Morgunblaðið - 10.11.1992, Page 17
MORGÚNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992
17
Nýjar
bækur
■ Seld — Sönn saga konu í
ánauð, eftir Zanu Muhsen og
Andrew Crofts er komin út í
þýðingu Guðrúnar Finnboga-
dóttur. í kynningu segir:
Ensku systurnar Zana og Nadia
voru 14 og 15 ára þegar faðir
þeirra seldi þær í hjónaband til
Yemen. Auðmýkingar, ofbeldi
og nauðganir urðu daglegt brauð
eftir að stúlkumar voru neyddar
til að giftast piltum í afskekktum
þorpum í Yemen — þorpum sem
ekki voru einu sinni til á landa-
korti.
Forlagið gefur bókina út.
Hún er 239 bls. með mörgum
myndum úr lífi systranna. Gra-
fit hf. hannaði kápu. Prent-
smiðjan Oddi hf. prentaði. Verð
2.880 krónur.
■ Lífið framundan, eftir
franska rithöfundinn Roman
Gary er komin út. Þýðandi er
Guðrún Finnbogadóttir. í
kynningu segir: Lífið framundan
er fyrir löngu talin til sígildra
verka franskra bókmennta og
fyrir hana hlaut höfundurinn
frægustu og eftirsóttustu verð-
laun sem veitt eru frönskum rit-
höfundum — Concourt- verð-
launin. Sagan segir frá Mómó.
Hann er lítill og fallegur snáði,
arabi og hómungi - en fáir vita
með vissu hversu gamall hann
er. Hann elst upp í einu af fá-
tækrahverfum Parísar hjá Rósu,
uppgjafa vændiskonu af gyð-
ingaættum sem á efri árum lifir
af því að taka böm annarra
vændiskvenna í fóstur. Milli
Mómós og Rósu kviknar óijúfan-
leg vinátta sem dafnar í hörðum
heimi stórborgarinnar.
Forlagið gefur bókina út.
Grafít hf. hannaði kápu. Prent-
smiðjan Oddi hf. prentaði. Verð
2.480 krónur.
■ Hafið, leikrit Ólafs Hauks
Símonarsonar hefur verið gefið
út á bók. Hafið var frumsýnt í
Þjóðleikhúsinu 19. september. í
kynningu segir: í Hafínu segir
frá Þórði útgerðarmanni og fjöl-
skyldu hans, leikritið er sneið
úr íslenskum veruleika þar sem
höfundur bregður ljósi á fólk og
tilfmningar á bak við daglegar
fréttir af ástandi mála í sjávarút-
vegi.
Forlagið gefur bókina út.
Stensill prentaði bókina. Verð
990 krónur.
■ Skáldsagan Kynjaber, eftir
enska rithöfundinn Jeanette
Winterson, er komin út í þýð-
ingu Silju Aðalsteinsdóttur. í
kynningu segir: Söguhetjumar,
Jórdan og Hundakonan, eru
nokkurs konar mæðgin og þau
skiptast á að segja frá þeim furð-
um sem á daga þeirra drífa.
Baksviðið er England 17. aldar.
Borgarastríð geisar og plágur
heija á mannfólkið, en frásögnin
bindur sig hvorki tímabilinu né
sagnfræðinni því Jórdan og
hundakonan eru ekkki nema að
hluta til af þessum heimi.
Mál og menning gefur bók-
ina út í ritröðinni Syrtlur. Hún
er unnin í G.Ben. prentstofu.
Verð 1.595 krónur.
■ Hundshjarta, eftir rússn-
eska höfundinn Mikhail Búlg-
akov er komin út í þýðingu Ingi-
bjargar Haraldsdóttur. í kynn-
ingu segir: Heimsfrægur og vel
metinn prófessor í Moskvu tekur
að sér flækingshund og græðir
í hann eistu og heiladingul úr
nýlátnum manni. En afleiðing-
arnar koma öllum á óvart, und-
arlegt dýr, gætt mannlegum eig-
inleikum, fer á stjá, gerist uppi-
vöðslusamt og leggur líf prófess-
orsins í rúst.
Mál og menning gefur bók-
ina út í ritröðinni Syrtlur. Hún
er unnin i G. Ben. prentstofu
hf. Verð 1.595 krónur.
Gullsmíða-
sýning
í Perlunni
Gullsmíðasýning stendur yfir
í Perlunni á vegum Félags ís-
lenskra gullsmiða. Sýningin
hófst 31. október.
Til sýnis eru verk 27 gullsmiða
á vegum Félags íslenskra gull-
smiða. Og í fréttatilkynningu segir
að sýningargripir séu meira og
minna sérsmíðaðir skartgripir og
listmunir úr eðalmálmum. Sýningin
stendur til 15. nóvember.
Tnrbo Pascal
Byrjendanámskeið í forritunarmálinu Turbo Pascal
fyrir þá, sem vilja auka við þekkingu sína á þessu sviði.
Leiðbeinandi: Sigfús Halldórsson, tölvunarfræðingur.
Innritun stendur yfir.