Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGUST 1992 18 Afmæliskveðja: Steindór Steindórs- son frá Hlöðum Steindór Steindórsson frá Hlöð- um er sá maður mér óskyldur og vandalaus sem mér hefur þótt mest til koma og vænst um. Margt ber til þess. Slíkir eru eðliskostir hans, að menn þurfa ekki að þekkja hann náið til að þykja mikið til hans koma, en nái maður vináttu við- hann er hann öllum mönnum trygg- ari og fastari fyrir. Hann hefur vin- argáfu meiri en mér er kunn hjá öðrum mönnum. Ég hef áður minnzt þess í grein, sem ég skrifaði um Steindór sjötug- an, hvemig var með okkar fyrstu kynni og sjálfur hefur hann minnzt þeirra í ævisögu sinni, en óhætt er að segja, að ekki hafí blásið byrlega fyrir vinskap okkar í upphafí, enda báðir stórlyndir og stjómsamir, og annar ungur ótaminn og ótvílráður úr hófi. Hvorugur var þó vífílengju- maður né vafstursmaður um smá- muni og urðu því sættir og þar af leiðandi vinátta, sem nú hefur stað- ið í tuttugu og fjögur ár, þeim mun traustari. Þegar ég réðst ungur undir ára- burð Steindórs við Menntaskólann á Akureyri var órói í lofti. Þetta átti ekki aðeins við um MA heldur alla framhaldsskóla landsins og reyndar var einn anginn af uppreisn æskunnar, sem oft hefur verið kennd við árið 1968. Hér er ekki tóm til að fara náið í saumana á því, sem þama var að gerast. Ég var sanfærður um það þá, að stjóm Steindórs á skólanum hafi verið farsæl og mikilhæf og ekkert hefur síðan komið fram, sem hefur fengið mig til að breyta um skoðun. Við ræddum að sjálfsögðu daglega sam- an um stjóm skólans og ég minnist þess, að eitt sinn sagði ég eitthvað á þá leið, að ég teldi miklu farsælla að vera ekki með sérlög fyrir skól- ann, heldur hlyti að vera þægilegra fyrir hann sjálfan að láta landslög og lögreglu um þá, sem ekki vildu fara að réttum reglum í stað þess að vera stöðugt að stríða við fólk, sem leynt og ljóst vann að niður- broti ekki aðeins skólans heldur samfélagsins alls. Svar hans var merkilegt og lýsti honum betur en mörg ummæli: „Ég get sagt að breyttu breytanda eins og Ingjaldur í Hergilsey, að ég hefí vond klæði og hryggir mig ekki þó að ég slíti þeim ekki gerr. Ég er gamall mað- ur og fer bráðum úr embætti, en Menntaskólinn á Akureyri á eftir að standa lengi. Það er betra fyrir skólann að brjóti á mér en skólan- um. Eftirmaður minn getur breytt því sem hann vill. Ég ætla að skila skólanum af mér ekki verri en ég tók við honum. Ef Við látum slaginn standa um mig, þá sleppur skólinn." í rauninni er hér allt sagt sem segja þarf um þá hetjusögu, þegar Steindór Steindórsson lét brim- skafla ’68 byltingarinnar brotna á sjálfum sér og barg með því móti Menntaskólanum á Akureyri frá þeim brotum sem að öðrum kosti hefðu dunið á honum með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum. Auðvitað voru og eru skiptar skoðanir enn um þessa atburði og ekki að undra svo stórfelld sem átök voru, en öll- um þeim sem voru á Sal, þegar Steindór hélt sína miklu catilínsku ræðu þar verður hún ógleymanleg, en honum er gefín sú andans gáfa að geta með einni ræðu ráðið úrlit- um mála og enn í dag, þrátt fyrir háan aldur og sjóndepru, getur hann hrifíð áheyrendur sína með sér hvort heldur er inn í heima ís- lenzkra öræfa, þjóðsagna, sögu eða dægurmála með hressilegum mál- flutningi og yfírburða kunnáttu. Ég held að á engan sé hallað, þótt hér sé fullyrt, að enginn núlif- andi maður hafí eignazt eins yfír- gripsmikla þekkingu á landinu, þjóðinni og sögunni eins og Stein- dór Steindórsson. Aðrir en ég geta betur dæmt um vísindi hans, en ég hygg að ekki muni nú uppi vera annar íslenzkur náttúrurvísinda- maður með yfírgripsmeiri þekkingu á náttúru landsins. Þó ber hitt meir frá um hann, að allt leikur honum eins í muna - land, þjóð og saga - og það má heita, að hann geti farið um allt landið og þulið viðstöðulaust upp fróðleik um hvert hérað landsins, - grös og grjót, sögn og sögu, land og lýði hverrar sveitar. Ef litið er yfír lífsstarf Steindórs Steindórssonar þætti mörgum sem hann sæi yfír ævi þriggja manna - kennara, vísindamanns og fræði- manns, sem þar að auki hefur haft veruleg afskipti af stjórnmálum og stýrt menntaskóla gegnum mikla erfíðleika. Hver eitt hlutverk sem hann hefur gegnt hefði í rauninni verið ærið starf öllum venjulegum mönnum, enda hef ég aldrei nokk- um tíma kynnzt annari eins ham- hleypu til verka eins og Steindór Steindórssyni að ekki sé talað um þá linnulausu elju, sem hann hefur sýnt allt sitt líf. Það má enda segja, að hann hafí lifað margar ævir, því hann hefur orðið þeirrar gæfu að- njótandi, að hann hefur fengizt við allt það, sem hann þráði ungur að glíma við, nema þá kannski það, að hann hefur aldrei orðið fjár- bóndi, en sauðamaður var hann traustur í æsku og hefur alla tíð, þrátt fyrir skógræktar- og land- græðsluáhuga, haft þessar nánast dulrænu taugar íslenzku þjóðarinn- ar til sauðkindarinnar, sem þjóðin þakkar stundum tilveru sína í land- inu meir en guði almáttugum. Og enda þótt skynsemi hans öll og sannfæring æpi á þúsnd ára bænda- afturhald og framsóknarmennsku og hugur hans sé allur með framför- um og frelsi eins og eðalkrata sóm- ir, leynist með honum þessi æva- gamla tryggð íslenzkrar alþýðu við sauðkindina. Það er þó ekki vert að flíka því mikið og vona ég að vinur minn færi mér til forláts þessa uppljóstrun. I viðmóti er Steindór ekki ekki allra viðhlæjandi og í rauninni má segja að hann sé fremur hijúfur við fyrstu kynni, enda feiminn að eðlisfari. Líklega er hann engum manni líkari í lund og jafnvel at- gervi öllu heldur en Halldóri Snorra- syni, þessum stórkostlega manni, sem bar með sér alla beztu eðlis- kosti íslendinga fyrr og síðar, sbr. þessi erindi úr kvæði Gríms: Aldrei hryggur og aldrei glaður, æðrulaus og jafnhugaður, stirður var og stríðlundaður Snorrason og fátalaður. Hvort blítt eða strítt honum bar til handa borðaði hann og drakk að vanda þó komið væri í óvænt efni eigi stóð honum það fyrir svefni. Æðruleysi, karlmennska, dugur - virtus - þetta góða latneska orð, sem öllu lýsti, sem prýða mátti góðan mann, hefur mér öðru frem- ur þótt prýða vin minn Steindór Steindórsson frá Hlöðum, enda hafa honum Hávamál sem hin gamla klassík alltaf verið huga nærri. Engum manni hef ég kynnzt, sem hefur tekið ellinni með eins stóískri ró eins og Steindór. Það er engu líkara en að hann hafí lært De Senectute Cicerós utan bókar fyrir löngu og þá ekki sízt ... „Quibus enim nihil est in ipsis opis ad bene beateque vivendum, eis omnis aetas est gravis; qui autem omnia bona a se ipsi petunt, eis nihil potest malum videri quod naturae necess- itas afferat". Hann hefur aldrei vflsamur verið og þótt eins og góðum Eyfírðingi sæmir traustast að búa að sínu og bera ekki tilfínningar sínar á torg né vera með æðruorð, heldur tekið hveiju sem að höndum ber með festu og ró. Nú á kvöldi lífsins, að enduðum miklum vinnudegi, situr hann í náðum norður þar í góðu atlæti og við einstaka alúð þeirra Gunnars og Guðrúnar og bama þeirra, og nafni hans, Steindór yngri, sýnir afa sínum eftirtektar- verða umhyggju og nærgætni. Vin- átta þeirra nafnanna er einstök og hressileg, því báðir hafa eilítið af sérvizku og stríðni, sem er græsku- laus og upplífgandi. Því miður get ég ekki verið með þeim vinum mín- um í dag en sendi öllum beztu árn- aðarkveðjur og heillaóskir frá mér og mínum á þessum merkisdegi. Bárður Halldórsson. Steindór Steindórsson frá Hlöð- um, fyrrum skólameistari Mennta- skólans á Akureyri, er níræður í dag. Engum manni er Steindór lík- ur. Af litlum efnum en miklum dugnaði braust hann til mennta á árunum eftir fyrra stríð, varð gagn- fræðingur frá Akureyrarskóla 1922, en sigldi til Kaupmannahafn- ar að loknu stúdentsprófí utanskóla við Menntaskólann í Reykjavík árið 19267 Við Kaupmannahafnarhá- skóla las Steindór náttúrufræði og lauk þar fyrri hluta magistersprófs árið 1930, en veiktist í Kaupmanna- höfn af berklum og varð að hverfa heim til íslands án þess að ljúka próf í aðalgrein sinni, grasafræði. Þegar Steindór kom heim frá Kaupmannahöfn, réðst hann kenn- ari við Menntaskólannm á Akur- eyri, en ferðaðist á sumrum um landið til grasafræðirannsókna. Hafa rannsóknir hans og vísinda- störf skipað honum á bekk með fremstu náttúrufræðingum landsins fyrr og síðar. . En það er ekki aðeins á sviði náttúrufræði, sem þekking hans er mikil, því að fáir standa honum jafnfætis í þekkingu á landi og þjóð og engan mann þekki ég minnugri honum. Er mér meðal annars í minni erindi, sem hann flutti á Sal í nóvember 1985 til að minnast 150 ára afmælis síra Matthíasar. Blaða- laust talaði Steindór eins og sá sem valdið hefur um ævi og störf manns- ins og skáldsins og hreif nemendur Menntaskólans á Akureyri sem hlustuðu heillaðir á orðsnilld þessa gamla manns. Þessi stund sýndi meðal annars ræðusnilld Steindórs í stíl aldamótamanna, sem ein- kenndist af þekkingu og trú á and- ann, en ekki af merkingarlausri moðsuðu og málrófí. Einn af starfsbræðrum Steindórs hefur sagt að eftir hann liggi þijú æviverk. í fyrsta lagi starf grasa- fræðingsins og vísindamannsins, í öðru lagi starf stjómmálamannsins og ritstjórans óg síðast en ekki síst starf kennarans og skólameistar- ans. Haustið 1966 var Steindór settur skólameistari Menntaskólans á Ak- ureyri í veikindaforföllum Þórarins skólameistara Bjömsonar. Þórarinn kom aftur til starfa haustið 1967, en veiktist þá um veturinn og dó í lok janúar 1968. Steindór var þá skipaður skólameistari og gegndi því starfi til 1972 og starfaði því við skólann 42 ár og vann þar mik- ið og gott starf. Skólameistaraár Steindórs vora erfíð ár. Þessu tímabili í skólasögu landsins hafa enn ekki verið gerð skil. Bylting blómabama í Banda- ríkjum Norður Ameríku á sjöunda áratugnum og stúdentauppreisnin í Evrópu, sem stundum er kennd við vorið 1968, settu víða mark sitt á stjómmála- og menningarsögu Evrópu og Ameríku. Ungt fólk mótmælti styijaldarrekstri, yfír- gangi og hvers konar ofbeldi - og ekki að ástæðulausu. En hvemig barátta þess gat snúist upp í and- hverfu sína er mörgum óskiljaniegt og þarf ef til vill að kafa djúpt í sögu mannsandans og eðli manns- sálarinnar til þess að fá í það ein- hvem botn. Allt gamalt átti að hverfa og engum yfír tvítugt var treystandi og „sumir vora jafnari en aðrir“. Það var því ekki að furða þótt árekstarar yrðu með ungum boðberam þesa nýja frelsis og hálf- sjötugum vísindamanni, sem stóð traustum fótum í sögu og menningu íslenskrar þjóðar. En Steindór Steindórsson þramdi af sér þessa hríð og sýndi af sér þær eðliseigind- ir, sem einkennt hafa hann alla ævi; dugnað og karlmennsku, og nú geta menn skilið hann betur en menn gerðu þá. Eitt af því, sem gerir Steindór Steindórsson frá Hlöðum engum öðram líkan er að hann skuli í dag halda upp á níræðisafmæli sitt meðal vina norður á Akureyri. Eng- inn skólameistari eða rektor á þessu kalda landi hefur náð því að verða níræður. Þeir frændur Guðbrandur biskup Þorláksson og Amgrímur lærði urðu að vísu báðir gamlir menn, komust í níræðisaldur, en flestir skólameistarar og rektorar hafa annaðhvort dáið í starfí eða strax eftir að þeir hættu störfum. Steindór Steindórsson frá Hlöð- um er með sérstökum hætti tengdur Menntaskólanum á Akureyri. Hann fæddist á Möðravöllum í Hörgár- dal, þar sem skólinn stóð, móðir hans, merkiskonan Kristín Jóns- dóttir, var ráðskona á Möðravöllum og sjálfur var hann nemandi, kenn- ari og skólameistari - og man alla skólameistara hins endurreista norðlenska skóla, allt frá Jóni A. Hjaltalín og til þessa dags. Á þessum tímamótum óska ég Steindóri Steindórssyni frá Hlöðum til hamingju með langa vegferð - ef til vill nokkuð stranga á köflum - en mikil er uppskera stjómmála- mannsins, grasafræðingsins og skólamannsins og þessari löngu og fjölbreyttu vegferð. Ég vil fyrir hönd Menntaskólans á Akureyri þakka honum óeigingjamt og gott starf við skólann meira en fjóra áratugi. Tryggvi Gíslason. í dag á níræðisafmæli einn virt- asti náttúrafræðingur og skólamað- ur þessa lands, Steindór Steindórs- son, grasafræðingur og fyrram skólameistari frá Hlöðum. Á þeim tímamótum langar mig til að senda honum kveðjur og rifja upp örfáar minningar í fáum orðum, en þau orð verða fá, því að Steindór er þjóðkunnur og þarf tæpast frekari kynningar við. Sem grasafræðingur hefur Stein- dór fyrst og fremst unnið sér nafn fyrir rannsóknir sínar á íslandi. En svo vill til að ég set þessi orð á blað á hótelherbergi í Nassarssuaq í Suður-Grænlandi og horfí yfír spegilsléttan, jakapiýddan Eiríks- íjörð til Brattahlíðar þar sem vottar fyrir bæjarrústum Éiríks rauða í Ijarlægðinni. Á þessar fomu slóðir norrænna manna kom Steindór fyrst, þegar hann var kominn á áttræðisaldur, ekki sem ferðamað- ur, heldur til þess að vtnna að gróð- urrannsóknum. Allflestir era sestir í helgan stein á þessu aldursskeiði, en til Grænlands kom hann á hveiju sumri í fímm ár þangað til rann- sóknarverkefninu þar lauk. Grænlendingar minnast enn og segja sögur af þessum hávaxna „öldungi", sem sigldi ásamt langt- um yngri félögum sínum, græn- lenskum og íslenskum, á hraðbátum um fírði Grænlands, gekk um fjöll og fímindi, bótaniseraði og naut lífsins. Lífsþrótturinn, starfsgleðin og óseðjandi forvitni fræðimannsins bára hann stundum lengra inn á öræfín en góðu hófí gegndi, og raunar var ekki alltaf útséð um, að hann yrði mikið eldri - hvað þá níræður, sem nú hefur þó orðið raunin. Hinir fjölmörgu grænlensku vinir Steindórs biða mig að flytja honum einlægar kveður í tilefni dagsins. Steindór er fjölfræðingur í þess orðs fyllstu merkingu. Þekking hans er með ólíkindum mikil og alhliða, og hár aldur virðist ekki hafa rýrt minni hans merkjanlega. En af þeim fjölmörgu sviðum sem hann hefur látið sér annt um, hefur ekkert átt jafn ríkan sess í huga hans og grasafræðin. Áratugum saman, allt þangað til sjónin fór að bila, ferðaðist hann um landið og kannaði gróðurríki þess, og með þeirri þekkingu, athyglisgáfu og yfírsýn sem hann bjó yfír gat ekki hjá því farið, að rannsóknir hans skiluðu miklum árangri. Enda er óhætt að fullyrða, að Steindór sé einhver afkastamesti náttúrafræð- ingur, sem ísland hefur átt. Rannsóknir Steindórs á sviði gróðurfélagsfræði munu halda merki hans lengi á lofti. Þær rann- sóknir lögðu granninn að öðru stór- verkefni, sem var gerð gróðurkorta af landinu. Ég veit að það gladdi hann mjög að grandvallarrannsókn- ir hans komu að svo beinum hagnýt- um notum, og hann tók þátt í korta- gerðinni um langt árabil. Ekki þarf að fjölyrða um, hversu mjög það hefur hryggt grasafræð- inginn að horfa upp á þá stöðugu hnignun gróðurs, sem hér hefur orðið. Steindór hefur verið óþreyt- andi í baráttu sinni gegn þesari óheillaþróun, og hann hefur tæpit- ungulaust látið skoðun sína í ljósi um þau mál, eins og önnur. Mér er í þessu sambandi minnisstæð ræða, sem Steindór hélt á aðalfundi Skóg- ræktarfélags íslands haustið 1963. Þetta ár er ræktunarmönnum minn- isstætt vegna „aprílhretsins" svo- nefnda, sem olli gífurlegu tjóni á tijágróðri, janvel svo að mörgum féllust hendur. Andrúmsloftið á fundinum var því hálf dapurt og menn slegnir, enda þótt skógrækt- armenn séu þekktir af öðra en svartsýni og uppgjöf. Þá kvaddi Steindór sér hljóðs og hélt eina glæsilegustu og eftirminnilegustu hvatningarræðu, sem ég hefi heyrt og sem feykti burtu öllum efasemd- um um framtíð skógrækar á ís- landi. Þegar félagi og vinur Stein- dórs, Hákon Bjamason skógrækt- arstjóri, flutti að þessu loknu ræðu af sínum alkunna eldmóði tóku menn gleði sína að nýju. Þeir félag- ar vora óviðjafnanlegir baráttu- menn og forystumenn um endur- reisn gróðurs í landinu, og það er við hæfi að nöfn þeirra séu nefnd í sömu andránni. Ég þakka Steindóri langt sam- starf og vináttu, sem aldrei hefur borið skugga á, og færi honum aiúð- arkveðjur ijölskyldu minnar og hinna fjölmörgu samstarfsmanna hans á Rannsóknastofnun landbún- aðarins. Ingvi Þorsteinsson. Steindór Steindórsson frá Hlöð- um, grasafræðingur og fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Ak- ureyri, er níræður í dag 12. ágúst. Steindór er fæddur á Möðravöll- um í Hörgárdal árið 1902, sonur Kristínar Jónsdóttur ráðskonu og J. Steindórs Jónassonar verslunar- manns. Kona Steindórs var Krist- björg Diiedóttir ritari. Hún lést árið 1974. Kjör- og stjúpsonur Steindórs er Gunnar kennari á Akureyri. Ég kynntist Steindóri fyrst sem barn, en hann er gamall fjölskyldu- vinur. Fyrir mér er ljóslifandi mynd af Steindóri í stofunni á æskuheim- ili mínu, þar sem hann sat í gömlum raggustól sem var að liðast í sund- ur. Hann raggaði ákaft og skelli- hlæjandi sagði hveija furðusöguna af annarri frá þessum heimi og öðrum. Á námsárum mínum í Kaup- mannahöfn átti ég þess kost að kynnast Steindóri nokkuð vel. Hann kom hingað til að vinna að ritverki sínu um styrki Carlsbergssjóðsins til íslenskra vísindarannsókna. Við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.