Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 MEISTARA STEPHENS KING. SKUGGALEG! 16 500 STEPHEN KING STEPHEN KING STEPHEN KING NÁTTFARAR 4 H™“s" OGNVEKJANDI - OGURLEG pm rP* SPtCTRAl mcoROMG . r HJ|POlBYSTERH)|taa í A og B sal ÓÐURTIL HAFSINS Sýnd kl.9. B.i.14 NÁTTÚRUNNAR sýnd kl. 5 í B-sal. ENGLISH SUBTITLE KL. 5. Miðaverð kr. 500. HNEFALEIKAKAPPINN Sýnd kl. 11.15. Bönnuð i. 16ára. INGALÓ Sýnd kl. 7.05. ENGLISH SUBTITLE * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * + Olympíukeppnin í stærðfræði: ' > Anægður með árang- ur íslensku strákanna •• - segir Sverrir Orn Þorvaldsson fararstjóri STÆRSTA BIOIÐ ÞAR SEM ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS iwwwra™ HASKÓLABIÓ SÍMI2214a Aindrrw KHlv llrlm McCarthy Pr«*»«on llun* EVRÓPSK1 ★ ★ ★ ★TVIMÆLALAUST GAMANMYND SUMARSINS F.l. Bíólínan. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. LUNKIIM OG SKEMMTILEG GAMANMYND UM BÍRÆFNA FÁRSJÓÐSLEIT. Al. MBL. GRÍN, SPENNA, SVIK OG PRETTIR. Sýnd kl. 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05. Sýnd kl. 9 og 1L05.' Síðustu sýningar. ★ ★ ★G.E. DV. Bönnuð i. 16 ára. ★ * * FRABÆR MYND A,l. Mbl. * * * *MEISTARAVERK Bíólínan. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. GRÍN, SPENNA OG RÓMANTÍK! Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 ÓLYMPÍUKEPPNIN í stærðfræði fór fram dag- ana 15. og 16. júlí. Keppni þessi er fyrir framhalds- skólanema og er þetta í 8. sinn sem Island tekur þátt í henni. Það er því komin nokkur reynsla á þessa keppni hérlendis og margir þjálfaranna hafa sjálfir tekið þátt í henni. Keppnin var að þessu sinni haldin í Moskvu og voru keppendur 350. Með fararstjórum, þjálfurum, dómurum og fleirum var um 600 manna hópur, sem mætti tO Moskvu, og tengdist keppninni á einn eða annan hátt. Fyrir íslands hönd fóru þeir Alfreð Hauksson, Bjami Vilhjálmur Halldórs- son, báðir í Menntaskólan- um í Reykjavík, og Daníel Fannar Guðbjartsson, Fjöl- brautarskóla Suðumesja og ——yom þeir styrktir til utanf- ararinnar af ýmsum fyrir- tækjum, m.a. Visa-ísland, Sjóvá-Almennum og opin- berum aðilum. Enginn þeirra nær tvítugsaldri í ár og geta -þeir því allir tekið þátt aftur á næsta ári þegar keppnin fer fram í Tyrk- landi. Sverrir, sem var fara- stjóri, Segir að erfítt sé að fá stelpur til að taka þátt í stærðfræðikeppni en stelp- ur hafa aðeins tvisvar farið út í keppnina á vegum fs- lands og staðið sig í bæði skiptin vel. Sverrir segir að steípur eigi fullt erindi í þessa keppni og þær fái að keppa á jafnréttisgrundvelli þar sem engin aðgreining er á milli kynja. Meðal ann- ars hafí rússnesk stelpa tek- ið þátt í keppninni þrisvar og öll skiptin skilað full- komnum úrlausnum við öll- um dæmum. J|k i M 1 I & gff i É Jpl mm r f i; Ji íslenska sveitin á Ólympíleikunum. Talið frá vinstri: Robert Magnus, íslenski dómarinn í keppninni, Bjarni Vilhjálmur Halldórsson, Alfreð Hauksson, Daníel Fannar Guðbjarts- son, Sverrir Örn Þorvaldsson, fararsljóri, og Sasja, túlkur og leiðsögumaður." Bjami stóð sig best af þremenningunum, fékk 11 stig af 42 mögulegum, sem er nokkuð góður árangur þegar miðað er við þyngd dæmanna og að 150 kepp- endanna voru með lægri stigatölu en hann. Meðal annars gat Bjami reiknað eitt dæmi óaðfínnanlega. Fullt lið er skipað 6 manns en þar sem í íslenska liðinu vora aðeins 3 verður að taka mið af meðaltalsár- angri liðanna þegar bera á niðurstöður þeirra saman. Þá kemur í ljós að Danir era aðeins fyrir ofan okkur og við stöndum jafnfætis Finnum, þótt við séum enn fjarri toppsætinu. Sökum skipulagserfíðleika í Moskvu er þó enn ekki ljóst í hvaða sæti liðið lenti. Verðlaun eru veitt þann- ig, að neðri helmingur þeirra, sem lenda fyrir ofan miðju í keppninni, fá brons. Einn þriðji af þeim, sem þá em eftir, fá silfur og af- gangurinn, þeir hæstu, fá gull. Auk þess eru veittar sérstakar viðurkenningar fyrir að leysa heilt dæmi. Kínveijar sigmðu með yfírburðum, fengu 240 stig af 252 mögulegum. Það ætti raunar ekki að koma á óvart þar sem 3 af 6 kepp- endum þeirra leystu öll 6 dæmin óaðfínnanlega, fengu 42 stig. Aðeins einum öðram tókst það í keppn- inni, keppanda frá Samveldi sjálfstæðra ríkja. í fyrsta sinn í sögu keppninar gerð- ist það líka að allir keppend- ur í einu liði, liði Kínveija, fengu gull. Á eftir Kínveij- um komu Bandaríkin í öðru sæti með 181 stig þannig að yfirburðir Kína vom miklir í þessari keppni. Bjami var aðeins þijú stig frá því að hljóta brons- verðlaun en Islendingar hafa þrívegis hlotið brons. Dæmið sem hér fer eftir var þriðja dæmið fyrsta daginn og sýnir vel hvað við var að etja. „í þrívíðu rúmi eru níu punktar tilteknir þannig að engir fjórir liggi á sama plani. Sérþveijir tveir eru tengdir með legg (þ.e. línu- striki) og er sérhver leggur litaður blár, rauður eða lát- inn ólitaður. Ákvarðið minnstu náttúrulegu töluna n þannig að, í hvert skipti, sem nákvæmlega n leggir em litaðir, mynda þrír þeirra þríhyming sem hefur allar hliðar í sama lit.“ Adstæður í keppn- inni mjög lélegar ALFREÐ Hauksson tók í ár þátt í Ólympíuleikunum í stærðfræði fyrir hönd ís- lands. Hann stundar nám í Menntaskólanum i Reylga- vík og byijar í 5. bekk næsta haust. Aldur hans leyfir honum því að taka tvisvar í viðbót þátt í Ólympíuleikunum. Áhugi hans á stærðfræði kviknaði ekki fyrr en fór að líða á seinni hluta grunnskóla- náms hans þegar honum fór að ganga vel í stærðfræði- prófum í skólanum. Hann komst síðan alla leið í Norð- urlandakeppnina í stærð- fræði í 4. bekk og árangur hans þar varð tíl þess að hann fékk tækifæri á Óly mpíu leikunu m. „Aðstæður til að keppa þama úti í Moskvu voru mjög lélegar," sagði Alfreð. „Keppnin var haldin í tveim sölum, þar sem var þétt setið í nokkrum röðum og svo var bara eitt Iangt borð fyrir hveija röð. Ef einhver hreyfði sig urðu allir, sem voru í sömu röð og hann varir við það. Ég held samt að það hafí ekki haft nein áhrif á hvemig mér gekk. Borgin sjálf er mjög skítug og mengunarský hangir yfir henni. Dagana, sem við vorum í Moskvu, fyrir utan keppnis- dagana, nýttum við aðallega til að skoða okkur um, fórum á söfn og merkilega staði. Þessir dagar voru notaðir til þess að ná sér aðeins niður áður en keppnin hófst enda höfðum við verið að búa okk- ur undir hana í einn og hálfan mánuð samfleytt í sumar. Það þýðir að sjálfsögðu að við gátum ekki unnið á undirbún- ingstímanum og þess vegna Morgunblaðið/Emilía Alfreð Hauksson var einn þeirra, sem fóru á Ólymp- íuleikana i stærðfræði, sem haldnir voru í Moskvu í júlí síðastliðnum. fengum við styrki frá ýmsum aðilum." Alfreð sagði að það hefði verið mikið stökk að fara út í þennan styrkleika í keppni og því hefði hann ekki getað búist við mjög góðum árangri. „Ef ég fer aftur út á næsta ári, sem mér sýnist að allt stefni í, býst ég við að geta staðið mig betur. Þá ætti ég að geta nýtt mér reynsluna, sem ég fékk í keppninni núna, og auk þess að vera betur þjálfaður og undirbúinn. Þetta á raunar við um okkur alla, sem fórum út núna.“ Alfreð á eftir tvo vetur í MR og hann segist enn ekki vita hvað hann ætli að gera þegar hann útskrifast þaðan en hann fari í eðlisfræðideild og þess vegna útiloki hann enga möguleika til háskóla- náms, hvorki í raungreinum né öðru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.