðgerð- ir tímanlega, sérstaklega hjá sjúkl- ingum með iktsýki. Fyrir utan betri líðan er lífshögum sjúklingsins bet- ur háttað og aðgerðirnar eru þjóðfé- lagslega hagkvæmar. Árangurinn af gerviliðalækningum er yfírleitt svo góður að fátt í læknisfræði færir líf sjúklingsins jafn mikið til betri vegar. Höfundur er sérfraeðingur í bæklunarlækningum á slysa- og bæklunnrlækningadeild Borgarspítalans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.