Morgunblaðið - 10.11.1992, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992
Ensk kór-
tónlist
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Dómkórinn hélt tónleika í
Kristskirkju sl. föstudag og var
efnisskráin ensk kirkjutónlist.
Til samstarfs við kórinn kom
Arthur Robson frá Englandi.
Ekki er hans frekar getið í efnis-
skrá en þama er _á ferðinni góð-
ur stjórnandi. Á efnisskránni
voru verk eftir Byrd, Britten,
Humfrey, Vaughan-Williams,
Warlock, Stanford og Wesley.
Tónleikamir hófust á Angus
Dei eftir William Byrd og var
þetta fallega verk ágætlega flutt,
enda var Dómkórinn nú ijöl-
mennari en oft áður og innbyrð-
is samhljóman raddanna nokkuð
jöfn og samhljómur kórsins þétt-
ur. Arthur Robson lék á kórinn,
sem kom einkar skemmtilega
fram í tveimur verkum eftir
Britten, A Hymn to the Virgin
og Hymn to St. Cecilia. í seinna
verkinu söng Margrét Bóasdóttir
einsöng af öryggi og féll sérlega
vel að hljómi kórsins. Auk þess
áttu einsöngvarar úr kómum
smá stófur og skiluðu sínu af
smekkvísi.
Dómkantórinn, Marteinn H.
Friðriksson, lék Prelúdíu og fúgu
eftir Britten. Bæði var raddskip-
anin og leikurinn með öðmm
hætti en við á í þessu eina orgel-
verki Brittens, sem samið er
1946, en á því ári fullgerði hann
Rape of Lucretia, Young Per-
son’s Guide for the Orchestra
og hóf að semja Albert Herring.
Margrét Bóasdóttir söng §ög-
ur lög: A Hymne to God Father
eftir Pelham Humfrey, Watcful’s
Song eftir Vaughan-Williams,
The First Mercy eftir Warlock
og The Birds eftir Britten, samið
1929, en þá var Britten aðeins
16 ára og var í tíma hjá Bridge
en árið eftir samdi hann A Hymn
to the Virgin og haustið eftir hóf
hann nám við Royal College hjá
John Ireland og Arthur Benjam-
in. Margrét söng þessi fallegu
lög af smekkvísi og öryggi.
Beati quomm via eftir Stan-
ford er fallegt verk og var mjög
vel sungið, en sérstaklega tvö lög
eftir Samuel Sebastian Wesley.
Faðir hans, Samuel Wesley, var
undrabam og var ekki meira en
átta ára er hann samdi órator-
íuna Ruth. Hann mun hafa kennt
Sebastian en aðalmenntun sína
hlaut hann við Chapel Royal.
Ekki hefur verið mikið flutt af
tónverkum eftir Humfrey, Stan-
ford eða Wesley, svo að þama
gat ýmislegt nýtt að heyra fyrir
íslenska tónleikagesti.
Síðasta verkið og það viða-
mesta var Te Deum in C eftir
Britteri. Flutningur þessa ágæta
verks var mjög vel útfærður,
bæði hlutur kórsins, einsöngvar-
ans Margrétar Bóasdóttur og
orgelleikur Marteins H. Friðriks-
sonar. Arthur Robson er frábær
kórstjóri og vora þessir tónleikar
Dómkórsins í heild mjög góðir.
Gítartónleikar
Einar Kristján Einarsson hélt
tónleika í Seltjamameskirkju sl.
laugardag og flutti gítarverk eft-
ir Milan, Narvaez, Bach, Sor,
Berkeley, Villa-Lobos og Barri-
os.
Með þessum tónleikum skipar
Einar sér í flokk með bestu gítar-
leikumm okkar og kemur þar til
öryggi í tónmótun, tækni og
músíklegri útfærslu. Fallegur
tónn hans kom hvað best fram
í Tveimur Pavan-dönsum eftir
Milan og Guardame las Vacas
eftir Navarez. Sama má segja
um Mozart-tilbrigði eftir Sor,
sem í höndum Einars varð leik-
andi falleg tónlist.
Tæknilegt öryggi Einars kom
sérlega vel fram í mjög vel út-
færðri svítu í e-moll, eftir J.S.
Bach. Sama má segja um flutn-
ing Einars á Sónatínu eftir Ber-
keley, sem var frábær og í raun
hápunktur tónleikanna.
Þijár æfingar eftir Villa Lobos
vom mjög vel leiknar en þessi
göldrótta tónlist er ekki aðeins
erfið tæknilega, heldur einnig
sem músík. Tónleikunum lauk
Einar Kristján Einarsson
með þremur verkum af léttara
taginu eftir Barrios. Þessi verk
eiga samleið með tveimur fyrstu
verkunum og tilbrigðaverkinu
eftir Sor, að því leyti að þau em
létt og fjörag og það þarf að
bera þau uppi með fallegum tóni.
Þar var Einar í essinu sínu og
lék hann t.d. Vals op. 8 nr. 4
eftir Barrios mjög vel.
Nýjar bækur
Allsherjargoðinn
ÚT ER komin ævisaga Svein-
bjöms Beinteinssonar allsherjar-
goða, skálds, bónda og kvæða-
manns, sem Berglind Gunnars-
dóttir rithöfundur skráir.
í Allsheijargoðanum segir Svein-
björn frá æsku sinni og umhverfi,
riíjar upp mörg atvik ævi sinnar,
hjónaband og kynni af samtíðar-
fólki, meðal annars kynni við skáld
og listamenn í Reykjavík, þegar
hann kom þangað ungur maður.
Ennfremur birtast hugleiðingar
hans um trú og skáldskap. Auk
þess bregða tíu samferðamenn upp
mynd af Sveinbirni í sjálfstæðum
pistlum.
Á bókarkynningu sagði Berglind,
að sú mynd sem fjölmiðlar hefðu
birt af Sveinbirni væri of einföld
og maðurinn oft verið bæði um-
deildur og misskilinn. Bókin væri
skrifuð til að veita betri innsýn í
hans hugmyndaheim og trúarbrögð.
Sjálfur sagði Sveinbjörn, að
vinna úr þessum fornu trúarbrögð-
um gæti komið að gagni fyrir nú-
tímann. „Ég vil vinna með þessa
glöggu náttúmlýsingu sem býr í
fomu trúnni; er uppalinn við trú á
helgum náttúmstöðum, vemdun
fugla og dýra, hugmyndir um
huldufólk og álfa, eins og öll tilver-
Sveinbjörn Beinteinsson.
an nái langt út fyrir þennan heim.
Þannig verður ásatrúin lifandi og
getur skotið rótum saman við um-
hverfísvemdarsjónarmið í nútíma
og staðið gegn ógnum eyðilegging-
arafla eins og frá kjamorku og
fleira.“
Útgefandi er Hörpuútgáfan.
Bókin er 208 blaðsíður og prýdd
fjölda mynda. Prentsmiðjan Oddi
hf. annaðist prentun og bókband.
Forsíðumynd er eftir Pál Stefánsson
ljósmyndara. Verð 2.980 krónur.
Orðlist Guðbergs Bergssonar i Gerðubergi
Leikdagskráin Saun-
ar sögur frumsýnd
Leikdagskráin „Sannar sögur — af sálarlífi systra verður frumsýnd
í menningarmiðstöðinni Gerðubergi miðvikudaginn 11. nóvember kl.
20.30. Dagskráin er byggð á svonefndum Tangasögum (Það sefur í
cyúpinu, Hermann og Dídí og Það rís úr djúpinu) eftir Guðberg Bergs-
son. Leikgerð og leikstjórn annast Viðar Eggertsson. Leiksýning þessi
er þáttur í sýningunni „Orðlist Guðbergs Bergssonar" sem stendur yfir
í Gerðubergi.
Sagan gerist á jarðarfarardegi á
Tanga. Anna stendur yfir moldu
ömmu sinnar. Henni fylgir ókunnug
kona eins og skuggi, sem virðist
hafa verið kunnug móður Önnu.
Anna býður ókunnu konunni heim
til sín á meðan hún bíður eftir fari
í bæinn, en Anna eftir því að erfi-
drykkjan geti hafist. Þær taka tal
saman um lífið á Tanga. Fram á sjón-
arsviðið stíga ýmsar persónur og
liðnir atburðir rifjast upp.
í umsögn frá Gerðubergi segir,
að persónur Guðbergs séu ekki við
eina fjölina felldar og bregði fyrir
sig ólíkindum, líkamnist jafnvel í
hugsunum hverrar annarrar, eins og
sjá má í leikdagskránni „Sannar sög-
ur — af sálarlífi systra".
Leikarar í sýningunni eru Anna
S. Einarsdóttir, Harpa Amardóttir,
Ingrid Jónsdóttir, Margrét Ákadóttir,
Sigríður Eyþórsdóttjr og Steinn Ár-
mann Magnússon. Ása Hauksdóttir
annast leikmynd og búninga, en
Trygve J. Eliasen sér um lýsingu.
Þijár aðrar sýningar verða á leik-
dagskránni, dagana 12., 18. og 19.
nóvember.
Eiríkur Smith
Eiríkur Smith: Á eintali við tilveruna. Olía á striga, 1992-.
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
íslensk listamannastétt er fjöl-
menn, og eflist stöðugt. Stórir
hópar ungs listafólks koma fram
reglulega, og leitast við að ná á
blað, að skapa sér nafn meðal
listunnenda. Minni hópur lista-
fólks á miðjum aldri hefur þegar
náð því marki, og eflist frá einu
ári til hins næsta með sýningar-
haldi hér á landi og erlendis, með
það helsta takmark að geta Iifað
vel af list sinni. Loks ber að nefna
að nokkur hópur eldri lista-
manna, sem hafa verið áberandi
í listalífi landsins um langt ára-
bil, hefur fyrir Iöngu öðlast al-
menna viðurkenningu fyrir list
sína um og nýtur velgengni og
vinsælda meðal landsmanna.
Eiríkur Smith er vissulega í
þessum síðastnefnda hópi. Hann
stundaði listnám í Reykjavík,
Kaupmannahöfn og París, hélt
sína fyrstu einkasýningu árið
1948, og hefur siðan verið stöð-
ugt að í listinni. Um áratuga
skeið var hann í hópi íslenskra
abstraktmálara, en 1969 tók
hann að þróa nýja myndsýn, sem
átti eftir að leiða hann inn í það
raunsæismálverk, sem hefur að
mestu einkennt myndlist hans
alla tíð síðan. Um nokkurt skeið
varð úrvinnsla verkanna mjög
nákvæm, og minnti á myndir
ýmissa bandarískra málara, sem
höfðu tekið upp verklag raun-
sæisstefnunnar (eða aldrei lagt
það frá sér, þrátt fyrir ofurvald
abstraktlistarinnar á löngu tíma-
bili), og þannig náði Eiríkur eftir-
tektarverðum tökum á landinu
sem sínu helst myndefni. Þá hafa
hulinsheimar íslenskrar þjóðtrúar
aldrei verið langt undan; svipir
og mannamyndir hafa sótt inn í
verkin, og magnað þau upp í vit-
und íslenskra áhorfenda.
Nú stendur yfir stór einkasýn-
ing á verkum Eiríks Smiths í
vestursal Kjarvalsstaða, þar sem
listarnaðurinn sýnir tuttugu og
fimm olíumálverk, nokkur þeirra
afar stór, og um þijátíu vatnslita-
myndir; flestar era myndimar
unnar á síðustu tveimur árum.
Viðfangsefnin, sem blasa við
í verkunum á sýningunni, eru
listunnendum kunnugleg frá fyrri
sýningum listamannsins. Hér era
á ferðinni minni lands og huldu-
heima, svipir árstíða, tengsl
mannsins við hinar duldu víddir
eða annað tilverustig, sem oft
birtist með ásýndum í forgrunni
landsins, eða þá sem dyr eða
gangvegir sem opnast skyndilega
fyrir augum mannsins úti í nátt-
úmnni og virka sem eins konar
miðöxull, sem myndin hverfist
um.
Af sýningunni er hins vegar
ljóst, að enn er að verða nokkur
breyting á vinnubrögðum lista-
mannsins; þau eru hér öllu laus-
beislaðri en þau hafa verið um
nokkurt skeið, og minna ef til
vill helst á hraðann og dirfskuna,
sem einkenndi myndir hans um
1970, þegar þetta myndefni voru
fyrst að koma fram hjá honum.
Nú notar hann einnig mikið af
sterkum og jafnvel ögrandi litum,
t.d. rauðum og fjólubláum, en
það virðist ekki ganga upp sem
skyldi í öllum tilvikum, og sting-
ur jafnvel í augum.
Sé Iitið til einstakra verka nýt-
ur liturinn sín vel í logandi fjöll-
unum í „Vetrarsólstöður" (nr. 5),
og hin lausbeislaða vinnsla hent-
ar ágætlega í myndbyggingunni
í „Morgunhraun“ (nr. 8). I mál-
verkinu „Á eintali við tilveruna"
(nr. 11) fer saman sterk mynd-
bygging og djörf litanotkun, sem
tekst vel, en stærsta verk sýning-
arinnar (nr. 18) skortir hins veg-
ar einhveija kjölfestu til að lita-
spilið takist á flug.
Eiríkur Smith hefur náð fá-
gætri leikni í notkun vatns-
litanna, og verkin hér sanna það
enn einu sinni. í þessum lands-
lags- og árstíðastemmum er
mannveran oft sem einmanaleg-
ur mælikvarði fyrir smæð manns-
ins í tilverunni, og svipir í vatni,
hrauni eða lofti verða til að
styrkja þá tilfinningu. Þannig
má benda á „Við vatnið“ (nr. 8),
„Morgunfjall“ (nr. 13) og „Andlit
í fjöru“ (nr. 31) sem góð dæmi
um þá myndsýn, sem listamaður-
inn hefur náð að fylgja svo vel
eftir í verkum sínum.
Hér er á ferðinni athyglisverð
sýning frá hendi eins af okkar
þekktustu listamönnum, sem list-
unnendur ættu ekki að láta fram
hjá sér fara. Sýning Eiríks Smith
í vestursal Kjarvalsstaða stendur
til sunnudagsins 15. nóvember.