Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 5 Norðfjörður: Svínin látin ganga úti allt sumarið Ncskaupstad. Á BÆNUM Seldal í Norðfjarðar- sveit, þar sem stunduð er svína- rækt, bleikjueldi og kornrækt, er viðhöfð dálítið óvenjuleg að- ferð við svínaræktina. Þar eru svínin sett úr snemma sumars og ekki tekin í hús fyrr en um miðjan september. Þetta er ann- að sumarið sem þessi háttur er hafður á. Að sögn ábúendanna í Seldal, þeirra Stefaníu Gísladóttur og Gav- ins Dears þarf minna fóður handa þeim svona en ef þau væru í húsi. Kjötið er fituminna og dálítið dekkra, það mælist vel fyrir og er eftirsótt. í sumar ganga 33 dýr úti hjá þeim. í vor hófu þau að rækta bygg og hyggjast nota það í fóður handa svínunum. Gavin er frá Ástralíu og kom hingað upphaflega til að vinna í fiski en ílengdist hér eins og fleiri Eyjaálfubúar víðs vegar um landið. - Ágúst Gavin Dear lítur eftir svínun- um úti á túni í Seldal. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Utanríkisráðuneytið: Sjómannaaf- sláttur óvið- komandi EES BJARNI Vestmann, upplýsinga- fulltrúi utanríkisráðuneytisins, kveðst ekki sjá að veiting sjó- mannaafsláttar stangist á við ákvæði samningsins um Evr- ópskt efnahagssvæði. Frétt þess efnis var höfð eftir viðtali norska dagblaðsins Aftenposten við formann dönsku sjómanna- samtakanna í Morgunblaðinu í gær. Bjarni kvaðst telja frétt Aftenposten á misskilningi byggða, þar sem ruglað væri saman aðild að Evrópubanda- laginu og aðild að samningnum um EES. „Fyrir það fyrsta felst ekki sam- eiginleg framkvæmd á skatta- stefnu í samningnum um EES,“ sagði Bjami. „Samningar okkar um sjávarútvegsmál fela heldur ekki í sér fríverslun. Einungis var samið um niðurfellingu tolla á út- flutningi okkar til bandalagsins, og síðan gengið frá samningi um gagnkvæmar veiðiheimildir. Þetta þýðir að EB fellir ekki niður ríkis- styrki í sjávarútvegi. Það heldur sinni sjávarútvegsstefnu og við okkar.“ —...-------- Flugvél í Elliðaárdal: Fallist á skýríngar eigandans LOFTFERÐAEFTIRLIT Flug- málasljórnar hefur faliist á skýringar eiganda flugvélar sem talið var að hefði verið lent ofarlega í í Elliðaárdal, móts við svokallaða Borgarstjóraholu í Elliðaám, á föstudagskvöld og telur ekki ástæðu til aðgerða í málinu. Að sögn Grétars Óskarssonar framkvæmdastjóra loftferðaeftir- litsins kom eigandinn á fund hans í gær og skýrði frá því að hann hefði flutt vélina, sem er lítil eins- hreyfilsvél, niður í dalinn frá heim- ili sínu í Breiðholti til þess eins að ræsa og prufukeyra hreyfil hennar. Hins vegar hafi henni aldrei verið flogið. Að sögn Grétars hafði eitt vitni tjáð lögreglu að það hefði séð flug- vélina á göngustígnum með hreyfilinn í gangi en annað vitni hafði séð flugvél á lágflugi yfir dalnum, en óljóst væri hvort um sömu flugvél væri að ræða. Grétar sagði að ekki væri því talin ástæða til að draga skýringar eiganda flugvélarinnar í efa og samkvæmt því hefði hann ekki gerst brotlegur við lög. Ljósmynd Mats Ertu óánægð/ur með árangur þinn í námi? Viltu breyta til og fara í nýjan skóla? Þá gæti Hlíðardalsskóli verið fyrir þig. Hlíðardalsskóli er einka-heimavistarskóli fyrir 8., 9., og 10., bekk grunnsklóla, sem hefurverið rekinn í 42 ár á kristilegum grunni. Hlíðardalsskóli er staðsettur 45 km austur af Reykjavík á friðsælum stað, þar sem gott er að læra og ná árangri. Á staðnum er: □ Glæsilegt íþróttahús □ Sundlaug □ Aðstoð við heimavinnu □ Gott félagslíf Lögð er áhersla á: □ Árangur i námi □ Félagslegan þroska □ Heilbrigðan lífsstíl □ Uppbyggingu sjálfsaga □ Algjört bann við notkun tóbaks, áfengis og annarra vímuefna GÓÐUR GRUNNSKÓLI LEGGUR GRUNNINN AÐ FRAMTÍÐINNI Hringdu og við sendum þér frekari upplýsingar. Símar 91-679260, 98-33607 og 98-33606. Hlíðardalsskóli er starfræktur af S.D. aðventistum. BQÐEIND SF: AUSTURSTRONO 12 170 SELTJARNARNES StMI 612061 FAX 612081 Skiltatiúsið Skólavegur 7, 230 Keflavík sfmi 92-11533 TffnJk átthaqa- brautir í gluggatföld hf Faxafeni 14, símar 812340 og 813070 Melka ® HÓTEL Quaiity Men'sWear KEFLAVÍK NETAGERÐ JÓNS HOLBERGSSONAR Hjillahraunl 11, Halnartlrðl, aimi S4B4S ÓSEYS«ö«AUr 6 • 815 lOHÍÁXSHÖf N SÍWl C833475 S 9U032Í OFNASMIDIA SUÐURNESIAHF M 9208

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.