Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Erum við að verð- leggja okkur út af markaðinum? A Ifyrsta sinn í áratugi eru heilu vikurnar lausar í mörgum beztu laxveiðiám landsins, sagði Árni Baldursson, leigu- taki Laxár í Kjós, í viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn sunnudag. „Venjulega þættu það fréttir að dagar væru laus- ir á bezta tíma árs, en núna er hægt að ganga að þeim ,flestum.“ í svipaðan streng tekur Jón G. Baldvinsson, for- ' maður Stangveiðifélags Reykjavíkur: „Samdrátturinn er verulegur," segir hann. „Ef ég á að skjóta eftir tilfinning- unni er ég viss um að ferðum útlendinga hingað til lands í laxveiði hefur fækkað um þriðjung frá árinu 1988. Bara frá því í fyrra hefur samdrátt- urinn verið 15-20%.“ í grein um minnkandi laxveiðieftir- spum útlendinga hér í blaðinu er haft eftir einum skipuleggj- anda laxveiði fyrir útlendinga „að við höfum hreinlega verð- lagt okkur út af markaðinum“. Ástæða minnkandi laxveiði- eftirspumar hér á landi er tví- þætt; aukin samkeppni og of hátt verðlag. Veiðileyfm hafa einfaldlega hækkað umfram það sem markaðurinn vildi taka við. Ámar þykja of dýrar og almennt verðlag í landinu of hátt. Aukin samkeppni um lax- veiðimenn hefur og áhrif á eft- irspumina. Það er búið að leggja mikla fjármuni í að rækta upp ár í Alaska og Kanada. Þar em veiðidagar ódýrari en hér, og ferðakostn- aður minni fyrir veiðimenn búsetta í Norður-Ameríku. Auk þess hafa ný og fjölbreytt veiðisvæði opnast í Rússlandi. „Bandaríkjamenn fá ferðir þangað fyrir 60-70% af því sem þeir þurfa að borga hér á íslandi," segir Jón G. Baldvins- son í tilvitnuðu samtali. „Það hefur eiginlega ekki verið kvartað af neinni alvöra yfir neinu á íslandi nema verði,“ segir hann. En verðlagið skipt- ir nú einu sinni, ásamt gæðum vöra og þjónustu, meginmáli í allri markaðssetningu í sam- keppni og frjálsum viðskiptum manna og þjóða í milli. Michael Fitzgerald, forstjóri bandarísku ferðaskrifstofunn- ar Fishing Frontiers, sem selt hefur veiðiferðir til íslands í rúma tvo ártugi, telur að ís- lendingum stafí mest hætta af samkeppni frá Kólaskaga, en sumar ár þar era komnar und- ir stjóm bandarískra aðila með tilheyrandi markaðssetningu. „Vandamálið er í hnotskurn,“ segir Fitzgerald, „að krafíst er of hás verðs fyrir of fáa físka. Ég held þó að við eigum eftir að sjá breytingu til hins betra á næsta ári, en í millitíðinni verða landeigendur að gera sér grein fyrir hvernig efnahagur- inn og markaðurinn er ... Styrkur íslands er í því fólginn að þangað er auðvelt að kom- ast, fólkið vingjarnlegt og gestrisið, maturinn góður, skipulag traust og auðvelt að veiða í ánum.“ Veiði í ám og vötnum er hluti af íslenzkri ferðaþjónustu sem á heildina litið skilaði um 12 milljarða króna gjaldeyris- tekjum af þjónustu við erlenda ferðamenn á síðastliðnu ári. Talið er að tuttugasti hver ís- lendingur hafí atvinnu af því að selja ferðamönnum einhvers konar vöra og þjónustu. Það skiptir því miklu máli fyrir þjóðarbúskapinn og atvinnu- stigið í landinu á næstu misser- um og áram að allar greinar ferðaþjónustunnar „geri sér grein fyrir hvernig efnahagur- inn og markaðurinn er“, svo vitnað sé til orða forstjóra Fish- ing Frontiers. Erlendir ferða- menn kvarta yfir háu verði á fleiri tegundum vöra og þjón- ustu en laxveiðileyfum, svo sem á mat og drykk á hótelum o g veitingastöðum. Við þurfum að varast að verðleggja okkur út af markaðinum á fleiri sölu- sviðum en í laxveiðinni. Það má heldur ekki gleyma því að fjölmargir íslendingar hafa áhuga á því að veiða lax og langflestir á því að njóta þess sem landið okkar hefur upp á að bjóða. Reyndar bygg- ist velgengni í viðskiptum og markaðssetningu hér á landi fyrst og síðast á innlendri eftir- spurn. Það þarf því ekkert síð- ur að taka tillit til þess, hver er veruleiki íslenzks efnahags og innlends markaðar. Ef ís- lenzk ferðaþjónusta, íslenzk hótel og íslenzkir matsölustaðir vilja færa út kvíamar — ná meiri markaðssetningu og deila þjónustu á alla mánuði ársins — verða þessir aðilar að bjóða upp á áhugaverða kosti fyrir heimamenn, einnig að því er verð varðar. TILLOGUR BYGGÐASTOFNUNAR UM JOFNUN AFALLS VEGNA ÞORSKVEIÐIBRESTS Sjávarútvegsráðherra um tillögur Byggðastofnunar: Sáttur við að samstaða sé um jöfnunaraðgerðir Fjármálaráðherra segir aðgerðirnar ekki bundnar við kaup fyrirtækja á aflaheimildum Hagræðingarsjóðs ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra segist vera mjög sátt- ur við að samstaða sé orðin um að koma fram með jöfnunaraðgerðir vegna hins mikla niðurskurðar á þorskveiðum en enn vanti tillögur um hvemig standa eigi að fjár- mögnun þeirra. „Eg setti fram hug- myndir um þetta fyrir skömmu. Þessar nýju hugmyndir Byggða- stofnunar eru byggðar á nákvæm- lega sömu grundvallaratriðum, en i staðinn fyrir að deila út 12 þús- und þorskígildaaflaheimildum er gert ráð fyrir að greiða út jafn- virði þeirra í peningum," sagði Þorsteinn. Tillögur Byggðastofn- unar um áhrif þorskbrests á byggð- arlög og tillögur um aðgerðir vora til umræðu á ríkisstjórnarfundi í gær en þar voru þó engar ákvarð- anir teknar og verða málin áfram tilskoðunar. „Enn vantar tillögur um hvemig eigi að standa að fjármögnuninni. Þær voru ekki lagðar fram í ríkisstjóminni í morgun og því er ekki mikið um þessar tillögur að segja fyrr en þær tillögur liggja fyrir. Þær eru auðvitað kjötið á beininu,“ sagði Þorsteinn. „Þetta eru tillögur Byggðastofnun- ar, í framhaldi af bókun ríkisstjórnar- innar. Þær verða áfram til umræðu í ríkisstjóminni og meðal einstakra ráð- herra. Mér líst auðvitað vel á ef ein- stakir sjóðir geta lagt þeim fyrirtækj- um lið sem verst fara út úr þorsk- skerðingunni. Það er hins vegar al- gengur misskilningur að þetta sé tengt Hagræðingarsjóði. Svona að- gerðir gætu hjálpað einstökum fyrir- tækjum að neyta forkaupsréttar síns og jafnframt að kaupa kvóta á al- mennum markaði - þar á meðal þann kvóta sem forkaupsréttarhafar nýta ekki í Hagræðingarsjóði," sagði Frið- rik Sophusson fjármálaráðherra í sam- tali við Morgunblaðið. TiIIögur Byggðastofnunar miðast við að kvóti einskis skips skerðist um Friðrik vildi ekkert segja að svo meira en 5%. stöddu um hvort af því yrði að ríkis- sjóður tæki þátt í styrkveitingum til sjávarútvegsins en benti á að gera mætti ráð fyrir að ríkissjóður muni tapa nokkrum fjármunum þar sem gangverð á kvóta í dag er lægra en áætlað var þegar fjárlög voru sam- þykkt. „Þar getur skakkað tugum milljóna sem ríkissjóður tekur á sig en ætlunin var að sjávarútvegurinn greiddi vegna reksturs Hafrannsókn- arstofnunar," sagði Friðrik Sophus- son. Hugmyndir um að styrkirnir til út- gerðarfyrirtækja komi að þriðjungi frá Fiskveiðasjóði, að þriðjungi frá At- vinnutryggingasjóði og með 150 millj. kr. framlagi úr ríkissjóði eru ekki sett- ar fram í greinargerð Byggðastofnun- ar en samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafa þær verið kynntar stjórnvöldum með óformlegum hætti og eru til skoðunar meðal ráðherra. Þorsteinn sagði að engar slíkar til- lögur hefðu verið settar fram á ríkis- stjórnarfundinum í gær. „Ég hef ekki séð neina útfærslu á þessu og að því er Fiskveiðasjóð varðar byggist það alfarið á afstöðu stjórnar stofnunar- innar. Á meðan engar útfærslur liggja fyrir á slíkum hugmyndum er ekki hægt að taka neina afstöðu til þeirra," sagði hann. Már Elísson, framkvæmdastjóri Fiskveiðasjóðs, sagðist ekkert hafa heyrt um þessar hugmyndir um að Fiskveiðasjóður láti af hendi 150 millj- ónir króna í styrki og vildi ekkert tjá sig um þær fyrr en hann hefði séð tillögurnar. í greinargerð Byggðastofnunar er sett fram sú hugmynd að til álita komi að frystitogarar beri skerðing- una á þorskígildum sjálfir en hlutur þeirra í aðgerðunum er talinn vera um það bil 50 millj. kr. „Ef þetta yrði niðurstaðan yrði ekki hægt að tala um að þetta væri almenn aðgerð held- ur sértæk. Ég býst við að mönnum sé verr við að koma fram með endan- legar tillögur sem væru taldar sértæk- ar í þessum skilningi," sagði Þorsteinn Pálsson um þessar hugmyndir Byggðastofnunar. DÆMIl DÆMI2 DÆMIl DÆMI2 SVEITARFÉLAG % breyting frá 1991 Skerðing umfram 5%* SVEITARFÉLAG % breyting frá 1991 Skerðing umfram 5%* Vestmannaeyjar 0,4 -237 Djúpavík -8,2 -4 VíkíMýrdal -2,3 0 Drangsnes 2,2 -154 Stokkseyri 1,3 -12 Hólmavik -8,4 -23 Eyrarbakki -2,5 -6 Hvammstangi 2,2 -8 Selfoss 4,9 0 Blönduós 2,9 -7 Þorlákshöfn -1,8 -125 Skagaströnd -9,0 -313 Grindavík -3,5 -381 Sauðárkrókur -6,0 -195 Sandgerði -0,5 -39 Hofsós -12,9 -27 Garður -8,8 -248 Siglufjörður -8,6 -430 Keflavík -3,8 -396 Ólafsfjörður -8,6 -544 Njarðvík 0,3 -4 Grímsey -16,8 -113 Vogar -2,9 -55 Hrísey -4,5 -80 Hafnaiflörður -2,3 -301 Dalvíic -9,2 -489 Garðabær -13,4 -3 Litli Árskógss. -7,2 -11 Kópavogur -9,3 -33 Árskógsströnd -10,0 -96 Seltjamames 8,5 -3 Hauganes -11,7 -61 Reykjavík 0,5 -188 Hjalteyri -25,5 -2 Akranes -1,9 -158 Akureyri -4,8 -646 Borgames -27,0 0 Svalbarðsströnd -26,5 -2 Amarstapi -24,2 -14 Grenivík -11,4 -160 Hellnar -16,2 -12 Húsavík -6,2 -357 Hellissandur -10,8 -73 Kópasker -24,9 -16 Rif -14,1 -361 Raufarhöfn -15,8 -302 Ólafsvík -11,6 -605 Þórshöfn -11,5 -173 Grundarfjörður -4,2 -138 Bakkaíjörður -16,6 -106 Stykkishólmur -10,2 -352 Vopnaflörður -12,2 -228 Flatey -15,5 -1 Borgarfj. eystri -21,1 -64 Reykhólar -27,0 -2 Seyðisfjörður -12,9 -340 Barðaströnd 0,7 0 Mjóifíörður -19,3 -14 Patreksfjörður -14,0 -452 Neskaupstaður -7,1 -322 Tálknafjörður -13,4 -246 Eskifjörður -3,9 -184 Bíldudalur -7,0 -104 Reyðarfjörður -8,3 -56 Þingeyri -9,0 -261 Fáskrúðsprður -3,9 -173 Flateyri -9,5 -118 Stöðvarfjörður -7,0 -33 Suðureyri -11,9 -159 Breiðdalsvík -3,6 -7 Bolungarvík -6,8 -235 Djúpivogur -10,5 -146 ísaijörður -8,8 -948 Homaprður -4,1 -196 Súðavík -6,7 -118 Samtals -4,9 -12.471 ♦Skerðing umfram 5%. Þessi tala er samanlögð skerðing þeirra skipa í viðkomandi verstöð sem verða fyrir skerðingu umfram 5%. Kristján Ragnarsson: Fagna skilningnum sem í tíllögunum liggur „ÞAÐ ber að fagna þeim skilningi sem kemur fram í tillögunum á þörf á bótum til handa þeim sem verða fyrir mestri skerðingu," sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ í samtali við Morgunblað- ið. „Jafnframt fagna ég því að hámarksskerðingin er miðuð við hvert skip. Hins vegar hafna ég hugmyndum sem reifaðar eru í tillögunum að mönnum sé mismunað eftir því hvort þeir frysti um borð eður ei.“ „Ég tel að sú aðferð að selja út- gerðarmönnum aflaheimildir Hag- ræðingasjóðs og greiða þeim svo til baka í stað þess að veita þeim heimildimar beint nýtist útgerðar- mönnum jafn vel, Kristján þrátt fyrir að mér þætti eðlilegra ef heimildum Hagræðingasjóðs yrði deilt beint út án endurgjalds," sagði Kristján. Hann hafnaði því að Fiskveiða- sjóður tæki þátt í fíármögnun þess- ara aðgerða ef til þeirra skyldi koma. „Ég á erfitt með að sjá hvemig fíármögnun á þessum að- gerðum á að fara fram. Að því marki sem Fiskveiðasjóður getur hjálpað til á hann að greiða fyrir lengingu lána, og bæta þannig greiðslustöðu fyrirtækja. Ég fagna því hins vegar að í tillögunum kem- ur fram að þær eigi ekki að leysa vanda sjávarútvegsins, heldur sé hér um einstaka aðgerð að ræða, vegna úthlutunar aflaheimilda fyrir næsta fiskveiðiár. Eftir stendur svo mikill hallarekstur útgerðarinnar, sem er vandi sem ekki verður leyst- ur án aðgerða af hálfu stjórn- valda,“ sagði Kristján ennfremur. Matthías Bjarnason: Allt gott sem dreg- ur úr óréttlætinu Aætluð skerðing kvóta um- fram 5% í sveitarfélögum TILLÖGUR Byggðastofnunar miðast við að skerðing hvers fiskiskips í þorskígildum sé umreiknað í krónur miðað við 40 krónur á kíló. Viðkom- andi útgerð fái þá upphæð bætta í peningum svo hún geti leigt sér afla- heimildir þannig að ekkert skip og þar með ekkert byggðarlag þurfi að þola meira en u.þ.b. 5% skerðingu í aflaheimildum. Viðkomandi fyrir- tækjum verði þannig gert kleift að kaupa um 12 þús. þorskigildi. Eru útreikningarnir miðaðir við skip og að því leyti í samræmi við kvótakerfið. í töflunni er að finna upplýsingar um áætlaða skerðingu kvóta umfram 5% eftir sveitafélögum í þorskígildum. Tölurnar í töflunni sýna samanlagða skerðingu þeirra skipa í viðkomandi verstöð sem verða fyrir skerðingu umfram 5%. Af henni má ráða að útgerðir á Norðurlandi eystra þyrftu að kaupa mest, eða rúm- lega þijú þúsund þorskígildi til að skerðingin í kjördæminu verði ekki meiri en 5%. Vestfírðingar þyrftu 2.824 þorskígildi en fyrirtæki á höfuð- borgarsvæðinu þyrftu að afla sér 527 þorskígilda ef þau eiga ekki að þurfa að þola meira en 5% samdrátt. „ÉG fagna öllum þeim peningum sem veitt er til að draga úr áfall- inu,“ sagði Matthías Bjarnason, þingmaður Vestfjarðakjördæmis og formaður sljórnar Byggðastofnunar. „Ég hef hins vegar ekki séð þessar tillögur, sem er vart hægt að kalla tUIögur heldur beina- grind að tillögum. Það vantar á þetta allt kjöt. Eg vil sem minnst um málið segja á þessu stigi annað en að mér finnst meðferð þessa máls öll afskaplega undarleg.” Matthías telur líklegt að lagabreyt- ingu þurfi til svo Atvinnutryggingarsjóður geti tekið þátt í fjármögn- un tíllagnanna, auk þess sem hann sé uppurinn. „Ef ríkissjóður ætlar að leggja Atvinnutrygg- ingasjóði til pen- inga til að taka þátt í þessari fjár- mögnun líst mér ekkert illa á það,“ sagði Matthías. „Ekki á sjóðurinn peninga sjálfur, hann er í raun Matthfas gjaldþrota. Hins vegar finnst mér líklegt að lagabreytingu þurfi svo sjóðurinn geti yfirleitt veitt fé til slíkra verkefna." Matthías sagði að sér litist illa á ef 500 milljónir væru allt sem veita ætti til aðstoðar sjávarútveginum í landinu. „Ég gleðst hins vegar yfir öllu sem gert er til að draga úr vandan- um,“ sagði hann. Greinargerð Byggðastofnunar: Þörf á sameiningu og uppstokkun HÉR fer á eftir bréf Byggðastofn- unar til ríkisstjórnarinnar um áhrif þorskbrests á byggðarlög og hugs- anlegar fyrstu aðgerðir: Inngangur „Með bréfi dags. 29. júlí 1992 var Byggðastofnun kynnt eftirfarandi ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem tekin var í tengslum við ákvörðun leyfilegs heildarafla á komandi fiskveiðiári: „Ríkisstjómin samþykkir að fela Byggðastofnun að gera rækilega at- hugun á áhrifum þorskbrests á einstök byggðarlög og svæði og vinna álits- gerð um þær ráðstafanir sem mögu- legar eru til að mildá það áfall sem af þorskbresti leiðir." Byggðastofnun er nokkur vandi á höndum því hér er um viðkvæmt deilu- mál að ræða þar sem takast á ýmis mikilvæg markmið í byggðamálum og atvinnumálum. Einnig koma þar til álita markmið kvótakerflsins og deilur um réttlæti innan þess. Byggðastofn- un lítur svo á að henni sé ekki einvörð- ungu ætlað að fjalla um með hvaða hætti stofnunin geti gripið til að- gerða. Á þessu ári hefur stofnunin áðeins yfir að ráða ónotuðum lánsfjár- heimildum. 180 m.kr. framlagi sem stofnunin fær á fjárlögum á þessu ári hefur þegar verið ráðstafað. Stofnun- inni er ekki kunnugt um hvort hún fær aukin framlög á næsta ári. Ekki er fjallað um möguleika á að jafna áhrif þorskskerðingarinnar innan kvótakerfísins enda lítur Byggða- stofnun svo á að ríkisstjómin hafí áður fjallað um þá leið. Mikilvægt var talið að verkinu yrði hraðað þannig að fyrstu tillögur lægju fyrir áður en Alþingi kæmi saman um miðjan ágúst. Vegna þess og þar sem tillögur um fyrstu aðgerðir eru ein- faldar og fjalla aðeins um lítinn hluta vandans er greinargerðin höfð stutt. Lögð var áhersla á stefnumörkun þannig að aðgerðir verði samkvæmt sem almennustum reglum. Tekið skal fram að greinargerðin er unnin af starfsmönnum Byggðastofnunar en stjóm hennar hefur ekki fjallað um hana. 2.0 Tillögur Byggðastofnun lítur svo á að skipta megi tillögugerð í þrennt: 1) Ráðstafanir vegna þorskskerðing- ar. É) Endurskoðun á rekstrargrundvell- inum. 3) Sameiningaraðgerðir. Þessi greinargerð fjallar aðallega um fyrstu aðgerðir til að milda áfallið hjá þeim sem orðið hafa fyrir hlutfalls- lega mestri skerðingu í aflaheimildum á næsta fískveiðiári. Ekki er tekið á þeim vanda sem kann að skapast ef þorskstofninn verður áfram í lægð næstu árin. Tekið skal skýrt fram að neðan- greinóar tillögur um miidun á þorsk- skerðingunni taka aðeins á litlum hluta vandans. Eftir sem áður verður sjávarútvegurinn í heild rekinn með miklum halla og mörg fyrirtæki geta ekki greitt af skuldum sínum. Á þeim vanda þarf að taka með endurskoðun á rekstrargrundvellinum og hugsan- lega sameiningaraðgerðum eins og rætt er síðar. Akvarðanir um slíkt eru eðlilega teknar af ríkisstjóm en Byggðastofnun er reiðubúin til að leggja síðar fram greinargerðir þar að lútandi. 2.1 Ráðstafanir vegna þorskskerðingar Gerð er tillaga um að gera framan- greindum fyrirtækjum kleift að kaupa aflaheimildir fyrir um 500 m.kr. Enn- fremur beini Byggðastofnun nýjum lánum fyrst og fremst til sameiningar sjávarútvegsfyrirtækja. Aflaheimildir í þorsk hafa verið skertar á hveiju ári síðan 1988 og verða nú um fjórðungi lægri en þær voru þá. Mörg fyrirtæki hafa orðið fyrir meiri skerðingu. Svigrúm margra fyrirtækja til að mæta skerðingunni nú er því minna en áður og miklar skuldir gera þeim erfitt fyrir. Þau fyrirtæki eru sum hver á stöðum sem byggja allt sitt á sjávarútvegi. Nýj- asta skerðingin kemur ójafnt niður á landsvæðum vegna þess hve misjafnt þorskurinn vegur í aflaheimildum landsvæða. Byggðastofnun telur að í ljósi fyrri niðurskurða á aflaheimildum og byggðasjónarmiða eigi stjómvöld að grípa til aðgerða til að milda áfallið hjá þeim sem verst fara út úr þorsk- skerðingunni. Byggðastofnun miðar við að fjárhæð almennra aðgerða sé um hálfur milljarður. Það ætti að gera viðkomandi fyrirtækjum kleift að kaupa um það bil 12.000 þorskígildi sem eru álíka mikiar aflaheimildir og Hagræðingarsjóður hefur yflr að ráða. Jafnframt beini Byggðastofnun lán- veitingum sínum í sjávarútvegi fyrst og fremst til fyrirtækja sem samein- ast. Nánar tiltekið miðast tillögumar við að skerðing hvers skips í þorsk- ígildum umfram 5% sé umreiknuð í krónur miðað við 40. kr. á kg. Viðkom- andi útgerð fái þá upphæð bætta svo hún geti leigt sér aflaheimildir þannig að ekkert skip og þar með ekkert byggðarlag þurfí að þola meira en u.þ.b. 5% skerðingu í aflaheimildum. Bæturnar eru reiknaðar með sama hætti fyrir alla þannig að aðgerðin sé sem almennust. Utreikningamir miðast við skip og eru að því leyti í samræmi við kvótakerfið. Fjármögn- unin er auðvitað megin vandamálið og Byggðastofnun hefur gert grein fyrir nokkrum hugmyndum í þeim efnum. Ákvörðun um hvaða leið verði farin er hins vegar eðlilega í höndum ríkisstjórnar. Hlutur fiystitogara er talinn vera um það bil 50 m.kr. í ofan- greindri aðgerð og kemur til álita að þeir bæru skerðinguna á þorskígildum sjálfír. Þá er gert ráð fyrir að Byggðastofn- un beini lánveitingum sínum í sjávar- útvegi fyrst og fremst til fyrirtækja sem sameinast. Byggðastofnun og aðrar lánastofnanir skuldbreyti enn- fremur þegar veittum lánum í slíkum tilvikum. Vegna erfiðrar lausafjár- stöðu margra fyrirtækja má ætla að þessi tillaga sé hvetjandi fyrir fyrir- tæki að sameinast að eigin frumkvæði. 2.2 Endurskoðun á rekstrargrundvelli sjávarútvegs Nú er áætlað að rekstrartap í grein- inni gæti orðið 6-8% á næsta ári sem samsvarar um 3-4 milljörðum króna á ári. Er þá miðað við rekstrarstöðuna í dag að teknu tiliiti til þorskskerðing- arinnar og án greiðslna úr Verðjöfn- unarsjóði sem verður lokið á næst- unni. Hér er því ekki einvörðungu um vanda einstakra fyrritækja að ræða. Nettóskuldir eru áætlaðar 70 milljarð- ar króna og greiðsluhalli því mikill. Þá er þess að geta að sú breyting hefur orðið á rekstrarumhverfí sjávar- útvegsfyrirtækja að ekki er lengur í neina lánasjóði að sækja til að fá skuldbreytt lánum. Ofangreindar til- lögur um mildun þorskskerðingar leysa jiví aðeins lítinn hluta af vandan- um. Á þessum vanda verður ekki tek- ið nema með heildstæðri endurskoðun á rekstrargrundvelli sjávarútvegsins. Byggðastofnun er fyrir sitt leyti reiðu- búin að taka þátt í því starfí. Jafnvel þótt mál skipuðust þannig að sjávarútvegurinn í heild yrði rekinn að meðaltali taplaust er ljóst að helm- ingur fyrirtækja verður áfram í tap- rekstri og sum þeirra fá ekki staðist til lengdar, m.a. vegna mikillar skuld- setningar. Nauðsynlegt er að því sé mætt með sameiningu og hagræðingn innan greinarinnar svo sem hægt er. Öllum gjaldþrotum verður þó ekki forðað. 2.3 Sameiningaraðgerðir Vegna byggðasjónarmiða og vegna þess að það getur í sumum tilvikum þjónað best hagsmunum kröfuhafa telur Byggðastofnun koma til greina að gera tillögur um sameiningarað- gerðir. Þar væri horft'til sameiningar og uppstokkunar í sjávarútvegi á at- vinnusvæðum. Markmiðið væri að aflaheimildir haldist á atvinnusvæðinu í heild frekar en að forða eigendum frá áföllum. í meginatriðum felast þær hugmyndir í skuldaskilasamningum við lánastofnanir. Gert er ráð fyrir að unnið sé með þau lán sem þegar er búið að veita. Þessar hugmyndir um sameiningaraðgerðir eru umdeil- anlegar og flóknar og því verður að gera þeim skil síðar óski ríkisstjómin eftir því. 3.0 Áhrif þorskbrests á byggðalög Byggðastofnun hefur skoðað út- hlutun aflaheimilda eftir sveitarfélög- um svo sem fram kemur síðar. Er þá átt við úthlutun án Hagræðingarsjóðs. Reynt hefur verið að meta áhrifin á atvinnu í landi en fiskvinnsla er víða ekki í réttu hlutfalli við aflaheimildir staðarins. Ekki landa allir bátar í heimahöfn og sums staðar byggist fiskvinnsla á kaupum á fískmarkaði. Ekki er þó auðvelt að láta tölur um aflaheimildir samsvara tölum um físk- vinnslu nema með nánari skoðun á hveijum stað og eru þær töflur því ekki birtar hér. Vegna þeirrar al- mennu tillagna sem settar voru fram hér að ofan var ekki talið að þyrfti ítarlegri skoðun að svo komnu máli. Ef unnið yrði að sameiningaraðgerð- um þyrfti hins vegar að skoða hvern stað betur með tilliti til fjárhagsstöðu fyrirtækja, atvinnuástands og fleira. Eins og komið hefur fram í fjölmiðl- um kemur skerðing aflaheimilda mest fram á Snæfellsnesi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Fyrir því er aðallega sú ástæða að veiðar á þeim fískistofnum sem aflaheimildir voru auknar í eru frekar stundaðar frá Suður- og Suðvesturlandi. Skerð- ingin eftir einstökum stöðum og kjör- dæmum kemur fram í meðfylgjandi töflum. Þar er einnig að fínna upplýs- ingar um samanlagða áætlaða skerð- ingu umfram 5% eftir sveitarfélögum. Skerðingin er hlutfallslega mest hjá smábátum með aflahlutdeild eða 16,7% en þá er þess að geta að sum- ir smábátar eru með svokallað króka- leyfi. Þau eru ekki skert enda ekki með aflamark og hjálpar það þeim stöðum sem mest byggja á smábátaút- gerð. ísfísktogarar á norðursvæðinu skerðast um 7,9% en 0,3% á suður- svæðinu. Ýmsir bátar sem mikið hafa byggt á þorskveiðum skerðast einnig mikið, jafnvel yfir 20%. í heild er skerðingin um 21.000 þorskígildi sem er tæp 5,0% af heildar- þorskigildum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.