Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 7 Norrænir verk- menntakennar- ar á Laugarvatni Laugarvatni. NORRÆNIR verkmenntakennarar luku um helgina 30 eininga fram- haldsnámi í kennslufræðum sem staðið hefur í tvö ár á vegum nor- rænu ráðherranefndarinnar. Lokanámskeiðið stóð frá 4. til 8. ágúst í Menntaskólanum á Laugarvatni. Starfshópur á vegum norrænu ráðherranefndarinnar hefur frá miðjum síðasta áratug starfað að skipulagninu sameiginlegs náms fyr- ir framhaldsskólakennara í verk- menntagreinum. Helsta markmið starfshópsins er að auka virðingu verknáms í framhaldsskólum og hlúa að stétt kennara sem sjá um þessa kennslu með því að bjóða þeim sér- hæft framhaldsnám í kennslufræð- um verkmenntagreina. Þátttakendur eiga að vera færir um að fram- kvæma rannsóknir og meta þróunina í heimalandi sínu og skapa tengsl milli starfsmenntunar í skólunum og atvinnulífsins umhverfís skólana. Hið samnorræna nám hófst síðan með þriggja vikna námskeiði í Kongselv í Svíþjóð, síðan var tveggja vikna námskeið í Bærum í Noregi og það síðasta var síðan nú í eina viku á Laugarvatni. Auk þess að sitja fyrirlestra vinna þátttakendur rannsóknarverkefni hver á sínu sviði og lesa töluvert námsefni. Jafngildir þetta nám þrjátíu námseiningum á, háskólastigi, eða u.þ.b. einu náms- ári. Yfírumsjón með náminu er í höndum dr. Lennart Nilson við há- skólann í Gautaborg. Tuttugu og einn þátttakandi lýkur nú þessu námi, fímm frá íslandi, fímm frá Danmörku, fjórir frá Nor- egi, íjórir frá Svíþjóð og þrír frá Finnlandi. Meðan á náminu hefur staðið hafa allir þátttakendur haft leiðsögukennara í sínu heimalandi. Á íslandi hefur Gunnar Finnboga- son, lektor við KHÍ, leiðbeint ís- lensku þátttakendunum sem koma úr ýmsum áttum. Einn kennir á matvælasviði í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, einn á sviði bókiðna í Iðnskólanum í Reykjavík, einn kenn- ir bifvélavirkjun við Iðnskólann í Reykjavík og einn er kennari í raf- eindavirkjun við Iðnskólann í Hafn- arfírði. Kristrún Isaksdóttir, deildarsér- fræðingur í framhaldsskóladeild Orgelleikur í Dómkirkjunni HILMAR Örn Agnarsson leikur í dag, miðvikudaginn 12. ágúst, á orgel Dómkirkjunnar og hefjast tónleikarnir kl. 17. Hilmar Örn lærði orgelleik í Þýskalandi og starfar nú sem orgel- leikari við Skálholtskirkju. Aðgangur er ókeypis. menntamálaráðuneytisins, hefur verið fulltrúi íslands í starfshópi norrænu ráðherranefndarinnar um þetta nám. Kristrún sagði starfshóp- inn vera mjög ánægðan með árang- urinn af náminu. Greinilegt væri að kennararnir hefðu byijað að tileinka sér vísindalegar rannsóknaraðferðir við að meta stöðu mála hver hjá sér og víkkað sjóndeildarhring sinn. Skapast hefðu tengsl sem ættu eftir að halda áfram að þróast. Nú væri verið að fara yfír stöðuna og ákveða framhaldið, hvernig best verði að haga málum til að ná til enn fleiri verkmenntakennara svo þróunin megi halda áfram. , Kári Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Fjármálaráðherrar í útreiðatúr ÁRLEGUR fundur íjármálaráðherra Norðurlanda var haldinn á mánudag að Leirubakka í Landsveit. Að loknum fundi brugðu ráðherramir og fylgdarlið þeirra sér á hestbak. Fyrir hópnum fóru Friðrik Sophusson og frú Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Einar Bolla- son hjá Ishestum var fólkinu til halds og trausts. Minnast endurreisnar Njarðvíkurhrepps: lagi að kröfu Njarðvíkinga, sem töldu sig bera skarðan hlut frá borði í samskiptum sínum við Kefl- víkinga. Þessi skipan helst enn og héfur íbúum Njarðvíkur fjölgað úr 282 árið 1942 í 2.502 hinn 1. des- ember 1991.“ „Á afmælinu munu Njarðvíking- ar rifja upp sögu sína og menn- ingu, kljást í kappleikjum, fara með fjölskylduna í leiki og skemmta sér saman. Þá munu full- trúar vinabæja okkar í Noregi og Danmörku verða viðstaddir og við það tækifæri verður undirrituð staðfesting á vinabæjartengslum við Tandrup í Danmörku og verða blaðamenn frá blöðum í þessum bæjum með í ferð. Til að auka á afmælisstemmninguna hafa versl- unareigendur látið framleiða ýms- an vaming með afmælismerkjum og má þar nefna boli, húfur, um- hverfísvæna innkaupapoka og flugdiska með merkjum úr hug- myndasamkeppni grunnskóla- nema.“ Afmælishátíðarhöldin í Njarðvík munu standa í viku og sagðist Kristján vonast til að allir fyndu eitthvað við sitt hæfi í hinni fjölbreyttu afmælisdagskrá sem er í boði. BB Njarðvik. „NJARÐVÍKINGAR hafa sett sér það markmið að gera bæinn aðlaðandi og að einum fallegasta bæ á landinu. í sumar hefur verið gert stórátak í þessa átt og er allt miðað við að bærinn verði kominn i afmælisbúning á laugardaginn þegar forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, sækir okkur heim í tilefni þess að í ár eru liðin 50 ár frá endurreisn Njarðvíkurhrepps," sagði Kristján Páls- son bæjarstjóri í Njarðvík, í samtali við Morgunblaðið. Tilefnið _er viku afmælishátíð sem hefst með opinberri heimsókn forseta ís- lands sem m.a. mun afhjúpa minnisvarða um endurreisn Njarðvíkur- hrepps og fyrstu hreppsnefnd hans við ráðhús Njarðvíkurbæjar. Kristján sagði að ákveðið hefði verið einróma í bæjarstjórn á síð- asta hausti að halda upp á þessi tímamót og í framhaldi af því hefði verið skipuð afmælisnefnd til að skipuleggja og stjórna afmælis- haldinu með bæjarstjórninni. „Hinn raunverulegi afmælisdagur var 22. mars og þá vorum við einn- ig með hátíðardagskrá sem hófst með hátíðarfundi bæjarstjórnar í Bjargi til að minnast fyrsta hrepps- nefndarfundarins sem þar fór fram í húsi oddvitans, Karvels Ög- mundssonar. Á þeim fundi var ákveðið að reisa minnisvarða um endurreisn hreppsins og einnig var ákveðið að láta rita sögu Njarðvík- ur frá landnámi til ársins 1992. Þá var haldin hátíðarsamkoma í Stapa þar sem 1.200 Njarðvíkingar og gestir þeirra voru viðstaddir og við vorum með sögusýningu í grunnskólanum, sem um 1.100 manns sóttu.“ Kristján sagði að Njarðvík hefði lengstum tilheyrt Rosmhvalanesi eða í rúm 700 ár, frá landnámi og til ársins 1596. Það ár var hreppnum skipt og tilheyrðu Njarðvíkumar Vatnsleysustrand- arhreppi næstu 292 árin. Seinni hluta 19. aldar hefði komið upp óánægja á meðal bænda í hreppn- um vegna fátækramála í þéttbýlinu í Njarðvík. Upp úr því var hreppn- um skipt og árið 1889 staðfest nýtt sveitarfélag um Njarðvíkum- ar, Njarðvíkurhreppur. Við skipt- ingu Rosmhvaianeshrepps í Gerða- hrepp og Keflavíkurhrepp hefði verið ákveðið að sameina Keflavík- Morgunblaðið/Björn Blöndal Kristján Pálsson, bæjarstjóri í Njarðvík. urhrepp og Njarðvíkurhrepp og kalla nýja sveitarfélagið Keflavík- urhrepp. Þessi skipan hefði haldist óbreytt til ársins 1942 að Njarðvík varð aftur að sjálfstæðu sveitarfé- Yiku hátíðarhöld hefjast með opin- berri heimsókn forseta Islands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.