Morgunblaðið - 21.08.1992, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 21.08.1992, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1992 27 I 1 I I I I I I 4 4 4 Skákþing Islands Helgi og Margeir jafnir í efsta sæti Skák Karl Þorsteins Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson eru jafnir í efsta sæti með tvo og hálfan vinning að afloknum þremur umferðum á Skákþingi íslands. Haukur Angantýsson er í þriðja sæti með tvo vinninga og á eina skák til góða. Mikil barátta og hátt hlutfall vinningsskáka hefur einkennt mótið sem hefur verið góð skemmtun fyrir áhorfendur sem mætt hafa í íþróttahúsið við Strandgötu. Úrslit í annarri umferð: Jón G. Viðarss. - Sævar Biamas. Jón Á. Jónsson - Þröstur Arnason >/2 - 'h 0 ■ 1 Maigeir Pétursson - Ami k. Ámason 1 - 0 Bjöm F. Bjömsson - Helgi Ólafsson 0 - 1 Þröstur Þórhallss,- Hannes H. Stefánss. >/2 - 'h Haubr Angantýss. - Róbert Harðars. 1 ■ - 0 Úrslit í þriðju umferð: Þröstur Ámason - Jón G. Viðarsson 0 -1 SævarBjarnason-HaukurAngantýsson 0 -1 Ami Á. Ámason - Jón Á. Jónsson 1 - 0 Helgi Ólafsson - Margeir Pétursson '/2 - 'h Hannes H. Stefánss. - Bjöm F. Bjömss. 1 ■ 0 Róbert Harðarson - ÞrösturÞórhallsson 1 - 0 Hvítt: Róbert Harðarson Svart: Þröstur Þórhalls- son Skandinavísk vörn I. e4 - d5 2. exd5 - Rf6 3. d4 - Rxd5 4. Rf3 - g6 5. Be2 - Bg7 6. 0-0 - 0-0 7. c3 - c5 Þröstur Þórhallsson og Hannes Hlífar hafa beitt Skandinavískri vörn, sem byrjar með 1. e4 - j!5, óspart á undanförnum árum þótt byijunin njóti ekki ennþá almennr- ar hylli. 8. dxc5 - 4ta6 9. c6 - bxc6 10. Da4 - Db6 11. Ra3 - h6? Undirrót erfiðleika svarts í áframhaldinu. Hér var rétt að leika II. - Rc5! Eftir 12. Dh4 - e5 13. Rc4 - Dc7 14. Bh6 - f6 er staðan í jafnvægi. 12. Rc4 - Dc7 13. Da5! - Db7 14. Rce5 - g5 15. Hdl! Hvítur hótar nú að vinna peð með 16. Rxc6 og ekki gengur 15. - g4? 16. Bxa6 - Dxa6 17. Dxa6 - Bxa6 18. Rxg4. 15. - Rac7 16. Dc5! Djörf ákvörðun því mannsfórnin í áframhaldinu er nú þvinguð. 16. - g4 17. Rxc6 - gxf3 18. Bxf3 - e6 19. c4 Helgi og Margeir sigruðu ör- ugglega í skákum sínum í annarri umferð en innbyrðis viðureign þeirra í þriðju umferð olli nokkrum vonbrigðum. Þá sömdu þeir um jafntefli í tvísýnni stöðu þegar var farið að saxast á umhugsunartím- ann. Haukur Angantýsson hefur unnið báðar skákir sínar í mótinu en skák hans í fyrstu umferð var frestað. Heppnisstimpill var á sigri hans í þriðju umferð því Sævar lék sig í mát með manni yfir rétt eft- ir tímamörkin við fertugasta leik. Hannes Hlífar byijar rólega á ís- landsmótinu. Hann vann loks sigur í þriðju umferð eftir jafntefli í tveimur fyrstu umferðunum. Af öðrum keppendum kemur frammi- staða Jóns G. Viðarssonar og Rób- erts Harðarsonar helst á óvart. Jón G. Viðarsson hefði hæglega getað haft fullt, hús vinninga, því hann missti vinningsstöðu niður í jafn- tefli gegn Sævari í annarri um- ferð. Róbert tefldi gagnmerka skák við Hannes Hlífar í fyrstu umferð, þar sem Hannesi tókst að veijast með tveimur léttum mönnum gegn drottningu and- stæðingsins. I þriðju umferð lagði Róbert Þröst Þórhallsson að velli í glæsilegri sóknarskák sem fylgir hér að aftan. Fimmta umferð Skákþings ís- lands verður tefld í kvöld í íþrótta- húsinu við Strandgötu og hefst kl. 17. 19. - Db6? Nauðsynlegt var að leika 19. - Ra6. Eftir 20. Dd6 - Dc7 21. Dxc7 - Rdxc7 22. Re7+ - Kh7 23. Bxa8 - Rxa8 24. Rxc8 - Hxc8 25. Hd7 hefur hvítur hrók og tvö peð í skiptum fyrir tvo létta menn og góða vinningsmöguleika í endataflinu. Nú er staðan óveij- andi. 20. Dd6 - Re8 21. Dg3 - Dxc6 22. cxd5 - exd5 Nú tapar svartur liði. 22. - Da4 hefði þó engu bjargað eftir t.d. 23. dxe6 - fxe6 24. Bxh6. 23. Bxd5 - Da4 24. Bxh6 - Bg4 25. b3 - Dd7 26. Bxg7 - Bxdl 27. Bxf8 - Kxf8 28. Bxa8 - Dd4 29. Hcl - Dd2 30. Dc3! Svartur gafst upp. 7. Bikarmót Norðurlands í hestaíþróttum: Sjö sveitir mæta til leiks _______Hestar__________ Valdimar Kristinsson Sjöunda Bikarmót Norður- lands í hestaíþróttum verður haldið á Hlíðarvelli á Akur- eyri um helgina þar sem 7 keppnissveitir frá 6 héraðs- samböndum mæta til leiks. Ungmennasamband Vestur- Húnavatnssýslu sigraði í fyrra og hefur því titil að veija. Hver sveit fær að senda þijá keppendur í tölt, fjórgang, fimmgang og gæðingaskeið en tvo keppendur í hlýðni og hindr- unarstökk. Ungmennasamband Eyjafjarðar sendir tvær sveitir og er önnur sveitin skipuð félög- um íþróttadeildar Hrings og kallast B-syeit en hina sveitina skipa félagar úr íþróttadeild Funa og kallast A-sveit. Hvert samband leggur til einn dómara og einn ritara. Aðrar sveitir sem keppa eru Ungmennasamband Austur-Húnavatnssýslu, Ung- mennasamband Skagafjarðar, íþróttabandalag Akureyrar og Héraðssamband Þingeyjarsýslu. Keppnin hefst klukkan 9 á laug- ardag með forkeppni í öllum greinum. Úrslit fara fram á sunnudeginum og vérða verð- laun afhent að þeim loknum fyrir sveitakeppnina en auk þess fá þeir einstaklingar sem í úr: slit komast sérstök verðlaun. í stigakeppninni eru reiknuð stig úr forkeppni en auk þess fá sveitirnar aukastig fyrir hvert sæti úrslitakeppninar. Sigríður á Árvakri í góðum félagsskap atvinnumannanna. Á hinum endanum sér í læriföður henn- ar, Eyjólf ísólfsson, á Dropa, hinir eru Sveinn Jónsson á Hljómi, Egill Þórarinsson á Penna og Sigurbjöm Bárðarson á Oddi næstur Sigríði. A vellinum er það bara ég og hesturinn - segir Sigríður Benediktsdóttir nýbakaður íslandsmeistari í fjórgangi Hestar Valdimar Kristinsson „Ég stefndi að því að komast i úrslit fyrir keppnina en eftir að ég lenti í öðm sæti í fjór- gangi og þriðja í tölti fór ég að eygja von um sigur í fjórgangi," segir Sigríður Benediktsdóttir, sem kom svo skemmtilega á óvart á íslandsmótinu í hesta- íþróttum er hún tryggði sér ís- landsmeistaratitilinn í fjórgangi og varð önnur í tölti eftir að hafa unnið sig upp um eitt sæti þar. „Það má segja að ég hafí lagst undir feld eftir forkeppnina því möguleikinn á sigri virtist í sjón- máli ef ég næði að útfæra sýning- una á réttan hátt því keppnin var hörð og þurfti ég að ná góðri ein- beitingu til þess að þetta gengi upp,“ segir Sigríður. Árangur hennar nú er gott dæmi um það hversu langt er hægt að ná ef vilji og ákveðni er fyrir hendi og ætti að vera hvatning öðrum konum, en segja má að þær hafí átt erfítt uppdráttar í hestaíþróttinni. Konunum haldið niðri Sigríður telur að konur séu á margan hátt betri reiðmenn en karlar, að þær séu næmari og þolin- móðari. „Konum hefur verið haldið niðri í þessari íþrótt. Þegar ég byij- aði að keppa 1977 var hlegið góð- látlega að mér og ég spurð hvað ég héldi að ég gæti. Þetta mótlæti herti mig og gerði mig ákveðnari í að standa mig og gera betur,“ segir Sigriður og brosir. Hestur Sigríðar, Árvakur frá Enni, er 13 vetra og hefur hún keppt á honum síðan 1988 og verið að fíkra sig hægfyog bítandi upp metorðastig- ann. Á Islandsmótinu í Mosfellsbæ ’88 komst hún í B-úrslit í fjórgangi og sömuleiðis í tölti í Borgamesi árið eftir. En í fjórgangi á því móti hafnaði hún í 4. sæti, sem var besti árangur hennar fram að þeim tíma. Árið þar á eftir varð hún í 4. sæti í fjórgangi og í B-úrslitum í tölti. Árvakur ekki lengur til sölu Árvakur komst í hendur Sigríðar á fjórða vetri er hún frumtamdi hann og segist þá strax hafa fund- ið að þetta væri flinkur og hreyf- ingamikill hestur og varð úr að hún keypti hann rúmu ári seinna. „Mér gekk ekki vel með hann framan af, hann var óstöðugur á gangi, of gangsamur fyrir minn smekk og vantaði styrk til að valda gang- Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Úrslitin ljós eftir spennandi keppni og þá er hægt að leyfa sér að brosa. inum. Var ég oft komin að því að gefast upp og bauð hann meira að segja falan en enginn vildi kaupa,“ segir Sigríður. Eftir íslandsmótið ’88 ætlaði Sigríður að selja Árvak- ur en ekkert varð af sölu í það skiptið. Segir hún að sér hafí ekki þótt hann nógu viljugur inni í hringnum, en Árvakur er ekki leng- ur til sölu því hann er stöðugt að bæta sig með vilja og kraft. „Það eru einkum tveir menn sem hafa styrkt mig í trúnni á sjálfa mig í gegnum tíðina. Annar þeirra er Eyjólfur ísólfsson reiðkennari sem segja má að sé lærifaðir minn. Þegar ég er að þjálfa Árvakur koma oft upp í hugann hollráð Eyjólfs sem hann hefur gefíð mér. Þá veitti Zophonías Márusson mér mikinn móralskan styrk þegar ég var að byija en hann sagði sem svo: „Þó það gangi ekki núna þá gefst þú ekkert upp, þú gerir bara betur næst,““ segir Sigríður. Sigurður Þórhallsson eiginmað- ur Sigríðar hafði ekki mikla trú á henni til að byija með að hennar sögn, en hún segir hann hafa stutt vel við bakið á sér og fylgst með sér af miklum ákafa. Segir Sigríður að stundum megi varla á milli sjá hvort þeirra sé að fara í keppnina, svo mikill sé hugurinn. Laus við allt stress Ekki segist Sigríður vera stress- uð fyrir keppni utan einu sinni. „Að vísu er ég dálitið stressuð þegar ég er að undirbúa mig inni í hest- húsi fyrir keppnina en um leið og ég er komin út undir bert toft hverf- ur það eins og dögg fyrir sólu. Þegar ég er svo komin inn á völlinn einangrast ég algerlega frá um- hverfmu. Á vellinum er það bara ég og hesturinn. Fyrir nokkrum árum var ég að -keppa og átti einn hring eftir að þulurinn tilkynnir að ég hafi lokið keppni og viðstaddir brugðust ókvæða við og héldu að með þessu myndi þulurinn setja mig út af laginu og eyðileggja sýn- inguna fyrir mér en ég var sú eina sem ekki tók eftir þessu og kláraði það sem eftir var og þá var mér sagt hvað hefði gerst,“ segir Sigrið- ur Benediktsdóttir, þessi 55 ára húsmóðir sem sýndi það með eftir- minnilegum hætti að það hafa fleiri möguleika á sterkum mótum en reynslumiklir atvinnumenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.