Morgunblaðið - 10.11.1992, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992
Kvótakerfið verð-
ur að afnema
eftir Óskar Þór
Karlsson
í lögnm um stjórn fiskveiða sem
tóku gildi í ársbytjun 1991 er
ákvæði þess efnis að sjávarútvegs-
ráðherra skuli láta endurskoða lög-
in fyrir árslok 1992. Lög þessi
byggjast I meginatriðum á lögum
frá árinu 1984, þegar tekin var upp
svokölluð aflamarksaðferð, en í því
fólst að veiðiheimildum var skipt
upp milli skipa samkvæmt veiði-
reynslu þeirra næstu þrjú ár þar á
undan. í núverandi lögum voru
undanþágur úr eldri lögum sem
fólu í sér val á milli sóknarmarks
og aflamarks afnumdar, þannig að
nú er aflamarksaðferðinni alfarið
beitt að undanskildum veiðum smá-
báta. Samkvæmt ákvæðum lag-
anna skulu smábátar einnig falla
undir aflamark frá upphafi físk-
veiðiárs 1994 (1. september) og fá
úthlutað veiðiheimildum samkvæmt
tilgreindum reglum sem byggja
eiga á veiðreynslu þeirra.
Nú á næstunni munu þessi lög
því koma til umræðu á Alþingi,
þegar nefnd sem sjávarútvegsráð-
herra skipaði til þess að endurskoða
þau, skilar af sér lillögum. í ljósi.
þess að hér er um afar mikilvægt
mál að ræða sem alvarlegur ágrein-
ingur er um í þjóðfélaginu er nauð-
synlegt að fram fari gagnrýnin
umræða um það. Það að ágreining-
ur um kerfið hafí minnkað eins og
sumir fylgjendur þess halda nú
fram er rangt. Þvert á móti fer
þessi ágreiningur vaxandi. Því verð-
ur að leita nýrra lausna.
Fögur markmið án fyrirheita
Fyrsta grein núgildandi laga um
stjóm fískveiða hljóðar svo: „Nytja-
stofnar á íslandsmiðum eru sam-
eign íslensku þjóðarinnar. Markmið
laga þessara er að stuðia að vernd-
un og hagkvæmri nýtingu þeirra
og tryggja með því trausta atvinnu
og byggð í landinu. Úthlutun veiði-
heimilda samkvæmt lögum þessum
myndar ekki eignarrétt eða óaftur-
kallanlegt forræði einstakra aðila
yfir veiðiheimildum.“
Það er augljóslega vandaverk að
setja löggjöf um stjórn fiskveiða og
brýn nauðsyn að slík löggjöf sé
vönduð. Það nægir ekki að setja
fram í henni fögur markmið sem í
framkvæmd verða dauðir bókstafír.
Sú er raunin í núgildandi löggjöf.
Auk þeirra atriða sem fram koma
í 1. grein gildandi laga og allir
ætti að geta sameinast um, þurfa
að koma fram ýmis önnur skýr og
skilgreind markmið sem lögin og
framkvæmd þeirra verður að
grundvallast á. Verður nú vikið að
nokkrum slíkum grundvallaratrið-
um og fjallað um hvemig gildandi
löggjöf „þjónar" þeim.
Þjóðin gaf fiskimiðin
Það sem lögin fela í sér takmörk-
un á atvinnufrelsi verða þau að
vera almenns eðlis. Þau mega ekki
mynda forréttindahóp sem verður
til þess að útiloka eðlilega sam-
keppni. Lögin mynda slíkan forrétt-
indahóp. Með gildistöku þeirra var
þeim réttindum að nýta fískimiðin
skipt upp milli þeirra sem fyrir til-
verknað örlaganna vom með físki-
skip í rekstri á tilteknu árabili á
íslandssögunni. Jafnframt em í lög-
unum víðtækar heimildir til þess
að framselja þessar „heimildir" milli
skipa. Því myndaðist fljótt hátt verð
á þessum heimildum. Kvótar hafa
gengið kaupum og sölum fyrir
stórfé. Þessi viðskipti hafa ein-
skorðast við þann hóp aðila sem
fékk ókeypis „hlutabréf" í fiskimið-
unum frá þjóðinni. Aðrir hafa enga
möguleika.
Stórfelld breyting á
samsetningu flotans
Þegar svo áhrifamikil lög em
sett eins og lög um stjórn fiskveiða
verður að liggja fyrir frá hendi
stjómvalda mótuð langtímastefna
um þróun íslensks sjávarútvegs og
lögin verða að þjóna þeim markmið-
um sem þar em sett fram. Engin
slík iangtímastefnumörkun liggur
fýrir. Þróunin er stjórnlaus og af-
leiðingamar eftir því. Hið fijálsa
framsal varð til þess að mikið kapp-
hlaup hófst um kaup á veiðiheimild-
um. Stærstu útgerðarfélögin og þau
sem greiðastan aðang höfðu að fjár-
magni gerðust atkvæðamikil á
þessum markaði. Margar togaraút-
gerðir hafa keppst við að kaupa upp
báta í því skyni að færa veiðiheim-
ildir þeirra yfír á togarana. Á ótrú-
lega skömmum tíma hefur orðið
stórfelld breyting á samsetningu
flotans. Togaraflotinn hefur stækk-
að, en bátaflotinn minnkað að sama
skapi. Afleiðing þessarar þróunar
er sú að sífellt stærri hluti aflans
er tekinn í botnvörpu á dýrum skip-
um þar sem kostnaðarhlutdeild er-
lends fjármagns er mest. Sú hag-
ræðing sem skapast átti með fijálsu
framsali veiðiheimilda birtist með
þessum hætti og vinnur því beinlín-
is gegn markmiðinu um hagkvæma
nýtingu fískimiðanna.
Nýliðun í útgerð og flotastærð
Lögin mega ekki útiloka að nýlið-
un í útgerð geti átt sér stað. Það
gera núverandi lög. Verð á báti
ásamt fullnægjandi veiðiheimildum
er slíkt, að það er algerlega órekstr-
arhæf eining. Það er rangt að nýlið-
unarmöguleikar í kvótakerfinu séu
með svipuðum hætti og áður var.
Aðeins með því að leggja niður
kvótakerfi og taka upp veiðistýr-
ingu skapast möguleikar á nýliðun.
Verð á skipi mundi að sjálfsögðu
hækka mikið frá því verði sem er
á kvótalaustu skipi í dag. Markaðs-
verð skips mundi þá myndast út frá
ástandi viðkomandi skips, ásamt
þeim tekjumöguleikum sem menn
vænta af rekstri þess og það færi
eftir hæfni þeirra sem í hlut eiga
hvernig þeir tekjumöguleikar nýt-
ast, ásamt árferði til sjávar. Því
tregari sem veiðin er vegna fískleys-
is, því erfiðara er að sjálfsögðu að
ná þeim árangri að reksturinn beri
sig. Markaðsverð tæki því mið af
því hvernig áraði til sjávar. Menn
sæju sér betri hag í að þiggja
greiðslu fyrir úreldingu þeirra held-
ur en reyna að selja þau. Þeir
rekstrarmöguleikar sem hin hefð-
bundna íslenska efnahagsstjórn
skapar leiðir til þess að útgerð er
kröfuharður rekstur og hún á að
vera það. Hafi menn til að bera þá
hæfni sem þarf til þess að mæta
þeim kröfum fá þeir sína umbun
fyrir, en hverfa ella úr greininni.
Það að nýliðun sé útilokuð er því
þjóðhagslega óhagkvæmt.
Þær reglur sem gilda í kvótakerf-
inu eru óskynSamlegar. Þessar regl-
ur sem skapa möguleika á að safna
saman rúmlestum með því að fram-
selja skrokka af skipum eða bátum
milli aðila hafa átt stóran þátt í
þeirri tilfærslu á samsetningu flot-
ans sem fyrr er nefnd og stuðlað
að fjölgun frystitogara. Þær þjóna
ekki hagsmunum annarra en þeirra
sem sterkasta stöðu hafa í kerfinu.
Nýjar reglur sem skylda vinnslu-
skip til þess að koma með allar
afurðir að landi kalla á stækkunar-
þörf vegna slíkra skipa sem þegar
eru í rekstri. Slíkt verður ekki til
annars en að bæta gráu ofan á
svart.
Að treysta atvinnu og byggð
Sjávarútvegurinn, veiðar og
vinnsla eiga að vera aflvaki öflugs
atvinnulífs í sjávarplássum um-
hverfís landið. Stjómkerfí fískveiða
verður að vera þannig úr garði
gert að það þjóni þessum markmið-
um og stuðli að því að tryggja þjóð-
hagslega hámarksarðsemi fiskimið-
anna. Leikreglur núgildandi laga
ganga á svig við þessi markmið og
vinna í mörgu tilliti gegn þeim.
í lögunum felst mikill mismunun
milli greina innan sjávarútvegsins.
Vinnslan er gerð réttlaus. Margir
þeirra aðila sem hafa hvort tveggja
með höndum, útgerð og fískvinnlu,
nýta sér þetta óspart. Það er gert
með því að nota veiðiheimildir á
þann hátt að láta aðra físka þær
fyrir sig og kaupa aflann síðan á
hagstæðu verði. Þannig hefur
myndast vísir að nokkurskonar
lénsskipulagi sem er enn ein afleið-
ing af þeim leikreglum sem felast
í núgildandi lögum. Hér er ekkert
við viðkomandi aðila að sakast.
Hver er sjálfum sér næstur. Þetta