Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 Arkitektafélag íslands: Lægri hönnunarkostn- aður dregur úr gæðum ARKITEKTAFÉLAG íslands telur að val á hönnuðum, sem ein- göng^u grundvallast á fjárhagssjónarmiðum, leiði ekki til velfarnað- ar í byggingarháttum borgarinnar. „Slík stefna, sem leitast við að þrýsta þóknun fyrir hönnun niður, leiðir óhjákvæmilega til lakari gæða. Það samræmist ekki því markmiði að vanda enn betur undir- búning verklegra framkvæmda, sem flestir eru sammála um að leggja beri áherslu á,“ segir í erindi félagsins til borgarráðs, þar sem ítrekuð eru nokkur atriði vegna útboðs lögfræði- og stjóra- sýsludeildar Reykjavíkurborgar á hönnun Rimaskóla. Vakin er athygli á að þeir hönn- uðir sem tóku þátt í útboðinu töldu það óaðgengilegt og að tilboðin hafí að mestu verið gerð á þeirra eigin forsendum. Tilboðin hafi ekki verið samanburðarhæf, þar sem þau byggðu á mismunandi forsend- um um stærð hússins ofl. Munur- inn á hæsta og lægsta tilboði mætti fyrst og fremst rekja til þessara ólíku forsenda. Sé hönnun- arverð miðað við rúmmeter í hús- næði skoðað kemur í ljós, að hæsta tilboð er 1.262 krónur fyrir hvem rúmmeter en lægsta tilboð er 1.103,20 fyrir hvem rúmeter, mið- að við forsendur lægsta tilboðs. „Yfírlýsingar ráðamanna Reykja- víkurborgar um 30% lægri hönnun- arkostnað era í Ijósi þessa vægast sagt villandi." Að mati stjómar félagsins era öll tilboðin innan marka eðlilegra þóknunar sé tekið tillit til mismunandi forsenda. Þá segir, að Reykjavíkurborg hafí bragðist þeim fjóram aðilum sem boðið var að taka þátt í lok- uðu tilboði um Rimaskóla, með því að opna á síðustu stundu fyrir þátttöku fímmta aðilans og semja við hann án þess að séð verði að eðlilegur samanburður milli tilboða hafi farið fram. „Slík vinnubrögð era vönduðum byggingaraðila eins og Reykjavíkurborg ekki samboð- in.“ Niðurstaða málsins staðfesti þær efasemdir sem félagið hafði uppi um útboðið. Borgin hafí í raun fengið fímm tilboð um eðlilega þóknun fyrir mismunandi stórar skólabyggingar. Það sé að mati stjómar félagsins ánægjuleg mála- lok. „Arkitektafélag Islands telur hins vegar fulla ástæðu til að ít- reka fyrri óskir sínar um viðræður við Reykjavíkurborg um hönnunar- mál hennar. Eélagið telur að sam- starf um slík mál sé vænlegra til árangurs en einhliða tilraunastarf- semi einstakra embættismanna. Fyrst og síðast leggur þó félagið áherslu á að það, að val hönnuða beri að grandvalla á gæðum hönn- unar og þar með gæðum þess mannvirkis sem byggja skal. Arki- tektar era hlynntir kostnaðarlegu aðhaldi, en leggja áherslu á að hagkvæmirbyggingarhættirgrand- vallast á góðri hönnun." í bókun Guðrúnar Ágústsdóttur, Alþýðubandalagi, er óskað eftir yfirliti yfir hönnunarkostnað arki- tekta vegna bygginga á vegum borgarinnar síðastliði 2 til 3 ár, vegna fullyrðinga um gífurlegan hönnunarkostnað. Kristín Á. Ól- afsdóttir, Nýjum vettvangi, telur sjálfsagt í sinni bókun, að borgin reyni nýjar leiðir í vali á hönnuð- um, sem geti leitt til lægri hönnun- arkostnaðar og eðlilegri dreifíngu verkefna en verið hefur. „Ég tel sjálfsagt að hlusta á sjónarmið Árkitektafélagsins um leið og sjón- armið borgaryfírvalda era kynnt og því rétt að stofna til viðræðna við félagið hið fyrsta." Meðferð EES samningsins á alþingi: Báturinn skveraður Vogum. Magnús ívar Guðbergsson hefur tekið Þyt GK á land og verður báturinn gerður klár fyrir næstu vertíð. Utgerð Magnúsar miðast við að róa með þorskanet og á grásleppu á vorin. Grásleppuveiðin hefur gengið mjög illa í ár vegna mikilla netatjóna vegna veðurs. Hann segir trillukarla héma fara illa út úr kvótaskerðingunni á þorski enda hafði þeir ekki möguleika á að sækja í aðrar fisktegundir. - EG Ríkisstjómin verður að full- nægja vissum skilyrðum - segja forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna í bréfi til forsætisráðherra FORYSTUMENN stjórnarandstöðunnar telja aðstæður og forsend- ur varðandi þinglega afgreiðslu samningsins um evrópskt efnahags- svæði, EES, hafa breyst verulega síðan samkomlag var gert í vor um meðferð þess máls. Þeir telja ekki unnt að Ijúka fyrstu um- ræðu um frumvarp til staðfestingar EES-samningi fyrr en ríkis- sljórnin hafi fullnægt nokkram atriðum. Áttunda maí síðastliðinn settu forystumenn stjórnar og stjómar- andstöðu, Davíð Oddsson forsætis- ráðherra, Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson formaður Al- þýðubandalagsins, Páll Pétursson formaður þingflokks Framsóknar- manna og Anna Ólafsdóttir Bjöm- son þáverandi formaður þingflokks Samtaka um Kvennalista stafi sína undir samkomulag um þingmeð- ferð EES-samningsins á Alþingi. Samkomulagið gerði m.a. ráð fyrir að reglulegt Alþingi 116. lög- gjafarþing hæfíst um miðjan ágúst og stefnt skyldi að því að flest lagaframvörp tengd samingnum fengu afgreiðslu fyrir lok septem- ber og málsmeðferðinni allri yrði lokið í nóvember. Samkomulagið kvað einnig á um að stefnt skyldi að þinghléi síðari hluta september- mánaðar. í samræmi við þetta samkomu- lag gera drög að starfsáætlun Al- þingis ráð fyrir þinghléi frá og með 19. september til 6. október. Stjórnarandstaðan telur útlokað að þetta geti gengið eftir. . Steingrímur Hermannsson for- maður Framsóknarflokksins, Ólaf- ur Ragnar Grímsson formaður Al- þýðubandalagsins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fulltrúi Samtaka um Kvennalista í utanríkismála- nefnd hafa ritað Davíð Oddssyni forsætisráðherra bréf. Forystu- menn stjómarandstöðunnar telja óhjákvæmilegt að vekja athygli á aðstæður séu veralega breytar frá því samkomulag var gert í vor. í bréfinu til forsætisráðherra segir m.a. að nú liggi fyrir álit virtra fræðimanna sem telja að staðfesting EES-samningsins brjóti í bága við stjómarskrá lands- ins. í öðru lagi segir að ríkisstjóm- in hafi ekki staðið að undirbúningi þessa sumarþings á fullnægjandi hætti. Milli 20-30 fylgiframvörp EES til breytinga á íslenskum lög- um hefðu ekki verið lögð fram í nefndum Alþingis. Viðaukar samn- ingsins hefðu enn ekki borist Al- þingi og mikilli þýðingaivinnu væri enn ólokið. í þriðja lagi er að því fundið að sjávarútvegssamningur íslands og Evrópubandalagsins hefur enn ekki verið gerður þótt ráðherrar hafí lýst því yfír í maí að samning- urinn yrði tilbúinn í sumar. Nú væri alls óvíst hvort samningum Forseti Alþingis ítrekar tilmæli um sjávarútvegsmál við Evrópu- bandalagið lyki fyrr en í september eða október eða jafnvel enn síðar. Sjávarútvegssamningurinn væri hins vegar ein af forsendum þess að unnt væri að ræða eða taka afstöðu til EES-samningsins. Evr- ópubandalagið hafí lýst því yfir að sjávarútvegssamningurinn við ís- land sé grandvallarþáttur í sam- þykki þess á EES-samningnum og skilyrði fyrir því að hann komi til framkvæmda. Bréfi forystumanna stjómar- andstöðu lýkur með orðunum: „Með vísan til ofangreindra stað- reynda teljum við ekki unnt að ljúkja fyrstu umræðu um framvarp til staðfestingar EES-samningsins fyrr en ríkisstjómin hefur fullnægt ofangreindum atriðum og fyrirheit hafa verið gefín um að ríkisstjóm- in beiti sér fyrir nauðsynlegri breytingu á stjómarskránni og með málið verði farið á þann hátt.“ Forystumenn stjómarandstöð- / unnar munu hitta forsætisráðherra og utanríkisráðherra að máli kl. 8.15. ádegis í dag. Vilja þeir ræða ýmsar hliðar EES-málsins einkum og sér í lagi þá sem snýr að stjómar- skránni. um endurskoðun þingskapalaga SALOME Þorkelsdóttir forseti Alþingis segist munu ítreka tilmæli sín til formanna þingflokkanna um að þeir ræði endurskoðun þing- skaparlaga og hvað megi bæta í starfsháttum Alþingis. í júnímánuði síðastliðnum sendi Salome Þorkelsdóttir forseti Al- þings formönnum þingflokka minnisblað þar sem hún setti fram nokkar hugmyndir um breytingar á þingsköpum og starfsháttum Alþingis. Meðal þeirra atriða sem drepið var á vora: Að takmarka umræður um „gæslu þingskapa" en mörgum hefur þótt sú umræða hafa farið mjög úr böndum og ýmis mál verið rætt og umdeild undir þessum málaflokki. Einnig var varpað fram hugmyndum um að reyna að stytta 1. umræðu um þingmál. Ennfremur var minnst á hvort ekki væri ástæða til að tak- marka ræðutíma nokkuð við utan- dagskráramræður. Forseti Alþingis velti einnig upp hugmyndum um breytingar á starfsháttum Alþingis sem ekki væra lögbundnar s.s. að skipta þingmálum eftir formi á þingfund- ardags; stjómarframvörp yrðu rædd ákveðna daga og þingmanna- mál aðra daga og reynt yrði að sneiða framhjá utandagskrárum- ræðum einhveija daga. Forystumenn flokka stjómar- andstöðunnar hafa tekið þessum hugmyndum fálega og talið að núgildandi þingskaparlög hafi um margt reynst vel og þar að auki sé eitt ár of skammur tími til að dæma um reynsluna. Margrét- Frímannsdóttir for- maður þingflokks Alþýðubanda- lagsins sagði í samtali við Morgun- blaðið að þingsköpin hefðu í megin- atriðum reynst vel. Þótt ýmislegt mætti betur fara, mætti bæta úr með betra skipulagi og það væri afar mikilvægt að það væri full samstaða um stjórnun þingsins og allir flokkar sem ættu sæti á þingi kæmu að þingstjóminni. Margrét taldi sig ekki hafa orðið vara við mikinn samstarfs- eða samkomu- lagsvilja af hálfu stuðningmanna ríkisstjórnarinnar. Margrét sagði að þingflokk Alþýðubandalagsins engu að síður reiðubúinn til við- ræðna um hvort og með hvað hætti þingsköpum yrði breytt. En lagði áherslu á að samstaða yrði að vera milli allra þingflokka um meðferð þess máls. Formaður þingflokks Alþýðubandlagsins sagði að hún persónulega teldi sum þeirra atriða sem forseti Alþingis hefði nefnt vel athugandi, t.d. að skipta þingmálum niður á daga eftir formi. Salome Þorkelsdóttir þingforseti sagðist ítreka tilmæli sín um að menn settust á rökstóla og ræddu þessi mál. Hún sagði að það væri mjög mikilvægt að skapa þeim umræðum sem hefðu farið fram undir liðnum „gæsla þingskapa" eðlilegan farveg, þingskaparam- ræður hefðu þróast í einhvers kon- ar utandagskrárumræður um önn- ur efni heldur en þingsköp. Hún benti einnig á að þingmönnum væri mörgum mjög ósýnt um að takmarka sitt mál, en hins vegar kveinkuðu þeir sumir undan löng- um þingfundum. Takmarkaður fundartími og ótakmarkaður ræðu- tími væri dæmi sem ekki gengi upp. Salome kvaðst myndu skrifa formönnum þingflokkanna bréf þar sem hún færi þess á leit að þeir tilnefndu menn til að ræða reynsluna af þingsköpunum og um hvaða úrbætur gæti tekist sam- staða til að greiða fyrir þingstörf- um. Ekki yrðu aðrar breytingar gerðar heldur en full samstaða tækist um. Italska konanekki í lífshættu ÍTALSKA konan sem flutt var með þyrlu á Borgarspítalann í Reykjavík eftir bílveltu við Markarfljót í fyrrakvöld er talin úr lífshættu, samkvæmt upplýsingum frá Borgarspítal- anum. Konan hálsbrotnaði, hlaut áverka á bijóstkassa og brotnaði á fótlegg en var í gær með góðri meðvitund á gjörgæsludeild og engin lömun virtist ætla að hljót- ast af hálsbrotinu, að sögn Iækn- is. Alls slösuðust fjórir ítalskir ferðamenn í slysinu og konan sýnu mest. Tveir piltar sem voru fluttir á sjúkrahús á Akureyri eftir veltu við Kot í Norðurárdal í Skaga- fírði voru ekki taldir í lífshættu í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.