Morgunblaðið - 10.11.1992, Page 2
MÖRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10.“NÓVEMBER' Í9M
Morgunblaðið/Kristinn
Ragnheiður Guðjónsdóttir, starfsstúlka á sólbaðstofunni, en hún varð fyrir barðinu á árásarmannin-
um, ásamt eigenda stofunnar, Ólafi Als.
Nakinn maður rændi sólbaðstofu
Brá hnífi á háls stúlku
Maður grunaður um verknaðinn handtekinn í gær
STARFSSTÚLKA á sólbaðsstofunni á Laugavegi 99 varð fyrir
þeirri óskemmtilegu reynslu í gærmorgun að nakinn maður stökk
á hana út úr einum sólbaðsklefanum og brá stórum hnífi á háls
hennar. Hann hafði í hótunum við hana og rændi peningum úr
kassa stofunnar. Um töluverða fjárhæð var að ræða því í kassanum
voru allar tekjur stofunnar frá þvf á föstudag. Lögreglan í Reykja-
vik handtók síðdegis í gær mann á Hótel íslandi sem grunaður er
um verknaðinn. Yfirheyrslur yfir honum voru ekki hafnar í gær-
kvöldi en að sögn Rannsóknarlögreglu ríkisins var hann ekki í
ástandi til yfirheyrslu sökum ölvunar.
Að sögn Ólafs Als, eiganda sól-
baðsstofunnar, kom maðurinn inn
á stofuna um klukkan 8.30 um
morguninn og pantaði sér ljósa-
tíma. Stofan er á tveimur hæðum
og fékk maðurinn klefa á neðri
hæðinni. Er stúlkan hélt að hann
hefði lokið sér af fór hún niður til
að þrífa klefann. Stökk þá maður-
inn nakinn á hana úr öðrum klefa
og brá stórum hnífi á háls hennar.
„Árásarmaðurinn sagði að hann
vildi fá peningana og hótaði öllu
illu. í fyrstu ætlaði hann að kefla
stúlkuna inni á salerni, en henni
tókst að fá hann ofan af því. Síðan
klæddi hann sig, kom hér upp og
hreinsaði úr kassanum," segir
Ólafur. „Hann hefur náð um 50
þúsund krónum í peningum og um
90 þúsund í krítarkortanótum.
Hann hótaði að drepa stúlkuna ef
hún segði til hans.“
Ragnheiður Guðjónsdóttir,
starfsstúlkan sem varð fyrir barð-
inu á manninum, segir að hún
hafi orðið mjög skelkuð. „Þetta var
mjög óhugnanlegt því ég hélt fyrst
að hann ætlaði að nauðga mér,
enda var hann nakinn,“ segir hún.
„Mér leið strax skár þegar hann
sagðist bara vilja peningana."
Ragnheiður lýsir manninum
þannig að hann hafi verið um 180
sm hár, ljóshærður með sítt hár
og brún augu á aldrinum 25-30
ára. Hann var klæddur í rúskinns-
jakka og gallabuxur.
Mimiihluti Sameinaðra verktaka
Menn sætta si g
ekki við lögbrot
*
- segir Guðjón B. Olafsson
GUÐJÓN B. Ólafsson forstjóri Sambands íslenskra samvinnufé-
laga, sem jafnframt er sljómarformaður Regins segir að verði
stjóm Sameinaðra verktaka ekki við kröfu minnihlutans um nýjan
aðalfund muni minnihlutinn leita réttar síns eftir þeim leiðum sem
færar era, til að hnekkja þeim ákvörðunum sem teknar voru á
aðalfundinum og sú stjórn sem kosin var þar hefur tekið síðan.
„Menn eru staðráðnir í að sætta sig ekki við lögbrot," sagði Guðjón
í samtali við Morgunblaðið. Jón Halldórsson stjóraarformaður Sam-
einaðra verktaka sagði í samtali við Morgunblaðið I gær að hann
myndi boða til stjórnarfundar í vikunni. „Ekki er ólíklegt að beðið
verði um lögfræðilegt álit á framkominni kröfu á þeim fundi,“
sagði Jón.
Guðjón sagði að væntanlega
yrði það niðurstaðan hjá minnihlut-
anum, ef kröfunni um nýjan aðal-
fund yrði hafnað, að krefjast hlut-
hafafundar. Yrði þeirri kröfu einn-
ig hafnað, þá væru enn til ákveðn-
ar leiðir, eins og sú að höfða ógild-
ingarmál til að fá þeim ákvörðun-
um hnekkt sem teknar voru á aðal-
fundinum. „Samkvæmt landslög-
um, þá geta þeir ekki neitað að
halda hluthafafund. Hlutafélaga-
lögin gera ráð fyrir því að ef stjóm
hlutafélags neitar um hluthafa-
fund, sem beðið er um, þá sé næsta
skref í málinu að snúa sér til ráðu-
neytis og óska eftir að málinu verði
framfylgt," sagði Guðjón í samtali
við Morgunblaðið. Hann sagði að
þeir sem stæðu að kröfunni um
nýjan aðalfund, væra ákveðnir í
að sætta sig ekki við lögbrot.
Fulltrúar þeirra, sem urðu undir
á átakamiklum aðalfundi Samein-
aðra verktaka í september, hafa
fengið löglærða sérfræðinga til
þess að vinna fyrir sig álitsgerðir
um lögmæti aðalfundarins. Þeir
sem unnu þær eru þeir Þorgeir
Örlygsson og Stefán Már Stefáns-
son, lagaprófessorar og Gestur
Jónsson hæstaréttarlögmaður.
Þær tvær álitsgerðir, sem þeir
unnu, fela það í sér að lögfræðing-
amir telja atkvæðagreiðslur sem
fram fóru á aðalfundinum, þann
18. september séu ógildanlegar. í
framhaldi þessara álitsgerða lögðu
þeir Guðjón B. Ólafsson, Sverrir
Sveinsson, Páll Gústafsson, Gissur
Símonarson og Guðmundur Ein-
arsson fram ofangreinda kröfu.
Jón Halldórsson sagði orðrétt:
„Ég á eftir að boða stjómarfund,
sem ég mun boða til í þessari viku.
Á þeim stjórnarfundi verður þessi
krafa lögð fram og við munum
ræða hana. Mér þykir ekki ólíklegt
að beðið verði um lögfræðilegt álit
á kröfunni."
Skilyrði þrengd til kaupa á bújörðum í frumvarpi til jarðalaga
Kaupandí hafí 5 ára búsetu á
jörð eða búi í nágrenni hennar
Samþykki ekki veitt nema viðkomandi hafi starfað við landbúnað í fjögur ár
SKILYRÐI til kaupa á bújörðum
eru þrengd umtalsvert frá gild-
andi lögum samkvæmt frumvarpi
landbúnaðarráðherra um breyt-
ingar á jarðalögum sem kynnt
hefur verið í þingflokkum ríkis-
stjórnarinnar. Samkvæmt því
geta sveitarstjórnir og jarðanefnd
komið í veg fyrir aðilaskipti að
þessum eignum nema kaupandi
hafi allt að fimm ára fasta búsetu
á jörðinni eða sé búsettur í ná-
grenni eignarinnar til að nýta
hana. Með sama hætti er heimilt
að setja skilyrði um að eignin
verði nýtt til landbúnaðar eða
annarrar atvinnustarfsemi og
skal slíkum skilyrðum þinglýst
sem kvöð á eignina. Fullnægi
kaupandi ekki þeim skilyrðum
Atvinna
í dag
100 ný störf að skapast í Keflavík
og Njarðvík 4
Karl og Díana
Skilnaður að borði og sæng ínánd 30
Umferöin______________________
Morgunblaðið slæst í för með lög-
reglu við eftirlit á ómerktum bif-
reiðum 63
Danmörk_______________________
Danskur sagnfræðingur gagnrýnir
álit nefndar um mál Eðvalds Hin-
rikssonar 64
Leiðari
Vel að verki staðið í Mexíkó 32
Vatemenn snkja um að
leika 6 Laugardatevelli
fÉB l§i SSfg.
Iþróttir
► FH-ingar betri en sænsku
meistaramir - Valsmenn sækja
um afnot af Laugardalsvelli
næsta sumar - Van Basten og
Baggio á skotskónum á Ítalíu.
sem sett hafa verið getur sveitar-
stjórn, með samþykki ráðherra,
sett honum frest til að fullnægja
skilyrðunum. Hafi þeim ekki verið
fullnægt innan frestsins getur
sveitarsljórn leyst eignina til sín
með samþykki jarðanefndar og
ráðherra.
Samkvæmt frumvarpinu þarf sá
sem ætlar að nýta eignina til land-
búnaðar, þar með talið nýting og
útleiga á veiði eða öðrum hlunnind-
um sem fylgja landi og húsum, að
hafa starfað við landbúnað í fjögur
ár og þar af tvö ár hér á landi.
Frumvarpið er lagt fram vegna
samningsins um Evrópskt efnahags-
svæði en núgildandi jarðalög hafa
ekki að geyma sérstakar takmarkan-
ir á fjárfestingum erlendra aðila í
þeim fasteignum og fasteignarétt-
indum, sem þau taka til, eða gera
að öðru leyti mun á því hvort í hlut
á íslenskur aðili eða erlendur.
í greinargerð kemur fram að at-
huganir á efni EES-samningsins og
rétti Evrópubandalagsins hafi leitt í
ljós að það teldist andstætt samn-
ingnum að setja í lög ákvæði, sem
áskildu að þeir, sem gætu komið til
greina við kaup á jörðum og öðm
búskaparlandi, sem jarðalög taka
til, þyrftu að hafa verið búsettir hér
á landi í tiltekinn árafjölda fyrir
kaupin og það þó að sambærileg
regla gilti um Islendinga.
„Þetta girðir þó ekki fyrir að sett
séu í lög efnisleg skilyrði, sem aðilar
þurfa að uppfylla við kaup á eignum
til atvinnurekstrar t.d. um starfs-
reynslu í ákveðinn árafjölda, enda
séu þessi skilyrði í eðlilegum tengsl-
um við viðkomandi atvinnurekstur
og nýtingu eignarinnar. Skilyrði er
þó að slíkt gangi jafnt yfir þá sem
njóta EES réttar og innlenda aðila,“
segir í greinargerð fmmvarpsins.
Sjá einnig frétt á bls. 37.
Rúmlega
þrítug kona
fluttiinn2,l
kíló af hassi
LAGT hefur verið hald á
2,1 kg af hassi og lítilræði
af maríhúana og rúmlega
þrítug kona hefur gengist
við því að hafa átt efnið og
ætlað að dreifa því. Talið
er að hassið hafi verið
keypt í Amsterdam.
Fíkniefnadeild lögreglunn-
ar leitaði í tveimur húsum í
borginni, í vestur- og austur-
bænum 6. nóvember sl. í
framhaldi af því vora hand-
teknir sex manns, þijár konur
og þrír karlar, og lagt hald á
tæpt 1,5 kg af hassi og lítil-
ræði af maríhúana. Eigandi
efnisins telst vera rúmlega
þrítug kona sem hafði sætt
vikulöngu varðhaldi skömmu
áður. Fíkniefnadeild lögregl-
unnar hafði þá fundið hjá
henni um 600 gr af hassi og
eitthvað af maríhúana.
Talið er að efnið sé komið
frá Amsterdam og kveðst
konan sjálf hafa flutt það til
landsins. Tveir karlmenn em
taldir tengjast þessu máli.
Nauðungaruppboð
auglýst á Haffjarðará
ÚTLIT er fyrir að nauðungaruppboði á hinni þekktu laxveiðiá
Haffjarðará á, Snæfellsnesi, sem auglýst var að fram færi í dag,
verði frestað. I gær höfðu nokkrir kröfuhafar sent sýslumanninum
í Stykkishólmi beiðni um frestun.
í laugardagsblaði Morgunblaðs-
ins auglýsti sýslumaður nauðung-
aruppboð á Haffjarðará ásamt
tveimur veiðihúsum og níu bújörð-
um við ána í Kolbeinsstaða- og
Eyjahreppum. Haffjarðará er þing-
lýst sem sjálfstæð eign en ekki sem
hlunnindi jarðanna eins og er um
flestar aðrar laxveiðiár landsins.
Uppboðsbeiðendur eru verðbréfa-
fyrirtæki í Reykjavík.
Tveir athafnamenn í Reykjavík,
Óttar Yngvason og Páll Jónsson,
keyptu Haffjarðará ásamt jörðun-
um fyrir nokkrum árum af Thors-
fjölskyldunni. Óttar sagði í gær
aðspurður um uppboðið að málið
hefði fyrir slysni gengið svona
langt og væri verið að kippa því í
lag. Átti hann von á að kröfuhafar
sendu fljótlega afturköllun á upp-
boðsbeiðnum.