Morgunblaðið - 10.11.1992, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992
FYRSTIVETRARDAGUR
Myndlist
Bragi Asgeirsson
Um þessar mundir og fram til
15. nóvember sýna fimm listamenn
jafnmargra geira innan myndlist-
arinnar verk sín í Listhúsinu í
Laugardal og hafa þau nefnt fram-
takið „Fyrsti vetrardagur“.
Magdalena Margrét sýnir stein-
þrykk, Sverrir Ólafsson skúlptúr,
Þórður Hall sáldþrykk, Valgerður
Hauksdóttir blandaða tækni og
Þorbjörg Þórðardóttir myndvefnað.
Það hefur þannig verið séð fyrir
fjölbreytni sýningarframtaksins
þótt kannski sakni maður helst
málverka.
Þetta er önnur sýningin í þessu
húsi sem risið hefur upp á merki-
lega skömmum tíma og það gerist
víst ekki oft hér á landi að hús
rísi upp fullsköpuð fyrir áætluð
verklok. Er það einkum óvenjulegt
þegar um starfsemi yfir listir er
að ræða og eru menn með sanni
öðru vanir hér á landi. Ber þetta
vott um mikinn dugnað, þor og
bjartsýni og er það von mín að
starfsemin verði íslenzkri myndlist
dijúg lyftistöng á ókomnum árum.
Eitt getur maður þó ekki fellt sig
við í sambandi við þessa fram-
kvæmd og það er hönnun hússins,
en þar virðist meir hafa ráðið að
húsið væri í samræmi við önnur
nýrisin hús í nágrenninu, en að það
þjónaði þeirri sérstöku starfsemi,
sem fyrirhugað var að yrði innan-
dyra. Þannig snúa allir verzlana-
gluggamir í hásuður, þannig að
sólin skín óhindrað á vörumar, sem
eiga aðallega að vera viðkvæm list-
iðnaðar- og myndlistarverk. Sama
er að segja um aðal sýningarsal-
inn, en það er afar óþægilegt að
skoða myndlist þegar sólin skín inn
um glugga og þær breytast mikið
við það. Reglan við byggingu sýn-
ingarsala og safna er því að birtan
sé sem jöfnust og að sólin nái sem
minnst að skína inn um gluggana.
Það er ekki síst gert í þeim til-
gan§i, að hlífa viðkvæmum mynd-
listarverkum, t.d. teikningum og
vatnslitamyndum, en sólin og mjög
sterk birta, fer annars illa með öll
myndlistarverk er til lengri tíma
er litið.
Svo langt gengur þetta víða, að
þegar haldnar eru sýningar á dýr-
mætum teikningum og vatnslita-
myndum er ljósið dempað til að
hlífa myndunum, svo augun eru
nokkum tíma að aðlagast því.
í þessu tilviki með listhúsið, er
auðvitað hægt að koma fyrir sér-
stökum útbúnaði til að dempa sól-
arljósið hvað sýningarsalinn stóra
snertir en síður varðandi verzlana-
gluggana, vörumar þurfa auðvitað
að sjást!
Fyrir myndlistarmenn er þetta
skiljanlega afar stórt atriði og einn-
ig er það eðlilega- ekki gott fyrir
myndir er ljósið skín inn um stóra
glugga frá mörgum hliðum.
Það sem maður tekur strax eft-
ir, er hve speglunin er mikil á
myndum undir gleri, sem gerir
skoðandanum erfítt fyrir að njóta
þeirra.
En að öðru leyti virðist húsið
vera vel byggt, að því er ég get
dæmt um, en þetta með ljósið er
atriði til úrslita hvað myndlistina
snertir.
Sýninguna „Fyrsti vetrardagur"
virðist hafa borið að með stuttum
fyrirvara, því að hún er dálítið
sundurleit og maður hefði viljað sjá
sterkara og hressilegra framlag
einstakra listamanna. Þá hafa ýmis
verkana verið sýnd áður, sem getur
verið réttlætanlegt í sumum tilvik-
um, en eykur ekki á ferskleika
framtaksins.
Það er gaman að sjá glímu
Magðalenu Margrétar við svart-
hvíta steinþrykkið, en hún á samt
ennþá mikið ólært í listgreininni
og einkum mætti prentunin vera
hreinni á stundum. Sverrir Ólafs-
son er húmoristinn í hópnum, en
skúlptúrar hans hafa oft verið
áhrifameiri og virka sumir hálf
utangátta í þessu umhverfi, hann
stendur þó fyrir sínu listrænt séð
og sama er að segja um Þórð Hall,
sem heldur sínu striki í sáldþrykk-
inu. Það er grafískur bragur á
blandaðri tækni Valgerðar Hauks-
dóttur, en myndir hennar eru ekki
eins sannfærandi og þau grafísku
verk sem maður hefur séð eftir
hana undanfarið. Þorbjörg Þórðar-
dóttir staðfestir stöðu sína í vefnað-
inum en mikið ósköp fóru vefir
hennar betur í sýningarsölum Nor-
ræna hússins.
Michael J. Clarke
Margrét Bóasdóttir
Kirkjukór Dalvíkur
Tónlist
Góðir tónleikar Blood,
Sweat & Tears
Jass
Guðjón Guðmundsson
Blood, Sweat and Tears tóku ís-
lendinga með trompi á. frábærum
tónleikum á Hótel íslandi sl.
fímmtudagskvöld. Aðeins einn af
upphafsmeðlimum þessarar fræg-
ustu jassrokksveitar er enn í sveit-
inni, David Clayton-Thomas, söngv-
ari og lagasmiður. Aðrir sveitar-
menn eru yngri að árum en allir
mjög snjallir tónlistarmenn.
Blood, Sweat and Tears er í frá-
bæru formi, enda er hún eftirsótt
Vínarvalsar
á Háskóla-
tónleikum
ÞRIÐJU Háskólatónleikar vetr-
arins verða miðvikudaginn 11.
nóvember kl. 12.30 í Norræna
húsinu.
Þar mun strengjakvartett leika
tónlist eftir þá Johann Strauss eldri
og Joseph Lanner. Þetta er danstón-
list, bæði valsar og polkar, sem
þeir Strauss og Lanner skemmtu
Vínarbúum með á dansleikjum um
miðja 19. öld.
Kvartettinn skipa Sean Bradley
og Sigríður Hrafnkelsdóttir, fíðlur,
Lisa Ponton, víóla, og Richard Kom,
kontrabassi. Þau starfa öll í Sinfón-
íuhljómsveitinni.
(Fréttatilkynning)
♦ ♦ ♦
Tónleikar á
Logalandi
TÓNLEIKAR verða á vegum
Tónlistarfélags Borgarfjarðar í
Logalandi í kvöld klukkan 21.
Chalemeaux-tríóið leikur tónlist eft-
ir Mozart, Beethoven og innlenda
höfunda. Með tríóinu syngur Mar-
grét Bóasdóttir sópransöngkona.
Chalemeaux-tríóið skipa Óskar
Ingólfsson, Kjartan Óskarsson og
Sigurður I. Snorrason.
til tónleikahalds. Hún er búin að
vera á ströngu hljómleikaferðalagi
í Evrópu. Héðan fer sveitin til Hels-
inki og leikur síðan á níu tónleikum
í Noregi áður en hún heldur til
Bandaríkjanna. Hins vegar er langt
siðan hún hefur sent frá sér plötu,
en David Clayton-Thomas gaf út
sólóplötu í byijun þessa árs.
Fagmennskan var ríkjandi í
flutningi Blood, Sweat and Tears,
hvort sem um var að ræða gömul
lög af plötum sveitarinnar, eða
þekktum jass- og poppslögurum,
og sviðsframkoman var eins og hún
gerist best hjá sjóuðum skemmti-
kröftum. Clayton-Thomas söng
með sinni hijúfu viskírödd þekkt-
ustu lög sveitarinnar, og nýrri
fönknúmer, sem undirritaður
hreifst mikið af. Sveitin er skipuð
frábærri brasssveit, með trompet-
leikarann Jerry Sokolov fremstan
meðal jafningja, hrynsveitin hélt
uppi dúndrandi sveiflu í fönknúmer-
unum, og Clayton-Thomas stjórnaði
innkomum með innlifun.
Kvöldið hófst með kraftmiklu
fönknúmeri og rokkuðu gítarsólói
Larry DeBari. Síðan steig Clayton-
Thomas á svið og náði strax góðu
sambandi við áheyrendur í skondnu
gospellagi. Síðan rak hvert lagið
annað, og nostalgíukliður heyrðist
frá hörðum aðdáendum sveitarinnar
þegar flutt voni Smiling Faces og
I Iove you more than you’ll ever
know, sem DeBari söng af mikilli
innlifun. Síðan kom að einleiksþátt-
um þessa kvölds. Sokolov blés hrað-
an sóló og þessí ungi trompetleik-
ari lék sér á efstu skölum í heitri
tilfinningu. Sokolov fór fyrst að
spila á trompet 17 ára gamall og
er að mestu sjálfmenntaður, en
hefur náð ótrúlegum tökum á þessu
erfiða hljóðfæri. Gary „fönk“ Foot
kann öll trixin faginu og meira til
eins og kom í ljós í mögnuðu raf-
bassasólói hans sem kveikti í saln-
um. Og þá hélt maður að öll tromp-
in væru komin á borðið, en því fór
fjarri því Steve Guttman flugelhom,
Charlie Gordon básúna og Tim
Reis tenórsaxafón áttu allir frábær
sóló. Smellurinn Spinning Wheel
fékk góðar undirtektir meðal áheyr-
enda og slepptu þeir sveitinni ekki
fyrr en eftir aukalag, You make
me so very happy, og fólk hélt út
David Clayton-Thomas.
í vetrarnóttina með minningar og
frábæra tónleika í huga.
Ragnar Björnsson
Síðasti tónlistardagur Dóm-
kirkjunnar, að þessu sinni, var
laugardaginn 7. nóvember. Kirkju-
kórinn í Dalvík sótti Dómkirkjuna
heim ásamt einsöngvurunum Mar-
gréti Bóasdóttur og Michael John
Clarke, en söngstjóri kórsins er
Hlín Torfadóttir og orgelleikari
Bjami Þ. Jónatansson, hvers nafn
fannst reyndar hvergi í efnis-
skránni. Illmögulegt var að átta
sig á efnisskrá tónleikanna því
sumra tónlistaratriðanna var alls
ekki getið. Tónleikarnir hófust
með lagi eftir Jakop Tryggvason,
orgelleikara, við sálminn Vertu
Guð faðir, faðir minn, laglegt lag
og góð viðbót við gamla danska
lagið í sálmabókinni, sem sjálfsagt
víkur nú ekki fyrir nýju lagi vegna
traustra vinsælda sinna. Kórinn
söng lagið hlýlega og blátt áfram.
Þá kom Panis Angelicus, úr
„Messe Solenelle“ eftir Cesar
Franck með M. Clarke sem sólista
og Bjarna við orgelið og var flutn-
ingurinn í góðu jafnvægi en án
mikilla átaka. Þá söng kórinn
Cantique de Jean Racine eftir
Gabriel Fauré. Tónlistina við ljóð
Jean Racine flutti kórinn látlaust
en fallega, en textameðferð var
yfirleitt ábótavant í söng kórsins.
Þar næst sungu þau Margrét og
Clarke sín tvö lögin hvort, með
aðstoð Bjarna á orgelið, en þessi
viðfangsefni voru hvergi nefnd í
efnisskrá. Tónleikunum lauk með
Sálumessunni eftir Fauré, verkinu
sem, ásamt fiðlusónötunni, gerði
Fauré heimsfrægan sem tónskáld.
Kórinn er fýrst og fremst skipaður
fólki sem er að þjóna söngþörf
kirkju sinnar. Hlín Torfadóttir,
söngstjóri kórsins, hefur greini-
lega áttað sig á hvaða efnivið hún
hafði í höndunum og leitast fyrst
og fremst við að ná fram hreinum
og mjúkum hljómi frekar en miklu
hljómmagni, og var það vitanlega
hárrétt byijun hjá Hlín, en nokkuð
bitnaði þetta vitanlega á heildar-
áhrifum af sálumessunni, því hún
krefst á köflum meiri átaka. Margt
var þó mjög fallega gert, eins og
t.d. þættimir með einsöngvurun-
um báðum, svo og sópranhluturinn
í síðasta þætti messunnar, sem var
mjög faglega mótaður. Sérstök
ástæða er til að nefna þátt Bjarna
Jónatanssonar á orgelið, en Bjami
er fyrst og fremst píanóleikari, og
það er ekki auðvelt fyrir óvanan
að setjast við stórt orgel, með alla
þess möguleika, og missa ekki
þráðinn. En Bjarni hefur auðheyri-
lega einhveijar tilfinningar til
hljóðfærisins og víst er að vel
klæddi hann að sitja við það.
Langholtskirkja
Karlakórínn Hreimur
Tónlist
Ragnar Björnsson
Sumir svokallaðir tónlistarmenn
hafa þá leiðu áráttu að mega ekki
heyra minnst á karlakórssöng að
þeir ekki brosi einhverju miskunn-
arbrosi út í annað, og virðast
gleyma því um leið að stærstu tón-
skáld allra tíma hafa skrifað meira
eða minna fyrir karlakóra og ekki
í vinsældarskyni. Karlakórssöngur
hefur auk þess ómælt félagslegt
gildi og ekki hvað síst í okkar dreif-
býla landi. Vinsælda hefur þessi
söngtúlkun alltaf notið, bæði af
þátttakendum sjálfum sem og
áheyrendum og ekki em ýkja
margir áratugir síðan bændur
lögðu á sig margra klukkutíma
ferðalög til þess að fara á karla-
kórsæfingar og þá sjálfsagt ýms-
um ráðum ráðið í leiðinni. Karla-
kórinn Hreimur úr Aðaldal í Þin-
geyjarsýslu lagði nú á sig nokkur
hundruð kílómetra ferð til að
syngja fyrir þá sem hlýða vildu í
Langholtskirkju. Víst hafa þeir
söngraddir Þingeyingamir og
nokkra mjög efnilega söngmenn
heyrði maður út úr röðum kórsins,
en meira þarf til ef tillitslaust skal
gagnrýna. Karlakórssöngur er
mjög vandmeðfarinn og kannski
er ennþá nauðsynlegra í karlakór
heldur en blönduðum að hver rödd,
hver söngmaður, hafí fengið þó
nokkra þjálfun í meðferð raddar-
innar, ef svo er ekki verður hljóm-
urinn fljótt mattur og raddimar
út úr fókus. Blandaður kór þolir
þessa ávöntun skár, líklega vegna
þess að raddsvið blandaða kórsins
er yfirleitt ekki eins þanið í hæð
og dýpt og sérstaklega jaðarraddir
karlakórsins verða að undirgang-
ast. Þótt ekki væri um neina nýja
strauma að ræða í efnisvali kórsins
varþó viturlegt af söngstjóranum
Robert Faulkner að leiða hjá sér
Sefur sól, Nú andar, Oft um ljúf-
ar, Þú álfu vorrar, og þessi önnur
slík sem karlakórarnir hér syngja
með mestri ánægju, en leyfa okkur
heldur að heyra lög sem sjaldnar
heyrast, og lög úr héraði, sem mér
skilst að hafi verið þijú á efnis-
skránni. Þér andnemar, fyrsta lag-
ið á efnisskránni, var myndarlega
sungið, en þó heyrði maður strax
þenna matta hljóm, sem hverfur
ekki fyrr en allar raddir ná að fók-
usera, þar af leiðandi varð hæðin
hjá tenórunum hljómlaus þegar
komið var upp á g. Kannski tókst
kómum best upp í lögum eins og
Lítill fugl, eftir Sigfús Halldórsson,
þar sem sungið var mezza voce
og létt og fjörugt eins og lag
Francis Poulaens, svo og Skógar-
fuglinn eftir Schubert. „Já, það
sem mér finnst best.“ Til að gera
óperunum verulega góð skil þarf
meiri tækni og dramatík, en þó
sjálfsagt að glíma við. Það sem
mesta hrifningu vakti voru ein-
söngvarar kórsins, bræðurnir
Baldur og Baldvinssynir, sem báð-
ir hefðu átt erindi upp á óperusvið-
ið og hugurinnn hefði stemmt
þangað á sínum tíma og þingeyska
loftið virkjað og þéttað til útflutn-
ings. Einar Hermannsson hefur
laglega bassarödd, en er enn
óþroskuð, enda Sarastro tæplega
nálægur. Söngstjórn Roberts
Faulkner var örugg, dálítið of
markeruð og mér fannst hann
hefði átt að voga að móta lögin
meira en hann gerði. Píanóleikur
Juliet Faulkner var öruggur, en
óhætt hefði verið að taka lokið af
flyglinum, það hefði stutt kórinn
betur.