Morgunblaðið - 22.08.1992, Page 19

Morgunblaðið - 22.08.1992, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1992 n Forsetinn baráttuglaður í lokaræðu flokksþings repúblikana George Bush lofar skatta- lækkunum og efnahagsbata Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti lagði í gær upp í kosningaferð eftir að hafa fengið byr undir báða vængi á flokksþingi repúblikana í borginni Houston i Texas og lofað bandarisku þjóðinni skattalækk- unum og upprisu efnahagslífsins í tilnefningarræðu sinni á fimmtu- dagskvöld. „Við verðum að vera hernaðarstórveldi, efnahagsstór- veldi og útflutningsstórveldi,“ sagði Bush. George Bush ávarpar flokksþing repúblik- ana. Forsetinn hefur hert mjög sóknina og segir sonur hans að nú sé ekkert nasl á morgunverðarborði Bush, heldur naglar í skál. Reuter Flestir ræðumenn á flokksþingi repúblikana virtust forðast efna- hagsmál eins og heitan eldinn. En Bush átti ekki annars kost en að taka á efnahagsvandanum í ræð- unni, sem stjórnmálaskýrendur höfðu sagt þá mikilvægustu á ferli hans, þótt ekki væri nema vegna þess að efnahagsmálin eru helsta áhyggjuefni meirihluta kjósenda. Svikin loforð og iðrun forsetans Bush kvaðst „iðrast" þess að hafa svikið loforð sitt um „enga nýja skatta“, sem hann gaf í tilnefn- ingarræðu sinni í New Orleans fyr- ir fjórum árum. Forsetinn notaði tækifærið til þess að veitast að Bill Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata. „Það er mikill munur á frambjóðandanum, sem hækkaði skatta einu sinni og sá eftir því og þeim, sem hækkaði þá 128 sinnum og naut hverrar mínútu,“ sagði Bush. Bush reyndi að eigna sér sem mestan heiður af þeim breytingum, sem orðið hafa í heiminum í forseta- tíð hans og sagðist hafa hlýtt hinu alþjóðlega kalli þegar það kom. Hann lýsti hruni Sovétríkjanna og sameiningu Þýskalands og sagði: „Ef ég hefði staðið frammi fýrir ykkur fyrir fjórum árum og sagt þetta vera heiminn, sem við ætluð- um að reisa, hefðuð þið sagt: „George Bush, þú hlýtur að hafa verið að reykja eitthvað og þú hlýt- ur að hafa andað að þér.“ Clinton hefur viðurkennt að hafa reykt hass en tók það fram að hann hefði ekki andað reyknum að sér. Bush kvaðst myndu leggja áherslu á að opna markaði, draga úr eyðslu ríkisins og skattbyrðinni, auðvelda litlum fyrirtækjum rekst- ur og knýja fram umbætur í dóms-, skóla- og heilsugæslukerfinu og ýta undir starfsþjálfun. Þingið skorað á hólm í orðum forsetans var einnig að fínna áskorun á þingið ásamt ákalli til kjósenda um að veita sér brautar- géngi með því að gefa sér meiri- hluta repúblikana á þingi í vega- nesti á næsta kjörtímabili. Bush sagði að allir væru orðnir þreyttir á því þegar skuldinni væri skellt á aðra og hóf síðan magnaða orðræðu þar sem hann kenndi þingmeiri- hluta demókrata um allt það, sem miður hefði farið í forsetatíð sinni. Hann hefði án árangurs reynt að draga úr eyðslu í samvinnu við þingið, en nú myndi hann frysta útgjöld upp á eigin spýtur. Forset- inn sagði að hann myndi beita neit- unarvaldi til að stöðva allar íjárveit- ingar, sem færu fram úr fjárlaga- frumvörpum hans, og lagði til að sett yrði þak á fasta liði íjárlaga. Þá mæltist hann til þess að skatt- greiðendum yrði gefmn kostur á því að ákveða hvort þeir vildu að tíu prósentum skatta þeirra yrði varið til að greiða niður erlendar skuldir þjóðarinnar. „Þegar næsta þing kemur saman mun ég leggja til að enn frekar verði dregið úr sköttum á öllum sviðum - með því skilyrði að við bætum það upp með því að draga úr neyslu á ákveðnum sviðum ... til þess að auka ekki fjárlagahall- ann,“ sagði Bush. „Ég hyggst einn- ig halda áfram að beijast fyrir því að persónufrádráttur verði aukinn og atvinna aukin með því að knýja fram lækkun fjármagnsskatts." Bush tókst að haida lengri ræðu en Clinton gerði á fiokksþingi demókrata í júlí. Ræða hans tók 57 mínútur í flutningi, en var betur skrifuð og skipulögð, þótt hún hafi ef til vill ekki staðið undir þeim væntingum, sem gerðar voru. Stjórnmálaskýrendur sögðu flestir að Bush hefði ekki tekist að koma til skila framtíðarsýn sinni. Þá þyk- ir fátt nýtt í tillögum Bush, þótt hann hafi lofað að lækka skatta, og virðast þær samsuða úr gömlum hugmyndum. En Bush flutti ræð- una af krafti og var sannfærandi þegar hann ræddi alþjóðamál. ©> BOSCH Höggborvél „SDS Plus“ með ryksugu. Þreplaus hraðastilling afturábak og áfram. 500 W. Aukahlutir: Vinkildrif, meitil- Höggborvél „SDS Plus“. Þreplaus hraðastilling afturábak og áfram. 500 W. <2\ Gunnar Ásgeirsson hf. Borgartún 24 Sími: 626080 Fax: 629980 Umboðsmsnn um land allt V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamióill! Þingkosnmgar á Bahama-eyjum Pindling frá eftir 25 ár við völd Nassau. Reuter. SIR Lynden Pindling, sem gegnt hefur embætti forsætisráðherra Bahama-eyja í 25 ár, beið óvæntan ósigur í þingkosningum í landinu á miðvikudag. Samkvæmt tölum, sem birtar voru á fimmtudag, missti flokkur Pindl- ings, Framfarasinnaði fijálslyndi flokkurinn (PLP), þingmeirihluta sinn. Stærsti stjórnarandstöðuflokk- urinn, Fijálsa þjóðarhreyfmgin (FNM), hafði þá fengið 25 þingsæti sem nægir til að mynda nýjan meiri- hluta á þinginu, sem er skipað 49 þingmönum. Flokkur Pindlings var með 32 þingmenn á móti 17 stjórnar- andstöðuþingmönnum eftir síðustu kosningar árið 1987. Pindling, sem er 62 ára; lýsti sig sigraðan eftir að kosningatölurnar voru birtar. Leiðtogi Fijálsu þjóðarhreyfingar- innar og verðandi forsætisráðherra er Hubert Ingraham, sem er 45 ára og gekk í hreyfinguna fyrir tveimur árum. Áður hafði hann komist til metorða innan stjórnarflokksins en sagði sig úr honum árið 1986. í kosn- ingabaráttunni sakaði Ingraham stjórn Pindlings um hroka, óstjórn, spillingu og „eyðsluæði". Þeir eru báðir miðjumenn en Ingraham leggur þó meiri áherslu á fijálst markaðs- hagkerfi og einkavæðingu. Fyrir kosningarnar árið 1987 sök- uðu bandarísk yfirvöld nokkra af samstarfsmönnum Pindlings um að hafa þegið mútur af kókaínsmyglur- um. Pindling var hins vegar ekki sakaður um samvinnu við smyglar- ana og bandarískir embættismenn sögðu nýlega að stjórnvöld á Ba- hama-eyjum væru til fyrirmyndar sem bandamenn í eiturlyfjastríðinu. Innilegt þakklœti sendi ég öllum, er sýndu mér vinarþel á 70 ára afmœli mínu 11. ágúst. Guð blessi ykkur öll. Georg Ormsson. T Ég þakka af alhug öllum, sem heiðruðu mig með blómum, kveðjum og heimsóknum á 100 ára afmœli mínu 5. ágúst sl. -Sérstaklega vil ég þakka starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði, sem einnig gerði sitt til að gera mér daginn ógleymanlegan. Lifið heil! Eiríkur Kristófersson. I • ' \ „Hittumst í grillinu! “ Libby’s tómatsósur, tvenns konar flöshur- tvenns honar bragð! (O in

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.