Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 Jóhanna S. Guðlaugs dóttír - Minning Fædd 21. mars 1932 Dáin 5. ágúst 1992 í dag fer fram útför kærrar vin- konu okkar, Jóhönnu Sólveigar Guð- laugsdóttur, er andaðist á Landspít- alanum hinn 5. ágúst sl. aðeins sex- tíu ára að aldri. Á þessari kveðjustund minnumst við hjónin áratuga samferðar með þeim hjónum, Hönnu Veigu, eins og hún var venjulega kölluð og eig- inmanni hennar Guðmundar Vignis Jósefssonar hæstaréttarlögmanns og fyrrverandi gjaldheimtustjóra. Okkar kunningsskapur hófst er eig- inmennimir störfuðu saman hjá Reykjavíkurborg og þróaðist hann fljótt í trausta vináttu, sem aldrei hefur borið skugga á, enda leitun að eins traustu og góðu fólki og þeim hjónum. Ljúft er að leiða hug- ann að þeim mörgu samverustund- um, er við áttum bæði hér á landi og erlendis. Minningar streyma fram frá hinum ýmsu ferðalögum okkar erlendis, ekki síst eftirminni- legri ferð okkar til Grikklands fyrir nokkmm ámm, þar sem við saman nutum þess að skoða fornar minjar og fræðast um menningu Grikkja fyrri alda. Hanna Veiga var glæsileg kona, sem eftir var tekið. Hún bjó eigin- manni og dætmm notalegt heimili og reyndist manni sínum traustur fömnautur. Á heimili þeirra var ætíð gott að koma og skemmtilegt var að ræða við Hönnu Veigu og rökræða um menn og málefni, því hún fylgdist vel með því sem var að gerast og hafði ákveðnar skoð- anir á hlutunum. Hún hafði yndi . ^af góðri tónlist og var ljóðelsk. Upp í hugann kemur ljóð borgarskáldsins okkar, Tómasar Guðmundssonar, Hótel jörð, sem hún hélt mikið upp á, en í því ljóði kemur fram hin óhrekjanlega staðreynd að mennirn- ir eiga mislanga viðdvöl hér á Hótel jörð. Þó að við vitum að þessi við- dvöl okkar hér sé aðeins liður í lífs- ins keðju, er alltaf sért þegar góðir og traustir hlekkir eins og vinkona okkar, Hanna Veiga, hverfa á braut á besta aldri. Það var erfitt að vita af og fylgjast með veikindum henn- ar og að ekki reyndist unnt að kom- ast fyrir það mein, sem alltof marga leggur að velli. Sjálf tók hún veik- indum sínum af æðruleysi og víst ^er að eiginmaður og dætur umvöfðu hana kærleika sem við vitum að hún mat umfram allt annað. Með söknuði kveðjum við okkar góðu vinkonu og þökkum henni samfylgdina. Guðmundi Vigni, dætrunum Guð- ríði, Helgu Björgu og Ástu Völu, tengdasonum og dætrabörnum sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Ingibjörg Jóhannsdóttir og Helgi V. Jónsson. Hanna Veiga er horfin sjónum okkar, endalok, sem engir fá umflú- ið. Sumarið 1955 byijaði samhent fólk byggingu hússins á Rauðalæk 50 og haustið 1957 fluttist fyrsta fjölskyldan inn í kjallaraíbúðina. Það voru foreldrar Hönnu Veigu, hjónin Helga Ingibjörg Kristjánsdóttir og Guðlaugur Jónsson fyrrverandi lög- regluþjónn. Á næstu hæð fyrir ofan fluttu síðan Hanna Veiga og Guð- mundur Vignir Jósefsson gjald- heimtustjóri, ásamt tveim dætrum þeirra, Guðríði og Helgu Ingibjörgu, og síðar bættist í hópinn þriðja dótt- irin, Ásta Valgerður. Húsið byggðist smám saman upp og Guðlaugur og Ingibjörg fluttu á efstu hæðina og Aðalsteinn, bróðir Hönnu Veigu, og hans kona, Eygló Viktorsdóttir, hófu búskap í kjallaranum, Ólafur Agnar Jónasson og Guðrún Jóns- dóttir á annarri hæð og Ásmundur, annar bróðir Hönnu Veigu og ég, sem þetta skrifa, á þriðju hæð ásamt Guðlaugi og Ingibjörgu. Ungmennin voru sjö sem ólust upp í húsinu, en nú eru þau öll flog- in úr hreiðrunum og búin að stofna eigin heimili ásamt mökum sínum og börnum. Ingibjörg og Guðlaugur fluttu síð- ar í íbúð í Hátúni, en eftir urðu fjór- ar ungar konur, sem tókust á við lífið, heimilið og vinnu utan heimil- is. Hanna Veiga lærði tækniteiknun og gerðist starfsmaður hjá Skipu- lagi Reykjavíkurborgar og starfaði þar til dauðadags. Hún undi þessu starfi mjög vel, enda vel fallin til stjómunar og skipulags og bar heimili hennar og Guðmundar Vign- is vott um góðan smekk og vandaða umgengni. Fyrir rúmum tveim árum kvaddi dauðinn dyra í þessu húsi og tók til sín Eygló Viktorsdóttur, sem Hanna Veiga skrifaði kveðjuorð um með þakklæti fyrir allt, og nú stönd- um við frammi fyrir því að kveðja aðra konu úr húsinu. Engin veit hvenær kallið kemur, en því verðum við að hlýða. Við, sem eftir búum í þessu húsi, þökkum Hönnu Veigu samfylgdina og vottum fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúð og biðjum Guð að styrkja þau í þeirra sorg. Inga. Að morgni miðvikudagsins 5. ágúst sl. lést í Landspítalanum Jó- hanna Sólveig Guðlaugsdóttir, hús- móðir og tækniteiknari, eftir skamma sjúkrahúslegu, en mánaða baráttu við sjúkdóm þann er lagði hana að velli. Hún var fædd í Ryekjavfk 21. mars 1932, og hafði því nokkra mánuði um sextugt er ótímabært andlát hennar bar að höndum. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Jónsson rannsóknarlögreglumaður í Reykjavík og kona hans Helga Ingi- björg Kristjánsdóttir. Guðlaugur Jónsson var Hnappdælingur að upp- runa og voru foreldrar hans Sólveig Þórhallsdóttir og Jón Guðmundsson bóndi í Ölverskrossi í Kolbeinsstaða- hreppi. Helga Ingibjörg var dóttir Jóhönnu Guðríðar Bjömsdóttur og Kristjáns Benjamínssonar, er bjuggu á Kaldárbakka í Kolbeins- staðahreppi, en að Kristjáni látnum giftist Jóhanna Guðríður Páli Sig- urðssyni bónda í Haukatungu í sömu sveit og ólst Helga Ingibjörg þar upp. Guðlaugur og Ingibjörg settust að í Reykjavík, þar sem Guðlaugur hóf störf við embætti lögreglustjóra. Guðlaugur var prýðilega ritfær maður og sinnti í hjáverkum rit- störfum og fræðimennsku, einkum á sviði sögulegs fróðleiks og liggja eftir hann nokkrar bækur útgefnar og aðrar í handriti. Þeim Guðlaugi og Helgu Ingibjörgu varð fjögurra barna auðið, þriggja sona og dótt- ur, sem hér er minnst, og jafnframt var yngst þeirra systkina. Hin eru í aldursröð: Kristján Guðlaugsson málarameistari, Ásmundur Guð- laugsson trésmíðameistari og Aðal- steinn Guðlaugsson skrifstofustjóri. Þau hjón náðu bæði háum aldri, en Guðlaugur lést í desember 1981, áttatíu og sex ára að aldri, og Helga Ingibjörg í febrúar 1983 á nítugasta og fyrsta aldursári. Bemskuheimili Jóhönnu Sólveig- ar — Hönnu Veigu — stóð á Grettis- götunni í Reykjavík. Þar ólst hún upp í skjóli foreldra sinna og bræðra á heimili, þar sem gestrisni og hjartarúm var meira en húsrými, gestagangur mikill og gestrisni í hávegum höfð, þó efnin væm ekki mikil. Hanna Veiga minntist ekki dags á bemskuheimili sínu öðm vísi en þar væri aukmaður í mat eða gistingu auk heimafólks. Heimilisfaðirinn ákveðinn emb- ættismaður í fastri vinnu, sem vafa- laust hefur þótt gott á tímum at- vinnuleysis og krappra kjara kreppuáranna, þó að launin væm ekki há. Nákvæmur heimilisfaðir, sem sat fram á nætur við ritstörf sín og athuganir eftir að erilsömum vinnudegi lauk. Húsmóðirin sístarfandi að velferð heimilisins, hög í höndum eins og ýmis plögg vitna enn um, nýtin og ráðdeildarsöm og orðlögð fyrir dugnað og myndarskap. Fyrirhyggja, nákvæmni og vand- virkni í vinnubrögðum vom því veg- amesti úr foreldrahúsum, þar sem fornar dyggðir sátu í fyrirrúmi, en prúðmennsku, heiðarleika og rétt- sýni þeirra hjóna var viðbmgðið. Með þetta vegamesti hélt Hanna Veiga út í lífið og entist henni vel. Sem önnur börn á hennar reki, stundaði hún nám í bamaskóla og lauk síðar gagnfræðaprófi frá „Ingi- marsskóla" og hélt að því loknu til starfa á vinnumarkaði. Hún hóf störf á skrifstofu borgarverkfræð- ings í Reykjavík og kynntist þar mannsefni sínu. Þann 21. mars 1953 á tuttugasta og fyrsta afmælisdegi sínum giftist Hanna Veiga eftirlifandi eiginmanni sínum, Guðmundi Vigni Jósefssyni hæstaréttarlögmanni og lengst af gjaldheimtustjóra í Reykjavík. Hann er fæddur í Reykjavík 24. febrúar 1921. Foreldrar hans vom Jósef Gottfred Blöndal Magnússon tré- smiður í Reykjavík og kona hans, Guðríður Guðmundsdóttir frá Hvammsvík i Kjós. Bemskuheimili Guðmundar Vignis stóð í Túngötu 2 í hjarta Reykjavíkur. Þau hjón vom því bæði uppalin í Reykjavík o g borgin vettvangur í starfi og leik. Hanna Veiga og Vignir hófu bú- skap sinn í risíbúð á Melunum, en réðust síðar í byggingu fjórbýlishúss við Rauðalæk 50 ásamt öðrum, og þar á meðal þeim Ásmundi og Aðal- steini bræðmm hennar og fjölskyld- um þeirra. Heimili þeirra hefur stað- ið þar síðan 1956 í nánu samneyti við skyldmenni, en foreldrar Hönnu Veigu bjuggu einnig um árabil á efri ámm sínum í húsinu. Hanna Veiga og Vignir eignuðust þíjár dætur, en fyrir hjónaband átti Vignir dótturina Hólmfríði, sem er S'ft fimm barna móðir og búsett í lafsvík. Hennar maður er Erlingur Helgason skipstjóri. Dætur Hönnu Veigu og Vignis em í aldursröð: Guðríður, lögfræðingur, fædd 11. júlí 1953, búsett í Hafnarfirði, henn- ar maður er Magnús Jóhannesson viðskiptafræðingur og eiga þau tvö börn, Jóhönnu Hlíf, fædda 7. maí 1987 og Guðmund Vigni fæddan 12. júlí 1990; Helga Ingibjörg, sjúkraþjálfari, fædd 9. ágúst 1954, búsett í Reykjavík, gift Tryggva Þórðarsyni líffræðingi og eiga þau einn son, Þórð, fæddan 17. ágúst 1991, en fyrir á Tryggvi dótturina Dagbjörtu, og Ásta Valgerður, sjúkraþjálfari, fædd 7. desember 1962, búsett í Reykjavík. Sambýlis- maður hennar er Guðmundur Már Kristinsson háskólanemi. Heimilið að Rauðalæk hefur verið unaðsreitur og athvarf fjölskyldunn- ar, þar sem þau hjón hafa búið sér smekklegt heimili og auga húsmóð- urinnar fyrir samspili lita og forma og smekkvísi hefur notið sín. Fá- dæma eindrægni hefur verið með foreldmm og dætmm og náið sam- band alla tíð. Ekki hefur dagur liðið svo að kvöldi að ekki væri sam- neyti með einhveijum hætti. Hanna Veiga og Vignir hafa verið afskap- lega samhent innan heimilis sem utan, verið gæfusöm og notið góðra stunda. Þegar dægurnar komust á legg, hóf Hanna Veiga nám í tækniteikn- un og að því loknu störf hjá Þróun- arstofnun Reykjavíkurborgar, síðar Borgarskipulagi, og hefur starfað þar síðastliðin nítján ár og ekki að efa að handbragð hennar hefur not- ið sín við þau störf. Hanna Veiga var brúneygð, frem- ur há vexti og grönn, hárið dökk- brúnt og klæddist og bar sig afskap- lega vel, enda hafði hún sem ung stúlka verið fengin til að sýna tísku- fatnað. Hún var ágætlega að sér um flesta hluti, vandaði mál sitt, og hafði lagt sig eftir fróðleik og þekkingu um margvíslega hluti, og var m.a. ágætlega læs og mælt á tungumál. Hanna Veiga vandaði til allra verka og vissi flestum betur hvað hæfði hveiju tilefni. Hún var réttsýn og lagðist gjarnan á sveif með þeim sem órétti vom beittir eða vom minni máttar, en hún var órög við að láta skoðanir sínar í ljósi. Hún hafði yndi af tónlist og mynd- list og ferðalög, útivera og hollustu- samlegt líferni var henni að skapi. Velferð, heill og hamingja íjölskyld- unnar var henni hugleikin og ekki síst bamabamanna, sem áttu hauk í homi þar sem hún var, en bömin vom augasteinn hennar og eftir- læti. Hanna Veiga var sífellt á varð- bergi um hvað eina, stórt og smátt, er til gagns, eða gleði mætti verða fjölskyldu hennar. í desember síðstliðnum gekkst hún undir aðgerð vegna illkynja meinsemdar og hafa síðustu mán- uðir verið tímabil vonar og ótta. Hanna Veiga sýndi fádæma styrk og þolgæði í veikindum og tók örlög- um sínum af mikilii stillingu. Umönnun lækna og hjúkmnarfólks á Landspítalanum var einstök, en einnig vöktu dætumar og Vignir við sjúkrabeð hennar uns yfír lauk og veittu með nærveru sinni og hjálp þann stuðning sem mögulegur var. Við fráfall Hönnu Veigu er sár harmur kveðinn að eiginmanni, dætmm og fjölskyldu, sem sér á bak ástvini sínum á besta aldri með Borin var til grafar í gær, 11. ágúst, Guðný Eyjólfsdóttir, móðir Eyjólfs Kristjánssonar vinar okkar. Á degi sem þessum koma óneit- anlega upp í hugann margar góðar minningar sem við strákarnir áttum með þeim hjónum Kristjáni og Guðnýju. Heimili þeirra stóð okkur ávallt opið. Jafnvel á jólunum þar sem það var orðin hefð að við félag- arnir hittumst og spiluðum til morg- uns, og nutum þá góðra veitinga. Guðný var með eindæmum lif- andi og hress og alltaf stutt í hlátur- inn. Auðvelt var að gantast og slá á létta strengi með henni. Þær eru margar minningarnar sem hægt væri að segja frá. Þó munum við sérstaklega eftir einni snöggum og ótímabærum hætti, þar sem skorið er á þá þræði sem hveij- um og einum eru dýrmætastir, en eftir standa minningar sem ylja um ókomna tíð. Magnús Jóhannesson. Með þessum orðum viljum við, samstarfsmenn Jóhönnu Sólveigar Guðlaugsdóttur á Borgarskipulagi Reykjavíkur, minnast hennar. Jó- hanna lauk prófi í tækniteiknun árið 1972 og hóf störf 1973 á ný- stofnaðri Þróunarstofnun Reykja- víkurborgar, síðar Borgarskipulagi Reykjavíkur. Jóhanna var því ein af þeim sem réðust fyrstir til starfa á stofnuninni og fylgdist þar af leið- andi vel með þróun borgarinnar í tvo áratugi. Vegna hins langa starfsferils Jóhönnu var hún kjöl- festa okkar. Jóhanna var yfirtækniteiknari Bogarskipulags og vann fjölbreytt störf m.a. við gerð aðal-, hverfa- og deiliskipulags svo og við uppsetn- ingu sýninga. Eitt af hennar síðustu stóru verkefnum var að teikna yfir- litskort sem sýnir skipulag á fram- tíðar byggðasvæðum Reykjavíkur; í daglegu tali okkar nefnt „kortið hennar Jóhönnu". Þar reyndi á sam- ræmingu á ólíkum kortagrunni og nutu sín þar sú samviskusemi og sú vandvirkni sem einkenndu alla hennar vinnu. Vegna fjölbreytts starfsviðs Jóhönnu nutu flest okkar þessara kosta hennar. Jóhanna var við vinnu þar til í desember sl. er sjúkdómur hennar greindist en hélt áfram að fylgjast með því sem gerð- ist á Borgarskipulagi. Jóhanna var mikill Reykvíkingur sem lét sér annt um borgina sína og þekkti hana vel. Vegna þess og starfs síns á Borgarskipulagi fylgd- ist hún vel með uppbyggingu borg- arinnar. og hafði skoðun á því hvern- ig til tókst hveiju sinni. Voru þær skoðanir virtar af okkur samstarfs- mönnum hennar enda var hún heil- steypt manneskja sem hafði ríka réttlætiskennd. Jóhanna var glæsileg og sjálfstæð kona, lífsglöð og naut samvista við annað fólk. Þetta kom glöggt fram þegar við starfsmenn gerðum okkur glaðan dag. Hún var mjög áhuga- söm um menningarmál, sótti leik- hús, tónleika og myndlistarsýningar og var fróðleiksbrunnur í þessum efnum fyrir okkur. Þá var hún einn- ig áhugasöm um stjórnmál sem og öll svið mannlífsins. Okkur sem unnum með henni var vel ljóst hve fjölskylda Jóhönnu var henni kær og hve gleði hennar var einlæg þegar barnabörnin komu í heiminn. Hún fylgdist einnig af áhuga með fjölskyldumálum okkar samstarfsmanna hennar. Bæði Borgarskipulag Reykjavík- ur og við samstarfsmenn Jóhönnu höfum misst mikið við fráfall henn- ar en erum þakklát fyrir að hafa fengið að njóta samvista við hana. Minning Jóhönnu mun lifa meðal okkar. Við sendum eiginmanni hennar, Guðmundi Vigni, dætrum, tengdasonum og barnabörnum inni- legar samúðarkveðjur. Starfsmenn Borgarskipulags Reykjavíkur. af mörgum helgarferðum sem farin var í Kerlingarfjöll með þeim hjón- um. Á þessum árum vilja unglings- strákar síður láta sjá sig hangandi í pilsfaldi móður sinnar, en því var öðru vísi farið varðandi Guðnýju, því hún var eins og ein af vinunum. Hún féll svo vel í hópinn, að á sunnudagskvöldi þegar Kristján þurfti að snúa heim vegna vinnu sinnar, varð Guðný eftir með okkur strákunum. Hún sat síðan hjá okk- ur aftast í rútunni á heimleiðinni og söng og skemmti sér með öllum krökkunum. Það er einmitt þannig sem við strákarnir viljum muna hana, bros- andi í góðra vina hópi. Við þökkum fyrir að hafa fengið að njóta þessara ára með henni. Viktor, Reynir og Bjarni. ÓSKIIM EFTIR S A MST ARFS AÐILUM AO FYRIRTJEKI MED FRAMTÍÐ Óskum eftir samstarfsaðilum er vilja gerast hlut- hafar og vinna við iðnfyrirtæki sem hefur góða framleiðsluvöru með mikla framtíðarmöguleika. Þeir, sem hafa áhuga og óska frekari upplýsinga, leggja inn nafn og símanúmer á augiýsingadeild Mbl. fyrir 19. ágúst merkt: „Fyrirtæki með framtíð." Kveðjuorð: Guðný Eyjólfsdóttir Fædd 27. október 1925 Dáin 4. ágúst 1992

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.