Morgunblaðið - 10.11.1992, Page 15

Morgunblaðið - 10.11.1992, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992 15 Hugsjónadýr o g vandræðagemsar Sigurður Signrjónsson sem Mikki refur og Örn Ámason sem Lilli klifurmús. Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Þjóðleikhúsið DÝRIN í HÁLSASKÓGI Höfundur: Thorbjörn Egner Tónlist: Thorbjörn Egner og Christian Harmann Þýðing texta: Hulda Valtýs- dóttir Þýðing ljóða: Kristján frá Djúpalæk Leikstjóri: Sigrún Valbergs- dóttir Leikmynd og búningar: Mess- íana Tómasdóttir Hljómsveitíirsljórn: Jóhann G. Jóhannsson Dansar og hreyfingar: Sylvia von Kosgoth Lýsing: Ásmundur Karlsson Loksins rann upp sú langþráða 'stund að Þjóðleikhúsið tæki Dýrin í Hálsaskógi til sýninga. Sextán ár eru síðan verkið var sýnt þar og eigum við því heila kynslóð sem ekki hefur séð leikritið. Eftir að hafa séð Dýrin í Hálsaskógi tvisvar í Þjóðleikhúsinu finnst mér vægast sagt sérkennilegt að eiga nánast fullorðinn son sem skilur ekki augnglampann sem fylgir þegar ég ræði um þetta verk — sem að mínu áliti er besta barnaleikrit sem ég hef séð. Það var ekki minni spenna í mér en krökkunum (og það á lík- lega við fleiri foreldra sem stadd- ir voru á frumsýningunni) þegar tjaldið var dregið frá og_Marteinn skógarmús hóf leikinn. í mér var bæði tilhlökkun og kvíði; tilhlökk- un að fá að sjá Dýrin aftur og kvíði vegna þess að ég er vön að sjá Bessa sem Mikka ref og Áma Tryggvason sem Lilla klifurmús — að ég tali nú ekki um sönginn, því bæði yngri systkini og börn mín hafa spilað plötumar sem þeir sungu verkið inn á þar til lagið hinum megin heyrðist í gegn. En nú er Refurinn í höndum Sigurðar Siguijónssonar og Lilli leikinn af Erni Ámasyni; lítill og grannur refur, stór og bústin mús. Ekki leist mér á það. Þegar sýningin var komin á fullan skrið skildi ég þó að þetta var kórrétt val í hlutverkin. Þeir Mikki og Lilli bera sýninguna nánast uppi. Lilli er söngva- og músíkmús og falleg rödd Amar nýtur sín vel í hlutverkinu. Sig- urður er eilítið rámur og það pass- ar við refinn. Þeir Örn og Sigurð- ur náðu góðu sambandi við salinn og ríghéldu athygli krakkanna í hvert sinn sem þeir mættu á svið- ið. Það er því ekki annað hægt en að bjóða nýja kynslóð af Lilla og Mikka velkomna. í Hálsaskógi eru dýrin skyldari mönnum en dýrum. Þau ganga upprétt, hugsa og tjá sig. Skap- gerð þeirra fer eftir því af hvaða tegund þau eru og það em uglan, broddgölturinn og refurinn sem eru dálítið „anti-sósíal“. Hjá hin- um dýrategundunum; músum, hémm, böngsum og íkornum rík- ir sátt og friður og þau em alltaf að fárast yfír vandræðagemsun- um. Refurinn og broddgölturinn reyna að éta litlu dýrin og marg- ir eiga um sárt að binda vegna matarsmekks þeirra. Allt þar til Marteinn skógarmús gengur á fund Bangsapabba, með laga- frumvarp í þremur greinum og biður hann að kalla öll dýrin í skóginum á fund til að setja sam- félagsreglur. Þeir eru hugsjóna- dýr sem álíta vináttu og samhjálp einu leiðina til að friður geti ríkt í skóginum. Öll dýrin eiga að vera vinir. Framan af vekur þetta enga lukku hjá Rebba og Broddg- eltinum, en þar kemur að Refur- inn fær tækifæri til að virkja kænsku sína og þor til jákvæðra athafna og uppsker vináttu hinna dýranna. Og allt fer vel að lokum Dýrin í Hálsaskógi er leikrit sem mér fínnst alltaf að leiki sig sjálft. Það er einfalt að gerð og uppbyggingu, textinn skemmti- legur og söngvarnir þannig að maður heldur áfram að syngja þá dögum saman eftir að hafa séð leikritið. Og þótt ég hafí heyrt plötuna ótal sinnum, fæ ég ekki leið á þeim. Enda er það svo að margir af bestu leikurum Þjóð- leikhússins taka þátt í sýning- unni. Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur Martein skógarmús, Herdís Þorvaldsdóttir leikur Ömmu skógarmús, Bangsapabbi er leik- inn af Erlingi Gíslasyni, Bangs- amamma af Guðrúnu Þ. Stephen- sen og Björn Björnsson leikur Elginn. Patti broddgöltur er í höndum Hilmars Jónssonar, Hé- rastubb bakara leikur Flosi Ólafs- son, Hjálmar Hjálmarsson leikur Bakaradrenginn og Ragnheiður Steindórsdóttir leikur Húsamús- ina. Manninn á bænum leikur Sigurður Skúlason og konan á bænum er leikin af Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur. Auk þess taka fjölmargir krakkar þátt í sýning- unni. Þau leika músaböm, íkorna og Bangsa litla — og gera öll mjög vel. Hinsvegar kom það mér á óvart hvað sýningin er illa leikin af öðrum en krökkunum, Sigurði og Erni og hversu mikið misræmi er í leiknum. Það var eins og Bangsapabbi væri í vondu skapi, Bangsamamma ^ var armæðuieg, Marteinn skógarmús var eina dýrið sem var eins og dýr; með kvikar, ósjálfráðar hreyfíngar og þar sem önnur dýr vom nánast mennsk, var eins og Marteinn væri með kæki; hann var alltaf rykkjandi hausnum. Amma skóg- armús varð hvorki hissa né glöð þegar hún flaug í burtu frá gini Patta broddgaltar og því miður hélt hún varla lagi. Látbragð Hérastubbs bakara var eins og honum væri mál að pissa; hann og Bakaradrengurinn ofléku allt atriðið í kringum piparkökurnar. Maðurinn og Konan á bænum (sem ræna Bangsa litla) görguðu bara. Ekki batnaði það með Elgn- um. Hann var eins og úr öðru leikriti og líktist einna helst biðli sem hefur beðið svo lengi undir ljósastaur að höndin á honum er frosin, ríghaldandi um kálblöð sem em eins og visinn blómvönd- ur; engin svipbrigði og sviðsfram- koman þannig að það var eins og leikarinn væri skelfíngu lost- inn yfír því að vera uppi á sviði. Síst af öllu datt mér Elgur í hug þegar hann birtist. Einu hlutverk- in sem voru trúverðug (fyrir utan Mikka og Lilla) vom Patti broddgöltur og Húsamúsin. Því miður er afleiðingin sú að sýningin dettur niður í hvert sinn sém Mikki og Lilli hverfa af svið- inu og það mátti heyra á börnun- um í salnum; þau snera sér að mannlegum samskiptum í hvert sinn sem leikaramir misstu at- hygli þeirra. Leikmyndin er ákaflega ljóð- ræn og falleg, en sá galli er á henni að breidd og dýpt sviðsins nýtist illa. Sýningin er því nánast öll leikin fremst á sviðinu fyrir miðju. Það heftir hreyfingu og dregur úr spennunni. Búningar vom flestir mjög fallegir. Hver dýrategund hafði sína liti og ger- ir það sýninguna afar skrautlega og bráðskemmtilega. Allt þar til kemur að vesalings Elgnum; hann var hræðilegur í einhveiju af- brigði af kjólfötum, með kálblöð á hattinum. Það var eins og gleymst hefði að hanna búninga á hann og Konuna og Manninn á bænum — þeim hefði bara ver- ið troðið í eitthvað á seinustu stundu. Þau hjónin líktust meira melludólg og götudrós en hjónum í sveit og þetta stflbrot er mér alveg óskiljanlegt í verki þar sem leikmynd og aðrir búningar harm- ónera eins vel og hér. Leikstjórnin afmarkast að sumu leyti af leikmynd eins og áður er getið, þar sem leikrýmið nýtist eki nógu vel. Þar fyrir utan er misræmið í útfærslu dýranna á ábyrgð leikstjóra. Það er eins og hann hafí ekki gert það upp við sig hvort þetta ættu að vera bara dýr eða mennsk dýr. Leikur- inn er fremur stór og hávær. Sýningin er því ekki nógu eðlileg, fyrir utan að vera of hröð á kostn- að þess að skapa spennu. Hljóð- setning í gegnum hátalarakerfí er vond; hljómurinn holur og oft ekki nógu greinilegur. Tónlistin var hinsvejgar vel leikin af þeim Hallfn'ði Olafsdóttur, flautuleik- ara, Sigurði I. Snorrasyni, klari- nettuleikara, Bijáni Ingasyni, sem leikur á fagott, Snorra Emi Snorrasyni, gítarleikara, Birgi Bragasyni sem leikur á kontra- bassa, slagverksleikaranum Pétri Grétarssyni og Jóhanni G. Jó- hannssyni, píanóleikara. HANS OG GRÉTA Hans og Gréta í Bæjarbíói { Hafnarfirði. Leiklist Hávar Sigurjónsson Bamaleikritið HANS OG GRÉTA Leikfélag Hafnarfjarðar Höfundur: Willy Kruger Þýðing: Halldór G. Ólafsson Umritun handrits: Hanna María Karlsdóttir Leikmynd og búningar: Ragn- hildur Jónsdóttir, Steinþórunn Kristjánsdóttir Lýsing: Egill Ingibergssson Tónlist: Jan Moravek Leikstjóri: Hanna María Karls- dóttir Leikendur: Ragnar Eggert Ág- ústsson, Eva María Sigurðardótt- ir, Adólf Jónsson, Guðrún Lilja Benjamínsdóttir, Stefán Karl Stefánsson, Stefán Viðar Grét- arsson, Arnbjörg Maria Sveins- dóttir, Rúnar Sigurður Sigur- jónsson, Margrét Harpa Garðars- dóttir, Ámi Hjörvar Hilmarsson. Ævintýrið um Hans og Grétu þekkja allir. Það var kannski ekki eins á allra vitorði að til væri ágætt bamaleikrit byggt á þessari sögu. Leikfélag Hafnar§arðar hefur reyndar kúrt svo kyrfilega á hand- ritinu frá því að verkið var fært upp á vegum þess 1954 og 1961, að sérstök ástaeða þótti til að heiðra þann félagann á fmmsýningunni á laugardaginn, sem sýndi þá fyrir- hyggju að geyma eintak af leikrit- inu í þijátíu ár. En þá hefði kannski bara mátt þýða það aftur, eða hrein- lega skrifa það að nýju. Sagan af Hans og Grétu er stutt og laggóð; einföld og án útúrsnún- inga. Sem efniviður í leikrit er hún heldur rýr, nema farin sé sú leið að grafast fyrir um vanda foreldr- anna í löngu máli eða varpa ein- hveiju „nýju“ ljósi á siæmt innræti nomarinnar í kökuhúsinu. Hvom- tveggja er vafalaust mjög upp- byggjandi félagslega, en lítið spenn- andi í leikriti og út í hött í bamaleik- riti (nema litið sé svo á að bamaleik- rit séu fyrir foreldrana fremur en bömin). Enda er þetta ekki gert í þessari leikgerð af Hans og Grétu. Þama er hinsvegar bætt í söguna tveimur ágætum persónum; Tóbíasi klæðskera og barngóðum skógar- birni og snýst dálítil hliðarsaga í leikritinu um þá. Með þessari viðbót er nóg að gerast á sviðinu allan tímann og spennandi söguþráðurinn ræður ferðinni, fremur en „persónu- dýpkandi" samtöl, sem em betur faliin til þess að dreifa athygli bam- anna en flest annað. Það er ósköp einfalt að segja það, þetta er mjög lifandi og skemmtileg sýning, leikmyndin og búningamir í litríkum „Walt Disn- ey-stíl“, sem gefur fjörlegt og vand- að yfírbragð. Þar á lýsingin einnig stóran þátt í fagmannlegri umgjörð- inni, enda hefur leikfélagið á að skipa ágætum Ijósameistara sem reyndar er atvinnumaður öðmm þræði. Leikendurnir standa sig með prýði. Hans og Gréta em hugljúfir og góðir krakkar sem Ragnar Egg- ert og Eva María léku alveg ljóm- andi vel. Foreldramir em svolítið erfíðari viðfangs; stjúpan er reynd- ar vonskan uppmáluð og kannski hefði Guðrún Lilja mátt leggja meiri áherslu á það, en pabbinn reyndist viðsjálasti og kannski þeg- ar upp er staðið ómerkilegasti grip- urinn í verkinu. Adólf Jónsson kom þessu öllu til skila þó leggja hefði mátt meiri vinnu í textameðferðina hjá þeim Guðrúnu. En þetta -em smáatriði. Ég er líka nokkuð viss um að þegar fmmsýningarskrekk- urinn er liðinn hjá, fer allt að stækka og lifna og sýningin að skila sér enn betur. Nafnamir Stefán Karl og Stefán Viðar stóðu fyllilega fyrir sínu og bættu svo sannarlega í verkið með meðferð sinni á þeim Tóbíasi og Bangsa. Þeir héldu vel utan um textann sinn, náðu góðu sambandi við áhorfendur þegar á þurfti að halda og vora einfaldlega skemmti- legir. Vel unnið og uppskorið sam- kvæmt því. Nomin var jafnvel raun- vemlegri en áhorfendur áttu von á, gervið mjög gott og raddblærinn, hláturinn og fasið nomarlegt með afbrigðum, enda fór feginsstuna um salinn þegar Gréta skellti ofnhurð- inni á eftir henni. Tóniist Jan Moraveks fellur vel að sýningunni og vel til fundið að gera píanóleikarann að þátttakanda í sýningunni. Söngur leikenda var misjafn en stundum ágætur. Leikstjórinn Hanna María Karls- dóttir skilar sem sagt ágætu verki með því haida utan um alla þræði og stýra hópnum í þessari sýningu, en þó finnst mér sem leggja hefði mátt meiri rækt við smáatriði. Sum- part beita meiri nákvæmni og út- færa betur tæknilega sumt af grín- inu; heyrnarleysið, rekast á o.s.frv. Gera einfaldlega meira úr því. Há- punktur sýningarinnar — þegar Nomin og galdrastafurinn hverfa ( ofninn — fannst mér taka of fljótt af, þar hefði mátt gera sér meiri mat úr efniviðnum með stærra sam- spili í leik, (jósum og áhrifahljóðum. Leikfélag Hafnarfjarðar getur með stolti tekið á móti ungum og öldnum og leitt þá inn í Ævintýra- skóginn að sætabrauðshúsinu í fylgd Hans og Grétu næstu vikum- ar, enda er þama á ferðinni mjög vel boðleg leiksýning fyrir böm gegn hóflegu gjaldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.