Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. AGUST 1992 Minning: Sigurður G. Isólfs- son, organleikari Látinn er Sigurður ísólfsson organleikari. Hann var mér góður vinur, félagi, kennari og ímynd þess besta, sem prýða má góðan dreng. Við kynntumst fyrst fyrir þrjátíu árum. Fyrir 32 árum hóf ég undir- búningsnám í orgelleik hjá Þorleifi -Erlendssyni kennara (1876- 1968). Þorleifur hafði numið söng- stjórn og orgelleik hjá Jónasi Helgasyni (1839-1903) dóm- kirkjuorganista á árunum 1892- 1894. Nokkru áður hafði ísólfur faðir Sigurðar verið í orgelnámi hjá Jónasi. Eftir því sem Þorleifur tjáði mér þá hafði hann eftir Jón- asi að Þorleifur hefði verið sinn besti nemandi ef undanskilinn yæri strákurinn að austan, þ.e. fsólfur. Þótti Þorleifi þetta mikið hrós. Seinna lærði Þorleifur svo tónfræði hjá Sigfúsi Einarssyni tónskáldi og dómkirkjuorganista, en þar sótti J>á einnig samtímis tíma sonur Isólfs Pálssonar og bróðir Sigurðar, Páll ísólfsson (1893-1974), seinna dómkirkju- organisti. Hélst góður ^kunnings- skapur milli Þorleifs og Páls meðan báðir lifðu. Þar kom svo mínu námi f orgelleik að Þorleifi fannst ástæða til að hafa tal af vini sínum Páli. Á útmánuðum 1961 fórum við til messu við Dómkirkjuna í Reykjavík. Eftir að Þorleifur og Páll höfðu drykklanga stund rifjað upp gamla tíma var kominn tími , til að kynna mig. Er ekki að orð- lengja það að Páll bauðst til að taka við mér þegar Þorleifur væri búinn að kenna mér allt það er hann gæti. Haustið 1961 hóf ég svo nám í orgelleik hjá Páli ísólfssyni. Ekki var auðhlaupið að komast að Dóm- kirkjuorgelinu veturinn 1961- 1962 og hafði ég orð á því við Pál að svona gæti þetta ekki gengið lengur. „Þekkirðu hann Sigga bróður", spurði Páll þá. Nei ég kannaðist ekkert við manninn og aldrei heyrt hann nefndan fyrr. Er ekki að orðlengja það að Páll rauk í símann, náði sambandi við bróður sinn og ég heyrði hann segja að hann hefði áhugasaman strák, sem vantaði aðstöðu til æf- inga. Ekki veit ég hverju Sigurður svaraði en Páll kom brosandi úr símanum og sagði íið ég ætti að fara á fund Sigurðar í Fríkirkjunni þennan sama dag kl. þrjú en þá yrði þar jarðarför. Ég fór síðan eins og ráð var fyrir gert í Fríkirkj- una. Að jarðarförinni afstaðinni kom Sigurður til mín, faðmaði mig að sér og bauð mig velkominn á þann yndislega hátt væntumþykju og umhyggju, sem hefur verið ein- kenni Sigurðar alla tíð. Mér þótti strax undurvænt um Sigurð og hefur alla tíð fundist sem hann væri sem annar faðir minn. Um- hyggja Sigurðar og væntumþykja hefur verið hans aðalsmerki. Hann gladdist ávallt yfir velgengni ann- arra á tónlistarsviðinu og stutt er síðan hann minntist á hve ónefnd- ur organleikari í Reykjavík væri orðinn góður organleikari og farið mikið fram. Það gladdi hann mjög. Þetta er aðeins eitt dæmi af ótal mörgum. Sigurður reyndi að fylgj- ast með organistum hvaðanæva og var alls ekki bundinn við sína *eigin nemendur í því efni. „Ég á dálítið erfitt með að skrifa um Sigurð sem organleikara, en ég hygg að margir muni minnast hans fyrir fallegar „módúlasjónir". Að mínum dómi reyndi hann alltaf að spila fallega. Hvers konar orgel- músík heillaði hann. Þó fannst mér hann hafa einna mest gaman að "spila rómantíska músík, m.a. franska, a.m.k. á þeim tíma ævi hans, sem við áttum okkar helgi- stundir við orgelið, á árunum milli 1962 og 1970. Gleymi ég ekki hvernig hann spilaði t.a.m. Gotn- esku svítuna. Einhverju sinni lét hann þau orð falla að ekki væri rétt að þeir bræðurnir væru að spila opinberlega sömu verkin. Ég held að Sigurður hafi ekki haldið marga konserta fyrir utan venju- legar kirkjulegar athafnir, sem voru auðvitað margar á löngum tíma. En á tímabili ævi sinnar vildi hann þó koma meiru á framfæri í útvarpi en eftir var leitað, en hefur þar e.t.v goldið bróður síns. Veturinn 1977-1978 bað Sig- urður mig að leysa sig af í Fríkirkj- unni og gerði ég það að sjálf- sögðu. Þar kynntist ég kórfólkinu hans á annan hátt en sem kirkju- gestur. Þar fann ég hlýtt hugarf- ar, hjálpsemi og fórnarlund hjá þessu góða fólki enda sveif andi Sigurðar yfir vötnunum. Þetta var mér ógleymanlegur tími og ómet- anlegur í minningunni. Við höfðum oft samband félag- arnir, annað hvort í síma, sem var alloft alla tíð, eða ég heimsótti hann á heimili hans og Rósu að Eskihlíð 11. Þar var mér ætíð tek- ið með kostum og kynjum af þeim hjónum og hafi þau þökk fyrir dásamlega kynningu. Þremur dögum fyrir dauða sinn hringdi Sigurður í mig og bað mig að hjálpa sér að sinna ákveðinni erindagjörð. Sótti ég hann og spjölluðum við saman að vanda fyrst og fremst um orgelhljómlist, menn og málefni eins og svo oft áður. Þar kom okkar tali á leiðinni heim til hans að ég fór að rifja upp með honum að hann hefði spilað yfir Þorleifi m.a. sálminn „Mín lífstíð er á fleygiferð" í út- setningu Þorieifs (flestir sálmar í útsetningu Þorleifs eru útsettir fyrir karlakór). Þessi sálmur er ekki í nýju sálmabókinni svoköliu, en er í þeirri gömlu nr. 442. Við þennan sálm er til gullfal- legt íslenskt lag, sem aldrei heyr- ist sungið í nútímanum. Þetta er eitt af þeim lögum, sem Þorleifur nefndi óm eða bergmál frá bylgju- falli hinnar miklu móðu aldanna, „flaumar lífs í farveg komnir, fleygrar aldar", eins og skáldið segir um íslenska tungu. Eru þau ekki íslandslag, þáttur úr sögu landsins? Þarna á leiðinni heim til Sigurð- ar síðustu samverustund okkar rifjuðum við þennan sálm upp og hefur hann að öllum líkindum ver- ið síðast spilaður af Sigurði 1968 við útför Þorleifs. Fyrsta erindi úr þessum sálmi hljóðar svo: Mín lífstíð er á fleygiferð, ég flýti mér til grafar, að litlum tíma liðnum verð ég lagður nár án tafar. Þú, dauðleg vera, dvel ei þá, þinn dauða fljótt að minnast á. Það ráð er þörf að hafa. (Chr. F. Gellert.-Einar Jónsson) Þetta urðu okkar síðustu sam- skipti hérna megin grafar. Þremur dögum síðar tilkynnti Ingimar, sonur Sigurðar, mér skyndilegt andlát vinar míns. Birgir Ás Guðmundsson. Sigurður ísólfsson organleikari er horfinn yfir móðuna miklu, harpa hans er hætt að hljóma — söngvarnir verða ei framar sungn- ir. Þetta er vissulega eðlilegur gangur lífsins; háaldraður maður sem hefur skilað löngu og farsælu ævistarfi hverfur til hvíldarinnar eilífu. Samt er alltaf jafnerfitt fyr- ir þá sem á eftir horfa að sætta sig við skarðið sem verður fyrir skildi — ekki síst þegar vitað er hversu vandfyllt eða ófyllt það verður. Sigurðar ísólfssonar, hins mæta tónlistarmanns og úrsmíðameist- ara, verður í dag í þessu blaði minnst, ævi hans og ætt rakin, af mörgum sem hafa bæði meiri þekkingu og kunnáttu á þeim svið- um en sá sem hér heldur um penna. Því verður ekki á það vað riðið, heldur aðeins færðar hér í minn- ingarskyni þakkir fyrir vináttu sem ríkt hefur milli fjölskyldna okkar. í meir en aldarfjórðung og ærið margar ánægjustundir við söng, hljóðfæraslátt, glaðar og fróðlegar viðræður sem aðra skemmtun. Slíkt fylgdi Sigurði ætíð — jafnt heima og hvar sem hann kom. Það hefði verið dauður maður sem ekki hló dátt þegar Sigurður var í ess- inu sínu og sagði skemmtisögur eða skrýtlur og hafði mál úr hvers manns munni, slík hermikráka sem hann var. Allt var þetta þó græsku- laust og sennilega hefur Sigurður sjaldan beitt þessum* hæfileikum sínum nema í völdum vinahóp. En öllum sem þekktu Sigurð vel var ljóst að bak við glaðbeitt viðmót bjó djúpt hugsandi sál, hann var maður sem leit 'lífsins viðhorf og rýndi rök tilverunnar af mikilli al- vöru — og þó umfram allt list sína. Þessum gleðistundum fækkaði hin síðari ár er Sigurður varð sökum heilsubrests að hætta hljóðfæra- slætti að mestu. „Nú er eg hættur að snerta hljóðfæri svo nokkur heyrir," sagði hann við mig fyrir nokkrum misserum. „Eg get ekki lengur spilað eins og mér líkar og þá er best að loka hljóðfærinu." „Námn en sallhet, som varar be- standigt," segir ljóð- og tónskáldið Wennerberg einhvers staðar. Allir dagar eiga kvöld. Það er flestra mál sem til þekkja að Sigurður hafí verið í langa tíð einn snjallasti organisti þessa lands enda hljóp hann víst oftast í skarð- ið ef bróðir hans, snillingurinn Páll ísólfsson dómorganisti, varð einhverra hluta vegna frá störfum. Engum getum skal að því leitt hversu langt Sigurður hefði náð á braut tónlistar ef hann hefði haft tök á að fullnuma sig í samræmi við hæfileika sína og setið við lær- dóm hjá stórmeisturum í háborgum tónlistarheimsins. Það eitt að hlusta á Sigurð modellera við kirkjuathöfn eða spila af fingrum fram leiddi í ljós sköpunarmátt sem aðeins útvöldum er gefinn. Hér að ofan er minnst á hversu vel Sigurði lét að vekja mönnum kátínu og skapa stundir gleðinnar. En það var líka hlutverk hans sem kirkjuorganista að láta list sína létta mörgum þyngstu spor ævinn- ar við tíma- sem ótímabæra burt- köllun ástvina. „Hjárte som lider, som lider af dagens gny,/ toner til eder til eder vil det fly" segir í frægu ljóði. Og þó vandvirkni og löngun til hins fullkomna hafiein- kennt list hans ætíð, hygg eg að aldrei hafí hann lagt sig fram sem þá er hann vildi leggja smyrsl hinn- ar göfugustu allra lista í sár hinna sorgmæddu. Því eru þessi fáu kveðjuorð saman sett — að tjá hinsta þakklæti fyrir okkar fjöl- mörgu samverustundir gleði og gamans, en ekki síður vegna þeirra ögurstunda er listræn tjáning og tónræn samúð hans lagði líkn með þraut. Eftirlifandi konu hans, Rósu Ingimarsdóttur, sonum og öðrum ástvinum eru hér fluttar hugheilar samúðarkveðjur. E.J.Stardal. Sigurður G. ísólfsson var einn af mínum elztu vinum, og einn af þeim sem settu mark sitt á barn- æsku mína. Hann ólst upp á Lóð- inni, nánar tiltekið á Óðinsgötu 8b, jafnaldri Bjarna, elzta bróður míns, og því snöggtum eldri en ég. En ég minnist hans sem fullorðins manns, sem alltaf gat komið manni til að hlæja, sagði ótal sögur og hermdi eftir mönnum betur en flest- ir. Hann gerði heiðarlega tilraun til að kenna mér á píanó þegar ég var 6 eða 7 ára gamall, en fékk ekki rönd við reist leti lærisveinsins. Þess ber þó að geta að síðan hef ég haft heil- og hálfnótur, fjórðu- parta, áttunduparta o.s.frv. nokk- urn veginn á hréinu. Ég minnist þess líka að þegar ég fór í fyrsta sinn til dvalar í sveit um tíu ára aldur var það Siggi ís. sem fór með mig. Fyrst röltum við um Skeiðin í nokkra daga, gistum í Skeiðháholti hjá Bjarna hrepp- stjóra, frænda mínum, og á Votu- mýri hjá fólki Sigríðar, fóstru Sig- urðar, og fórum síðan í veg fyrir Harald Georgsson, mjólkurbílstjóra Hreppamanna eystri, sem flutti okkur að Stóra-Núpi, þar sem Sig- urður skildi mig eftir. Og svo eru öll árin á verkstæðinu í Lækjargötu 2, sem ég man ekki betur en liðu í eilífri skemmtan. Þegar ég var orðinn rektor kom hann óbeðinn og kom gömlu skóla- klukkunni í gang, en hún hafði verið lasburða lengi, enda komin til ára sinna, frá því um miðja nítjándu öld. Og ekki hugsaði hann síður um gömlu veggklukkuna hans afa, sem nú er í minni vörzlu. Allt þetta gerði hann af einni saman dreng- lundinni og virðingunni fyrir göml- um og merkilegum gripum. Sein- ustu árin var fátt um fundi, en allt- af hringdi hann við og við til að spyrja tíðinda og um ástand klukkn- anna eftir að heilsan leyfði ekki lengur beina skoðun. Fyrir allt þetta og margt vil ég þakka Sigurði að leiðarlokum og sendi Rósu konu hans og fjolskyld- unni aílri samúðarkveðju okkar hjóna. Guðni Guðmundsson. Kveðja frá Félagi íslenskra org- anleikara. Þegar fregnir berast um andlát kærra vina og velgjörðarmanna setur menn hljóða, um hugann fara myndir og löngu liðnir atburðir rifj- ast upp. Allt tengist það samferðar- manninum kæra sem nú hefur lagt upp í sína hinztu för. Segja má að hugurinn hverfi langt aftur í tím- ann, á vit þeirrar veraldar sem einu sinni var, og aðeins lifir í minning- uni. Þannig varð mér við þegar ég frétti lát vinar míns, Sigurðar G. ísólfssonar. Fjörutíu ára kynni höfðum við átt, þar sem Sigurður var alltaf gefandi, en ég þiggjandi. Tvö orð koma mér fyrst í hug er ég minnist Sigurðar ísólfssonar, en það eru orðin hlýja og velvild. Mér kemur fyrst í hug, þegar ég sá Sigurð í fyrsta skipti. Það var á páskadagsmorgun árið 1950, við morgunguðsþjónustu í troðfullri kirkju. Mér varð starsýnt á þennan mann og hlustaði hugfanginn á tón- ana í orgeli Fríkirkjunnar sem hann lék á. Persónueinkennum í orgelspili Sigurðar við guðsþjónustur í Frí- kirkjunni verður ekki lýst með orð- um, stemmningarnar sem hann skapaði, verða öllum er reyndu, ógleymanlegar stundir hughrifa og göfgi. Önnur mynd kemur fram í hugann; þegar við gengum til prestsins í Fríkirkjunni, minn ár- gangur. Við komum snemma til spurninga, Sigurður var að æfa sig á orgelið. Hann kallaði á okkur upp á söngloftið, sýndi okkur orgelið og lék fyrir okkur á það. Við þurft- um margs að spyrja og hann leysti úr öllum þeim spurningum á máli sem við skildum fullkomlega. Ég held að þá hafi fyrst kviknað áhugi hjá mér að nema orgelleik. Ég sótti mjög guðsþjónustur í Fríkirkjunni á þessum árum, sat jafnan uppi þar sem ég gat séð hverja hreyfingu Sigurðar. Mörgum árum síðar sagði hann við mig að hann hefði fylgst með mér þar sem ég sat og fundist hann þekkja mig þótt við skiptumst ekki á orðum. Árin liðu og ég hafði hafið nám hjá dr. Páli, bróður hans. Vetrar- part þurfti Páll að fara utan og fól Sigurði að annast kennslu nemenda sinna. Þá kynntist ég Sigurði best og minnist þessa tíma með miklu þakklæti. Við fundum öll hve annt Sigurði var um að við næðum sem beztum árangri og mörg þau heil- ræði sem hann gaf okkur hafa nýtzt okkur vel í starfi. Hann talaði mjög um starf kirkjuorganleikarans, þátt hans í guðsþjónustuni og miðlaði þar af langri reynslu. Við fórum snemma út á starfsakurinn og fund- um að það sem hann hafði sagt okkur um samviskusemi og stund- vísi var rétt og nauðsynlegt. Það var ekki lítils virði fyrir unga menn að hefja störf sem organistar í kirkjum og vita að alltaf mátti leita til Sigurðar með ráðleggingar og fágætar nótur. Hann átti mikið safn nótna, hélt því öllu saman í mikilli reglu, vissi alltaf hvort hann átti viðkomandi verk eða ekki. Al- veg fram á þennan dag hefur það löngum verið viðkvæðið hjá starf- andi organistum hér, þegar við höf- um verið beðnir að leika sjaldgæf verk við athafnir „Hefurðu talað við hann Sigurð ísólfsson?" Hann gat oftast leyst vandann, ef hann átti ekki nóturnar sjálfur, þá vissi hann um einhvern sem átti þær Sigurður ísólfsson var einn af stofnfélögum Félags íslenskra org- anleikara, en það var stofnaði árið 1951. Eitt af því sem félagið gekkst fyrir í árdaga var tónleikahald í þeim fáu kirkjum sem þá höfðu orgel, tónleikaröð undir nafninu „Musica sacra". Tónleikarnir í Frí- kirkjunni vöktu athygli fyrir fjöl- breytni og smekkvísi, m.a. hafði Sigurður æft með presti sínum, sr. Þorsteini Bjönssyni, nokkur verk sem þarna voru flutt. Félag íslenskra organleikara gerði Sigurð að heiðursfélaga fyrir nokkrum árum. Það kom í minn hlut að tilkynna Sigurði það fyrir félagsins hönd og boða komu mína með skjal þar upp á. „Ég verð- skulda það ekki, elskan mín, ég hef ekki gert neitt fyrir þetta félag", sagði Sigurður þá, eins fráleitt og það annars var. En þessi viðbrögð lýsa Sigurði vel, betur en margt annað. Þegar ég heimsótti þau hjón skömmu síðar, fann ég að Sigurði þótti vænt um þann vott virðingar qg þakklætis, sem við vildum sýna. Á næsta aðalfundi félagsins bað Sigurður mig að lesa upp á fundin- um bréf, þar sem hann þakkar „óverðskuldaðan heiður" og bauð félagsmönnum aðstoð sína, ef hann á einhvern hátt gæti orðið að liði. Ég gleymi aldrei viðbrögðum fund- armanna eftir að ég hafði lesið þetta bréf. Upphrópanir kváðu við á borð við: „Alltaf jafn elskulegur" eða „blessaður öðlingurinn". Sigurður fylgdist vel með því sem var að gerast þegar ný orgel komu. Alltaf hringdi hann í mig eftir út- varpsmessur og vildi gjarnan vita hvaða raddir orgelsins ég hefði not- að við flutninginn. Mér þótti vænt um hvað hann sýndi störfum okkar yngri mannanna mikinn áhuga. Sigurður ísólfsson er farinn yfir móðuna miklu, en við, sem á strönd- inni stöndum, þökkum samfylgdina, brautryðjandastörfin, velvildina, veganestið og vináttuna. Staðráðin í að láta merkið, sem hann og hans kynslóð hóf til vegs, ekki falla. Fyrir hönd Félags íslenskra org- anleikara, votta ég frú Rósu Ingi- marsdóttur og fjölskyldu þeirra Sig- urðar, dýpstu samúð. Blessuð sé minningin um Sigurð G. ísólfsson. Kjartan Sigurjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.